Lexi Thompson frá Bandaríkjunum er með forystu eftir fyrstu tvo hringina á ANA Inspiration, fyrsta risamóti ársins á LPGA-mótaröðinni í golfi.
Thompson lék fyrstu tvo hringina á samtals átta höggum undir pari.
Þar á eftir koma Sung Hyun Park og So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu, Suzann Pettersen frá Noregi og Michelle Wie frá Bandaríkjunum, allar á sjö höggum undir pari.
Útsending frá þriðja degi mótsins hefst klukkan 21:00 á Stöð 2 Sport 4 sem er einnig opin fyrir áskrifendur Golfstöðvarinnar.
