Skoda Yeti er allur Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2017 09:36 Skoda Karoq spæjaður í prufuakstri. Sá orðrómur um að Skoda muni hætta að framleiða Yeti jepplinginn hefur verið staðfestur frá höfuðstöðvum Skoda í Tékklandi. Við Yeti mun taka við annar jepplingur sem bera mun nafnið Karoq. Hann verður í raun systurbíll Volkswagen Tiguan og SEAT Ateca jepplinganna og er byggður á sama undirvagni og þeir. Skoda Karoq verður boðinn með tveimur dísilvélum og þremur bensínvélum frá 115 og 190 hestafla. Með 190 hestafla dísilvél verður Karoq eingöngu í boði fjórhjóladrifinn og með DSG sjálfskiptingu, en með öðrum vélum einnig framhjóladrifinn. Beinskiptingin í bílnum verður 6 gíra. Lengd Karoq er 4.382 mm, breiddin 1.841 mm og hæðin 1.605 mm og bilið milli öxla 2.638 mm. Skottrými verður 521 líter og með aftursætin niðri 1.630 lítrar. Svo má taka aftursætisröðina út með einföldum hætti og þá verður skottrýmið 1.810 lítrar. Þá má fá aftursætisröðina með rennibraut og þá er skottrýmið allt frá 479 til 588 lítrum. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent
Sá orðrómur um að Skoda muni hætta að framleiða Yeti jepplinginn hefur verið staðfestur frá höfuðstöðvum Skoda í Tékklandi. Við Yeti mun taka við annar jepplingur sem bera mun nafnið Karoq. Hann verður í raun systurbíll Volkswagen Tiguan og SEAT Ateca jepplinganna og er byggður á sama undirvagni og þeir. Skoda Karoq verður boðinn með tveimur dísilvélum og þremur bensínvélum frá 115 og 190 hestafla. Með 190 hestafla dísilvél verður Karoq eingöngu í boði fjórhjóladrifinn og með DSG sjálfskiptingu, en með öðrum vélum einnig framhjóladrifinn. Beinskiptingin í bílnum verður 6 gíra. Lengd Karoq er 4.382 mm, breiddin 1.841 mm og hæðin 1.605 mm og bilið milli öxla 2.638 mm. Skottrými verður 521 líter og með aftursætin niðri 1.630 lítrar. Svo má taka aftursætisröðina út með einföldum hætti og þá verður skottrýmið 1.810 lítrar. Þá má fá aftursætisröðina með rennibraut og þá er skottrýmið allt frá 479 til 588 lítrum.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent