Juventus hélt öðru sinni hreinu gegn Barcelona og komst áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2017 20:30 Messi var í strangri gæslu í kvöld. vísir/getty Juventus er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir markalaust jafntefli við Barcelona í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitunum á Nývangi í kvöld. Juventus vann fyrri leikinn á heimavelli 3-0 og fór því örugglega áfram. Börsungar komu til baka gegn Paris Saint-Germain í síðustu umferð þrátt fyrir að hafa tapað fyrri leiknum 4-0. Slík endurkoma var aldrei í kortunum í kvöld. Juventus spilaði gríðarlega öflugan varnarleik í leiknum og gaf fá færi á sér. Barcelona átti 17 skot í leiknum en aðeins eitt á markið. Gianluigi Buffon átti því náðugan dag í marki Juventus. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem Juventus kemst í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Hér að neðan má lesa lýsingu frá gangi mála í Meistaradeildinni í kvöld.20:39: Leiknum á Stade Louis II er lokið. Monaco er komið í undanúrslit.20:35: Kuipers flautar til leiksloka á Nývangi. Juventus fer áfram í undanúrslit í annað sinn á síðustu þremur árum.20:28: MARK!!! Valère Germain kemur Monaco í 3-1 með sinni fyrstu snertingu eftir að hann kom inn á sem varamaður! Staðan 6-3 samanlagt.20:25: Juventus hefur fengið ótal möguleika í skyndisóknum sem hafa ekki nýst. Það kemur þó varla að sök.20:16: Mbappé í góðu færi en Bürki ver.20:13: Varamaðurinn Marcel Schmelzer með fast skot sem Subasic grípur.20:11: Sergi Roberto með skot framhjá. Hetjan úr seinni leiknum gegn PSG með fína tilraun en sem fyrr fara skotin ekki á markið.20:08: Buffon missir boltann frá sér hann en sem betur fer fyrir hann skýtur Messi yfir. Börsungum gengur bölvanlega að hitta á markið.20:04: SLÁIN! Miralem Pjanic með skot sem fer af Busquets og ofan á slána á marki Barcelona.19:58: Messi með hörkuskot sem smýgur framhjá stönginni. Barcelona fær horn.19:57: Mbappé með skalla sem Bürki ver í horn. Ávallt hættulegur þessi magnaði strákur.19:55: MARK!!! Reus minnkar muninn fyrir Dortmund í Mónakó! Enn er von.19:52: Leikurinn í Mónakó er farinn af stað á ný. Hvað gerir Dortmund?19:51: Juan Cuadrado í ágætis færi en skýtur framhjá.19:47: Leikurinn á Nývangi er hafinn á ný.19:36: Það er kominn hálfleikur í Mónakó. Dortmund þarf kraftaverk í seinni hálfleik til að komast áfram.19:32: Kuipers flautar til hálfleiks á Nývangi. Barcelona eru í sömu stöðu og í upphafi leiks og þurfa áfram þrjú mörk til að jafna og komast í framlengingu.19:30: Neymar var að fá gult spjald og er kominn í leikbann. Börsungar eru voðalega pirraðir á öllu og öllum.19:24: Higuaín með skot sem Ter Stegen ver. Nær hvorki krafti í skotið né að stýra því í hornið.19:20: Börsungar einoka boltann gegn Juventus en hafa ekki enn skapað sér opið færi. Gianluigi Buffon þurfti að verja skot frá Messi áðan en það var fyrsta skotið sem Barcelona nær á markið í leiknum.19:07: MARK!!! Falcao kastar sér fram og skallar boltann framhjá Bürki eftir fyrirgjöf frá Thomas Lemar! Þetta er ekkert eðlilega skemmtilegt lið. Núna þarf Dortmund að skora fjögur mörk.19:05: Lionel Messi með skot rétt framhjá marki Juventus. Börsungar banka á dyr ítölsku meistaranna.19:04: STÖNGIN! Sahin með frábæra aukaspyrnu sem smellur í innanverðri stöng Monaco-marksins!19:03: Bernando Silva með skalla beint á Bürki í marki Dortmund.18:59: Frábær sókn hjá Dortmund sem endar með skot Reus beint á Danijel Subasic.18:58: Gonzalo Higuaín á skot yfir mark Barcelona.18:53: MARK!!! Kylian Mbappé heldur áfram að skora! Nú tekur hann frákastið eftir að Roman Bürki varði skot Mendys. Núna þarf Dortmund að skora þrjú mörk til að komast áfram.18:50: Leikurinn í Mónakó er hafinn!18:45: Björn Kuipers hefur flautað til leiks á Nývangi!18:10: Það má búast við mörkum í Mónakó en Monaco og Dortmund hafa skorað samtals 45 mörk í Meistaradeildinni í vetur.18:10: Leonardo Jardim, stjóri Monaco, gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá fyrri leiknum. Tiemoué Bakayoko kemur inn fyrir Fabinho sem er í leikbanni og Benjamin Mendy tekur stöðu Andrea Raggi. Thomas Tuchel, stjóri Dortmund, gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Nuri Sahin, Marco Reus og Erik Durm koma inn fyrir Ousmané Dembélé, Marcel Schmelzer og Sven Bender.18:00: Luis Enrique, knattspyrnustjóri Barcelona, gerir tvær breytingar frá 3-0 tapinu fyrir Juventus í fyrri leiknum. Sergio Busquets og Jordi Alba koma inn fyrir Jérémy Mathieu og Javier Mascherano. Max Allegri, stjóri Juventus, sér hins vegar enga ástæðu til að breyta byrjunarliðinu frá síðasta leik, og það skiljanlega.18:00: Góða kvöldið og velkomin til leiks í Meistaradeild Evrópu. Í kvöld mætast annars vegar Barcelona og Juventus og hins vegar Monaco og Borussia Dortmund. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Juventus er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir markalaust jafntefli við Barcelona í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitunum á Nývangi í kvöld. Juventus vann fyrri leikinn á heimavelli 3-0 og fór því örugglega áfram. Börsungar komu til baka gegn Paris Saint-Germain í síðustu umferð þrátt fyrir að hafa tapað fyrri leiknum 4-0. Slík endurkoma var aldrei í kortunum í kvöld. Juventus spilaði gríðarlega öflugan varnarleik í leiknum og gaf fá færi á sér. Barcelona átti 17 skot í leiknum en aðeins eitt á markið. Gianluigi Buffon átti því náðugan dag í marki Juventus. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem Juventus kemst í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Hér að neðan má lesa lýsingu frá gangi mála í Meistaradeildinni í kvöld.20:39: Leiknum á Stade Louis II er lokið. Monaco er komið í undanúrslit.20:35: Kuipers flautar til leiksloka á Nývangi. Juventus fer áfram í undanúrslit í annað sinn á síðustu þremur árum.20:28: MARK!!! Valère Germain kemur Monaco í 3-1 með sinni fyrstu snertingu eftir að hann kom inn á sem varamaður! Staðan 6-3 samanlagt.20:25: Juventus hefur fengið ótal möguleika í skyndisóknum sem hafa ekki nýst. Það kemur þó varla að sök.20:16: Mbappé í góðu færi en Bürki ver.20:13: Varamaðurinn Marcel Schmelzer með fast skot sem Subasic grípur.20:11: Sergi Roberto með skot framhjá. Hetjan úr seinni leiknum gegn PSG með fína tilraun en sem fyrr fara skotin ekki á markið.20:08: Buffon missir boltann frá sér hann en sem betur fer fyrir hann skýtur Messi yfir. Börsungum gengur bölvanlega að hitta á markið.20:04: SLÁIN! Miralem Pjanic með skot sem fer af Busquets og ofan á slána á marki Barcelona.19:58: Messi með hörkuskot sem smýgur framhjá stönginni. Barcelona fær horn.19:57: Mbappé með skalla sem Bürki ver í horn. Ávallt hættulegur þessi magnaði strákur.19:55: MARK!!! Reus minnkar muninn fyrir Dortmund í Mónakó! Enn er von.19:52: Leikurinn í Mónakó er farinn af stað á ný. Hvað gerir Dortmund?19:51: Juan Cuadrado í ágætis færi en skýtur framhjá.19:47: Leikurinn á Nývangi er hafinn á ný.19:36: Það er kominn hálfleikur í Mónakó. Dortmund þarf kraftaverk í seinni hálfleik til að komast áfram.19:32: Kuipers flautar til hálfleiks á Nývangi. Barcelona eru í sömu stöðu og í upphafi leiks og þurfa áfram þrjú mörk til að jafna og komast í framlengingu.19:30: Neymar var að fá gult spjald og er kominn í leikbann. Börsungar eru voðalega pirraðir á öllu og öllum.19:24: Higuaín með skot sem Ter Stegen ver. Nær hvorki krafti í skotið né að stýra því í hornið.19:20: Börsungar einoka boltann gegn Juventus en hafa ekki enn skapað sér opið færi. Gianluigi Buffon þurfti að verja skot frá Messi áðan en það var fyrsta skotið sem Barcelona nær á markið í leiknum.19:07: MARK!!! Falcao kastar sér fram og skallar boltann framhjá Bürki eftir fyrirgjöf frá Thomas Lemar! Þetta er ekkert eðlilega skemmtilegt lið. Núna þarf Dortmund að skora fjögur mörk.19:05: Lionel Messi með skot rétt framhjá marki Juventus. Börsungar banka á dyr ítölsku meistaranna.19:04: STÖNGIN! Sahin með frábæra aukaspyrnu sem smellur í innanverðri stöng Monaco-marksins!19:03: Bernando Silva með skalla beint á Bürki í marki Dortmund.18:59: Frábær sókn hjá Dortmund sem endar með skot Reus beint á Danijel Subasic.18:58: Gonzalo Higuaín á skot yfir mark Barcelona.18:53: MARK!!! Kylian Mbappé heldur áfram að skora! Nú tekur hann frákastið eftir að Roman Bürki varði skot Mendys. Núna þarf Dortmund að skora þrjú mörk til að komast áfram.18:50: Leikurinn í Mónakó er hafinn!18:45: Björn Kuipers hefur flautað til leiks á Nývangi!18:10: Það má búast við mörkum í Mónakó en Monaco og Dortmund hafa skorað samtals 45 mörk í Meistaradeildinni í vetur.18:10: Leonardo Jardim, stjóri Monaco, gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá fyrri leiknum. Tiemoué Bakayoko kemur inn fyrir Fabinho sem er í leikbanni og Benjamin Mendy tekur stöðu Andrea Raggi. Thomas Tuchel, stjóri Dortmund, gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Nuri Sahin, Marco Reus og Erik Durm koma inn fyrir Ousmané Dembélé, Marcel Schmelzer og Sven Bender.18:00: Luis Enrique, knattspyrnustjóri Barcelona, gerir tvær breytingar frá 3-0 tapinu fyrir Juventus í fyrri leiknum. Sergio Busquets og Jordi Alba koma inn fyrir Jérémy Mathieu og Javier Mascherano. Max Allegri, stjóri Juventus, sér hins vegar enga ástæðu til að breyta byrjunarliðinu frá síðasta leik, og það skiljanlega.18:00: Góða kvöldið og velkomin til leiks í Meistaradeild Evrópu. Í kvöld mætast annars vegar Barcelona og Juventus og hins vegar Monaco og Borussia Dortmund.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira