Andri Heimir Friðriksson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta.
Handknattleiksdeild Hauka og Andri Heimir hafa gert með sér samkomulag sem leysir leikmanninn undan samningi við Hauka frá og með 1. maí.
Andri Heimir kom til Hauka frá ÍBV fyrir tímabilið. Hann endurnýjaði þar með kynnin við Gunnar Magnússon sem þjálfaði hann hjá ÍBV 2013-15. Hjá Haukum spilaði Andri Heimir einnig með bróður sínum, Hákoni Daða Styrmissyni.
Andri Heimir var í frekar litlu hlutverki hjá Haukum í vetur og skoraði aðeins 33 mörk í 27 leikjum í Olís-deildinni.
Haukar lentu í 3. sæti deildarinnar og féllu svo úr leik fyrir Fram í 8-liða úrslitum.
Andri Heimir rær á önnur mið
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn




Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni
Körfubolti

