Passíusálmarnir nær djassinum en margir halda Magnús Guðmundsson skrifar 1. apríl 2017 13:00 Anna Gréta Sigurðardóttir djasspíanisti hefur í mörg horn að líta í stuttu Íslandsstoppi um þessar mundir. Fréttablaðið/Ernir Anna Gréta Sigurðardóttir djasspíanísti er alin upp á tónlistarheimili og hefur fengið djassinn beint í æð allt frá barnæsku en hún er dóttir Sigurðar Flosasonar saxófónleikara, eins kunnasta djassista þjóðarinnar. „Það hafa að mörgu leyti verið forréttindi að fá að alast upp á svona tónlistarheimili og fá með því ákveðna innsýn í bransann,“ segir Anna Gréta sem þekkir tónlistarlífið á Íslandi vel en bætir þó við að hún hafi aldrei átt von á því að halda fyrirlestur undir yfirskriftinni Konur og jazz í hátíðarsal FÍH eins og hún ætlar að gera næsta mánudagskvöld. „Já, ég ætla svona aðeins að tala um það hvernig er að vera ung kona í þessum bransa og af hverju það getur verið erfiðara að vera kona en karl og hvaða vandamál ég hef rekið mig á og ekki síður hvernig má leysa þau. ég ætla líka að koma aðeins inn á efni eins og kynjakvóta og hvernig hann hefur gengið fyrir sig í Svíþjóð þar sem ég er í framhaldsnámi við Konunglega tónlistarskólann í Stokkhólmi um þessar mundir.“ Anna Gréta segir að óneitanlega sé djassheimurinn mjög karllægur. „Fyrir þremur árum bjóst ég aldrei við því að þetta mundi vera vandamál. Ef ég hefði vitað það þá að ég ætti eftir að koma heim til þess að halda fyrirlestur um jafnrétti en ekki tónlist, því ég tónlistarkona fyrst og fremst, þá hefði ég ekki trúað því. Þannig að ég mundi segja að þetta hafi verið blaut tuska í andlitið síðustu ár.“ En skyldi vera munur á þessu í djassbransanum hér og í Svíþjóð? „Þetta er mismunandi. Það sem ég tek eftir sem er jákvætt í Svíþjóð er að strákar eru mjög meðvitaðir um kynjavandamálið. Á Íslandi eru mjög flottir hlutir að gerast í grasrótinni með verkefnum eins og Stelpur rokka, almennar hreyfingar á borð við Free the Nipple og annað slíkt en það væri gaman að sjá meiri viðleitni að ofan. Þannig að þetta eru svona plúsar og mínusar.“Tvennir tónleikar Anna Gréta tekur þátt í tónleikaröðinni Freyjujazz sem Sunna Gunnlaugsdóttir kom á laggirnar fyrir skömmu til þess að koma á framfæri konum í djasstónlist. Freyjujazz er hádegistónleikaröð á þriðjudögum á Listasafni Íslands og Anna Gréta segir að það sé gaman að fá að taka þátt í þessu verkefni. „Þetta er frábært framtak hjá Sunnu, að auka sýnileika kvenna í djassi með þessum hætti. Sunna er mér vissulega fyrirmynd sem kona á tónlistarsenunni og svo er pabbi líka tónlistarmaður og hann ætlar að spila með mér þriðjudaginn. Við ætlum að fókusera á tónsmíðar kvenna og spilum að miklu leyti tónlist eftir mig en henda líka jafnvel inn lagi eftir Björk Guðmundsdóttur og Cörlu Bley og þetta verður bara gaman.“ Næstu helgi, sunnudaginn 9. apríl kl. 17, eru svo stórtónleikar fyrir dyrum í Hörpu hjá Önnu Grétu þar sem hún mætir með sitt tríó sem samanstendur af henni, Valdimar Kolbeini Sigurjónssyni á bassa og Einari Scheving á trommur, en hún segir að það séu tónleikar sem hún sé ekki síður spennt fyrir. „Kórinn Fjárlaganefnd úr Tónó ætlar að syngja vel valda Passíusálma og það er hún Hlín Pétursdóttir sem er að stýra þessari tónleikaseríu sem gengur út á að gefa ungu tónlistarfólki sem hefur verið í námi erlendis tækifæri til þess að kynna sig jafnt sem áhugasömum að kynnast tónlist þeirra. Hlín gaf mér frjálsar hendur með hvað ég mundi gera en sagði mér að þau kæmu til með að syngja þessa Passíusálma svo ég ákvað að koma með að borðinu mínar tónlistarlegu hugleiðingar í kringum þessa sálma. Ég er búin að semja nokkur ný lög sem eru innblásin af Passíusálmunum og mér fannst ótrúlega skemmtilegt að vinna með þessa sálma. Þessar laglínur eru módal, þær eru í þessum kirkjutóntegundum og djassinn vinnur mikið með þær og við eigum sitthvað sameiginlegt. Svo er ég búin að vera að lesa sálmana og þeir eru svo ótrúlega ástríðufullir og það skína svo í gegn þessar sterku tilfinningar gagnvart svona universal þemum eins og iðrun og fyrirgefningu. Þannig að Passíusálmarnir eru í rauninni ekki eins fjarri djassinum og margir halda, heldur er þetta fyrst og fremst mjög inspírerandi stöff.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl. Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Anna Gréta Sigurðardóttir djasspíanísti er alin upp á tónlistarheimili og hefur fengið djassinn beint í æð allt frá barnæsku en hún er dóttir Sigurðar Flosasonar saxófónleikara, eins kunnasta djassista þjóðarinnar. „Það hafa að mörgu leyti verið forréttindi að fá að alast upp á svona tónlistarheimili og fá með því ákveðna innsýn í bransann,“ segir Anna Gréta sem þekkir tónlistarlífið á Íslandi vel en bætir þó við að hún hafi aldrei átt von á því að halda fyrirlestur undir yfirskriftinni Konur og jazz í hátíðarsal FÍH eins og hún ætlar að gera næsta mánudagskvöld. „Já, ég ætla svona aðeins að tala um það hvernig er að vera ung kona í þessum bransa og af hverju það getur verið erfiðara að vera kona en karl og hvaða vandamál ég hef rekið mig á og ekki síður hvernig má leysa þau. ég ætla líka að koma aðeins inn á efni eins og kynjakvóta og hvernig hann hefur gengið fyrir sig í Svíþjóð þar sem ég er í framhaldsnámi við Konunglega tónlistarskólann í Stokkhólmi um þessar mundir.“ Anna Gréta segir að óneitanlega sé djassheimurinn mjög karllægur. „Fyrir þremur árum bjóst ég aldrei við því að þetta mundi vera vandamál. Ef ég hefði vitað það þá að ég ætti eftir að koma heim til þess að halda fyrirlestur um jafnrétti en ekki tónlist, því ég tónlistarkona fyrst og fremst, þá hefði ég ekki trúað því. Þannig að ég mundi segja að þetta hafi verið blaut tuska í andlitið síðustu ár.“ En skyldi vera munur á þessu í djassbransanum hér og í Svíþjóð? „Þetta er mismunandi. Það sem ég tek eftir sem er jákvætt í Svíþjóð er að strákar eru mjög meðvitaðir um kynjavandamálið. Á Íslandi eru mjög flottir hlutir að gerast í grasrótinni með verkefnum eins og Stelpur rokka, almennar hreyfingar á borð við Free the Nipple og annað slíkt en það væri gaman að sjá meiri viðleitni að ofan. Þannig að þetta eru svona plúsar og mínusar.“Tvennir tónleikar Anna Gréta tekur þátt í tónleikaröðinni Freyjujazz sem Sunna Gunnlaugsdóttir kom á laggirnar fyrir skömmu til þess að koma á framfæri konum í djasstónlist. Freyjujazz er hádegistónleikaröð á þriðjudögum á Listasafni Íslands og Anna Gréta segir að það sé gaman að fá að taka þátt í þessu verkefni. „Þetta er frábært framtak hjá Sunnu, að auka sýnileika kvenna í djassi með þessum hætti. Sunna er mér vissulega fyrirmynd sem kona á tónlistarsenunni og svo er pabbi líka tónlistarmaður og hann ætlar að spila með mér þriðjudaginn. Við ætlum að fókusera á tónsmíðar kvenna og spilum að miklu leyti tónlist eftir mig en henda líka jafnvel inn lagi eftir Björk Guðmundsdóttur og Cörlu Bley og þetta verður bara gaman.“ Næstu helgi, sunnudaginn 9. apríl kl. 17, eru svo stórtónleikar fyrir dyrum í Hörpu hjá Önnu Grétu þar sem hún mætir með sitt tríó sem samanstendur af henni, Valdimar Kolbeini Sigurjónssyni á bassa og Einari Scheving á trommur, en hún segir að það séu tónleikar sem hún sé ekki síður spennt fyrir. „Kórinn Fjárlaganefnd úr Tónó ætlar að syngja vel valda Passíusálma og það er hún Hlín Pétursdóttir sem er að stýra þessari tónleikaseríu sem gengur út á að gefa ungu tónlistarfólki sem hefur verið í námi erlendis tækifæri til þess að kynna sig jafnt sem áhugasömum að kynnast tónlist þeirra. Hlín gaf mér frjálsar hendur með hvað ég mundi gera en sagði mér að þau kæmu til með að syngja þessa Passíusálma svo ég ákvað að koma með að borðinu mínar tónlistarlegu hugleiðingar í kringum þessa sálma. Ég er búin að semja nokkur ný lög sem eru innblásin af Passíusálmunum og mér fannst ótrúlega skemmtilegt að vinna með þessa sálma. Þessar laglínur eru módal, þær eru í þessum kirkjutóntegundum og djassinn vinnur mikið með þær og við eigum sitthvað sameiginlegt. Svo er ég búin að vera að lesa sálmana og þeir eru svo ótrúlega ástríðufullir og það skína svo í gegn þessar sterku tilfinningar gagnvart svona universal þemum eins og iðrun og fyrirgefningu. Þannig að Passíusálmarnir eru í rauninni ekki eins fjarri djassinum og margir halda, heldur er þetta fyrst og fremst mjög inspírerandi stöff.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl.
Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira