Söngfjelagið og sjerlegir gestir syngja inn sumarið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. apríl 2017 05:15 Söngfjelagið er kór sem Hilmar Örn stjórnar og hefur skapað hefðir. Tekið verður á móti sumrinu á Tjarnarbakkanum á miðnætti í kvöld undir lúðrasveitartónum af svölum Iðnós. Áður en að því kemur syngja kórar á tveimur hæðum innan dyra í Iðnó og almenningur tekur undir þegar við á. Söngfjelagið stendur fyrir samkomunni undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar en margir kórar koma við sögu, auk hljóðfæraleikara. „Við tókum við hefð fyrir sex árum sem Hilmar hafði komið á austur í Skálholti og fluttum hana í Iðnó. Ljóti kórinn hefur alltaf verið með okkur en hann er bara á flandri núna. Það er samt alltaf sama gleðin,“ segir Sigríður Kristinsdóttir sem er í Söngfjelaginu. „Við munum meðal annars flytja syrpu úr Fuglakabaretti þeirra Hjörleifs Hjartarsonar og Daníels Þorsteinssonar og þeir taka báðir þátt. Þar er sungið um krumma og kríur, lóur og spóa og jafnvel rappað um sílamáva. Þetta er með því skemmtilegasta sem við höfum sungið.“ Sigríður segir lifandi tónlist verða leikna þegar fólk komi inn, síðan standi söngskemmtun í tvo tíma og fólkið í salnum syngi með Vikivakann, Maístjörnuna og fleiri valin lög. Í aðalsalnum koma fram fjórir kórar. Auk Söngfjelagsins eru þeir Kvennakórinn Katla, undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttur og Lilju Daggar Gunnarsdóttur, sönghópurinn Veirurnar undir stjórn Margrétar S. Stefánsdóttur, og Söngfjelagið Góðir grannar, sem Egill Gunnarsson stýrir. Á annarri hæð syngja konur úr Múltíkúltíkórnum undir stjórn Margrétar Pálsdóttur og með þeim leikur Ársæll Másson á gítar. Þar spila líka undir almennum fjöldasöng gítarleikararnir Björn Gunnarsson, Andri Freyr Hilmarsson og Eyjólfur Már Sigurðsson. „Kötlurnar fá fólk til að gráta, hlæja og klappa og sannfærast um að lífið sé gott,“ lýsir Sigríður. „Veirurnar er blandaður kór sem hefur starfað í 25 ár. Upprunalega úr Skagafirði en hefur blandast með árunum. Góðir grannar er líka blandaður kór sem lætur sér fátt óviðkomandi í söng og í Múltíkúltíkórnum sameinast konur frá öllum heimshornum og flytja lög sem eru þeim kær með gleði og gáska.“ Hljómsveitin Blek og byttur leikur fyrir dansi að lokinni söngdagskrá. Sexmenningarnir sem skipa hljómsveitina eru allir atvinnumenn í tónlist. „Það má alveg skilja svörtu fötin eftir heima en fólki verður samt hleypt inn í þeim,“ segir Sigríður í gamansömum tón. „Lykilatriði er að vera á miðnætti á Tjarnarbakkanum að taka á móti sumrinu, þar verður alltaf til einhver galdur. Það fer okkur norðurslóðarfólki svo vel að taka á móti birtu og sumri - hvernig sem veðrið er.“ Húsið verður opnað kl. 20 og dagskráin hefst stundvíslega klukkan 21. Menning Kórar Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Tekið verður á móti sumrinu á Tjarnarbakkanum á miðnætti í kvöld undir lúðrasveitartónum af svölum Iðnós. Áður en að því kemur syngja kórar á tveimur hæðum innan dyra í Iðnó og almenningur tekur undir þegar við á. Söngfjelagið stendur fyrir samkomunni undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar en margir kórar koma við sögu, auk hljóðfæraleikara. „Við tókum við hefð fyrir sex árum sem Hilmar hafði komið á austur í Skálholti og fluttum hana í Iðnó. Ljóti kórinn hefur alltaf verið með okkur en hann er bara á flandri núna. Það er samt alltaf sama gleðin,“ segir Sigríður Kristinsdóttir sem er í Söngfjelaginu. „Við munum meðal annars flytja syrpu úr Fuglakabaretti þeirra Hjörleifs Hjartarsonar og Daníels Þorsteinssonar og þeir taka báðir þátt. Þar er sungið um krumma og kríur, lóur og spóa og jafnvel rappað um sílamáva. Þetta er með því skemmtilegasta sem við höfum sungið.“ Sigríður segir lifandi tónlist verða leikna þegar fólk komi inn, síðan standi söngskemmtun í tvo tíma og fólkið í salnum syngi með Vikivakann, Maístjörnuna og fleiri valin lög. Í aðalsalnum koma fram fjórir kórar. Auk Söngfjelagsins eru þeir Kvennakórinn Katla, undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttur og Lilju Daggar Gunnarsdóttur, sönghópurinn Veirurnar undir stjórn Margrétar S. Stefánsdóttur, og Söngfjelagið Góðir grannar, sem Egill Gunnarsson stýrir. Á annarri hæð syngja konur úr Múltíkúltíkórnum undir stjórn Margrétar Pálsdóttur og með þeim leikur Ársæll Másson á gítar. Þar spila líka undir almennum fjöldasöng gítarleikararnir Björn Gunnarsson, Andri Freyr Hilmarsson og Eyjólfur Már Sigurðsson. „Kötlurnar fá fólk til að gráta, hlæja og klappa og sannfærast um að lífið sé gott,“ lýsir Sigríður. „Veirurnar er blandaður kór sem hefur starfað í 25 ár. Upprunalega úr Skagafirði en hefur blandast með árunum. Góðir grannar er líka blandaður kór sem lætur sér fátt óviðkomandi í söng og í Múltíkúltíkórnum sameinast konur frá öllum heimshornum og flytja lög sem eru þeim kær með gleði og gáska.“ Hljómsveitin Blek og byttur leikur fyrir dansi að lokinni söngdagskrá. Sexmenningarnir sem skipa hljómsveitina eru allir atvinnumenn í tónlist. „Það má alveg skilja svörtu fötin eftir heima en fólki verður samt hleypt inn í þeim,“ segir Sigríður í gamansömum tón. „Lykilatriði er að vera á miðnætti á Tjarnarbakkanum að taka á móti sumrinu, þar verður alltaf til einhver galdur. Það fer okkur norðurslóðarfólki svo vel að taka á móti birtu og sumri - hvernig sem veðrið er.“ Húsið verður opnað kl. 20 og dagskráin hefst stundvíslega klukkan 21.
Menning Kórar Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira