„Hvað ertu að læra?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2017 07:00 Ég þarf oft að svara þessari spurningu. „Hvað ertu að læra?“ Ég meina, auðvitað. Ég er 24 ára í háskólanámi. Þetta er svona klassísk partí-, fjölskylduboða-, hittast-fyrir-tilviljun-á-skemmtistað-eftir-að-hafa-ekki-sést-lengi-spurning. „Íslensku,“ segi ég. Og svo fylgja viðbrögð. Oft svolítið merkileg. Það slokknar ljós í augum fjarskyldrar frænku og hún segir, með einhverri óútskýranlegri deyfð: „Ókei, þannig að þú ætlar bara að verða kennari?“ Strákur í afmæli sameiginlegs vinar sem ég hef aldrei hitt áður segir hæðnislega: „Íslensku? Ég lærði hana sko í grunnskóla!“ Ég veit alveg að ókunnugi strákurinn er að grínast og frænkan er kannski eitthvað illa fyrir kölluð þennan tiltekna dag. En svona viðbrögð þvinga mann samt til umhugsunar. Ég var sko nefnilega einu sinni í verkfræði. Eina skelfilega önn sat ég ásamt 200 öðrum í sal í Háskólabíói og lærði línulega algebru. Mér fannst það ömurlegt en öðru fólki fannst það ótrúlega flott. Þegar svarið við spurningunni var „verkfræði“ fékk ég yfirleitt viðbrögð í ætt við „VÁ! Dugleg!“ eða „Glæsilegt, það er auðvitað fullt af pening í því.“ Allt sagt með velþóknun. Engin undirliggjandi vorkunn yfir vegferð inn á eyðilendur hugvísindanna. Engin samúð yfir því að verða kannski „bara“ kennari. Ég hugsaði einu sinni svona sjálf. Ég píndi mig í gegnum önn af verklegri eðlisfræði klukkan 8 á föstudagsmorgnum vegna þess að mér fannst tilhugsunin um framtíð öreigans í íslensku svo hryllileg. En svo ákvað ég að hætta að plata sjálfa mig. Það er nefnilega alls konar fleira í þessu lífi en peningar. Til dæmis ástríða og hamingja. Og mér finnst að fleiri ættu að bera virðingu fyrir því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ég þarf oft að svara þessari spurningu. „Hvað ertu að læra?“ Ég meina, auðvitað. Ég er 24 ára í háskólanámi. Þetta er svona klassísk partí-, fjölskylduboða-, hittast-fyrir-tilviljun-á-skemmtistað-eftir-að-hafa-ekki-sést-lengi-spurning. „Íslensku,“ segi ég. Og svo fylgja viðbrögð. Oft svolítið merkileg. Það slokknar ljós í augum fjarskyldrar frænku og hún segir, með einhverri óútskýranlegri deyfð: „Ókei, þannig að þú ætlar bara að verða kennari?“ Strákur í afmæli sameiginlegs vinar sem ég hef aldrei hitt áður segir hæðnislega: „Íslensku? Ég lærði hana sko í grunnskóla!“ Ég veit alveg að ókunnugi strákurinn er að grínast og frænkan er kannski eitthvað illa fyrir kölluð þennan tiltekna dag. En svona viðbrögð þvinga mann samt til umhugsunar. Ég var sko nefnilega einu sinni í verkfræði. Eina skelfilega önn sat ég ásamt 200 öðrum í sal í Háskólabíói og lærði línulega algebru. Mér fannst það ömurlegt en öðru fólki fannst það ótrúlega flott. Þegar svarið við spurningunni var „verkfræði“ fékk ég yfirleitt viðbrögð í ætt við „VÁ! Dugleg!“ eða „Glæsilegt, það er auðvitað fullt af pening í því.“ Allt sagt með velþóknun. Engin undirliggjandi vorkunn yfir vegferð inn á eyðilendur hugvísindanna. Engin samúð yfir því að verða kannski „bara“ kennari. Ég hugsaði einu sinni svona sjálf. Ég píndi mig í gegnum önn af verklegri eðlisfræði klukkan 8 á föstudagsmorgnum vegna þess að mér fannst tilhugsunin um framtíð öreigans í íslensku svo hryllileg. En svo ákvað ég að hætta að plata sjálfa mig. Það er nefnilega alls konar fleira í þessu lífi en peningar. Til dæmis ástríða og hamingja. Og mér finnst að fleiri ættu að bera virðingu fyrir því.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun