Lexi Thompson frá Bandaríkjunum er með forystu fyrir lokahringinn á ANA Inspiration, fyrsta risamóti ársins á LPGA-mótaröðinni í golfi.
Thompson er á 13 höggum undir pari, tveimur höggum á undan Suzann Pettersen frá Noregi.
Hinar suður-kóresku Mi Jung Hur, Inbee Park og So Yeon Ryu eru jafnar í 3.-6. sæti ásamt Minjee Lee frá Ástralíu. Þær eru allar á 10 höggum undir pari.
Útsending frá lokadegi mótsins hefst klukkan 21:00 á Stöð 2 Sport 4 sem er einnig opin fyrir áskrifendur Golfstöðvarinnar.
Thompson áfram með forystu | Útsending hefst klukkan 21:00
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti





„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti

