Umfjöllun og viðtöl: FH - Afturelding 23-19 | FH sópaði Aftureldingu og er komið í úrslit Smári Jökull Jónsson skrifar 27. apríl 2017 22:15 Einar Rafn Eiðsson og félagar í FH eru komnir í úrslit Olís-deildar karla. vísir/ernir FH er komið í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir 23-19 sigur á Aftureldingu í Kaplakrika í kvöld. FH vinnur því einvígið 3-0 og mætir Val eða Fram í úrslitum. Mosfellingar mættu ákaflega grimmir til leiks í kvöld og tóku forystuna strax í upphafi. Vörn þeirra var afar sterk og þeir komust í 5-2 eftir um tíu mínútna leik. Davíð Svansson var vel með á nótunum í markinu auk þess sem FH-ingar fóru illa með dauðafæri og hraðaupphlaup. Sókn Mosfellinga var hins vegar ekki jafn öflug og vörnin. Þeir voru í miklum vandræðum gegn sterkri FH-vörn og þegar hún skellti algjörlega í lás komust heimamenn á bragðið. Þeir skoruðu 6 mörk gegn einu og komust í 8-6. Mosfellingar náðu hins vegar vopnum sínum á ný og á tíu mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks skoraði FH ekki mark. Afturelding komst í 10-8 en FH náði að minnka muninn í eitt mark fyrir hálfleik, staðan 10-9 fyrir Aftureldingu þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var jafn í upphafi og varnirnar áfram í aðalhlutverki. FH hafði þó yfirhöndina og Mosfellingum gekk bölvanlega að komast yfir þrátt fyrir að hafa jafnað leikinn í nokkur skipti. Sóknarleikur gestanna gekk alls ekki nógu vel og þó svo að hann hafi ekki verið fullkominn hjá FH heldur þá hafa þeir spilað oft á þann hátt í vetur að reyna á þolinmæðina hjá vörnum andstæðinganna og koma með mörk þegar hönd dómaranna er komin upp. Í stöðunni 15-15 um miðjan síðari hálfleik kom góður kafi hjá FH. Þeir náðu 4-1 kafla og komust þremur mörkum yfir. Þann mun náðu Mosfellingar aldrei að brúa og örvæntingarfullar tilraunir þeirra undir lokin skiluðu litlu. FH vann að lokum sanngjarnan fjögurra marka sigur, 23-19, og tryggja sér þar með sæti í úrslitum Olís-deildarinnar þar sem þeir mæta sigurvegaranum úr einvígi Vals og Fram.Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 8, Óðinn Þór Ríkharðsson 7, Einar Rafn Eiðsson 4, Arnar Freyr Ársælsson 2, Ágúst Birgisson 1 og Jóhann Karl Reynisson 1. Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 10.Mörk Aftueldingar: Ernir Hrafn Arnarsson 5, Mikk Pinnonen 5, Elvar Ásgeirsson 2, Árni Bragi Eyjólfsson 2, Þrándur Gíslason 2, Jón Heiðar Gunnarsson 1, Gunnar Malmquist Þórsson 1 og Guðni Már Kristinsson 1. Varin skot: Davíð Hlíðdal Svansson 15/1. Halldór Jóhann: Við ætlum að selja okkur dýrtHalldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH.Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var hæstánægður að leik loknum í kvöld enda hans lið komið í úrslit Olís-deildarinnar eftir að hafa lagt Aftureldingu að velli. „Ég er virkilega ánægður. Við sýnum gríðarlegan kraft, sérstaklega í seinni hálfleik þegar við slítum þá frá okkur. Liðsheildin er frábær og allir að leggja í púkkið. Það er það sem þetta snýst um, að allir séu klárir á sínu hlutverki og að leggja af mörkum þar sem hann á að gera og kannski aðeins meira, sagði Halldór Jóhann í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Afturelding mætti alls ekki tilbúið í leik númer tvö hjá liðunum þar sem FH fór langt með leikinn í fyrri hálfleik. Annað var uppi á teningunum í kvöld því Mosfellingar mættu grimmir til leiks og höfðu forystu í upphafi. Var Halldór búinn að búa lið sitt undir þessa stöðu? „Klárlega, þeir spiluðu ekki vel í fyrri hálfleik síðast en vel í seinni hálfleik. Við vissum að þeir myndu koma með kraft, mikinn líkamlegan kraft varnarlega og reyna að slá okkur út af laginu. Við áttum í erfiðleikum sóknarlega, ræddum málin í hálfleik og vissum að það væri ekkert alvarlegt búið að gerast, við værum bara að tapa með einu marki.“ „Við þurftum að halda einbeitingunni, ná þéttleika í vörninni og fá auðveld mörk. Um leið og vörnin var farin að standa og Ágúst Elí farinn að taka sína bolta þá kom þetta,“ bætti Halldór Jóhann við. Vörn FH hefur verið lykilatriði í árangri liðsins í vetur og var það áfram í einvíginu gegn Aftureldingu. „Það hefur verið sagt að sóknarleikur getur unnið leiki en vörnin titla. Við þurfum að halda okkar plani, við höfum verið að gera það og vinna leiki á liðsheildinni. Það er enginn einn að skera sig úr og menn þekkja sín takmörk og sín hlutverk. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“ „Bæði liðin eru erfið og þegar þú ert kominn í einvígi þar sem þú þarft að ná þremur sigrum þá getur svo margt gerst. Við erum fullir tilhlökkunar og hrikalega ánægðir að vera komnir í úrslitaeinvígið. Við ætlum að selja okkur dýrt,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Einar Andri: Spiluðum ekki nógu vel sóknarlegaEinar Andri á hliðarlínunni fyrr í vetur.vísir/andri marinóEinar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar var svekktur eftir 3-0 tap í einvíginu gegn FH. Hann sagði liðið hafa spilað vel en að það hafi vantað upp á litla hluti sem skila miklu. „Við spiluðum mjög vel og lögðum allt í þetta. Við vorum einu marki yfir í hálfleik en vorum klaufar að vera ekki með 3-4 marka forystu, við fórum með tvö dýr hraðaupphlaup í lokin. Síðan missum við þá aðeins fram úr okkur og jöfnum. Síðan dró á milli og við vorum ekki að spila nógu vel sóknarlega, því fór sem fór,“ sagði Einar Andri í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Vörn FH var gríðarlega öflug í kvöld líkt og svo oft áður. Var það sóknarleikur Aftureldingar sem varð þeim að falli í þessu einvígi? „Nei, ég veit það ekki. Það er sitt lítið af hverju. Við erum að spila mjög vel, fyrir utan einn hálfleik, í einvíginu. Í dag vorum við að spila þokkalega en það vantaði þessa litlu hluti sem skila miklu.“ FH liðið er deildarmeistari og afar erfiðir viðureignar. Þeir spila afar agaðan sóknarleik og eru sterkir fyrir í vörn. Er þreytandi að spila á móti FH? „Þeir eru mjög skipulagðir í vörn og með fína markmenn. Síðan spila þeir agaðar sóknir og eru með mikið sjálfstraust. Það er erfitt að spila á móti þeim.“ Einar Andri er með samning við Aftureldingu áfram en liðið hefur nú þegar samið við Einar Inga Hrafnsson sem kemur í Mosfellsbæinn í sumar úr atvinnumennsku. „Við erum nokkurn veginn búnir að klára þá leikmenn sem við erum með og svo bætist Einar Ingi við og hugsanlega 1-2 í viðbót.“ FH mætir annað hvort Val eða Fram í úrslitaeinviginu og Einar Andri sagði vonlaust að spá fyrir um hvaða lið myndi standa uppi sem Íslandsmeistari. „Ég reikna með að Valur vinni hitt einvígið og ég held að það sé vonlaust að segja til um hvort liðið klárar þetta,“ sagði Einar Andri að lokum. Ásbjörn: Ferð ekki svona einvígi og býst við 3-0 sigriÁsbjörn Friðriksson var markahæstur hjá FH í kvöld með 8 mörk.Vísir/ErnirÁsbjörn Friðriksson var markahæstur hjá FH í sigrinum gegn Aftureldingu í kvöld. Hann var vitaskuld afar sáttur þegar Vísir ræddi við hann. „Maður fer ekki inn í svona einvígi og býst við að vinna 3-0. En við vissum að það myndi gerast ef við myndum spila þrjá góða leiki. Mér finnst að þegar við spilum vel, mjög vel, þá eigum við að vinna þetta lið á heimavelli,“ sagði Ásbjörn í samtali við blaðamann Vísis eftir leik. „Eftir fyrsta leikinn voru þeir með bakið upp við vegg og við nýttum okkur það í öðrum leiknum. Þá þurftu þeir að koma og sækja sigur hingað þar sem okkur líður vel. En þetta Aftureldingarlið er gott.“ Ásbjörn var eins og áður segir markahæstur í leiknum í kvöld. Hann skoraði 8 mörk og nokkur með þrumuskotum fyrir utan teig. „Mér fannst ég fá stöður sem henta mér í leiknum í dag. Það gerðist ekki í fyrsta leiknum en í síðustu tveimur leikjum hef ég verið að fá góðar stöður gegn 3-2-1 vörninni og gegn 6-0 vörninni í dag. Ég hef nýtt skotin mín mjög vel og þá endar maður í 7-8 mörkum.“ FH-liðið er komið í úrslitaeinvígið og mæta þar annaðhvort bikarmeisturum Vals eða Frömurum. „Við þurfum bara að hugsa um okkur. Við munum aðeins hvíla okkur og æfa vel fyrir næsta einvígi. Við mætum eins tilbúnir og við getum burtséð frá því hver verður andstæðingurinn. Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfa og það hefur fleytt okkur í þessi lokaúrslit,“ sagði Ásbjörn að lokum.23-19 (Leik lokið) - FH er komið í úrslit eftir sanngjarnan sigur í kvöld. Umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi innan skamms.23-19 (59.mín) - Sókn Mosfellingar fer forgörðum og FH heldur í sókn. Ásbjörn á misheppnaða tilraun en Ágúst Elí ver síðan hinu megin. Þetta er komið, FH fer í úrslit.23-19 (59.mín) - Óðinn Þór að klára þetta fyrir FH. Fjögurra marka munur og tæpar tvær mínútur eftir. Einar Andri tekur leikhlé og reynir að gripa í síðustu hálmstrá Mosfellinga.22-19 (57.mín) - Gísli Þorgeir sækir 2 mínútur á Árna Braga og FH nýtir sér það vel, Ásbjörn skorar sirkusmark eftir samleik við Óðinn og munurinn 3 mörk. FH er að hafa þetta. 21-19 (57.mín) - Afturelding minnkar muninn í 2 mörk. Tæpar fjórar mínútur eftir.21-18 (55.mín) - Ernir Hrafn skýtur í þverslá og yfir og FH getur komist 4 mörkum yfir. Halldór Jóhann tekur leikhlé og vill leggja upp þessar síðustu mínútur fyrir sína menn. Rúmar 5 mínútur eftir.21-18 (54.mín) - Einar Rafn fer alltof auðveldlega í gegn og skorar á nærhornið. Davíð ekki sáttur með vörnina þarna.20-18 (54.mín) - Mikilvægt mark fyrir Mosfellinga. Mikk skorar eftir að höndin er komin upp. Davíð ver síðan frá Óðni í dauðafæri en FH heldur boltanum.20-17 (52.mín) - Gísli Þorgeir plataði vörn Aftureldingar upp úr skónum, fiskaði víti og 2 mínútur á Jón Heiðar. Ásbjörn skorar svo af punktinum og nú fer þetta að verða afar erfitt fyrir gestina.19-17 (51.mín) - Mosfellingar taka Davíð út þegar þeir eru í sókn og fjölga mönnum þar. Það virkaði núna því Elvar fékk frítt skot og minnkaði muninn.19-16 (50.mín) - Mosfellingar missa boltann klaufalega og FH reynir langa sendingu fram á Óðin en Mikk kemst á undan, sem betur fer enda var markið tómt. Davíð fær svo boltann og eftir pressu frá Óðin fellur hann. Hann vill fá 2 mínútur en fær ekkert annað en tiltal frá Antoni sem villa meina að um leikaraskap hafi verið að ræða.19-16 (49.mín) - Afturelding fékk tækifæri til að minnka muninn en Ágúst varði eftir langa sókn Mosfellinga. Einar Rafn skorar síðan með lúmsku skoti og munurinn þrjú mörk á ný. Einar Andri tekur leikhlé. 18-16 (46.mín) - Það gerir Ásbjörn! Skorar með góðu skoti og Davíð á ekki möguleika í markinu. Ernir Hrafn fljótur að minnka muninn eftir gott kerfi.17-15 (45.mín) - Mikk skaut svo hátt yfir að þakið var hreinlega í hættu. Hlýtur að hafa misst boltann úr höndunum og FH getur komist þremur mörkum yfir.17-15 (45.mín) - Gísli Þorgeir gerir afar vel í að finna Arnar Frey í horninu sem skorar undir Davíð. Tveggja marka munur á ný.16-15 (43.mín) - Mosfellingar gera þetta pínu erfitt fyrir sjálfa sig. Fengu dauðafæri á línunni til að komast yfir en Ágúst varði. Óðinn skoraði síðan sitt sjötta mark úr hraðri sókn í kjölfarið.15-15 (43.mín) - Mikk skorar með skoti sem Ágúst var í og hefði líklega átt að verja.15-14 (42.mín) - Árni Bragi fékk dæmdan á sig klaufalegan ruðning og Ásbjörn skoraði síðan stórglæsilegt mark eftir að höndin var komin upp. Ekki fyrsta markið hjá FH í vetur eftir að merki er komið um leiktöf.14-14 (40.mín) - Þetta var magnað. Afturelding skoraði og vann svo boltann af FH í miðjunni og Árni Bragi skoraði aftur. Jafnaði metin og Mosfellingar eru komnir með boltann á ný.14-12 (39.mín) - Ásbjörn skorar af vítalínunni, klobbar Davíð.13-12 (38.mín) - Þrándur skorar fínt mark af línunni. Mikilvæg fyrir Aftureldingu sem hafði verið í vandræðum í síðustu sóknum.13-11 (38.mín) - Afturelding kastar boltanum útaf og eftir ágæta sókn FH skorar Arnar Freyr úr horninu. Tveggja marka munur.12-11 (36.mín) - Varnirnir halda áfram að vera í aðalhlutverki. Vörn FH ver skot frá Erni og Óðinn er eins og elding fram og skorar. Það þarf að kanna hraðann hjá þessum strák, hann er rosalegur.11-11 (34.mín) - Ágúst Elí ver frá Elvari og svo aftur frá Þrándi sem hirti frákastið og var einn á línunni. Einar Rafn jafnar strax í kjölfarið fyrir FH sem vinna boltann á ný.10-11 (33.mín) - Vörn Aftureldingar hélt vel en Ásbjörn skoraði með neyðarskoti þegar höndin var komin upp. Svekkjandi fyrir gestina.9-11 (32.mín) - Mikk skorar fyrsta mark seinni hálfleiks og Afturelding komin tveimur mörkum yfir.9-10 (31.mín) - Arnar Freyr fer í gegn í horninu en skýtur í ennið á Davíð. Markvörðuinn ekkert alltof sáttur en hlær svo að þessu, skotið var ekki sérlega fast.9-10 (31.mín) - Þá er þetta komið af stað á nýjan leik og heimamenn hefja seinni hálfleikinn í sókn og geta jafnað metin.9-10 (Hálfleikur) - Óðinn Þór markahæstur hjá FH með 4 mörk og Ernir með 3 hjá Aftureldingu. Davíð búinn að verja 6 skot í marki Mosfellinga en Ágúst Elí er kominn með 4 varin hjá FH.9-10 (Fyrri hálfleik lokið) - Afturelding fékk 30 sekúndur til að skora og voru klaufar að gera það ekki. Elvar fann Jón Heiðar galopinn á línunni sem greip ekki sendinguna. Eins marks munur í hálfleik.9-10 (30.mín) - Nú gleymdu Mosfellingar Jóhanni á línunni sem skorar.8-10 (29.mín) - Þriðja skot Ísaks sem fer forgörðum, nú skýtur hann í stöng. Vörn, framhjá og stöng hingað til hjá honum. Gestur klikkar hins vegar á dauðafæri hinu megin.8-10 (28.mín) - Ísak skýtur framhjá og FH er ekki búið að skora í tæpar 10 mínútur. Gestur kemur Mosfellingum tveimur mörkum yfir.8-9 (27.mín) - Ísak kominn í sókn FH en vörnin tekur skot frá honum. Mosfellingar klaufar og missa boltann í sókninni. Vörnin hjá þeim er hins vegar að standa hrikalega vel þessar mínúturnar.8-9 (26.mín) - Þvílíkt mark hjá Erni. Skýtur meðfram varnarmanni FH og beint í samskeytin fjær. Halldór Jóhann tekur leikhlé enda vörn Mosfellinga náð að stoppa FH í síðustu sóknum.8-8 (25.mín) - Mosfellingar komast inn í sendingu frá FH en Ágúst Elí ver í hraðaupphlaupi frá Gesti Ólafi. Afturelding þó fljót að fá boltann á ný eftir sóknarbrot FH.8-8 (23.mín) - Jóhann Jóhannsson kominn inn í vörn Mosfellinga og það virkar því þeir vinna boltann eftir varið skot frá Davíð. Ágúst ver svo frá Árna Braga hinu megin.8-8 (23.mín) - Loks tekst Mikk að skora fyrir utan, markið áðan kom eftir gegnumbrot.8-7 (22.mín) - Ágúst fær dæmda á sig línu og Mosfellingar fara í sókn. Davíð varði reyndar frá honum þannig að markið kom aldrei. 8-7 (21.mín) - Jón Heiðar fær boltann á línunni og minnkar muninn. 8-6 (20.mín) - FH-vörnin tekur enn eitt skotið og Óðinn langfyrstur fram. Skýtur í gólfið og yfir og lendir á Davíð sem virðist eitthvað sparka á eftir Óðni. Anton róar menn niður og refsar engum.8-6 (19.mín) - Ásbjörn stekkur hátt upp og þrumar yfir Davíð. Hans annað mark í röð.7-6 (18.mín) - FH búið að gera fimm mörk í röð eftir mark Ásbjörns úr víti. Mikk skorar síðan sitt fyrsta mark eftir að hafa verið slakur í síðustu sóknum. 6-5 (17.mín) - Afturelding er í stökustu vandræðum með að finna glufur á vörn FH. Vörnin ver skot frá Mikk og Óðinn fær boltann í hraðaupphlaupi en Davíð ver glæsilega. FH heldur boltanum.6-5 (16.mín) - FH vinnur boltann og eru fljótir að keyra einum fleiri. Einar Rafn skorar og kemur FH yfir í fyrsta sinn. Einar Andri tekur leikhlé fyrir Mosfellinga.5-5 (15.mín) - Frábær sending frá Ásbirni inn á Ágúst sem skorar örugglega og jafnar metin. Mosfellingar einum færri í rúma mínútu í viðbót.4-5 (14.mín) - Fyrsta brottvísun leiksins fá Mosfellingar. Árni Bragi brýtur á FH-ingi í hraðri sókn og ég held að þetta hafi verið hárréttur dómur. FH getur jafnað.4-5 (13.mín) - Þrándur klikkar á dauðafæri af línunni og FH eru fljótur fram og Óðinn skorar sitt fjórða mark. Hann er búinn að skora öll mörk heimaliðsins!3-5 (11.mín) - Óðinn skorar sitt þriðja mark, að þessu sinni úr hraðaupphlaupi. FH vinnur boltann á ný en Davíð ver í enn eitt skiptið.2-5 (9.mín) - Ernir með frábært mark af gólfinu og þriggja marka munur kominn á ný.2-4 (9.mín) - Mikk kastar boltanum beint útaf en Óðinn kastar innkastinu beint í hendur Árna Braga. Mosfellingar því aftur í sókn.2-4 (8.mín) - Óðinn skorar sitt annað mark sem og annað mark FH. Klárar vel úr horninu eftir fína sendingu frá Gísla Þorgeiri.1-4 (7.mín) - Þrándur kemur Mosfellingum þremur mörkum yfir.1-3 (6.mín) - Gunnar skorar í tómt mark FH eftir að Ágúst Elí reyndi að ná frákasti lengst úti við vítateigslínu. Davíð ver svo aftur í marki Aftureldingar.1-2 (4.mín) - Ágúst sækir víti en Davíð ver glæsilega frá Einari Rafni. Væri afar gott fyrir Mosfellinga komist Davíð í stuð.1-2 (4.mín) - Óðinn jafnar úr horninu en Ernir Hrafn er fljótur að koma Aftureldingu yfir á ný.0-1 (3.mín) - Árni Bragi skorar fyrsta markið af vítalínunni. Birkir Fannar kom í markið en tókst ekki að verja.0-0 (2.mín) - Fyrsta skotið frá Mikk fer framhjá og FH komið í sókn. Þar byrja Arnar Freyr, Ásbjörn, Gísli Þorgeir, Einar Rafn, Óðinn og Ágúst á línunni0-0 (1.mín) - Þá er þetta loks komið af stað. Mosfellingar byrja í sókn með Gunnar, Mikk, Elvar, Erni Hrafn, Árna Braga og Þránd inni á línunni. Ágúst Elí byrjar í marki FH.20:10 - Þá er búið að slökkva ljósin og lið Aftureldingar er kynnt til leiks. Þeir þurfa svo að bíða í smástund eftir FH-liðinu en nú koma þeir inn einn af öðrum.20:05 - Það verður forvitnilegt að sjá hvort Mosfellingar hafa komið vörninni í sæmilegt horf en þeir hafa átt í vandræðum með varnarleikinn oft á tíðum nú eftir áramótin. Þeir þurfa betri varnarleik ætli þeir sér sigur. FH byggir sinn leik að miklu leyti á sterkri vörn og markvörslu. Einar Andri hefur væntanlega legið yfir myndböndum frá síðasta leik til að komast að því hvort einhver göt sé að finna á vörn Hafnfirðinga.20:02 - Loks halda liðin inn í klefa en við höfum ekkert fengið neinar upplýsingar hvers vegna þessi seinkun varð. Það gæti verið vegna sjónvarpsútsendingar RÚV.19:58 - Það lítur út fyrir að leikurinn hér hefjist ekki á réttum tíma. Það eru tvær mínútur þar til flauta á til leiks og liðinu eru enn í upphitun. 19:50 - Það fer að fyllast FH-megin í stúkunni en nóg pláss hinu megin þar sem Mosfellingar eru. Þeir sem ekki nenna að vera heima og horfa á Manchester-slaginn eða Grindavík-KR geta því skellt sér í Krikann, hér verður fjör!19:45 - Okkar sterkasta dómarapar, þeir Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson munu dæma leikinn hér á eftir. Mosfellingar voru afar ósáttir með dómgæsluna í fyrsta leik liðanna hér í Kaplakrika og vildu meðal annars fá dæmt vítakast í lok leiksins.19:45 - Eins og flestir vita þá urðu FH-ingar deildarmeistarar í vetur eftir baráttu við Hauka og ÍBV. Afturelding lenti í 4.sæti en fór alla leið í úrslit í bikarnum þar sem þeir töpuðu fyrir Val. Afturelding hefur farið í úrslit Íslandsmótsins síðustu tvö árin.19:40 - Liðin eru komin hér út á völl í upphitun og fólk streymir á pallana. FH-ingar skelltu í grill hér fyrir utan líkt og vanalega fyrir leiki og voru það gamlar kempur sem héldu á spöðunum í þetta skiptið, Bergsveinn Bergsveinsson, Hálfdán Þórðarson, Guðjón Árnason og Sigurður Sveinsson. Þeir voru allir í gullaldarliði FH sem vann þrefalt tímabilið 91-92.19:35 - Háværasta tromma heims er mætt hér beint fyrir framan blaðamannastúkuna og það sem meira er, heimamenn eru byrjaðir á fullu þó húsið sé enn hálftómt. 19:35 - Eins og áður segir kemst FH í úrslit með sigri en þeir unnu nokkuð öruggan sigur í Mosfellsbænum á laugardaginn var þar sem Afturelding mætti varla til leiks í fyrri hálfleiknum. Gestirnir eru því með bakið upp við vegg og þurfa að taka sig verulega á. Fyrsti leikurinn var öllu jafnari en þá vann FH eins marks sigur þar sem Afturelding fékk tækifæri til að jafna metin í lokasókninni. Þeim kannski líður bara betur hér í Krikanum en í húsinu að Varmá - hver veit?19:30 - Lið FHMarkmenn: Birkir Fannar Bragason og Ágúst Elí Björgvinsson Útileikmenn: Ágúst Birgisson, Óðinn Þór Ríkharðsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ásbjörn Friðriksson, Ísak Rafnsson, Jóhann Karl Reynisson, Einar Rafn Eiðsson, Jóhann Birgir Ingvarsson, Halldór Ingi Jónasson, Jón Bjarni Ólafsson, Arnar Freyr Ársælsson og Þorgeir Björnsson.Lið AftureldingarMarkmenn: Kristófer Fannar Guðmundsson og Davíð Hlíðdal Svansson. Útileikmenn: Jón Heiðar Gunnarsson, Þrándur Gíslason, Elvar Ásgeirsson, Árni Bragi Eyjólfsson, Hrafn Ingvarsson, Gunnar Kristinn Þórsson, Gestur Ólafur Ingvarsson, Kristinn Hrannar Bjarkason, Jóhann Jóhannsson, Guðni Már Kristinsson, Mikk Pinnonen og Ernir Hrafn Arnarsson.19:25 - Góða kvöldið og verið velkomin með Vísi í Kaplakrika þar sem FH tekur á móti Aftureldingu í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla. FH leiðir einvígið 2-0 og getur komist í úrslit með sigri í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Sjá meira
FH er komið í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir 23-19 sigur á Aftureldingu í Kaplakrika í kvöld. FH vinnur því einvígið 3-0 og mætir Val eða Fram í úrslitum. Mosfellingar mættu ákaflega grimmir til leiks í kvöld og tóku forystuna strax í upphafi. Vörn þeirra var afar sterk og þeir komust í 5-2 eftir um tíu mínútna leik. Davíð Svansson var vel með á nótunum í markinu auk þess sem FH-ingar fóru illa með dauðafæri og hraðaupphlaup. Sókn Mosfellinga var hins vegar ekki jafn öflug og vörnin. Þeir voru í miklum vandræðum gegn sterkri FH-vörn og þegar hún skellti algjörlega í lás komust heimamenn á bragðið. Þeir skoruðu 6 mörk gegn einu og komust í 8-6. Mosfellingar náðu hins vegar vopnum sínum á ný og á tíu mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks skoraði FH ekki mark. Afturelding komst í 10-8 en FH náði að minnka muninn í eitt mark fyrir hálfleik, staðan 10-9 fyrir Aftureldingu þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var jafn í upphafi og varnirnar áfram í aðalhlutverki. FH hafði þó yfirhöndina og Mosfellingum gekk bölvanlega að komast yfir þrátt fyrir að hafa jafnað leikinn í nokkur skipti. Sóknarleikur gestanna gekk alls ekki nógu vel og þó svo að hann hafi ekki verið fullkominn hjá FH heldur þá hafa þeir spilað oft á þann hátt í vetur að reyna á þolinmæðina hjá vörnum andstæðinganna og koma með mörk þegar hönd dómaranna er komin upp. Í stöðunni 15-15 um miðjan síðari hálfleik kom góður kafi hjá FH. Þeir náðu 4-1 kafla og komust þremur mörkum yfir. Þann mun náðu Mosfellingar aldrei að brúa og örvæntingarfullar tilraunir þeirra undir lokin skiluðu litlu. FH vann að lokum sanngjarnan fjögurra marka sigur, 23-19, og tryggja sér þar með sæti í úrslitum Olís-deildarinnar þar sem þeir mæta sigurvegaranum úr einvígi Vals og Fram.Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 8, Óðinn Þór Ríkharðsson 7, Einar Rafn Eiðsson 4, Arnar Freyr Ársælsson 2, Ágúst Birgisson 1 og Jóhann Karl Reynisson 1. Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 10.Mörk Aftueldingar: Ernir Hrafn Arnarsson 5, Mikk Pinnonen 5, Elvar Ásgeirsson 2, Árni Bragi Eyjólfsson 2, Þrándur Gíslason 2, Jón Heiðar Gunnarsson 1, Gunnar Malmquist Þórsson 1 og Guðni Már Kristinsson 1. Varin skot: Davíð Hlíðdal Svansson 15/1. Halldór Jóhann: Við ætlum að selja okkur dýrtHalldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH.Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var hæstánægður að leik loknum í kvöld enda hans lið komið í úrslit Olís-deildarinnar eftir að hafa lagt Aftureldingu að velli. „Ég er virkilega ánægður. Við sýnum gríðarlegan kraft, sérstaklega í seinni hálfleik þegar við slítum þá frá okkur. Liðsheildin er frábær og allir að leggja í púkkið. Það er það sem þetta snýst um, að allir séu klárir á sínu hlutverki og að leggja af mörkum þar sem hann á að gera og kannski aðeins meira, sagði Halldór Jóhann í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Afturelding mætti alls ekki tilbúið í leik númer tvö hjá liðunum þar sem FH fór langt með leikinn í fyrri hálfleik. Annað var uppi á teningunum í kvöld því Mosfellingar mættu grimmir til leiks og höfðu forystu í upphafi. Var Halldór búinn að búa lið sitt undir þessa stöðu? „Klárlega, þeir spiluðu ekki vel í fyrri hálfleik síðast en vel í seinni hálfleik. Við vissum að þeir myndu koma með kraft, mikinn líkamlegan kraft varnarlega og reyna að slá okkur út af laginu. Við áttum í erfiðleikum sóknarlega, ræddum málin í hálfleik og vissum að það væri ekkert alvarlegt búið að gerast, við værum bara að tapa með einu marki.“ „Við þurftum að halda einbeitingunni, ná þéttleika í vörninni og fá auðveld mörk. Um leið og vörnin var farin að standa og Ágúst Elí farinn að taka sína bolta þá kom þetta,“ bætti Halldór Jóhann við. Vörn FH hefur verið lykilatriði í árangri liðsins í vetur og var það áfram í einvíginu gegn Aftureldingu. „Það hefur verið sagt að sóknarleikur getur unnið leiki en vörnin titla. Við þurfum að halda okkar plani, við höfum verið að gera það og vinna leiki á liðsheildinni. Það er enginn einn að skera sig úr og menn þekkja sín takmörk og sín hlutverk. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“ „Bæði liðin eru erfið og þegar þú ert kominn í einvígi þar sem þú þarft að ná þremur sigrum þá getur svo margt gerst. Við erum fullir tilhlökkunar og hrikalega ánægðir að vera komnir í úrslitaeinvígið. Við ætlum að selja okkur dýrt,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Einar Andri: Spiluðum ekki nógu vel sóknarlegaEinar Andri á hliðarlínunni fyrr í vetur.vísir/andri marinóEinar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar var svekktur eftir 3-0 tap í einvíginu gegn FH. Hann sagði liðið hafa spilað vel en að það hafi vantað upp á litla hluti sem skila miklu. „Við spiluðum mjög vel og lögðum allt í þetta. Við vorum einu marki yfir í hálfleik en vorum klaufar að vera ekki með 3-4 marka forystu, við fórum með tvö dýr hraðaupphlaup í lokin. Síðan missum við þá aðeins fram úr okkur og jöfnum. Síðan dró á milli og við vorum ekki að spila nógu vel sóknarlega, því fór sem fór,“ sagði Einar Andri í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Vörn FH var gríðarlega öflug í kvöld líkt og svo oft áður. Var það sóknarleikur Aftureldingar sem varð þeim að falli í þessu einvígi? „Nei, ég veit það ekki. Það er sitt lítið af hverju. Við erum að spila mjög vel, fyrir utan einn hálfleik, í einvíginu. Í dag vorum við að spila þokkalega en það vantaði þessa litlu hluti sem skila miklu.“ FH liðið er deildarmeistari og afar erfiðir viðureignar. Þeir spila afar agaðan sóknarleik og eru sterkir fyrir í vörn. Er þreytandi að spila á móti FH? „Þeir eru mjög skipulagðir í vörn og með fína markmenn. Síðan spila þeir agaðar sóknir og eru með mikið sjálfstraust. Það er erfitt að spila á móti þeim.“ Einar Andri er með samning við Aftureldingu áfram en liðið hefur nú þegar samið við Einar Inga Hrafnsson sem kemur í Mosfellsbæinn í sumar úr atvinnumennsku. „Við erum nokkurn veginn búnir að klára þá leikmenn sem við erum með og svo bætist Einar Ingi við og hugsanlega 1-2 í viðbót.“ FH mætir annað hvort Val eða Fram í úrslitaeinviginu og Einar Andri sagði vonlaust að spá fyrir um hvaða lið myndi standa uppi sem Íslandsmeistari. „Ég reikna með að Valur vinni hitt einvígið og ég held að það sé vonlaust að segja til um hvort liðið klárar þetta,“ sagði Einar Andri að lokum. Ásbjörn: Ferð ekki svona einvígi og býst við 3-0 sigriÁsbjörn Friðriksson var markahæstur hjá FH í kvöld með 8 mörk.Vísir/ErnirÁsbjörn Friðriksson var markahæstur hjá FH í sigrinum gegn Aftureldingu í kvöld. Hann var vitaskuld afar sáttur þegar Vísir ræddi við hann. „Maður fer ekki inn í svona einvígi og býst við að vinna 3-0. En við vissum að það myndi gerast ef við myndum spila þrjá góða leiki. Mér finnst að þegar við spilum vel, mjög vel, þá eigum við að vinna þetta lið á heimavelli,“ sagði Ásbjörn í samtali við blaðamann Vísis eftir leik. „Eftir fyrsta leikinn voru þeir með bakið upp við vegg og við nýttum okkur það í öðrum leiknum. Þá þurftu þeir að koma og sækja sigur hingað þar sem okkur líður vel. En þetta Aftureldingarlið er gott.“ Ásbjörn var eins og áður segir markahæstur í leiknum í kvöld. Hann skoraði 8 mörk og nokkur með þrumuskotum fyrir utan teig. „Mér fannst ég fá stöður sem henta mér í leiknum í dag. Það gerðist ekki í fyrsta leiknum en í síðustu tveimur leikjum hef ég verið að fá góðar stöður gegn 3-2-1 vörninni og gegn 6-0 vörninni í dag. Ég hef nýtt skotin mín mjög vel og þá endar maður í 7-8 mörkum.“ FH-liðið er komið í úrslitaeinvígið og mæta þar annaðhvort bikarmeisturum Vals eða Frömurum. „Við þurfum bara að hugsa um okkur. Við munum aðeins hvíla okkur og æfa vel fyrir næsta einvígi. Við mætum eins tilbúnir og við getum burtséð frá því hver verður andstæðingurinn. Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfa og það hefur fleytt okkur í þessi lokaúrslit,“ sagði Ásbjörn að lokum.23-19 (Leik lokið) - FH er komið í úrslit eftir sanngjarnan sigur í kvöld. Umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi innan skamms.23-19 (59.mín) - Sókn Mosfellingar fer forgörðum og FH heldur í sókn. Ásbjörn á misheppnaða tilraun en Ágúst Elí ver síðan hinu megin. Þetta er komið, FH fer í úrslit.23-19 (59.mín) - Óðinn Þór að klára þetta fyrir FH. Fjögurra marka munur og tæpar tvær mínútur eftir. Einar Andri tekur leikhlé og reynir að gripa í síðustu hálmstrá Mosfellinga.22-19 (57.mín) - Gísli Þorgeir sækir 2 mínútur á Árna Braga og FH nýtir sér það vel, Ásbjörn skorar sirkusmark eftir samleik við Óðinn og munurinn 3 mörk. FH er að hafa þetta. 21-19 (57.mín) - Afturelding minnkar muninn í 2 mörk. Tæpar fjórar mínútur eftir.21-18 (55.mín) - Ernir Hrafn skýtur í þverslá og yfir og FH getur komist 4 mörkum yfir. Halldór Jóhann tekur leikhlé og vill leggja upp þessar síðustu mínútur fyrir sína menn. Rúmar 5 mínútur eftir.21-18 (54.mín) - Einar Rafn fer alltof auðveldlega í gegn og skorar á nærhornið. Davíð ekki sáttur með vörnina þarna.20-18 (54.mín) - Mikilvægt mark fyrir Mosfellinga. Mikk skorar eftir að höndin er komin upp. Davíð ver síðan frá Óðni í dauðafæri en FH heldur boltanum.20-17 (52.mín) - Gísli Þorgeir plataði vörn Aftureldingar upp úr skónum, fiskaði víti og 2 mínútur á Jón Heiðar. Ásbjörn skorar svo af punktinum og nú fer þetta að verða afar erfitt fyrir gestina.19-17 (51.mín) - Mosfellingar taka Davíð út þegar þeir eru í sókn og fjölga mönnum þar. Það virkaði núna því Elvar fékk frítt skot og minnkaði muninn.19-16 (50.mín) - Mosfellingar missa boltann klaufalega og FH reynir langa sendingu fram á Óðin en Mikk kemst á undan, sem betur fer enda var markið tómt. Davíð fær svo boltann og eftir pressu frá Óðin fellur hann. Hann vill fá 2 mínútur en fær ekkert annað en tiltal frá Antoni sem villa meina að um leikaraskap hafi verið að ræða.19-16 (49.mín) - Afturelding fékk tækifæri til að minnka muninn en Ágúst varði eftir langa sókn Mosfellinga. Einar Rafn skorar síðan með lúmsku skoti og munurinn þrjú mörk á ný. Einar Andri tekur leikhlé. 18-16 (46.mín) - Það gerir Ásbjörn! Skorar með góðu skoti og Davíð á ekki möguleika í markinu. Ernir Hrafn fljótur að minnka muninn eftir gott kerfi.17-15 (45.mín) - Mikk skaut svo hátt yfir að þakið var hreinlega í hættu. Hlýtur að hafa misst boltann úr höndunum og FH getur komist þremur mörkum yfir.17-15 (45.mín) - Gísli Þorgeir gerir afar vel í að finna Arnar Frey í horninu sem skorar undir Davíð. Tveggja marka munur á ný.16-15 (43.mín) - Mosfellingar gera þetta pínu erfitt fyrir sjálfa sig. Fengu dauðafæri á línunni til að komast yfir en Ágúst varði. Óðinn skoraði síðan sitt sjötta mark úr hraðri sókn í kjölfarið.15-15 (43.mín) - Mikk skorar með skoti sem Ágúst var í og hefði líklega átt að verja.15-14 (42.mín) - Árni Bragi fékk dæmdan á sig klaufalegan ruðning og Ásbjörn skoraði síðan stórglæsilegt mark eftir að höndin var komin upp. Ekki fyrsta markið hjá FH í vetur eftir að merki er komið um leiktöf.14-14 (40.mín) - Þetta var magnað. Afturelding skoraði og vann svo boltann af FH í miðjunni og Árni Bragi skoraði aftur. Jafnaði metin og Mosfellingar eru komnir með boltann á ný.14-12 (39.mín) - Ásbjörn skorar af vítalínunni, klobbar Davíð.13-12 (38.mín) - Þrándur skorar fínt mark af línunni. Mikilvæg fyrir Aftureldingu sem hafði verið í vandræðum í síðustu sóknum.13-11 (38.mín) - Afturelding kastar boltanum útaf og eftir ágæta sókn FH skorar Arnar Freyr úr horninu. Tveggja marka munur.12-11 (36.mín) - Varnirnir halda áfram að vera í aðalhlutverki. Vörn FH ver skot frá Erni og Óðinn er eins og elding fram og skorar. Það þarf að kanna hraðann hjá þessum strák, hann er rosalegur.11-11 (34.mín) - Ágúst Elí ver frá Elvari og svo aftur frá Þrándi sem hirti frákastið og var einn á línunni. Einar Rafn jafnar strax í kjölfarið fyrir FH sem vinna boltann á ný.10-11 (33.mín) - Vörn Aftureldingar hélt vel en Ásbjörn skoraði með neyðarskoti þegar höndin var komin upp. Svekkjandi fyrir gestina.9-11 (32.mín) - Mikk skorar fyrsta mark seinni hálfleiks og Afturelding komin tveimur mörkum yfir.9-10 (31.mín) - Arnar Freyr fer í gegn í horninu en skýtur í ennið á Davíð. Markvörðuinn ekkert alltof sáttur en hlær svo að þessu, skotið var ekki sérlega fast.9-10 (31.mín) - Þá er þetta komið af stað á nýjan leik og heimamenn hefja seinni hálfleikinn í sókn og geta jafnað metin.9-10 (Hálfleikur) - Óðinn Þór markahæstur hjá FH með 4 mörk og Ernir með 3 hjá Aftureldingu. Davíð búinn að verja 6 skot í marki Mosfellinga en Ágúst Elí er kominn með 4 varin hjá FH.9-10 (Fyrri hálfleik lokið) - Afturelding fékk 30 sekúndur til að skora og voru klaufar að gera það ekki. Elvar fann Jón Heiðar galopinn á línunni sem greip ekki sendinguna. Eins marks munur í hálfleik.9-10 (30.mín) - Nú gleymdu Mosfellingar Jóhanni á línunni sem skorar.8-10 (29.mín) - Þriðja skot Ísaks sem fer forgörðum, nú skýtur hann í stöng. Vörn, framhjá og stöng hingað til hjá honum. Gestur klikkar hins vegar á dauðafæri hinu megin.8-10 (28.mín) - Ísak skýtur framhjá og FH er ekki búið að skora í tæpar 10 mínútur. Gestur kemur Mosfellingum tveimur mörkum yfir.8-9 (27.mín) - Ísak kominn í sókn FH en vörnin tekur skot frá honum. Mosfellingar klaufar og missa boltann í sókninni. Vörnin hjá þeim er hins vegar að standa hrikalega vel þessar mínúturnar.8-9 (26.mín) - Þvílíkt mark hjá Erni. Skýtur meðfram varnarmanni FH og beint í samskeytin fjær. Halldór Jóhann tekur leikhlé enda vörn Mosfellinga náð að stoppa FH í síðustu sóknum.8-8 (25.mín) - Mosfellingar komast inn í sendingu frá FH en Ágúst Elí ver í hraðaupphlaupi frá Gesti Ólafi. Afturelding þó fljót að fá boltann á ný eftir sóknarbrot FH.8-8 (23.mín) - Jóhann Jóhannsson kominn inn í vörn Mosfellinga og það virkar því þeir vinna boltann eftir varið skot frá Davíð. Ágúst ver svo frá Árna Braga hinu megin.8-8 (23.mín) - Loks tekst Mikk að skora fyrir utan, markið áðan kom eftir gegnumbrot.8-7 (22.mín) - Ágúst fær dæmda á sig línu og Mosfellingar fara í sókn. Davíð varði reyndar frá honum þannig að markið kom aldrei. 8-7 (21.mín) - Jón Heiðar fær boltann á línunni og minnkar muninn. 8-6 (20.mín) - FH-vörnin tekur enn eitt skotið og Óðinn langfyrstur fram. Skýtur í gólfið og yfir og lendir á Davíð sem virðist eitthvað sparka á eftir Óðni. Anton róar menn niður og refsar engum.8-6 (19.mín) - Ásbjörn stekkur hátt upp og þrumar yfir Davíð. Hans annað mark í röð.7-6 (18.mín) - FH búið að gera fimm mörk í röð eftir mark Ásbjörns úr víti. Mikk skorar síðan sitt fyrsta mark eftir að hafa verið slakur í síðustu sóknum. 6-5 (17.mín) - Afturelding er í stökustu vandræðum með að finna glufur á vörn FH. Vörnin ver skot frá Mikk og Óðinn fær boltann í hraðaupphlaupi en Davíð ver glæsilega. FH heldur boltanum.6-5 (16.mín) - FH vinnur boltann og eru fljótir að keyra einum fleiri. Einar Rafn skorar og kemur FH yfir í fyrsta sinn. Einar Andri tekur leikhlé fyrir Mosfellinga.5-5 (15.mín) - Frábær sending frá Ásbirni inn á Ágúst sem skorar örugglega og jafnar metin. Mosfellingar einum færri í rúma mínútu í viðbót.4-5 (14.mín) - Fyrsta brottvísun leiksins fá Mosfellingar. Árni Bragi brýtur á FH-ingi í hraðri sókn og ég held að þetta hafi verið hárréttur dómur. FH getur jafnað.4-5 (13.mín) - Þrándur klikkar á dauðafæri af línunni og FH eru fljótur fram og Óðinn skorar sitt fjórða mark. Hann er búinn að skora öll mörk heimaliðsins!3-5 (11.mín) - Óðinn skorar sitt þriðja mark, að þessu sinni úr hraðaupphlaupi. FH vinnur boltann á ný en Davíð ver í enn eitt skiptið.2-5 (9.mín) - Ernir með frábært mark af gólfinu og þriggja marka munur kominn á ný.2-4 (9.mín) - Mikk kastar boltanum beint útaf en Óðinn kastar innkastinu beint í hendur Árna Braga. Mosfellingar því aftur í sókn.2-4 (8.mín) - Óðinn skorar sitt annað mark sem og annað mark FH. Klárar vel úr horninu eftir fína sendingu frá Gísla Þorgeiri.1-4 (7.mín) - Þrándur kemur Mosfellingum þremur mörkum yfir.1-3 (6.mín) - Gunnar skorar í tómt mark FH eftir að Ágúst Elí reyndi að ná frákasti lengst úti við vítateigslínu. Davíð ver svo aftur í marki Aftureldingar.1-2 (4.mín) - Ágúst sækir víti en Davíð ver glæsilega frá Einari Rafni. Væri afar gott fyrir Mosfellinga komist Davíð í stuð.1-2 (4.mín) - Óðinn jafnar úr horninu en Ernir Hrafn er fljótur að koma Aftureldingu yfir á ný.0-1 (3.mín) - Árni Bragi skorar fyrsta markið af vítalínunni. Birkir Fannar kom í markið en tókst ekki að verja.0-0 (2.mín) - Fyrsta skotið frá Mikk fer framhjá og FH komið í sókn. Þar byrja Arnar Freyr, Ásbjörn, Gísli Þorgeir, Einar Rafn, Óðinn og Ágúst á línunni0-0 (1.mín) - Þá er þetta loks komið af stað. Mosfellingar byrja í sókn með Gunnar, Mikk, Elvar, Erni Hrafn, Árna Braga og Þránd inni á línunni. Ágúst Elí byrjar í marki FH.20:10 - Þá er búið að slökkva ljósin og lið Aftureldingar er kynnt til leiks. Þeir þurfa svo að bíða í smástund eftir FH-liðinu en nú koma þeir inn einn af öðrum.20:05 - Það verður forvitnilegt að sjá hvort Mosfellingar hafa komið vörninni í sæmilegt horf en þeir hafa átt í vandræðum með varnarleikinn oft á tíðum nú eftir áramótin. Þeir þurfa betri varnarleik ætli þeir sér sigur. FH byggir sinn leik að miklu leyti á sterkri vörn og markvörslu. Einar Andri hefur væntanlega legið yfir myndböndum frá síðasta leik til að komast að því hvort einhver göt sé að finna á vörn Hafnfirðinga.20:02 - Loks halda liðin inn í klefa en við höfum ekkert fengið neinar upplýsingar hvers vegna þessi seinkun varð. Það gæti verið vegna sjónvarpsútsendingar RÚV.19:58 - Það lítur út fyrir að leikurinn hér hefjist ekki á réttum tíma. Það eru tvær mínútur þar til flauta á til leiks og liðinu eru enn í upphitun. 19:50 - Það fer að fyllast FH-megin í stúkunni en nóg pláss hinu megin þar sem Mosfellingar eru. Þeir sem ekki nenna að vera heima og horfa á Manchester-slaginn eða Grindavík-KR geta því skellt sér í Krikann, hér verður fjör!19:45 - Okkar sterkasta dómarapar, þeir Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson munu dæma leikinn hér á eftir. Mosfellingar voru afar ósáttir með dómgæsluna í fyrsta leik liðanna hér í Kaplakrika og vildu meðal annars fá dæmt vítakast í lok leiksins.19:45 - Eins og flestir vita þá urðu FH-ingar deildarmeistarar í vetur eftir baráttu við Hauka og ÍBV. Afturelding lenti í 4.sæti en fór alla leið í úrslit í bikarnum þar sem þeir töpuðu fyrir Val. Afturelding hefur farið í úrslit Íslandsmótsins síðustu tvö árin.19:40 - Liðin eru komin hér út á völl í upphitun og fólk streymir á pallana. FH-ingar skelltu í grill hér fyrir utan líkt og vanalega fyrir leiki og voru það gamlar kempur sem héldu á spöðunum í þetta skiptið, Bergsveinn Bergsveinsson, Hálfdán Þórðarson, Guðjón Árnason og Sigurður Sveinsson. Þeir voru allir í gullaldarliði FH sem vann þrefalt tímabilið 91-92.19:35 - Háværasta tromma heims er mætt hér beint fyrir framan blaðamannastúkuna og það sem meira er, heimamenn eru byrjaðir á fullu þó húsið sé enn hálftómt. 19:35 - Eins og áður segir kemst FH í úrslit með sigri en þeir unnu nokkuð öruggan sigur í Mosfellsbænum á laugardaginn var þar sem Afturelding mætti varla til leiks í fyrri hálfleiknum. Gestirnir eru því með bakið upp við vegg og þurfa að taka sig verulega á. Fyrsti leikurinn var öllu jafnari en þá vann FH eins marks sigur þar sem Afturelding fékk tækifæri til að jafna metin í lokasókninni. Þeim kannski líður bara betur hér í Krikanum en í húsinu að Varmá - hver veit?19:30 - Lið FHMarkmenn: Birkir Fannar Bragason og Ágúst Elí Björgvinsson Útileikmenn: Ágúst Birgisson, Óðinn Þór Ríkharðsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ásbjörn Friðriksson, Ísak Rafnsson, Jóhann Karl Reynisson, Einar Rafn Eiðsson, Jóhann Birgir Ingvarsson, Halldór Ingi Jónasson, Jón Bjarni Ólafsson, Arnar Freyr Ársælsson og Þorgeir Björnsson.Lið AftureldingarMarkmenn: Kristófer Fannar Guðmundsson og Davíð Hlíðdal Svansson. Útileikmenn: Jón Heiðar Gunnarsson, Þrándur Gíslason, Elvar Ásgeirsson, Árni Bragi Eyjólfsson, Hrafn Ingvarsson, Gunnar Kristinn Þórsson, Gestur Ólafur Ingvarsson, Kristinn Hrannar Bjarkason, Jóhann Jóhannsson, Guðni Már Kristinsson, Mikk Pinnonen og Ernir Hrafn Arnarsson.19:25 - Góða kvöldið og verið velkomin með Vísi í Kaplakrika þar sem FH tekur á móti Aftureldingu í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla. FH leiðir einvígið 2-0 og getur komist í úrslit með sigri í kvöld.
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Sjá meira