Stefán: Ekkert sem kemur lengur á óvart í þessu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2017 13:30 Stefán Árnason í leik með Selfossi. vísir/anton Handknattleiksdeild Selfoss tilkynnti nú í morgun að félagið myndi ekki semja aftur við Stefán Árnason en hann hefur stýrt karlaliði félagsins síðustu tvö ár. Undir stjórn Stefáns hefur liðið náð mjög eftirtektarverðum árangri. Fór upp um deild og náði svo fimmta sæti í Olís-deildinni í vetur. Mál Stefáns er afar sérstakt en fyrir um viku síðan var honum tjáð að félagið væri að leita að „stærra nafni“ til þess að þjálfa liðið. Ef það tækist ekki kæmi hann til greina sem þjálfari. Í dag segir Selfoss svo að Stefán sé alveg úr myndinni og bætir við að þjálfarinn njóti ekki lengur fulls trausts innan leikmannahóps Selfoss. Kaldar kveðjur finnst mörgum. „Ég vil svo sem lítið segja um þetta. Það hefur greinilega mikið breyst á þessari viku síðan þeir töluðu við mig síðast. Þá þótti ég nægilega álitlegur kostur til þess að vera í myndinni ef það finndist enginn toppþjálfari til þess að taka liðið. Ég tek út úr þessu að ég fékk tækifæri og tel mig hafa gert nokkuð vel á þessum tveim árum,“ segir Stefán en hann virkaði hálfsleginn yfir þessu öllu.Sjá einnig: Stefán rekinn og stjórnin fullyrðir að hann sé búinn að missa traust leikmanna Stefán ræddi við stjórnina í gær og þá lá fyrir að hann myndi endanlega hætta. Hvað finnst Stefáni um að það sé sagt að hann njóti ekki lengur fulls trausts leikmanna liðsins? „Ég veit það ekki alveg. Horfðu bara á síðustu leiki og sjáðu hvernig leikmennirnir voru að spila. Skoðaðu hvað leikmenn gáfu í þetta er við lentum í fallbaráttunni. Þessir strákar eiga allt hrós skilið og hafa verið einstakir. Þeir gáfu allt í veturinn. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Það er ekkert sem kemur lengur á óvart í þessu. Ég vil ekki vera í einhverjum stórum orðum og tjá mig of mikið.“ Stefán viðurkennir þó að hann sé sár yfir þessum málalyktum. „Auðvitað er ég það og að sjálfsögðu vildi ég halda áfram. Ég taldi mig hafa gert það sem ég var beðinn um að gera og mögulega rúmlega það. Svona eru íþróttirnar og það er stjórnin sem stýrir þessu og markar stefnuna. Ég verð að lifa með því. Ég fékk tækifæri og er stoltur af því hvernig það gekk.“ Stefán er búsettur á Selfossi en er hann farinn að huga að flutningum þaðan? „Ég er ekki kominn svo langt. Ég klára þennan vetur fyrst og er ekkert að flýta mér. Ætli maður þurfi ekki að skoða það,“ segir Stefán og hlær við en hann er í leit að nýju starfi í handboltaheiminum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Stefáni sparkað frá Selfossi | Vilja stærra nafn Stefán Árnason hefur verið látinn taka pokann sinn hjá karlaliði Selfoss í handbolta en félagið hefur í hyggju að ráða "stærra nafn“ til að þjálfa liðið. 20. apríl 2017 00:14 Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Í beinni: ÍR - Haukar | Hafnfirðingar geta komist upp í annað sætið „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Sjá meira
Handknattleiksdeild Selfoss tilkynnti nú í morgun að félagið myndi ekki semja aftur við Stefán Árnason en hann hefur stýrt karlaliði félagsins síðustu tvö ár. Undir stjórn Stefáns hefur liðið náð mjög eftirtektarverðum árangri. Fór upp um deild og náði svo fimmta sæti í Olís-deildinni í vetur. Mál Stefáns er afar sérstakt en fyrir um viku síðan var honum tjáð að félagið væri að leita að „stærra nafni“ til þess að þjálfa liðið. Ef það tækist ekki kæmi hann til greina sem þjálfari. Í dag segir Selfoss svo að Stefán sé alveg úr myndinni og bætir við að þjálfarinn njóti ekki lengur fulls trausts innan leikmannahóps Selfoss. Kaldar kveðjur finnst mörgum. „Ég vil svo sem lítið segja um þetta. Það hefur greinilega mikið breyst á þessari viku síðan þeir töluðu við mig síðast. Þá þótti ég nægilega álitlegur kostur til þess að vera í myndinni ef það finndist enginn toppþjálfari til þess að taka liðið. Ég tek út úr þessu að ég fékk tækifæri og tel mig hafa gert nokkuð vel á þessum tveim árum,“ segir Stefán en hann virkaði hálfsleginn yfir þessu öllu.Sjá einnig: Stefán rekinn og stjórnin fullyrðir að hann sé búinn að missa traust leikmanna Stefán ræddi við stjórnina í gær og þá lá fyrir að hann myndi endanlega hætta. Hvað finnst Stefáni um að það sé sagt að hann njóti ekki lengur fulls trausts leikmanna liðsins? „Ég veit það ekki alveg. Horfðu bara á síðustu leiki og sjáðu hvernig leikmennirnir voru að spila. Skoðaðu hvað leikmenn gáfu í þetta er við lentum í fallbaráttunni. Þessir strákar eiga allt hrós skilið og hafa verið einstakir. Þeir gáfu allt í veturinn. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Það er ekkert sem kemur lengur á óvart í þessu. Ég vil ekki vera í einhverjum stórum orðum og tjá mig of mikið.“ Stefán viðurkennir þó að hann sé sár yfir þessum málalyktum. „Auðvitað er ég það og að sjálfsögðu vildi ég halda áfram. Ég taldi mig hafa gert það sem ég var beðinn um að gera og mögulega rúmlega það. Svona eru íþróttirnar og það er stjórnin sem stýrir þessu og markar stefnuna. Ég verð að lifa með því. Ég fékk tækifæri og er stoltur af því hvernig það gekk.“ Stefán er búsettur á Selfossi en er hann farinn að huga að flutningum þaðan? „Ég er ekki kominn svo langt. Ég klára þennan vetur fyrst og er ekkert að flýta mér. Ætli maður þurfi ekki að skoða það,“ segir Stefán og hlær við en hann er í leit að nýju starfi í handboltaheiminum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Stefáni sparkað frá Selfossi | Vilja stærra nafn Stefán Árnason hefur verið látinn taka pokann sinn hjá karlaliði Selfoss í handbolta en félagið hefur í hyggju að ráða "stærra nafn“ til að þjálfa liðið. 20. apríl 2017 00:14 Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Í beinni: ÍR - Haukar | Hafnfirðingar geta komist upp í annað sætið „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Sjá meira
Stefáni sparkað frá Selfossi | Vilja stærra nafn Stefán Árnason hefur verið látinn taka pokann sinn hjá karlaliði Selfoss í handbolta en félagið hefur í hyggju að ráða "stærra nafn“ til að þjálfa liðið. 20. apríl 2017 00:14
Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04