Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2017 19:35 Freyr Alexandersson er ósáttur. vísir/getty „Við áttum sæmilega kafla inn á milli en það sem var að gerast í vítateigunum hjá okkur var bara ekki gott. Við fáum á okkur furðuleg mörk og gerum mistök sem við gerum sjaldan.“ Þetta sagði sársvekktur Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Vísi í kvöld eftir 4-0 skell á móti Hollandi í Doetinchem. Íslenska liðið spilaði sinn versta leik í langan tíma og einn þann allra versta undir stjórn Freys. Hollendingar voru 1-0 yfir í fyrri hálfleik en markið kom eftir fast leikatriði, eitthvað sem íslenska liðið stefnir að því að vera best í á EM í sumar. „Fyrsta markið kemur eftir aukaspyrnu lengst utan að velli og við erum bara að horfa á boltann. Þetta setti svolítið tóninn fyrir það sem svo gerðist í leiknum. Í framhaldinu voru mistökin í báðum vítateignum mörg. Við vorum að fá okkur hálfgerð sprellimörk sem við annars fáum aldrei á okkur,“ segir Freyr.„Við viljum ekki fá á okkur svona mörk. Ég er alveg hundóánægður með þessi úrslit. Vondu kaflarnir voru virkilega vondir. Það er eitthvað sem ég er ósáttur við og hef áhyggjur af. Úrslitin skipta auðvitað ekki öllu máli en við vildum fá eitthvað til að læra af.“Verður öðruvísi í sumar Freyr segist eiga erfitt með að átta sig á ástæðu þess að liðið spilaði svona illa í kvöld. Leikurinn fór fram á velli sem liðið spilar á þegar það mætir Sviss á EM í sumar, gæti það haft áhrif? „Ég á rosalega erfitt með að setja fingur á það. Kannski skipti það máli að vera komin á EM-staðinn. Það er fín pæling. Ég hefði allavega viljað hafa allt öðruvísi í kvöld. Ég er samt ánægður með að þetta gerðist núna en ekki á EM. Þetta mun ekki gerast aftur,“ segir Freyr. „Mér fannst við bara stíga vitlaust til jarðar eftir að fá á okkur mark eftir fast leikatriði. Eftir það voru ákvarðanir í vítateignum bara skrítnar. Það hefur ekki verið vandamál fyrir okkur að verjast í eigin teig. Það hefur alltaf verið upp á tíu,“ segir Freyr. Eftir flottan leik á móti Slóvakíu fyrir helgi sem vannst 2-0 voru stelpurnar afskaplega slakar í kvöld. „Þetta var algjörlega svart og hvítt en vissulega var mótherjinn í kvöld allt öðruvísi og umhverfið líka. Það er virkilega góð umgjörð hérna og völlurinn er flottur. Þegar við mætum Sviss hérna í sumar verður þeta blá gryfja. Þá munum við gráta gleðitáum og ekkert kjaftæði,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Sjá meira
„Við áttum sæmilega kafla inn á milli en það sem var að gerast í vítateigunum hjá okkur var bara ekki gott. Við fáum á okkur furðuleg mörk og gerum mistök sem við gerum sjaldan.“ Þetta sagði sársvekktur Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Vísi í kvöld eftir 4-0 skell á móti Hollandi í Doetinchem. Íslenska liðið spilaði sinn versta leik í langan tíma og einn þann allra versta undir stjórn Freys. Hollendingar voru 1-0 yfir í fyrri hálfleik en markið kom eftir fast leikatriði, eitthvað sem íslenska liðið stefnir að því að vera best í á EM í sumar. „Fyrsta markið kemur eftir aukaspyrnu lengst utan að velli og við erum bara að horfa á boltann. Þetta setti svolítið tóninn fyrir það sem svo gerðist í leiknum. Í framhaldinu voru mistökin í báðum vítateignum mörg. Við vorum að fá okkur hálfgerð sprellimörk sem við annars fáum aldrei á okkur,“ segir Freyr.„Við viljum ekki fá á okkur svona mörk. Ég er alveg hundóánægður með þessi úrslit. Vondu kaflarnir voru virkilega vondir. Það er eitthvað sem ég er ósáttur við og hef áhyggjur af. Úrslitin skipta auðvitað ekki öllu máli en við vildum fá eitthvað til að læra af.“Verður öðruvísi í sumar Freyr segist eiga erfitt með að átta sig á ástæðu þess að liðið spilaði svona illa í kvöld. Leikurinn fór fram á velli sem liðið spilar á þegar það mætir Sviss á EM í sumar, gæti það haft áhrif? „Ég á rosalega erfitt með að setja fingur á það. Kannski skipti það máli að vera komin á EM-staðinn. Það er fín pæling. Ég hefði allavega viljað hafa allt öðruvísi í kvöld. Ég er samt ánægður með að þetta gerðist núna en ekki á EM. Þetta mun ekki gerast aftur,“ segir Freyr. „Mér fannst við bara stíga vitlaust til jarðar eftir að fá á okkur mark eftir fast leikatriði. Eftir það voru ákvarðanir í vítateignum bara skrítnar. Það hefur ekki verið vandamál fyrir okkur að verjast í eigin teig. Það hefur alltaf verið upp á tíu,“ segir Freyr. Eftir flottan leik á móti Slóvakíu fyrir helgi sem vannst 2-0 voru stelpurnar afskaplega slakar í kvöld. „Þetta var algjörlega svart og hvítt en vissulega var mótherjinn í kvöld allt öðruvísi og umhverfið líka. Það er virkilega góð umgjörð hérna og völlurinn er flottur. Þegar við mætum Sviss hérna í sumar verður þeta blá gryfja. Þá munum við gráta gleðitáum og ekkert kjaftæði,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Sjá meira
Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00