Einar Andri: Maður vill ekki móðga neinn Smári Jökull Jónsson skrifar 19. apríl 2017 22:26 Einar Andri er greinilega ekki sammála Þorleifi Árna, öðrum dómara leiksins. vísir/andri marinó Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar sagði sína menn hafa leikið vel í tapleiknum gegn FH í kvöld og vildi lítið tjá sig um frammistöðu dómaranna. „Við spiluðum mjög vel í kvöld. Markvarslan var ekki nógu góð í fyrri hálfleik og síðan kemur einn stuttur kafli þar sem við missum aðeins agann í sóknarleiknum. Annars er seinni hálfleikur mjög góður og við erum óheppnir að ná ekki að klára þetta,“ sagði Einar Andri í samtali við Vísi eftir leikinn í Krikanum í kvöld. „Þetta féll bara þeirra megin í dag, það er einfalda skýringin án þess að vera búinn að horfa á þetta aftur. Mér fannst við óskynsamir í 2-3 sóknum í lokin og síðan datt frákast með þeim sem hefði mátt falla með okkur.“ Mosfellingar kvörtuðu mikið undan dómurunum á meðan á leik stóð í kvöld og höfðu nokkuð til síns máls í einhver skipti. Þeir vildu til að mynda fá víti á lokasekúndunum en í staðinn var dæmdur ruðningur á Erni Hrafn Arnarsson. „Ég held að það sé best að segja sem minnst. Þetta er langt mót og maður vill ekki móðga neinn,“ bætti Einar Andri við og vildi augljóslega lítið ræða frammistöðu þeirra Ramunas Mikulunis og Þorleifs Árna Björnssonar. Næsti leikur liðanna fer fram í Mosfellsbænum á laugardaginn og með tapi þar verða Mosfellingar komnir í erfiða stöðu en þrjá leiki þarf til að komast í úrslitaeinvígið. „Við þurfum að setjast yfir leikinn og sjá. Heilt yfir var þetta í lagi en það eru smáatriði hér og þar sem við þurfum að finna og láta falla með okkur,“ og sagði að hann ætti ekki von á að Böðvar Páll Ásgeirsson yrði með í leiknum á laugardag en vonir stóðu til að hann yrði klár fyrir einvígið gegn FH eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í nær allan vetur. „Það er erfitt að segja með hann en eins og staðan er í dag þá er hann ekki með,“ sagði Einar Andri að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Afturelding 28-27 | Naumur sigur FH í fyrsta leik FH er komið yfir í einvíginu gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla eftir nauman sigur í fyrsta leik liðanna sem fram fór í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur urðu 28-27 eftir spennandi lokamínútur. 19. apríl 2017 22:45 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Sjá meira
Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar sagði sína menn hafa leikið vel í tapleiknum gegn FH í kvöld og vildi lítið tjá sig um frammistöðu dómaranna. „Við spiluðum mjög vel í kvöld. Markvarslan var ekki nógu góð í fyrri hálfleik og síðan kemur einn stuttur kafli þar sem við missum aðeins agann í sóknarleiknum. Annars er seinni hálfleikur mjög góður og við erum óheppnir að ná ekki að klára þetta,“ sagði Einar Andri í samtali við Vísi eftir leikinn í Krikanum í kvöld. „Þetta féll bara þeirra megin í dag, það er einfalda skýringin án þess að vera búinn að horfa á þetta aftur. Mér fannst við óskynsamir í 2-3 sóknum í lokin og síðan datt frákast með þeim sem hefði mátt falla með okkur.“ Mosfellingar kvörtuðu mikið undan dómurunum á meðan á leik stóð í kvöld og höfðu nokkuð til síns máls í einhver skipti. Þeir vildu til að mynda fá víti á lokasekúndunum en í staðinn var dæmdur ruðningur á Erni Hrafn Arnarsson. „Ég held að það sé best að segja sem minnst. Þetta er langt mót og maður vill ekki móðga neinn,“ bætti Einar Andri við og vildi augljóslega lítið ræða frammistöðu þeirra Ramunas Mikulunis og Þorleifs Árna Björnssonar. Næsti leikur liðanna fer fram í Mosfellsbænum á laugardaginn og með tapi þar verða Mosfellingar komnir í erfiða stöðu en þrjá leiki þarf til að komast í úrslitaeinvígið. „Við þurfum að setjast yfir leikinn og sjá. Heilt yfir var þetta í lagi en það eru smáatriði hér og þar sem við þurfum að finna og láta falla með okkur,“ og sagði að hann ætti ekki von á að Böðvar Páll Ásgeirsson yrði með í leiknum á laugardag en vonir stóðu til að hann yrði klár fyrir einvígið gegn FH eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í nær allan vetur. „Það er erfitt að segja með hann en eins og staðan er í dag þá er hann ekki með,“ sagði Einar Andri að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Afturelding 28-27 | Naumur sigur FH í fyrsta leik FH er komið yfir í einvíginu gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla eftir nauman sigur í fyrsta leik liðanna sem fram fór í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur urðu 28-27 eftir spennandi lokamínútur. 19. apríl 2017 22:45 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Sjá meira
Umfjöllun: FH - Afturelding 28-27 | Naumur sigur FH í fyrsta leik FH er komið yfir í einvíginu gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla eftir nauman sigur í fyrsta leik liðanna sem fram fór í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur urðu 28-27 eftir spennandi lokamínútur. 19. apríl 2017 22:45