Skuldsetning kann að aukast vegna hækkunar húsnæðisverðs Sæunn Gísladóttir skrifar 6. apríl 2017 14:16 Harpa Jónsdóttir framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Seðlabankans fór yfir ritið á fundi í morgun. Vísir/Anton Brink Hætta er á að hátt fasteignaverð leiði til aukinnar skuldsetningar sem gerir heimili og fjármálafyrirtæki viðkvæmari fyrir hugsanlegu bakslagi í þjóðarbúskapnum. Þetta kemur fram í nýju riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleiki 2017/1, sem kom út í dag. „Heilt yfir stöndum við mjög vel um þessar mundir,“ sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, á fundi þar sem skýrslan var kynnt fyrr í dag. Hann sagði að áhætta í fjármálakerfinu tengdist um þessar mundir fyrst og fremst aukinni spennu í þjóðarbúskapnum, ástandinu á fasteignamarkaði, örum vexti ferðaþjónustu og breyttum aðstæðum í framhaldi af losun fjármagnshafta. Hann benti á að fasteignaverð sé orðið sögulega hátt og virðist á síðustu mánuðum hafa hækkað umfram tekjur. Aukin spenna í þjóðarbúskapnum gæti þegar fram líða stundir leitt til fjármálalegs ójafnvægis ef hún brýst út í ofhitnun hagkerfisins og/eða endar með snörpum viðsnúningi. Einna skýrast kemur þessi spenna fram á fasteignamarkaði segir í ritinu. Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika, fór yfir helstu þætti skýrslunnar á fundinum sagði að enn sem komið er hefði skuldavöxtur ekki fylgt í kjölfar verðhækkana fasteigna. „Hættan er meiri ef verður aukin skuldsetning. Við erum að sjá fyrstu merki þess. Ekki eru skýr merki um aðkallandi kerfishættu, en skýr teikn eru á lofti,“ sagði Harpa. Verðhækkun íbúðarhúsnæðis hefur verið mun hraðari en hækkun almenns verðlags undanfarin misseri segir í skýrslunni. Því skuldsettari sem fasteignaviðskipti eru á meðan verðlag húsnæðis er hátt því verri verður staða lántaka og lánveitenda ef verðið lækkar á ný. Mikil og hröð hækkun fasteignaverðs samhliða vexti íbúðaskulda skapar því hættu á óstöðguleika í fjármálakerfinu. Eins ov Vísir hefur greint frá undanfarið hefur fasteignaverð hækkað um 18,6 prósent á síðastliðnu ári og er spáð allt að þriðjungs hækkun á komandi árum. Hrein ný útlán til íbúðarkaupa tóku að aukast um mitt ár 2015. Þar gæti verið komin fram fyrstu merki um auknar lánveitingar til íbúðarkaupa í kjölfar verðhækkananna. Enn sem komið er telst vöxturinn í ihúsnæðisskuldum þó hóflegur. Verðhækkun íbúðarhúsnæðis hefur þar til síðustu mánuði verið í takt við vöxt ráðstöfunartekna. Sveiflur í ráðstöfunartekjum geta þó verið tímabundnar og hröð hækkun þeirra getur verið ósjálfbær. Aukin íbúðafjárfesting undanfarin misseri ætti hins vegar að halda aftur af verðhækkunum þegar fram líða stundir segir í ritinu. Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31 Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35 Örvænting á húsnæðismarkaði Byggja þarf að minnsta kosti 8.000 íbúðir á landinu öllu á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Afar ólíklegt er það náist og mun sú staðreynd aðeins ýta undir frekari hækkanir á íbúðamarkaði. 23. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Hætta er á að hátt fasteignaverð leiði til aukinnar skuldsetningar sem gerir heimili og fjármálafyrirtæki viðkvæmari fyrir hugsanlegu bakslagi í þjóðarbúskapnum. Þetta kemur fram í nýju riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleiki 2017/1, sem kom út í dag. „Heilt yfir stöndum við mjög vel um þessar mundir,“ sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, á fundi þar sem skýrslan var kynnt fyrr í dag. Hann sagði að áhætta í fjármálakerfinu tengdist um þessar mundir fyrst og fremst aukinni spennu í þjóðarbúskapnum, ástandinu á fasteignamarkaði, örum vexti ferðaþjónustu og breyttum aðstæðum í framhaldi af losun fjármagnshafta. Hann benti á að fasteignaverð sé orðið sögulega hátt og virðist á síðustu mánuðum hafa hækkað umfram tekjur. Aukin spenna í þjóðarbúskapnum gæti þegar fram líða stundir leitt til fjármálalegs ójafnvægis ef hún brýst út í ofhitnun hagkerfisins og/eða endar með snörpum viðsnúningi. Einna skýrast kemur þessi spenna fram á fasteignamarkaði segir í ritinu. Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika, fór yfir helstu þætti skýrslunnar á fundinum sagði að enn sem komið er hefði skuldavöxtur ekki fylgt í kjölfar verðhækkana fasteigna. „Hættan er meiri ef verður aukin skuldsetning. Við erum að sjá fyrstu merki þess. Ekki eru skýr merki um aðkallandi kerfishættu, en skýr teikn eru á lofti,“ sagði Harpa. Verðhækkun íbúðarhúsnæðis hefur verið mun hraðari en hækkun almenns verðlags undanfarin misseri segir í skýrslunni. Því skuldsettari sem fasteignaviðskipti eru á meðan verðlag húsnæðis er hátt því verri verður staða lántaka og lánveitenda ef verðið lækkar á ný. Mikil og hröð hækkun fasteignaverðs samhliða vexti íbúðaskulda skapar því hættu á óstöðguleika í fjármálakerfinu. Eins ov Vísir hefur greint frá undanfarið hefur fasteignaverð hækkað um 18,6 prósent á síðastliðnu ári og er spáð allt að þriðjungs hækkun á komandi árum. Hrein ný útlán til íbúðarkaupa tóku að aukast um mitt ár 2015. Þar gæti verið komin fram fyrstu merki um auknar lánveitingar til íbúðarkaupa í kjölfar verðhækkananna. Enn sem komið er telst vöxturinn í ihúsnæðisskuldum þó hóflegur. Verðhækkun íbúðarhúsnæðis hefur þar til síðustu mánuði verið í takt við vöxt ráðstöfunartekna. Sveiflur í ráðstöfunartekjum geta þó verið tímabundnar og hröð hækkun þeirra getur verið ósjálfbær. Aukin íbúðafjárfesting undanfarin misseri ætti hins vegar að halda aftur af verðhækkunum þegar fram líða stundir segir í ritinu.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31 Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35 Örvænting á húsnæðismarkaði Byggja þarf að minnsta kosti 8.000 íbúðir á landinu öllu á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Afar ólíklegt er það náist og mun sú staðreynd aðeins ýta undir frekari hækkanir á íbúðamarkaði. 23. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31
Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35
Örvænting á húsnæðismarkaði Byggja þarf að minnsta kosti 8.000 íbúðir á landinu öllu á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Afar ólíklegt er það náist og mun sú staðreynd aðeins ýta undir frekari hækkanir á íbúðamarkaði. 23. febrúar 2017 07:00