Háværara tuð með hækkandi sól Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Í dag er góður dagur. Fótboltasumarið hefst nefnilega formlega þegar stelpurnar í Pepsi-deild kvenna ríða á vaðið í kvöld. Með þessu er fimm mánaða gleði hafin áður en sjö mánaða bið hefst svo aftur í byrjun október. Það fer ekkert á milli mála að Pepsi-deild kvenna er að byrja. Því miður er það ekki bara með því að spárnar á fótboltamiðlum landsins, fótbolti.net og 433.is, eru búnar að telja niður eða þá að fólk sé að opinbera draumaliðið sitt í deildinni á Twitter sem er alltaf gaman að sjá. Nei, mesti vorboðinn í Pepsi-deild kvenna er því miður tuð hins háværa minnihluta yfir umfjöllun og áhuga á deildinni. Pistlar eru byrjaðir að birtast á vefsíðum landsins og neikvæð tíst og Facebook-færslur dúkka upp hér og þar hjá sjálfskipuðum réttlætisriddurum sem fæstir gætu ratað á næsta fótboltavöll en eru boðnir og búnir að rífa kjaft yfir því sem þeir vita oft á tíðum ekkert um. Ég er veit manna einna best að umfjöllun um Pepsi-deild kvenna er ekki nálægt því að vera eins mikil og í Pepsi-deild karla. Það má alltaf gera betur í öllu en smám saman hefur umfjöllunin aukist eins og í fyrra þegar stórt skref var tekið með nýjum markaþætti um deildina undir stjórn Helenar Ólafsdóttur. Það er enn langur vegur í að umfjöllun um deildirnar verði sá sami en árlega færast konurnar nær körlunum sem er vel. Áfram verður að halda fjölmiðlum á tánum en það er þó í lagi að skrifa kannski einn og einn pistil um deildina sjálfan og hina frábæru leikmenn sem spila í henni. Ef áhugi þinn liggur bara í því að tuða yfir áhuga fjölmiðla á deildinni ættirðu að leggja netpennann á hilluna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Í dag er góður dagur. Fótboltasumarið hefst nefnilega formlega þegar stelpurnar í Pepsi-deild kvenna ríða á vaðið í kvöld. Með þessu er fimm mánaða gleði hafin áður en sjö mánaða bið hefst svo aftur í byrjun október. Það fer ekkert á milli mála að Pepsi-deild kvenna er að byrja. Því miður er það ekki bara með því að spárnar á fótboltamiðlum landsins, fótbolti.net og 433.is, eru búnar að telja niður eða þá að fólk sé að opinbera draumaliðið sitt í deildinni á Twitter sem er alltaf gaman að sjá. Nei, mesti vorboðinn í Pepsi-deild kvenna er því miður tuð hins háværa minnihluta yfir umfjöllun og áhuga á deildinni. Pistlar eru byrjaðir að birtast á vefsíðum landsins og neikvæð tíst og Facebook-færslur dúkka upp hér og þar hjá sjálfskipuðum réttlætisriddurum sem fæstir gætu ratað á næsta fótboltavöll en eru boðnir og búnir að rífa kjaft yfir því sem þeir vita oft á tíðum ekkert um. Ég er veit manna einna best að umfjöllun um Pepsi-deild kvenna er ekki nálægt því að vera eins mikil og í Pepsi-deild karla. Það má alltaf gera betur í öllu en smám saman hefur umfjöllunin aukist eins og í fyrra þegar stórt skref var tekið með nýjum markaþætti um deildina undir stjórn Helenar Ólafsdóttur. Það er enn langur vegur í að umfjöllun um deildirnar verði sá sami en árlega færast konurnar nær körlunum sem er vel. Áfram verður að halda fjölmiðlum á tánum en það er þó í lagi að skrifa kannski einn og einn pistil um deildina sjálfan og hina frábæru leikmenn sem spila í henni. Ef áhugi þinn liggur bara í því að tuða yfir áhuga fjölmiðla á deildinni ættirðu að leggja netpennann á hilluna.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun