Fátækt er áráttueinkenni Bjarni Karlsson skrifar 5. apríl 2017 07:00 Það er eitthvað að gerast. Það er eins og þjóðarsálin horfi forviða í spegil og finni til klígju. Í síðustu viku varð netsprenging þegar Ástrós Rut Sigurðardóttir kom fram og útskýrði á mannamáli hvernig það er að vera krabbameinssjúkur Íslendingur. Mikael Torfason fær djúpvirka hlustun á þætti sína Fátækt fólk og nú er Þjóðleikhúsið að setja upp Álfahöllina eftir Þorleif Örn Arnarsson þar sem safnað verður saman 6.107 leikfangafígúrum; jafn mörgum og börnin eru sem lifa við skort á Íslandi. Á sama tíma og gamlar og nýjar bankafréttir staðfesta það sem við vissum, að við erum ginningarfífl gráðugra manna sem horfa á íslenskt samfélag sem hentuga rekstrareiningu fyrir sig, þá erum við að reyna að spyrja okkur alvöru spurninga eins og þessarar: Er fátækt óhjákvæmileg á Íslandi? Svar: Á meðan við trúum því að peningar og völd séu til þess að safna þeim þá er fátækt óhjákvæmileg. Á meðan söfnun er helsta vinnutilgáta okkar í glímunni við veruleikann munu peninga- og valdasjúklingar halda áfram að kjánast með okkur. Tilfinningin á bak við alla áráttuhegðun er einsemd. Fjársöfnunaráráttan sem við köllum kapítalisma er þar engin undantekning. Safnarinn er alltaf einn. Peningar eru tákn, tákn um efni og orku, og þeir eru tákn um traust til þess að miðla efni og orku. Þegar peningar lenda í höndum safnara er trúnaður rofinn, efni og orka tekin úr umferð og einsemdin tekur völdin, m.a. í formi fátæktar. Nú safna Þorleifur og félagar leikfangafígúrum og minna á fáránleika auðsöfnunar og barnafátæktar á Íslandi. Hverju safnar þú? „Þar sem fjársjóður þinn er, þar mun hjarta þitt vera,“ sagði meistarinn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór
Það er eitthvað að gerast. Það er eins og þjóðarsálin horfi forviða í spegil og finni til klígju. Í síðustu viku varð netsprenging þegar Ástrós Rut Sigurðardóttir kom fram og útskýrði á mannamáli hvernig það er að vera krabbameinssjúkur Íslendingur. Mikael Torfason fær djúpvirka hlustun á þætti sína Fátækt fólk og nú er Þjóðleikhúsið að setja upp Álfahöllina eftir Þorleif Örn Arnarsson þar sem safnað verður saman 6.107 leikfangafígúrum; jafn mörgum og börnin eru sem lifa við skort á Íslandi. Á sama tíma og gamlar og nýjar bankafréttir staðfesta það sem við vissum, að við erum ginningarfífl gráðugra manna sem horfa á íslenskt samfélag sem hentuga rekstrareiningu fyrir sig, þá erum við að reyna að spyrja okkur alvöru spurninga eins og þessarar: Er fátækt óhjákvæmileg á Íslandi? Svar: Á meðan við trúum því að peningar og völd séu til þess að safna þeim þá er fátækt óhjákvæmileg. Á meðan söfnun er helsta vinnutilgáta okkar í glímunni við veruleikann munu peninga- og valdasjúklingar halda áfram að kjánast með okkur. Tilfinningin á bak við alla áráttuhegðun er einsemd. Fjársöfnunaráráttan sem við köllum kapítalisma er þar engin undantekning. Safnarinn er alltaf einn. Peningar eru tákn, tákn um efni og orku, og þeir eru tákn um traust til þess að miðla efni og orku. Þegar peningar lenda í höndum safnara er trúnaður rofinn, efni og orka tekin úr umferð og einsemdin tekur völdin, m.a. í formi fátæktar. Nú safna Þorleifur og félagar leikfangafígúrum og minna á fáránleika auðsöfnunar og barnafátæktar á Íslandi. Hverju safnar þú? „Þar sem fjársjóður þinn er, þar mun hjarta þitt vera,“ sagði meistarinn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun