Formaður Framsóknar líkir sölu Seðlabankans á hlut í Kaupþingi við Borgunarmálið Heimir Már Pétursson skrifar 6. apríl 2017 12:40 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Ernir Formaður Framsóknarflokksins líkti á Alþingi í dag sölu Seðlabankans á hlut í Kaupþingi við sölu Landsbankans á hlut í Borgun á síðasta ári. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ekki hafa neina aðkomu að fjármálagerningum Seðlabankans. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins vitnaði til úttektar Fréttablaðsins hinn 29. mars á um sölu Seðlabanka Íslands á um sex prósenta hlut hans í Kaupþingi. En verðmæti hlutarins hafi aukist um fjóra til fimm milljarða skömmu síðar eftir að Kaupþing náði samkomulagi við Deutsche Bank um 50 milljarða greiðslu til Kaupþings. Vildi vita hvort leiðréttingarákvæði væri í samningunumÍ úttekt Fréttablaðsins kom fram að þeir sem keyptu bréfin af Seðlabankanum voru þeir sömu og nýlega keyptu um 29 prósenta hlut í Arion banka. „Frú forseti, við lestur fréttarinnar vaknar eðlilega sú spurning hvort Seðlabankinn hafi sett í samninginn um sölu á bréfunum svo kallað leiðréttingarákvæði. Það er að segja að ef hlutur Seðlabankans yrði verðmætari á síðari stigum nyti Seðlabankinn þess með einhverjum hætti,“ sagði Sigurður Ingi. Formaður Framsóknarflokksins setti þessa sölu Seðlabankans í samhengi við sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun þar sem ekkert slíkt ákvæði hafi veri til staðar og leiddi til þess að Landsbankinn hafi orðið af stórum fjárhæðum. „Mig langar til að spyrja gæslumann íslensks almennings í þessu máli, hæstvirtan forsætisráðherra en undir hann heyrir Seðlabanki Íslands; hvort hann viti til þess að Seðlabankinn hafi sett leiðréttingarákvæði í samninginn? Einnig hvort hann hyggist kanna það af hverju samkomulag Deutche bank og Kaupþings sem líklega var tilbúið í október, barst svona seint,“ sagði Sigurður Ingi. Sjálfsagt að kalla eftir þessum upplýsingumBjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra.vísir/ernirBjarni Benediktsson forsætisráðherra tók fram að ríkisstjórnin hefði enga beina aðkomu að fjármálagerningum Seðlabankans. Honum væri því ekki kunnugt um hvaða upplýsingar Seðlabankinn hafði við sölu hlutarins í Kaupþingi. „En mér þykir það hins vegar rétt ábending hjá háttvirtum þingmanni að það er sjálfsagt að kalla eftir þessu og fá skýringar,“ sagði forsætisráðherra. Sigurður Ingi sagðist gera sér grein fyrir að Seðlabankinn væri sjálfstæð stofnun en hann hefði tapað um fimm milljörðum á þessum viðskiptum og spurning vaknaði um sölu bankans á öðrum eignum. „Erum við að horfast í augu við það að þessir aðilar hafi enn og aftur leikið á íslenska aðila og látið okkur selja eignir á lægra verði en aðrir síðan versla með? Vegna þess að þeir höfðu vitneskju um meira,“ spurði Sigurður Ingi. Forsætisráðherra sagði að sérstakt eignarhaldsfélag Seðlabankans með sjálfstæðri stjórn, hafi séð um eignir sem komu til bankans eftir hrun í stað þess að fara í brunasölu á þessum eignum.„Og niðurstaðan hefur verið sú ef horft er út frá efnahag Seðlabankans að af þessari starfsemi hefur verið umtalsvert mikill afgangur á undanförnum árum,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Borgunarmálið Tengdar fréttir Sjóðurinn sem keypti Kaupþingsbréf Seðlabankans taldi þau undirverðlögð Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem keypti megnið af sex prósenta hlut Seðlabankans í Kaupþingi í nóvember í fyrra, hafði skömmu áður opinberlega lýst því yfir að bréf Kaupþings væru talsvert undirverðlögð í viðskiptum á eftirmarkaði. 5. apríl 2017 07:30 Seðlabankinn varð af milljörðum við sölu Kaupþingsbréfa til vogunarsjóða Rúmlega 6% hlutur í Kaupþingi sem Seðlabankinn seldi vogunarsjóðum í nóvember 2016 hækkaði í virði um milljarða tveimur mánuðum síðar. Kaupendur voru sömu sjóðir og eru eigendur Arion. 29. mars 2017 07:00 Seðlabankinn vissi ekkert um samkomulag við Deutsche Seðlabankinn segir í svari við fyrirspurn að starfsfólk bankans hafi enga vitneskju haft um samkomulag milli Deutsche Bank og Eignarhaldsfélagsins Kaupþings fyrr en mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing. Seðlabankinn fór á mis við 4-5 milljarða vegna hækkunar sem varð á bréfunum eftir samkomulagið. 1. apríl 2017 10:56 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins líkti á Alþingi í dag sölu Seðlabankans á hlut í Kaupþingi við sölu Landsbankans á hlut í Borgun á síðasta ári. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ekki hafa neina aðkomu að fjármálagerningum Seðlabankans. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins vitnaði til úttektar Fréttablaðsins hinn 29. mars á um sölu Seðlabanka Íslands á um sex prósenta hlut hans í Kaupþingi. En verðmæti hlutarins hafi aukist um fjóra til fimm milljarða skömmu síðar eftir að Kaupþing náði samkomulagi við Deutsche Bank um 50 milljarða greiðslu til Kaupþings. Vildi vita hvort leiðréttingarákvæði væri í samningunumÍ úttekt Fréttablaðsins kom fram að þeir sem keyptu bréfin af Seðlabankanum voru þeir sömu og nýlega keyptu um 29 prósenta hlut í Arion banka. „Frú forseti, við lestur fréttarinnar vaknar eðlilega sú spurning hvort Seðlabankinn hafi sett í samninginn um sölu á bréfunum svo kallað leiðréttingarákvæði. Það er að segja að ef hlutur Seðlabankans yrði verðmætari á síðari stigum nyti Seðlabankinn þess með einhverjum hætti,“ sagði Sigurður Ingi. Formaður Framsóknarflokksins setti þessa sölu Seðlabankans í samhengi við sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun þar sem ekkert slíkt ákvæði hafi veri til staðar og leiddi til þess að Landsbankinn hafi orðið af stórum fjárhæðum. „Mig langar til að spyrja gæslumann íslensks almennings í þessu máli, hæstvirtan forsætisráðherra en undir hann heyrir Seðlabanki Íslands; hvort hann viti til þess að Seðlabankinn hafi sett leiðréttingarákvæði í samninginn? Einnig hvort hann hyggist kanna það af hverju samkomulag Deutche bank og Kaupþings sem líklega var tilbúið í október, barst svona seint,“ sagði Sigurður Ingi. Sjálfsagt að kalla eftir þessum upplýsingumBjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra.vísir/ernirBjarni Benediktsson forsætisráðherra tók fram að ríkisstjórnin hefði enga beina aðkomu að fjármálagerningum Seðlabankans. Honum væri því ekki kunnugt um hvaða upplýsingar Seðlabankinn hafði við sölu hlutarins í Kaupþingi. „En mér þykir það hins vegar rétt ábending hjá háttvirtum þingmanni að það er sjálfsagt að kalla eftir þessu og fá skýringar,“ sagði forsætisráðherra. Sigurður Ingi sagðist gera sér grein fyrir að Seðlabankinn væri sjálfstæð stofnun en hann hefði tapað um fimm milljörðum á þessum viðskiptum og spurning vaknaði um sölu bankans á öðrum eignum. „Erum við að horfast í augu við það að þessir aðilar hafi enn og aftur leikið á íslenska aðila og látið okkur selja eignir á lægra verði en aðrir síðan versla með? Vegna þess að þeir höfðu vitneskju um meira,“ spurði Sigurður Ingi. Forsætisráðherra sagði að sérstakt eignarhaldsfélag Seðlabankans með sjálfstæðri stjórn, hafi séð um eignir sem komu til bankans eftir hrun í stað þess að fara í brunasölu á þessum eignum.„Og niðurstaðan hefur verið sú ef horft er út frá efnahag Seðlabankans að af þessari starfsemi hefur verið umtalsvert mikill afgangur á undanförnum árum,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Borgunarmálið Tengdar fréttir Sjóðurinn sem keypti Kaupþingsbréf Seðlabankans taldi þau undirverðlögð Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem keypti megnið af sex prósenta hlut Seðlabankans í Kaupþingi í nóvember í fyrra, hafði skömmu áður opinberlega lýst því yfir að bréf Kaupþings væru talsvert undirverðlögð í viðskiptum á eftirmarkaði. 5. apríl 2017 07:30 Seðlabankinn varð af milljörðum við sölu Kaupþingsbréfa til vogunarsjóða Rúmlega 6% hlutur í Kaupþingi sem Seðlabankinn seldi vogunarsjóðum í nóvember 2016 hækkaði í virði um milljarða tveimur mánuðum síðar. Kaupendur voru sömu sjóðir og eru eigendur Arion. 29. mars 2017 07:00 Seðlabankinn vissi ekkert um samkomulag við Deutsche Seðlabankinn segir í svari við fyrirspurn að starfsfólk bankans hafi enga vitneskju haft um samkomulag milli Deutsche Bank og Eignarhaldsfélagsins Kaupþings fyrr en mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing. Seðlabankinn fór á mis við 4-5 milljarða vegna hækkunar sem varð á bréfunum eftir samkomulagið. 1. apríl 2017 10:56 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Sjóðurinn sem keypti Kaupþingsbréf Seðlabankans taldi þau undirverðlögð Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem keypti megnið af sex prósenta hlut Seðlabankans í Kaupþingi í nóvember í fyrra, hafði skömmu áður opinberlega lýst því yfir að bréf Kaupþings væru talsvert undirverðlögð í viðskiptum á eftirmarkaði. 5. apríl 2017 07:30
Seðlabankinn varð af milljörðum við sölu Kaupþingsbréfa til vogunarsjóða Rúmlega 6% hlutur í Kaupþingi sem Seðlabankinn seldi vogunarsjóðum í nóvember 2016 hækkaði í virði um milljarða tveimur mánuðum síðar. Kaupendur voru sömu sjóðir og eru eigendur Arion. 29. mars 2017 07:00
Seðlabankinn vissi ekkert um samkomulag við Deutsche Seðlabankinn segir í svari við fyrirspurn að starfsfólk bankans hafi enga vitneskju haft um samkomulag milli Deutsche Bank og Eignarhaldsfélagsins Kaupþings fyrr en mörgum vikum eftir að Seðlabankinn seldi skuldabréf sín á Kaupþing. Seðlabankinn fór á mis við 4-5 milljarða vegna hækkunar sem varð á bréfunum eftir samkomulagið. 1. apríl 2017 10:56