Ekki aftur Magnús Guðmundsson skrifar 10. apríl 2017 07:00 Það sem við munum og það sem við munum ekki er og verður víst alltaf okkar. Þannig virðist Valgerður Sverrisdóttir ekki muna almennilega eftir aðkomu sinni að einkavæðingu bankanna frá ráðherratíð sinni, þó svo það teljist líklega til stærri viðburða á hennar starfsferli. Seinna átti svo einkavæðing bankanna eftir að hafa í för með sér skelfilegar afleiðingar sem byrjuðu að koma í ljós þegar Geir H. Haarde bað guð að blessa Ísland og þess vegna viljum við vita hvernig hlutirnir gerðust. Skoða söguna til þess að geta lært af henni. En ef það fólk sem mótaði upphaf þessarar sögu, skrifaði uppkastið ef svo má segja, ýmist man hana ekki eða hefur lítinn sem engan áhuga á slíkri söguskoðun þá er það miður. Það ætti þó alls ekki að þýða að við hin getum ekki rifjað upp og reynt að læra af liðinni tíð. Þegar minnið brestur höfum við ýmsar leiðir til að skoða sögu okkar og samfélag. Ein mikilvægasta leiðin til þess er í gegnum listina í sínum margbreytilegu myndum. Listræn tjáning á því sem við höfum séð og sjáum í kringum okkur frá degi til dags. Auðvitað er þetta ekki eina hlutverk listarinnar en þó eitt af mörgum. Það er margt í samfélagi samtímans sem er farið að minna ansi mikið á þá stemningu sem hér ríkti á árunum fyrir hrun og listin virðist ekki vera undanskilin þessu. Í því samhengi nægir að líta m.a. til þess að Gamma er aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Hins Íslenska bókmenntafélags, Borgarleikhúsið endurnýjaði nýverið samstarfsamning við Valitor, Reykjavíkurborg og Grandi vinna saman að því að byggja upp listina í Marshallhúsinu og þannig mætti áfram telja. Líkast til er þetta einkum til marks um hversu undirfjármagnaðar listir eru á Íslandi en þetta hlýtur samt að hreyfa við minninu hjá einhverjum. Minna okkur á þá tíma þegar listir og fjármálalíf virtust dansa hér einn allsherjar hrunadans hinu margumrædda góðæri til lofs og dýrðar. Nú gæti reynt á að bæði muna, vilja muna og læra af reynslunni. Það er ekki endilega svo að listin eigi alls ekki að þiggja eitt né neitt af atvinnulífi. Að í því felist einhver dauðadómur yfir sjálfstæði listamanna og möguleikum til þess að leggja til atlögu við hvaða efnivið sem er. En allt getur þetta haft áhrif og ekki síst í litlu samfélagi þar sem möguleikar listamanna til afkomu eru mun takmarkaðri en í stærri samfélögum. Þetta getur óneitanlega leitt til ákveðins afkomuótta og það er eðlilegt við þessar aðstæður en að sama skapi ekki ásættanlegt. Það er nefnilega hlutverk listarinnar að ganga gegn valdi, hvort sem það er til staðar í krafti peninga eða pólitíkur, og ef listin gerir það ekki er hætt við að illa fari. Það gerði það síðast og það getur hæglega gert það aftur. Þjóð sem situr uppi með gleymna stjórnmála- og peningamenn má búast við því að illa fari ef hún gætir ekki að sér. Ein mikilvægasta leiðin til þess að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig er að styðja vel við listsköpun í landinu og gera jafnframt þá kröfu til listarinnar að hún veiti valdinu aðhald. Án þess er hætt við að illa fari – aftur.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun
Það sem við munum og það sem við munum ekki er og verður víst alltaf okkar. Þannig virðist Valgerður Sverrisdóttir ekki muna almennilega eftir aðkomu sinni að einkavæðingu bankanna frá ráðherratíð sinni, þó svo það teljist líklega til stærri viðburða á hennar starfsferli. Seinna átti svo einkavæðing bankanna eftir að hafa í för með sér skelfilegar afleiðingar sem byrjuðu að koma í ljós þegar Geir H. Haarde bað guð að blessa Ísland og þess vegna viljum við vita hvernig hlutirnir gerðust. Skoða söguna til þess að geta lært af henni. En ef það fólk sem mótaði upphaf þessarar sögu, skrifaði uppkastið ef svo má segja, ýmist man hana ekki eða hefur lítinn sem engan áhuga á slíkri söguskoðun þá er það miður. Það ætti þó alls ekki að þýða að við hin getum ekki rifjað upp og reynt að læra af liðinni tíð. Þegar minnið brestur höfum við ýmsar leiðir til að skoða sögu okkar og samfélag. Ein mikilvægasta leiðin til þess er í gegnum listina í sínum margbreytilegu myndum. Listræn tjáning á því sem við höfum séð og sjáum í kringum okkur frá degi til dags. Auðvitað er þetta ekki eina hlutverk listarinnar en þó eitt af mörgum. Það er margt í samfélagi samtímans sem er farið að minna ansi mikið á þá stemningu sem hér ríkti á árunum fyrir hrun og listin virðist ekki vera undanskilin þessu. Í því samhengi nægir að líta m.a. til þess að Gamma er aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Hins Íslenska bókmenntafélags, Borgarleikhúsið endurnýjaði nýverið samstarfsamning við Valitor, Reykjavíkurborg og Grandi vinna saman að því að byggja upp listina í Marshallhúsinu og þannig mætti áfram telja. Líkast til er þetta einkum til marks um hversu undirfjármagnaðar listir eru á Íslandi en þetta hlýtur samt að hreyfa við minninu hjá einhverjum. Minna okkur á þá tíma þegar listir og fjármálalíf virtust dansa hér einn allsherjar hrunadans hinu margumrædda góðæri til lofs og dýrðar. Nú gæti reynt á að bæði muna, vilja muna og læra af reynslunni. Það er ekki endilega svo að listin eigi alls ekki að þiggja eitt né neitt af atvinnulífi. Að í því felist einhver dauðadómur yfir sjálfstæði listamanna og möguleikum til þess að leggja til atlögu við hvaða efnivið sem er. En allt getur þetta haft áhrif og ekki síst í litlu samfélagi þar sem möguleikar listamanna til afkomu eru mun takmarkaðri en í stærri samfélögum. Þetta getur óneitanlega leitt til ákveðins afkomuótta og það er eðlilegt við þessar aðstæður en að sama skapi ekki ásættanlegt. Það er nefnilega hlutverk listarinnar að ganga gegn valdi, hvort sem það er til staðar í krafti peninga eða pólitíkur, og ef listin gerir það ekki er hætt við að illa fari. Það gerði það síðast og það getur hæglega gert það aftur. Þjóð sem situr uppi með gleymna stjórnmála- og peningamenn má búast við því að illa fari ef hún gætir ekki að sér. Ein mikilvægasta leiðin til þess að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig er að styðja vel við listsköpun í landinu og gera jafnframt þá kröfu til listarinnar að hún veiti valdinu aðhald. Án þess er hætt við að illa fari – aftur.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. apríl.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun