Lífið

Atriðið sem allir eru að tala um: Hin asíska Sigga Kling barði Audda og Steinda í klessu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fyrsti þátturinn af Asíska draumnum var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi og fór þáttaröðin heldur betur vel af stað.

Þátturinn er ein stór keppni þar sem Steindi Jr. og Auðunn Blöndal keppa á móti Sveppa og Pétri Jóhanni í stigasöfnun og þurfa þeir að fara í gegnum allskonar þrautir til að ná í stig.

Í fyrsta þættinum mátti sjá atriði sem vakti sérstaklega mikla athygli og var rætt mikið um það á samfélagsmiðlum og í partýum um helgina. Það var þegar Auddi og Steindi skelltu sér í mjög svo sérstaka fegrunarmeðferð og voru í raun barðir sundur og saman. Konan sem tók á móti þeim minnti óneitanlega á okkar eigin Siggu Kling.

Asíski draumurinn verður framhald af Evrópska draumnum sem og Ameríska draumnum en þeir þættir voru sýndir á Stöð 2 á árunum 2010 og 2012.

Í Ameríska draumnum ferðuðust Auðunn Blöndal og Egill Gillz saman í liði ásamt Sveppa og Villa sem voru í hinu liðinu um Bandaríkin þar sem þeir leystu ýmsar skemmtilegar þrautir líkt og að láta löggu hlæja og að hafa saurlát á ógeðslegu almenningssalerni.

Í Evrópska draumnum tók Steindi svo við keflinu og ferðaðist um með Audda en Pétur Jóhann tók við keflinu í liði Sveppa og saman ferðuðust þeir félagar um Evrópu í sama tilgangi, að leysa þrautir og fá fleiri stig en hitt liðið. Þar fóru þeir félagar meðal annars í fallhlífarstökk. Ljóst er að þeir félagar munu ganga langt í að toppa sig í ferðalaginu um Asíu en áhugavert verður að sjá hvaða þrautir þeir munu taka að sér að leysa.

Hér að neðan má sjá umræðuna á Twitter um þáttinn undir kassamerkinu #asiskidraumurinn og efst í fréttinni má sjá atriðið sjálft.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×