Rúnar Alex: Viðurkenni að ég var svekktur Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2017 11:30 Rúnar Alex Rúnarsson heldur einum af landsliðsmarkvörðum Svía á bekknum hjá Nordsjælland. vísir/getty Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, viðurkennir að hann var ekki alveg nógu sáttur með að vera ekki í síðasta landsliðshópi Íslands sem mætti Kósóvó í undankeppni HM 2018 og Írlandi í vináttuleik ytra. Rúnar Alex var fastamaður í U21 árs landsliðinu í síðustu undankeppni en er nú gengin upp úr því. Hann var í fyrsta sinn valinn í A-landsliðshópinn í byrjun árs fyrir Kínabikarinn en á eftir að spila sinn fyrsta landsleik. „Auðvitað langar mig að vera í landsliðinu. Það er alveg klárt en maður þarf að sýna skilning á því að það eru þrír góðir markverðir sem eru líka allir að spila með sínum liðum. Það er því kannski ekki nein ástæða til að vera breyta til nema hugsandi um framtíðina. Þegar kallið kemur verð ég tilbúinn,“ sagði Rúnar Alex í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina. Allir þrír markverðir íslenska liðsins; Hannes Þór Halldórsson, Ögmundur Kristinsson og Ingvar Jónsson, eru byrjunarliðsmenn en munurinn á þeim tveimur síðastnefndu og Rúnari er að hann var byrjaður að spila deildarleiki með Nordsjælland þegar Ögmundur og Ingvar voru enn þá á undirbúningstímabilinu. Deildirnar í Noregi og Svíþjóð fóru af stað um helgina og stóð Ögmundur vaktina í marki Hammarby að vanda og Ingvar Jónsson byrjaði fyrsta leik fyrir nýliða Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni. Seinni hluti dönsku deildarinnar hófst aftur á móti um miðjan febrúar og var Rúnar búinn að spila alla leiki liðsins fram að landsleikjavikunni. Hann hefur staðið sig frábærlega en Nordsjælland er búið að vinna fjóra af sex fyrstu leikjunum eftir vetrarfríið.„Ég skal viðurkenna það að ég var svekktur. Ég var búinn að spila fimm leiki í deildinni og svo var ég búinn að vera á erfiðu undirbúningstímabilinu þar sem ég spilaði sex leiki,“ sagði Rúnar Alex sem sýnir ákvörðun Heimis Hallgrímssonar þó skilning. „Mér fannst ég líka standa mig vel úti í Kína og bjóst því alveg eins við því að verða valinn og var því svekktur. En ég þarf bara að sýna því skilning að það ekkert biluð ástæða fyrir því að vera að gera breytingar,“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson. Allt viðtalið má heyra hér að neðan en það hefst á 1:25:36 Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, viðurkennir að hann var ekki alveg nógu sáttur með að vera ekki í síðasta landsliðshópi Íslands sem mætti Kósóvó í undankeppni HM 2018 og Írlandi í vináttuleik ytra. Rúnar Alex var fastamaður í U21 árs landsliðinu í síðustu undankeppni en er nú gengin upp úr því. Hann var í fyrsta sinn valinn í A-landsliðshópinn í byrjun árs fyrir Kínabikarinn en á eftir að spila sinn fyrsta landsleik. „Auðvitað langar mig að vera í landsliðinu. Það er alveg klárt en maður þarf að sýna skilning á því að það eru þrír góðir markverðir sem eru líka allir að spila með sínum liðum. Það er því kannski ekki nein ástæða til að vera breyta til nema hugsandi um framtíðina. Þegar kallið kemur verð ég tilbúinn,“ sagði Rúnar Alex í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina. Allir þrír markverðir íslenska liðsins; Hannes Þór Halldórsson, Ögmundur Kristinsson og Ingvar Jónsson, eru byrjunarliðsmenn en munurinn á þeim tveimur síðastnefndu og Rúnari er að hann var byrjaður að spila deildarleiki með Nordsjælland þegar Ögmundur og Ingvar voru enn þá á undirbúningstímabilinu. Deildirnar í Noregi og Svíþjóð fóru af stað um helgina og stóð Ögmundur vaktina í marki Hammarby að vanda og Ingvar Jónsson byrjaði fyrsta leik fyrir nýliða Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni. Seinni hluti dönsku deildarinnar hófst aftur á móti um miðjan febrúar og var Rúnar búinn að spila alla leiki liðsins fram að landsleikjavikunni. Hann hefur staðið sig frábærlega en Nordsjælland er búið að vinna fjóra af sex fyrstu leikjunum eftir vetrarfríið.„Ég skal viðurkenna það að ég var svekktur. Ég var búinn að spila fimm leiki í deildinni og svo var ég búinn að vera á erfiðu undirbúningstímabilinu þar sem ég spilaði sex leiki,“ sagði Rúnar Alex sem sýnir ákvörðun Heimis Hallgrímssonar þó skilning. „Mér fannst ég líka standa mig vel úti í Kína og bjóst því alveg eins við því að verða valinn og var því svekktur. En ég þarf bara að sýna því skilning að það ekkert biluð ástæða fyrir því að vera að gera breytingar,“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson. Allt viðtalið má heyra hér að neðan en það hefst á 1:25:36
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira