Áfram snúast hjólin í Bretlandi Stjórnarmaðurinn skrifar 2. apríl 2017 11:00 Í dag stendur til að Bretar virki formlega 50. gr. Lissabonsáttmálans, en það er samningsákvæði sem markar upphaf tveggja ára útgönguferlis úr Evrópusambandinu. Hlutabréfamarkaðir í Bretlandi hafa í upphafi viku verið óvissir í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, og pundið veiktist lítillega í gær eftir stutta styrkingarhrinu. Pundið hefur veikst um 10 til 20% gagnvart helstu viðmiðunarmyntum frá Brexit síðastliðið sumar. Fasteignamarkaðurinn hefur sömuleiðis legið í nokkrum dvala. Varla þarf að fjölyrða um þá staðreynd að útganga Breta hefur haft fremur neikvæð áhrif á breskt efnahagslíf til skemmri tíma. Hvað áhrif til lengri tíma varðar á hins vegar eftir að koma í ljós. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar heyrðust ýmsar bölsýnis- og dómsdagsspár. Við Íslendingar þekkjum það hins vegar að hið alþjóðlega fjármálakerfi þjáist af gullfiskaminni á hæsta stigi. Íslendingar áttu að verða holdsveikisjúklingar í fjármálalegu tilliti eftir hrunið og síðan aftur þegar Icesave-samningunum var hafnað. Sumir, og sá sem þetta ritar þar með talinn, voru þá ef til vill helst til svartsýnir á íslenskar framtíðarhorfur. Aðeins örfáum árum síðar eru útlendingar ekki bara farnir að fjárfesta í íslenskum skuldabréfum, heldur einnig orðnir fyrirferðarmeiri en áður á hlutabréfamarkaði og kjölfestueigendur stærsta banka landsins. Hvern hefði grunað það fyrir örfáum árum? Alþjóðlegir fjárfestar vilja einfaldlega ávaxta sitt pund og leita í þeim efnum þangað sem ávöxtun er að finna hverju sinni. Bretar hafa nú þegar dregið í land með sínar stórkarlalegustu yfirlýsingar um Brexit-ferlið. Þannig herma fregnir að ólíklegt sé að þeir sleppi alveg hendinni af ESB-aðild án þess að fá í staðinn einhvers konar fríverslunarsamning við sambandið. Bölsýnisspár um að bankar og fjármálafyrirtæki myndu yfirgefa London í stórum stíl hafa heldur ekki alveg gengið eftir. Hvernig sem því verður háttað er líklegt að Bretar muni að endingu ná vopnum sínum. London er heimsborg með aldagamla og rótgróna banka- og fjármálamenningu. Þar er líka töluð enska, sem eins og allir vita er tungumál viðskiptanna. Þeir hafa forskot þegar af þessum ástæðum. Sennilega halda hjólin áfram að snúast í Bretlandi, þótt tímabundið hægist aðeins á ferðinni. Því fyrr sem Theresu May tekst að marka trúverðuga stefnu í útgöngumálum, því fyrr fara hjólin að snúast fyrir alvöru.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Í dag stendur til að Bretar virki formlega 50. gr. Lissabonsáttmálans, en það er samningsákvæði sem markar upphaf tveggja ára útgönguferlis úr Evrópusambandinu. Hlutabréfamarkaðir í Bretlandi hafa í upphafi viku verið óvissir í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, og pundið veiktist lítillega í gær eftir stutta styrkingarhrinu. Pundið hefur veikst um 10 til 20% gagnvart helstu viðmiðunarmyntum frá Brexit síðastliðið sumar. Fasteignamarkaðurinn hefur sömuleiðis legið í nokkrum dvala. Varla þarf að fjölyrða um þá staðreynd að útganga Breta hefur haft fremur neikvæð áhrif á breskt efnahagslíf til skemmri tíma. Hvað áhrif til lengri tíma varðar á hins vegar eftir að koma í ljós. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar heyrðust ýmsar bölsýnis- og dómsdagsspár. Við Íslendingar þekkjum það hins vegar að hið alþjóðlega fjármálakerfi þjáist af gullfiskaminni á hæsta stigi. Íslendingar áttu að verða holdsveikisjúklingar í fjármálalegu tilliti eftir hrunið og síðan aftur þegar Icesave-samningunum var hafnað. Sumir, og sá sem þetta ritar þar með talinn, voru þá ef til vill helst til svartsýnir á íslenskar framtíðarhorfur. Aðeins örfáum árum síðar eru útlendingar ekki bara farnir að fjárfesta í íslenskum skuldabréfum, heldur einnig orðnir fyrirferðarmeiri en áður á hlutabréfamarkaði og kjölfestueigendur stærsta banka landsins. Hvern hefði grunað það fyrir örfáum árum? Alþjóðlegir fjárfestar vilja einfaldlega ávaxta sitt pund og leita í þeim efnum þangað sem ávöxtun er að finna hverju sinni. Bretar hafa nú þegar dregið í land með sínar stórkarlalegustu yfirlýsingar um Brexit-ferlið. Þannig herma fregnir að ólíklegt sé að þeir sleppi alveg hendinni af ESB-aðild án þess að fá í staðinn einhvers konar fríverslunarsamning við sambandið. Bölsýnisspár um að bankar og fjármálafyrirtæki myndu yfirgefa London í stórum stíl hafa heldur ekki alveg gengið eftir. Hvernig sem því verður háttað er líklegt að Bretar muni að endingu ná vopnum sínum. London er heimsborg með aldagamla og rótgróna banka- og fjármálamenningu. Þar er líka töluð enska, sem eins og allir vita er tungumál viðskiptanna. Þeir hafa forskot þegar af þessum ástæðum. Sennilega halda hjólin áfram að snúast í Bretlandi, þótt tímabundið hægist aðeins á ferðinni. Því fyrr sem Theresu May tekst að marka trúverðuga stefnu í útgöngumálum, því fyrr fara hjólin að snúast fyrir alvöru.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur