Kvöldið er haldið að venju í Rafstöðvarheimilinu í Elliðaárdalnum. Dagskráin er klár og er hún svohljóðandi:
- Húsið opnar kl. 19:00 og verður grillvagn á staðnum og munu kokkar sjá um að grilla borgara í mannskapinn. Sennilega er best að koma með stóra beltið og tóman maga. Verð á borgara verður 1.000 kr.
- Þorsteinn Stefánsson veiði- og leiðsögumaður mun segja okkur frá veiði í Þingvallavatni fyrir landi þjóðgarðsins. Frábært innlegg nú þegar Þingvallavatn er að vakna til lífsins
- Það er fátt skemmtilegra en góðar veiðisögur og mun Guðrún Hólmgeirsdóttir veiðikona, heimspekingur og skáld sjá um þann þátt.
- Pub Quiz um veiði
- Reiða Öndin verður á staðnum með kynningu á sínum vörum
- Veiðivon verður með veiðivörukynningu
- Vínkynning verður einnig fyrir áhugasama. Sennilegast best að skilja bílinn eftir heima.