Er stundum misskilin Elín Albertsdóttir skrifar 21. apríl 2017 16:15 Jóhanna Guðrún er glæsileg kona sem ætlar að heilla aðdáendur sína á næstu vikum. MYND/HELGI ÓMARSSON Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona er að undirbúa tónleikaferð um landið ásamt unnusta sínum, Davíð Sigurgeirssyni gítarleikara. Hún rekur átján ára feril sinn í tali og tónum.Jóhanna Guðrún er 26 ára og því óvenjulegt að hún skuli eiga átján ára feril. Hún var aðeins níu ára þegar hún gaf út sína fyrstu plötu. Barnastjarnan gerði það gott en söngkonan vakti þó enn meiri athygli þegar hún söng lagið Is It True? í Eurovision-keppninni í Moskvu árið 2009. Jóhanna segist vera afar ánægð með úrslitakvöld söngvakeppninnar hér heima að þessu sinni og hlakkar mikið til að sjá Svölu keppa fyrir Íslands hönd. „Lokakvöldið var mjög faglegt og við erum alltaf að færa okkur nær því að geta haldið keppnina hér heima,“ segir hún. „Ég horfi alltaf á Eurovision og geri eitthvað skemmtilegt úr kvöldinu en ég er ekki nörd á þessu sviði,“ bætir hún við. Þegar hún er spurð hvort hana langi aftur, svarar hún því neitandi. „Ég hef verið beðin að taka þátt en hafnaði því. Mér fannst mikið álag í kringum þátttökuna þótt það væri líka mjög skemmtilegt. Hins vegar ætla ég ekkert að þvertaka fyrir að ég fari aftur ef rétta lagið kemur upp í hendurnar á mér, sérstaklega ef það væri lag eftir okkur Davíð. Þá færi ég sem höfundur en ekkert endilega flytjandi,“ segir Jóhanna Guðrún.Jóhanna Guðrún hlakkar til tónleikaferðarinnar.Draumur rættist Og nú skal haldið um landið. Fyrsta tónleikakvöldið verður á Akureyri 4. maí en alls verða sex tónleikar. „Davíð er ótrúlega framtakssamur og hefur skipulagt þessa ferð og valið staði fyrir tónleikana. Ég get alveg viðurkennt að hann er drifkrafturinn í þessu,“ segir Jóhanna. „Þetta er nýtt hjá mér því ég hef ekki farið áður í tónleikaferð með þessu sniði. Ég ætla að taka mín uppáhaldslög og segja sögur í kringum þau. Þetta er orðinn langur tími og margt að segja frá. Vissulega tek ég mín þekktustu lög líka, eins og Is It True? og Mamma þarf að djamma. Síðan alls konar ballöður sem koma úr öllum áttum. Ég verð með lög af fyrstu plötunni minni, Jóhanna 9, en hún seldist mjög vel og fór í platínu,“ segir hún. „Það verður gaman að rifja upp þessi lög. Þetta var svolítið fyndinn tími að sumu leyti og ákaflega skemmtilegur. Maður var ungur að árum og þetta var gríðarlega mikil vinna og álag fyrir barn. Mér þótti þetta samt alltaf gaman og draumur minn að rætast. Mig dreymdi um að verða söngkona allt frá því ég man eftir mér,“ segir Jóhanna og minnist þess þegar hún var að kynna plöturnar sínar á yngri árum. „Maður þvældist um allt og ég var jafnvel að syngja á bensínstöðvum. Það var mikil lífsreynsla. Plötuútgáfa var allt öðruvísi á þessum tíma og partur af kynningunni var að vera í návígi við aðdáendur.“Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson eru kærustupar og nánir samstarfsfélagar.Gæti orðið plata Jóhanna Guðrún og Davíð vinna náið saman og hafa samið mörg lög. Hún segir að mögulega komi nýtt lag frá þeim áður en langt um líður. „Við viljum gefa þessi lög út á plötu en í dag er ekkert sérstaklega áhugavert að standa í útgáfu. Það eru breyttir tímar í þessum bransa og lögin fara frekar inn á netið,“ segir hún. „Við erum alltaf eitthvað að bauka og nú er kominn möguleiki eins og Karolina Fund sem gæti létt undir með kostnað og þess vegna er aldrei að vita nema úr verði plata,“ segir hún.Litla fjölskyldan á ferðalagi um heiminn.Notaleg kvöldstund Tónleikagestir þeirra um landið eiga eftir að sjá hversu vel þau setja fram tónlist en Jóhanna segir að þeim finnist einfaldleikinn bestur. „Við viljum að þetta verði notaleg kvöldstund fyrir áhorfendur. Davíð er frábær gítarleikari og við vinnum vel saman í músík. Tónlistin er bæði atvinna okkur og áhugamál. Við ræðum mikið tónlist heima,“ segir Jóhanna en Davíð stjórnar gospelkór Jóns Vídalín og saman stjórna þau barna- og unglingakórum Vídalínskirkju í Garðabæ. Auk þess spilar Davíð með Rokkkórnum ásamt því að sinna alls kyns undirleik. Jóhanna segir að vel geti verið að hún komi fólki á óvart á tónleikunum. „Ég geri svolítið grín að Davíð,“ segir hún og hlær. „Lagavalið ætti að koma á óvart. Ég er alltaf svolítið misskilin sem tónlistarmaður. Fólk heldur að ég sé alltaf í síðkjól með slöngulokka að syngja Celine Dion. Þetta er ekki alveg þannig,“ segir hún. „Undanfarið hef ég verið að slípa lagalistann en fjölmörg lög koma til greina. Það er erfitt að skera niður.“Jóhanna nýtur sín vel í móðurhlutverkinu.Í mömmuhlutverkinu Jóhanna og Davíð eiga eina dóttur, Margrétu Lilju, sem er á öðru ári. Móðirin segir hana vera glaðlegan karakter. „Ég veit ekki hvort hún fetar sömu braut og við foreldrarnir. Það kemur bara í ljós. Hún má gera hvað sem hana langar til í framtíðinni,“ segir Jóhanna og bætir við að móðurhlutverkið sé eitt það skemmtilegasta sem hún hafi fengist við. Í sumar ætlar Jóhanna Guðrún að leggja kraft í lagasmíð ásamt Davíð. Það er nóg að gera að koma fram á hinum ýmsu stöðum, bæði í einkasamkvæmum og hjá fyrirtækjum. „Þetta er óreglulegt líf en skemmtilegt. Maður veit aldrei hvað kemur næst upp í hendurnar á manni. Við höfum verið heppin að geta unnið við það sem okkur finnst skemmtilegast að gera. Þegar við erum ekki að vinna finnst okkur gott að slappa af heima. Stundum hlustum við á músík en stundum er gott að hafa þögn. Ég hef alltaf verið gömul sál og finnst best að vera í rólegheitum,“ segir Jóhanna Guðrún. Menning Tónlist Tengdar fréttir Svala í Carpool Karaoke með Selmu Björns og Jóhönnu Guðrúnu Svala Björgvinsdóttir tekur þátt í Söngvakeppninni í Laugardagskvöldið með laginu Paper en hún er um þessar mundir á fullu í kynningarstarfi til að koma sér alla leið til Kænugarðs í lokakeppni Eurovision í maí. 9. mars 2017 09:21 Magnaður flutningur Jóhönnu Guðrúnar á Vetrarsól Jóhanna Guðrún flutti lag Gunnars Þórðarsonar á tónleikum Fíladelfíu ásamt gospelkór. 30. desember 2016 15:20 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona er að undirbúa tónleikaferð um landið ásamt unnusta sínum, Davíð Sigurgeirssyni gítarleikara. Hún rekur átján ára feril sinn í tali og tónum.Jóhanna Guðrún er 26 ára og því óvenjulegt að hún skuli eiga átján ára feril. Hún var aðeins níu ára þegar hún gaf út sína fyrstu plötu. Barnastjarnan gerði það gott en söngkonan vakti þó enn meiri athygli þegar hún söng lagið Is It True? í Eurovision-keppninni í Moskvu árið 2009. Jóhanna segist vera afar ánægð með úrslitakvöld söngvakeppninnar hér heima að þessu sinni og hlakkar mikið til að sjá Svölu keppa fyrir Íslands hönd. „Lokakvöldið var mjög faglegt og við erum alltaf að færa okkur nær því að geta haldið keppnina hér heima,“ segir hún. „Ég horfi alltaf á Eurovision og geri eitthvað skemmtilegt úr kvöldinu en ég er ekki nörd á þessu sviði,“ bætir hún við. Þegar hún er spurð hvort hana langi aftur, svarar hún því neitandi. „Ég hef verið beðin að taka þátt en hafnaði því. Mér fannst mikið álag í kringum þátttökuna þótt það væri líka mjög skemmtilegt. Hins vegar ætla ég ekkert að þvertaka fyrir að ég fari aftur ef rétta lagið kemur upp í hendurnar á mér, sérstaklega ef það væri lag eftir okkur Davíð. Þá færi ég sem höfundur en ekkert endilega flytjandi,“ segir Jóhanna Guðrún.Jóhanna Guðrún hlakkar til tónleikaferðarinnar.Draumur rættist Og nú skal haldið um landið. Fyrsta tónleikakvöldið verður á Akureyri 4. maí en alls verða sex tónleikar. „Davíð er ótrúlega framtakssamur og hefur skipulagt þessa ferð og valið staði fyrir tónleikana. Ég get alveg viðurkennt að hann er drifkrafturinn í þessu,“ segir Jóhanna. „Þetta er nýtt hjá mér því ég hef ekki farið áður í tónleikaferð með þessu sniði. Ég ætla að taka mín uppáhaldslög og segja sögur í kringum þau. Þetta er orðinn langur tími og margt að segja frá. Vissulega tek ég mín þekktustu lög líka, eins og Is It True? og Mamma þarf að djamma. Síðan alls konar ballöður sem koma úr öllum áttum. Ég verð með lög af fyrstu plötunni minni, Jóhanna 9, en hún seldist mjög vel og fór í platínu,“ segir hún. „Það verður gaman að rifja upp þessi lög. Þetta var svolítið fyndinn tími að sumu leyti og ákaflega skemmtilegur. Maður var ungur að árum og þetta var gríðarlega mikil vinna og álag fyrir barn. Mér þótti þetta samt alltaf gaman og draumur minn að rætast. Mig dreymdi um að verða söngkona allt frá því ég man eftir mér,“ segir Jóhanna og minnist þess þegar hún var að kynna plöturnar sínar á yngri árum. „Maður þvældist um allt og ég var jafnvel að syngja á bensínstöðvum. Það var mikil lífsreynsla. Plötuútgáfa var allt öðruvísi á þessum tíma og partur af kynningunni var að vera í návígi við aðdáendur.“Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson eru kærustupar og nánir samstarfsfélagar.Gæti orðið plata Jóhanna Guðrún og Davíð vinna náið saman og hafa samið mörg lög. Hún segir að mögulega komi nýtt lag frá þeim áður en langt um líður. „Við viljum gefa þessi lög út á plötu en í dag er ekkert sérstaklega áhugavert að standa í útgáfu. Það eru breyttir tímar í þessum bransa og lögin fara frekar inn á netið,“ segir hún. „Við erum alltaf eitthvað að bauka og nú er kominn möguleiki eins og Karolina Fund sem gæti létt undir með kostnað og þess vegna er aldrei að vita nema úr verði plata,“ segir hún.Litla fjölskyldan á ferðalagi um heiminn.Notaleg kvöldstund Tónleikagestir þeirra um landið eiga eftir að sjá hversu vel þau setja fram tónlist en Jóhanna segir að þeim finnist einfaldleikinn bestur. „Við viljum að þetta verði notaleg kvöldstund fyrir áhorfendur. Davíð er frábær gítarleikari og við vinnum vel saman í músík. Tónlistin er bæði atvinna okkur og áhugamál. Við ræðum mikið tónlist heima,“ segir Jóhanna en Davíð stjórnar gospelkór Jóns Vídalín og saman stjórna þau barna- og unglingakórum Vídalínskirkju í Garðabæ. Auk þess spilar Davíð með Rokkkórnum ásamt því að sinna alls kyns undirleik. Jóhanna segir að vel geti verið að hún komi fólki á óvart á tónleikunum. „Ég geri svolítið grín að Davíð,“ segir hún og hlær. „Lagavalið ætti að koma á óvart. Ég er alltaf svolítið misskilin sem tónlistarmaður. Fólk heldur að ég sé alltaf í síðkjól með slöngulokka að syngja Celine Dion. Þetta er ekki alveg þannig,“ segir hún. „Undanfarið hef ég verið að slípa lagalistann en fjölmörg lög koma til greina. Það er erfitt að skera niður.“Jóhanna nýtur sín vel í móðurhlutverkinu.Í mömmuhlutverkinu Jóhanna og Davíð eiga eina dóttur, Margrétu Lilju, sem er á öðru ári. Móðirin segir hana vera glaðlegan karakter. „Ég veit ekki hvort hún fetar sömu braut og við foreldrarnir. Það kemur bara í ljós. Hún má gera hvað sem hana langar til í framtíðinni,“ segir Jóhanna og bætir við að móðurhlutverkið sé eitt það skemmtilegasta sem hún hafi fengist við. Í sumar ætlar Jóhanna Guðrún að leggja kraft í lagasmíð ásamt Davíð. Það er nóg að gera að koma fram á hinum ýmsu stöðum, bæði í einkasamkvæmum og hjá fyrirtækjum. „Þetta er óreglulegt líf en skemmtilegt. Maður veit aldrei hvað kemur næst upp í hendurnar á manni. Við höfum verið heppin að geta unnið við það sem okkur finnst skemmtilegast að gera. Þegar við erum ekki að vinna finnst okkur gott að slappa af heima. Stundum hlustum við á músík en stundum er gott að hafa þögn. Ég hef alltaf verið gömul sál og finnst best að vera í rólegheitum,“ segir Jóhanna Guðrún.
Menning Tónlist Tengdar fréttir Svala í Carpool Karaoke með Selmu Björns og Jóhönnu Guðrúnu Svala Björgvinsdóttir tekur þátt í Söngvakeppninni í Laugardagskvöldið með laginu Paper en hún er um þessar mundir á fullu í kynningarstarfi til að koma sér alla leið til Kænugarðs í lokakeppni Eurovision í maí. 9. mars 2017 09:21 Magnaður flutningur Jóhönnu Guðrúnar á Vetrarsól Jóhanna Guðrún flutti lag Gunnars Þórðarsonar á tónleikum Fíladelfíu ásamt gospelkór. 30. desember 2016 15:20 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Svala í Carpool Karaoke með Selmu Björns og Jóhönnu Guðrúnu Svala Björgvinsdóttir tekur þátt í Söngvakeppninni í Laugardagskvöldið með laginu Paper en hún er um þessar mundir á fullu í kynningarstarfi til að koma sér alla leið til Kænugarðs í lokakeppni Eurovision í maí. 9. mars 2017 09:21
Magnaður flutningur Jóhönnu Guðrúnar á Vetrarsól Jóhanna Guðrún flutti lag Gunnars Þórðarsonar á tónleikum Fíladelfíu ásamt gospelkór. 30. desember 2016 15:20