Ronaldo örlagavaldurinn í München | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2017 20:30 Cristiano Ronaldo reyndist örlagavaldurinn í fyrri leik Bayern München og Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í 1-2 sigri og fiskaði auk þess Javi Martínez af velli. Arturo Vidal kom Bayern yfir á 25. mínútu þegar hann skallaði boltann í markið eftir hornspyrnu frá Thiago. Vidal fékk svo upplagt tækifæri til að skora sitt annað mark í uppbótartíma. Nicola Rizzoli færði þá heimamönnum vítaspyrnu á silfurfati en Vidal þrumaði yfir úr henni. Staðan var 1-0 í hálfleik en eftir aðeins mínútu leik í seinni hálfleik jafnaði Ronaldo metin með skoti á lofti frá vítapunkti eftir fyrirgjöf Danis Carvajal. Á 61. mínútu fékk Martínez að líta sitt annað gula spjald á þremur mínútum fyrir brot á Ronaldo. Eftir rauða spjaldið fór allur kraftur úr Bayern-liðinu á meðan Real Madrid hélt áfram að sækja. Manuel Neuer, markvörður Bayern, sá hins vegar til þess að staðan var jöfn með frábærum markvörslum. Á 77. mínútu átti Marco Asensio sendingu inn á vítateiginn, á Ronaldo sem skoraði með sólanum. Boltinn lak undir Neuer sem var loksins sigraður. Þetta var hundraðasta mark Ronaldos í Meistaradeild Evrópu á ferlinum. Fleiri urðu mörkin ekki og Real Madrid vann 1-2 sigur. Seinni leikurinn fer fram í Madríd á þriðjudaginn í næstu viku. Leiknum var lýst í beinni textalýsingu. Hana má lesa hér að neðan.20:39: Rizzoli flautar leikinn í München af. Real Madrid fer með 1-2 sigur í seinni leikinn.20:32: Búið að flauta til leiksloka í Madríd. 1-0 sigur Atlético Madrid.20:21: Ronaldo!!! Skorar sitt hundraðasta mark í Evrópukeppnum og kemur Real Madrid yfir. Asensio með flottan bolta inn á teiginn á Ronaldo sem skorar með sólanum. Neuer missti boltann undir sig. Þetta mark lá í loftinu, það er ekki hægt að segja annað.20:19: Neuer heldur áfram að verja, nú frá Ronaldo. Hann er eini leikmaður Bayern sem virðist ekki hafa áhuga á að fá á sig mark.20:17: Benzema í dauðafæri en Neuer ver! Þriðja góða varslan hans og sú önnur frá Benzema.20:05: Rautt! Martínez fær sitt annað gula spjald á þremur mínútum og fýkur af velli. Vatn á myllu Real Madrid.20:00: Modric þrumar boltanum fyrir, beint á kollinn á Bale sem á fastan skalla sem Neuer ver í horn. Gestirnir hafa byrjað seinni hálfleikinn miklu betur.19:51: Ronaldo!!! Portúgalinn jafnar metin með skoti á lofti frá vítapunkti eftir fyrirgjöf Carvajal! Mark númer 97 í Meistaradeildinni hjá Ronaldo. Hann er alls búinn að skora 99 mörk í Evrópukeppnum á ferlinum og vantar aðeins eitt mark til að verða sá fyrsti til að skora 100 mörk í Evrópukeppnum. Það gerist fyrr en síðar.19:50: Seinni hálfleikurinn í München er hafinn. Engar breytingar á liðunum.19:45: Það er búið að flauta til leiks í Madríd. Bíðum enn eftir að Rizzoli flauti á í München.19:31: Vidal þrumar yfir úr vítaspyrnu! Réttlætinu fullnægt því þetta var ekkert víti. Ribéry skaut í brjóstkassann á Carvajal og Nicola Rizzoli benti á punktinn. Galinn dómur.19:27: Ronaldo minnir á sig og á skot sem Neuer ver í horn. Í kjölfarið á því á Kroos svo skot framhjá.19:25: Vidal svo nálægt því að skora sitt annað mark! Skallar framhjá eftir sendingu Robbens frá hægri.19:22: Koke með skot framhjá marki Leicester. Skaut úr kyrrstöðu. Þessi frábæri leikmaður hefur verið öflugur hér í byrjun leiks og átt tvær góðar tilraunir.19:21: Casemiro, miðjumaður Real Madrid, liggur á vellinum og virðist þjáður. Það væri slæmt fyrir Madrídinga að missa hann af velli.19:13: Griezmann skorar fyrsta mark í Madríd úr vítaspyrnu!!! Frakkinn fiskaði vítið sjálfur en dómurinn var líklega ekki réttur því Albrighton virtist brjóta á Griezmann utan vítateigs.19:10: Vidal kemur Bayern yfir gegn Evrópumeisturunum!!! Skallar boltann í netið eftir hornspyrnu frá Thiago.19:03: Benzema með skalla sem Neuer ver í samskeytin. Hættulegasta færi leiksins í München hingað til.18:50: Koke með þrumuskot í stöng Leicester-marksins. Þarna sluppu Englandsmeistararnir vel.18:45: Það er búið að flauta til leiks í München og Madríd. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira
Cristiano Ronaldo reyndist örlagavaldurinn í fyrri leik Bayern München og Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í 1-2 sigri og fiskaði auk þess Javi Martínez af velli. Arturo Vidal kom Bayern yfir á 25. mínútu þegar hann skallaði boltann í markið eftir hornspyrnu frá Thiago. Vidal fékk svo upplagt tækifæri til að skora sitt annað mark í uppbótartíma. Nicola Rizzoli færði þá heimamönnum vítaspyrnu á silfurfati en Vidal þrumaði yfir úr henni. Staðan var 1-0 í hálfleik en eftir aðeins mínútu leik í seinni hálfleik jafnaði Ronaldo metin með skoti á lofti frá vítapunkti eftir fyrirgjöf Danis Carvajal. Á 61. mínútu fékk Martínez að líta sitt annað gula spjald á þremur mínútum fyrir brot á Ronaldo. Eftir rauða spjaldið fór allur kraftur úr Bayern-liðinu á meðan Real Madrid hélt áfram að sækja. Manuel Neuer, markvörður Bayern, sá hins vegar til þess að staðan var jöfn með frábærum markvörslum. Á 77. mínútu átti Marco Asensio sendingu inn á vítateiginn, á Ronaldo sem skoraði með sólanum. Boltinn lak undir Neuer sem var loksins sigraður. Þetta var hundraðasta mark Ronaldos í Meistaradeild Evrópu á ferlinum. Fleiri urðu mörkin ekki og Real Madrid vann 1-2 sigur. Seinni leikurinn fer fram í Madríd á þriðjudaginn í næstu viku. Leiknum var lýst í beinni textalýsingu. Hana má lesa hér að neðan.20:39: Rizzoli flautar leikinn í München af. Real Madrid fer með 1-2 sigur í seinni leikinn.20:32: Búið að flauta til leiksloka í Madríd. 1-0 sigur Atlético Madrid.20:21: Ronaldo!!! Skorar sitt hundraðasta mark í Evrópukeppnum og kemur Real Madrid yfir. Asensio með flottan bolta inn á teiginn á Ronaldo sem skorar með sólanum. Neuer missti boltann undir sig. Þetta mark lá í loftinu, það er ekki hægt að segja annað.20:19: Neuer heldur áfram að verja, nú frá Ronaldo. Hann er eini leikmaður Bayern sem virðist ekki hafa áhuga á að fá á sig mark.20:17: Benzema í dauðafæri en Neuer ver! Þriðja góða varslan hans og sú önnur frá Benzema.20:05: Rautt! Martínez fær sitt annað gula spjald á þremur mínútum og fýkur af velli. Vatn á myllu Real Madrid.20:00: Modric þrumar boltanum fyrir, beint á kollinn á Bale sem á fastan skalla sem Neuer ver í horn. Gestirnir hafa byrjað seinni hálfleikinn miklu betur.19:51: Ronaldo!!! Portúgalinn jafnar metin með skoti á lofti frá vítapunkti eftir fyrirgjöf Carvajal! Mark númer 97 í Meistaradeildinni hjá Ronaldo. Hann er alls búinn að skora 99 mörk í Evrópukeppnum á ferlinum og vantar aðeins eitt mark til að verða sá fyrsti til að skora 100 mörk í Evrópukeppnum. Það gerist fyrr en síðar.19:50: Seinni hálfleikurinn í München er hafinn. Engar breytingar á liðunum.19:45: Það er búið að flauta til leiks í Madríd. Bíðum enn eftir að Rizzoli flauti á í München.19:31: Vidal þrumar yfir úr vítaspyrnu! Réttlætinu fullnægt því þetta var ekkert víti. Ribéry skaut í brjóstkassann á Carvajal og Nicola Rizzoli benti á punktinn. Galinn dómur.19:27: Ronaldo minnir á sig og á skot sem Neuer ver í horn. Í kjölfarið á því á Kroos svo skot framhjá.19:25: Vidal svo nálægt því að skora sitt annað mark! Skallar framhjá eftir sendingu Robbens frá hægri.19:22: Koke með skot framhjá marki Leicester. Skaut úr kyrrstöðu. Þessi frábæri leikmaður hefur verið öflugur hér í byrjun leiks og átt tvær góðar tilraunir.19:21: Casemiro, miðjumaður Real Madrid, liggur á vellinum og virðist þjáður. Það væri slæmt fyrir Madrídinga að missa hann af velli.19:13: Griezmann skorar fyrsta mark í Madríd úr vítaspyrnu!!! Frakkinn fiskaði vítið sjálfur en dómurinn var líklega ekki réttur því Albrighton virtist brjóta á Griezmann utan vítateigs.19:10: Vidal kemur Bayern yfir gegn Evrópumeisturunum!!! Skallar boltann í netið eftir hornspyrnu frá Thiago.19:03: Benzema með skalla sem Neuer ver í samskeytin. Hættulegasta færi leiksins í München hingað til.18:50: Koke með þrumuskot í stöng Leicester-marksins. Þarna sluppu Englandsmeistararnir vel.18:45: Það er búið að flauta til leiks í München og Madríd.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira