Ekki mitt síðasta tækifæri Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. apríl 2017 06:00 Berglind Björg bíður enn eftir sínu fyrsta marki fyrir íslenska landsliðið. vísir/anton Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Slóvakíu ytra í dag í vináttuleik sem er þriðji síðasti leikur liðsins fyrir EM í Hollandi í júlí. Leikurinn er mikilvægur hluti af undirbúningi liðsins fyrir stóru stundina í sumar. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari er ekki með sitt allra sterkasta lið en í hópinn vantar Hólmfríði Magnúsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur sem eru meiddar og þá er framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir ekki farin af stað aftur eftir að eignast barn í síðasta mánuði. Liðið saknar allar þriggja en kannski hvað helst Hörpu sem var markahæst allra í undankeppni EM 2017 með tíu mörk í sex leikjum. Þegar hún þurfti frá að hverfa fékk markahrókurinn úr Eyjum, Berglind Berg Þorvaldsdóttir, traustið hjá Frey en henni hefur ekki tekist að skora í átta landsleikjum eftir að fá stærra hlutverk og í heildina hefur hún ekki skorað í fyrstu 20 landsleikjunum sínum.Pælt í markaleysinu „Ég er framherji og vil skora og því finnst mér leiðinlegt að vera ekki enn búin að skora fyrir Ísland. Ég held samt bara áfram og læt það ekkert stöðva mig,“ segir Berglind Björg sem skipti úr Fylki í Breiðablik á síðustu leiktíð í Pepsi-deild kvenna og skoraði þar átta mörk í níu leikjum eftir brösuga byrjun. „Ég hef alveg hugsað um þetta: Hvers vegna ég skora svona fyrir Breiðablik en ekki landsliðið. Ég hef samt í rauninni ekki komist að neinni niðurstöðu. Ég bara reyni að komast áfram og gera mitt besta. Ég mæti alltaf með fullt sjálfstraust inn í leikina þannig að þetta hlýtur að fara að koma hjá mér.“Harpa nálgast endurkomu Eftir að Freyr Alexandersson gerði það opinbert að Berglind fengi tækifærið í fjarveru Hörpu byrjaði hún fjóra leiki í röð en var svo komin á bekkinn fyrir Algarve-mótið þar sem hún kom inn á sem varamaður alla riðlakeppnina. Hún fékk aftur tækifærið í byrjunarliðinu í leiknum um níunda sætið á móti Kína en náði ekki að skora. „Freysi talar enn þá vel um mig og við mig og peppar mig áfram. Á meðan ég er að skila mínu inni á vellinum þó mörkin séu ekki að detta þá er ég sátt,“ segir Berglind en nú gæti farið að styttast í að Harpa Þorsteinsdóttir verði klár. Hún gæti mögulega verið með í næsta landsliðsverkefni í júní þegar stelpurnar spila sinn síðasta vináttuleik fyrir EM á móti Írlandi. Lítur Berglind á næstu tvo leiki sem lokaséns fyrir sig? „Nei, alls ekki. Mér finnst þetta ekki vera síðasta tækifærið mitt. Ef ég held áfram að skila því sem ég hef verið að skila til liðsins inni á vellinum fara mörkin að koma og ég get verið sátt við minn leik. Ég reyni sem minnst að hugsa um þetta með Hörpu. Ég ætla bara að gera mitt,“ segir Berglind Björg.Hluti af stærra vandamáli Freyr hefur sagt að hann sé ekki búinn að gefast upp á þeim sem hafa fengið tækifærið í fjarveru Hörpu þrátt fyrir að staðreyndin sé sú að framherji sem hefur byrjað leik fyrir Ísland er ekki búinn að skora. Ísland hefur ekki fengið mark frá „níu“ í fjarveru Hörpu. Til að auka slagkraftinn í sóknarleiknum og nýta styrkleika liðsins betur hefur Freyr verið að þróa hjá liðinu 3-4-3 leikkerfið. Það er svo stútfullt af góðum miðjumönnum og miðvörðum að kerfið hentar hópnum vel. Þó það hljómi kannski varnarsinnað að spila með þrjá miðverði er þetta kerfi mjög gott fyrir sóknarmenn. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt kerfi. Það býður upp á meira í sóknarleiknum, sérstaklega þegar bakverðirnir eru svona framarlega og koma með fyrirgjafir. Ég tala nú ekki um þegar bakverðirnir heita Hallbera og Rakel, það eru engin smá gæði í boltunum frá þeim. Það er kannski meiri strúktúr að vera með fjóra í vörn og einn frammi en þetta er bara veisla fyrir framherjana þannig að ég er ánægð með að Freysi sé að prófa þetta,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir. EM 2017 í Hollandi Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Slóvakíu ytra í dag í vináttuleik sem er þriðji síðasti leikur liðsins fyrir EM í Hollandi í júlí. Leikurinn er mikilvægur hluti af undirbúningi liðsins fyrir stóru stundina í sumar. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari er ekki með sitt allra sterkasta lið en í hópinn vantar Hólmfríði Magnúsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur sem eru meiddar og þá er framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir ekki farin af stað aftur eftir að eignast barn í síðasta mánuði. Liðið saknar allar þriggja en kannski hvað helst Hörpu sem var markahæst allra í undankeppni EM 2017 með tíu mörk í sex leikjum. Þegar hún þurfti frá að hverfa fékk markahrókurinn úr Eyjum, Berglind Berg Þorvaldsdóttir, traustið hjá Frey en henni hefur ekki tekist að skora í átta landsleikjum eftir að fá stærra hlutverk og í heildina hefur hún ekki skorað í fyrstu 20 landsleikjunum sínum.Pælt í markaleysinu „Ég er framherji og vil skora og því finnst mér leiðinlegt að vera ekki enn búin að skora fyrir Ísland. Ég held samt bara áfram og læt það ekkert stöðva mig,“ segir Berglind Björg sem skipti úr Fylki í Breiðablik á síðustu leiktíð í Pepsi-deild kvenna og skoraði þar átta mörk í níu leikjum eftir brösuga byrjun. „Ég hef alveg hugsað um þetta: Hvers vegna ég skora svona fyrir Breiðablik en ekki landsliðið. Ég hef samt í rauninni ekki komist að neinni niðurstöðu. Ég bara reyni að komast áfram og gera mitt besta. Ég mæti alltaf með fullt sjálfstraust inn í leikina þannig að þetta hlýtur að fara að koma hjá mér.“Harpa nálgast endurkomu Eftir að Freyr Alexandersson gerði það opinbert að Berglind fengi tækifærið í fjarveru Hörpu byrjaði hún fjóra leiki í röð en var svo komin á bekkinn fyrir Algarve-mótið þar sem hún kom inn á sem varamaður alla riðlakeppnina. Hún fékk aftur tækifærið í byrjunarliðinu í leiknum um níunda sætið á móti Kína en náði ekki að skora. „Freysi talar enn þá vel um mig og við mig og peppar mig áfram. Á meðan ég er að skila mínu inni á vellinum þó mörkin séu ekki að detta þá er ég sátt,“ segir Berglind en nú gæti farið að styttast í að Harpa Þorsteinsdóttir verði klár. Hún gæti mögulega verið með í næsta landsliðsverkefni í júní þegar stelpurnar spila sinn síðasta vináttuleik fyrir EM á móti Írlandi. Lítur Berglind á næstu tvo leiki sem lokaséns fyrir sig? „Nei, alls ekki. Mér finnst þetta ekki vera síðasta tækifærið mitt. Ef ég held áfram að skila því sem ég hef verið að skila til liðsins inni á vellinum fara mörkin að koma og ég get verið sátt við minn leik. Ég reyni sem minnst að hugsa um þetta með Hörpu. Ég ætla bara að gera mitt,“ segir Berglind Björg.Hluti af stærra vandamáli Freyr hefur sagt að hann sé ekki búinn að gefast upp á þeim sem hafa fengið tækifærið í fjarveru Hörpu þrátt fyrir að staðreyndin sé sú að framherji sem hefur byrjað leik fyrir Ísland er ekki búinn að skora. Ísland hefur ekki fengið mark frá „níu“ í fjarveru Hörpu. Til að auka slagkraftinn í sóknarleiknum og nýta styrkleika liðsins betur hefur Freyr verið að þróa hjá liðinu 3-4-3 leikkerfið. Það er svo stútfullt af góðum miðjumönnum og miðvörðum að kerfið hentar hópnum vel. Þó það hljómi kannski varnarsinnað að spila með þrjá miðverði er þetta kerfi mjög gott fyrir sóknarmenn. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt kerfi. Það býður upp á meira í sóknarleiknum, sérstaklega þegar bakverðirnir eru svona framarlega og koma með fyrirgjafir. Ég tala nú ekki um þegar bakverðirnir heita Hallbera og Rakel, það eru engin smá gæði í boltunum frá þeim. Það er kannski meiri strúktúr að vera með fjóra í vörn og einn frammi en þetta er bara veisla fyrir framherjana þannig að ég er ánægð með að Freysi sé að prófa þetta,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira