Halldór Jóhann: Við ætlum að selja okkur dýrt Smári Jökull Jónsson skrifar 27. apríl 2017 22:08 Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH. Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var hæstánægður að leik loknum í kvöld enda hans lið komið í úrslit Olís-deildarinnar eftir að hafa lagt Aftureldingu að velli. „Ég er virkilega ánægður. Við sýnum gríðarlegan kraft, sérstaklega í seinni hálfleik þegar við slítum þá frá okkur. Liðsheildin er frábær og allir að leggja í púkkið. Það er það sem þetta snýst um, að allir séu klárir á sínu hlutverki og að leggja af mörkum þar sem hann á að gera og kannski aðeins meira, sagði Halldór Jóhann í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Afturelding mætti alls ekki tilbúið í leik númer tvö hjá liðunum þar sem FH fór langt með leikinn í fyrri hálfleik. Annað var uppi á teningunum í kvöld því Mosfellingar mættu grimmir til leiks og höfðu forystu í upphafi. Var Halldór búinn að búa lið sitt undir þessa stöðu? „Klárlega, þeir spiluðu ekki vel í fyrri hálfleik síðast en vel í seinni hálfleik. Við vissum að þeir myndu koma með kraft, mikinn líkamlegan kraft varnarlega og reyna að slá okkur út af laginu. Við áttum í erfiðleikum sóknarlega, ræddum málin í hálfleik og vissum að það væri ekkert alvarlegt búið að gerast, við værum bara að tapa með einu marki.“ „Við þurftum að halda einbeitingunni, ná þéttleika í vörninni og fá auðveld mörk. Um leið og vörnin var farin að standa og Ágúst Elí farinn að taka sína bolta þá kom þetta,“ bætti Halldór Jóhann við. Vörn FH hefur verið lykilatriði í árangri liðsins í vetur og var það áfram í einvíginu gegn Aftureldingu. „Það hefur verið sagt að sóknarleikur getur unnið leiki en vörnin titla. Við þurfum að halda okkar plani, við höfum verið að gera það og vinna leiki á liðsheildinni. Það er enginn einn að skera sig úr og menn þekkja sín takmörk og sín hlutverk. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“ „Bæði liðin eru erfið og þegar þú ert kominn í einvígi þar sem þú þarft að ná þremur sigrum þá getur svo margt gerst. Við erum fullir tilhlökkunar og hrikalega ánægðir að vera komnir í úrslitaeinvígið. Við ætlum að selja okkur dýrt,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Afturelding 23-19 | FH sópaði Aftureldingu og er komið í úrslit FH er komið í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir 23-19 sigur á Aftureldingu í Kaplakrika í kvöld. FH vinnur því einvígið 3-0 og mætir Val eða Fram í úrslitum. 27. apríl 2017 22:15 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var hæstánægður að leik loknum í kvöld enda hans lið komið í úrslit Olís-deildarinnar eftir að hafa lagt Aftureldingu að velli. „Ég er virkilega ánægður. Við sýnum gríðarlegan kraft, sérstaklega í seinni hálfleik þegar við slítum þá frá okkur. Liðsheildin er frábær og allir að leggja í púkkið. Það er það sem þetta snýst um, að allir séu klárir á sínu hlutverki og að leggja af mörkum þar sem hann á að gera og kannski aðeins meira, sagði Halldór Jóhann í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Afturelding mætti alls ekki tilbúið í leik númer tvö hjá liðunum þar sem FH fór langt með leikinn í fyrri hálfleik. Annað var uppi á teningunum í kvöld því Mosfellingar mættu grimmir til leiks og höfðu forystu í upphafi. Var Halldór búinn að búa lið sitt undir þessa stöðu? „Klárlega, þeir spiluðu ekki vel í fyrri hálfleik síðast en vel í seinni hálfleik. Við vissum að þeir myndu koma með kraft, mikinn líkamlegan kraft varnarlega og reyna að slá okkur út af laginu. Við áttum í erfiðleikum sóknarlega, ræddum málin í hálfleik og vissum að það væri ekkert alvarlegt búið að gerast, við værum bara að tapa með einu marki.“ „Við þurftum að halda einbeitingunni, ná þéttleika í vörninni og fá auðveld mörk. Um leið og vörnin var farin að standa og Ágúst Elí farinn að taka sína bolta þá kom þetta,“ bætti Halldór Jóhann við. Vörn FH hefur verið lykilatriði í árangri liðsins í vetur og var það áfram í einvíginu gegn Aftureldingu. „Það hefur verið sagt að sóknarleikur getur unnið leiki en vörnin titla. Við þurfum að halda okkar plani, við höfum verið að gera það og vinna leiki á liðsheildinni. Það er enginn einn að skera sig úr og menn þekkja sín takmörk og sín hlutverk. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“ „Bæði liðin eru erfið og þegar þú ert kominn í einvígi þar sem þú þarft að ná þremur sigrum þá getur svo margt gerst. Við erum fullir tilhlökkunar og hrikalega ánægðir að vera komnir í úrslitaeinvígið. Við ætlum að selja okkur dýrt,“ sagði Halldór Jóhann að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Afturelding 23-19 | FH sópaði Aftureldingu og er komið í úrslit FH er komið í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir 23-19 sigur á Aftureldingu í Kaplakrika í kvöld. FH vinnur því einvígið 3-0 og mætir Val eða Fram í úrslitum. 27. apríl 2017 22:15 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Sjá meira
Umfjöllun: FH - Afturelding 23-19 | FH sópaði Aftureldingu og er komið í úrslit FH er komið í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir 23-19 sigur á Aftureldingu í Kaplakrika í kvöld. FH vinnur því einvígið 3-0 og mætir Val eða Fram í úrslitum. 27. apríl 2017 22:15