Elías Már skýtur á amatörana: Starfa fyrir klúbba sem skrapa botninn í íslenskum handbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. apríl 2017 12:25 Elías Már vann fjölda titla með Haukum. vísir/anton Elías Már Halldórsson, fyrirliði Hauka, lék sinn síðasta leik á farsælum ferli þegar Íslandsmeistararnir töpuðu fyrir Fram í dramatískum oddaleik í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í fyrradag. Elías skrifaði pistil á Facebook í gær þar sem hann fer yfir tapið gegn Fram og tímabilið hjá Haukum. „Eftir 17 ár í meistaraflokki upplifði ég mestu vonbrigði ferilsins í gær, ekki af því að Fram var ekki verðugur keppinautur, þvert á móti ég ber mikla virðingu fyrir Fram... vel skipulagt lið sem stendur saman og með góða þjálfara. Mesta svekkelsið er að við áttum að gera betur og áttum að nýta okkar tækifæri betur, möguleikarnir voru til staðar,“ segir Elías. „Það er eitt gott við það að tapa og það er að maður lærir svo mikið á því, það sem ég lærði á þessum vetri er að það er flókið að búa til gott lið, það þarf mörg element og það þarf allt að passa hjá liðinu svo árangur náist, því náðum við ekki í vetur því miður.“ Því næst skýtur Elías á svokallaða amatöra sem hafa gagnrýnt Hauka og segir að þeir starfi „fyrir klúbba sem skrapa botninn í íslenskum handbolta.“ „Manni sárnar að lesa þegar reynslumiklir leikmenn og þjálfarar gera lítið bæði úr okkur og Fram með því að skrifa "unglingaflokkur Fram að slá út Hauka" eða "peningar 0 passion 1" þetta lýsir auðvitað amatörunum best og kannski ástæðan fyrir því að þessir menn starfa fyrir klúbba sem skrapa botninn í íslenskum handbolta,“ segir Elías og bætir því við að það sé nóg af ástríðu í Haukum. „Ég væri ekki búinn að vinna 16 stóra titla með Haukum ef það væri ekki passion í félaginu, Haukar eru ekki drifnir áfram á peningum, það er passion og ástríða fólksins í klúbbnum sem hefur skilað öllu því sem félagið hefur áorkað... metnaðurinn er ótrúlegur í þessu félagi,“ segir Elías sem er ekki hættur í handbolta, þótt skórnir séu komnir upp í hillu. Hann tekur nefnilega við kvennaliði Hauka af Óskari Ármannssyni eftir tímabilið. Pistil Elíasar má lesa hér að neðan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Elías Már tekur við kvennaliði Hauka eftir tímabilið Elías Már Halldórsson, fyrirliði karlaliðs Hauka, tekur við kvennaliði félagsins í sumar. 10. mars 2017 17:27 Andri: Þakka ykkur fyrir að hafa spáð okkur svona slöku gengi „Þetta er held ég mesta rugl sem ég hef lent í. Þvílíkur draumur að ná klára þennan leik, en ég held að við höfðum átt það skilið,” sagði Andri Þór Helgason, einn af markahæstu mönnum Fram í dag, þegar liðið sló út Íslandsmeistara Hauka. 15. apríl 2017 19:23 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 45-47 | Fram sendi Íslandsmeistarana í frí eftir vító Fram er komið í undanúrslit Íslandsmótsins í handbolta eftir sigur á Haukum eftir vítakastkeppni oddaleik liðanna að Ásvöllum í dag. Lokatölur 47-45 eftir að Fram hafði leitt 14-13 í hálfleik. 15. apríl 2017 18:30 Gunnar: Stundum er sportið grimmt „Ég er orðlaus. Þetta er þungt högg að fá. Ég viðurkenni það. Mikið sjokk,” sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir að Haukar féllu úr leik í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta eftir ævintýralegan leik gegn Fram. 15. apríl 2017 19:18 Aldrei hefur lið sem endaði jafn neðarlega sent Íslandsmeistarana í sumarfrí Fram braut blað í sögu úrslitakeppni karla í handbolta þegar liðið vann Íslandsmeistara Hauka, 45-47, í oddaleik í 8-liða úrslitum í gær. 16. apríl 2017 12:45 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Sjá meira
Elías Már Halldórsson, fyrirliði Hauka, lék sinn síðasta leik á farsælum ferli þegar Íslandsmeistararnir töpuðu fyrir Fram í dramatískum oddaleik í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í fyrradag. Elías skrifaði pistil á Facebook í gær þar sem hann fer yfir tapið gegn Fram og tímabilið hjá Haukum. „Eftir 17 ár í meistaraflokki upplifði ég mestu vonbrigði ferilsins í gær, ekki af því að Fram var ekki verðugur keppinautur, þvert á móti ég ber mikla virðingu fyrir Fram... vel skipulagt lið sem stendur saman og með góða þjálfara. Mesta svekkelsið er að við áttum að gera betur og áttum að nýta okkar tækifæri betur, möguleikarnir voru til staðar,“ segir Elías. „Það er eitt gott við það að tapa og það er að maður lærir svo mikið á því, það sem ég lærði á þessum vetri er að það er flókið að búa til gott lið, það þarf mörg element og það þarf allt að passa hjá liðinu svo árangur náist, því náðum við ekki í vetur því miður.“ Því næst skýtur Elías á svokallaða amatöra sem hafa gagnrýnt Hauka og segir að þeir starfi „fyrir klúbba sem skrapa botninn í íslenskum handbolta.“ „Manni sárnar að lesa þegar reynslumiklir leikmenn og þjálfarar gera lítið bæði úr okkur og Fram með því að skrifa "unglingaflokkur Fram að slá út Hauka" eða "peningar 0 passion 1" þetta lýsir auðvitað amatörunum best og kannski ástæðan fyrir því að þessir menn starfa fyrir klúbba sem skrapa botninn í íslenskum handbolta,“ segir Elías og bætir því við að það sé nóg af ástríðu í Haukum. „Ég væri ekki búinn að vinna 16 stóra titla með Haukum ef það væri ekki passion í félaginu, Haukar eru ekki drifnir áfram á peningum, það er passion og ástríða fólksins í klúbbnum sem hefur skilað öllu því sem félagið hefur áorkað... metnaðurinn er ótrúlegur í þessu félagi,“ segir Elías sem er ekki hættur í handbolta, þótt skórnir séu komnir upp í hillu. Hann tekur nefnilega við kvennaliði Hauka af Óskari Ármannssyni eftir tímabilið. Pistil Elíasar má lesa hér að neðan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Elías Már tekur við kvennaliði Hauka eftir tímabilið Elías Már Halldórsson, fyrirliði karlaliðs Hauka, tekur við kvennaliði félagsins í sumar. 10. mars 2017 17:27 Andri: Þakka ykkur fyrir að hafa spáð okkur svona slöku gengi „Þetta er held ég mesta rugl sem ég hef lent í. Þvílíkur draumur að ná klára þennan leik, en ég held að við höfðum átt það skilið,” sagði Andri Þór Helgason, einn af markahæstu mönnum Fram í dag, þegar liðið sló út Íslandsmeistara Hauka. 15. apríl 2017 19:23 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 45-47 | Fram sendi Íslandsmeistarana í frí eftir vító Fram er komið í undanúrslit Íslandsmótsins í handbolta eftir sigur á Haukum eftir vítakastkeppni oddaleik liðanna að Ásvöllum í dag. Lokatölur 47-45 eftir að Fram hafði leitt 14-13 í hálfleik. 15. apríl 2017 18:30 Gunnar: Stundum er sportið grimmt „Ég er orðlaus. Þetta er þungt högg að fá. Ég viðurkenni það. Mikið sjokk,” sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir að Haukar féllu úr leik í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta eftir ævintýralegan leik gegn Fram. 15. apríl 2017 19:18 Aldrei hefur lið sem endaði jafn neðarlega sent Íslandsmeistarana í sumarfrí Fram braut blað í sögu úrslitakeppni karla í handbolta þegar liðið vann Íslandsmeistara Hauka, 45-47, í oddaleik í 8-liða úrslitum í gær. 16. apríl 2017 12:45 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Sjá meira
Elías Már tekur við kvennaliði Hauka eftir tímabilið Elías Már Halldórsson, fyrirliði karlaliðs Hauka, tekur við kvennaliði félagsins í sumar. 10. mars 2017 17:27
Andri: Þakka ykkur fyrir að hafa spáð okkur svona slöku gengi „Þetta er held ég mesta rugl sem ég hef lent í. Þvílíkur draumur að ná klára þennan leik, en ég held að við höfðum átt það skilið,” sagði Andri Þór Helgason, einn af markahæstu mönnum Fram í dag, þegar liðið sló út Íslandsmeistara Hauka. 15. apríl 2017 19:23
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 45-47 | Fram sendi Íslandsmeistarana í frí eftir vító Fram er komið í undanúrslit Íslandsmótsins í handbolta eftir sigur á Haukum eftir vítakastkeppni oddaleik liðanna að Ásvöllum í dag. Lokatölur 47-45 eftir að Fram hafði leitt 14-13 í hálfleik. 15. apríl 2017 18:30
Gunnar: Stundum er sportið grimmt „Ég er orðlaus. Þetta er þungt högg að fá. Ég viðurkenni það. Mikið sjokk,” sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir að Haukar féllu úr leik í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta eftir ævintýralegan leik gegn Fram. 15. apríl 2017 19:18
Aldrei hefur lið sem endaði jafn neðarlega sent Íslandsmeistarana í sumarfrí Fram braut blað í sögu úrslitakeppni karla í handbolta þegar liðið vann Íslandsmeistara Hauka, 45-47, í oddaleik í 8-liða úrslitum í gær. 16. apríl 2017 12:45