Spennumynd með draugaívafi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2017 10:45 Óskar Þór finnur fyrir spenningi í þjóðfélaginu fyrir nýju myndinni. Vísir/GVA Óskar Þór Axelsson kvikmyndagerðarmaður hefur haft veg og vanda af tökum myndarinnar Ég man þig. Hann viðurkennir að finna fyrir talsverðum spenningi í þjóðfélaginu fyrir frumsýningunni í kvöld í Háskólabíói, bæði hjá eldra fólk og yngra. „Yrsa á aðdáendur á öllum aldri og Ég man þig er ábyggilega hennar frægasta bók, bæði hér á landi og erlendis. Hún hefur fengið afbragðsgóða dóma alls staðar og það hefur hjálpað mikið til í öllu okkar ferli.“ Óskar Þór skrifaði handritið ásamt Ottó Geir Borg. „Í raun er um tvær aðskildar sögur að ræða sem tengjast þegar á líður. Haustið 2015 tókum við upp þá sögu sem gerist á Hesteyri. Fengum þokkalega ákjósanlegt veður, það snjóaði aðeins undir lokin en ef allt hefði verið á kafi í snjó hefði það verið bagalegt því auðvitað mega ekki vera spor neins staðar. Atriðin úr húsinu eru tekin í Grindavík. Þar þurftum við að bræða snjó af jörðinni með heitu vatni af því enginn snjór var í útitökunum fyrir vestan. Svo þökulögðum við götu beint fyrir framan húsið til að láta allt passa. Síðasta daginn vorum við á Árbæjarsafni, það var stóri snjóadagurinn þann veturinn, við vorum aðallega inni og tjölduðum yfir okkur úti. Þetta er partur af því að taka myndir á Íslandi.“ Þegar seinni helmingurinn var tekinn síðasta haust rigndi mikið, að sögn Óskars Þórs. „Það lúkkar alltaf vel í mynd og hér er um hráslagalegt efni að ræða, spennumynd með draugaívafi.“ Nú er Óskar Þór í miðjum tökum á sjónvarpsseríunni Stellu Blómkvist. „Það eru sex þættir og við erum búin með einn þriðja en áætlum að ljúka tökum um miðjan júní,“ lýsir hann. Skyldi höfundurinn vera í sambandi við hann? „Nei, hinn óþekkti höfundur er ekki í beinu sambandi við mig en hann hafði smá samskipti við framleiðendur þegar rétturinn var keyptur og einnig við handritshöfunda en það er allt í gegnum einhverja síu. Þetta er eins og að vera í njósnamynd og ég vil að það haldist. Þá geta allir haldið áfram að giska á hver höfundurinn er, það er gaman að því.“ Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Óskar Þór Axelsson kvikmyndagerðarmaður hefur haft veg og vanda af tökum myndarinnar Ég man þig. Hann viðurkennir að finna fyrir talsverðum spenningi í þjóðfélaginu fyrir frumsýningunni í kvöld í Háskólabíói, bæði hjá eldra fólk og yngra. „Yrsa á aðdáendur á öllum aldri og Ég man þig er ábyggilega hennar frægasta bók, bæði hér á landi og erlendis. Hún hefur fengið afbragðsgóða dóma alls staðar og það hefur hjálpað mikið til í öllu okkar ferli.“ Óskar Þór skrifaði handritið ásamt Ottó Geir Borg. „Í raun er um tvær aðskildar sögur að ræða sem tengjast þegar á líður. Haustið 2015 tókum við upp þá sögu sem gerist á Hesteyri. Fengum þokkalega ákjósanlegt veður, það snjóaði aðeins undir lokin en ef allt hefði verið á kafi í snjó hefði það verið bagalegt því auðvitað mega ekki vera spor neins staðar. Atriðin úr húsinu eru tekin í Grindavík. Þar þurftum við að bræða snjó af jörðinni með heitu vatni af því enginn snjór var í útitökunum fyrir vestan. Svo þökulögðum við götu beint fyrir framan húsið til að láta allt passa. Síðasta daginn vorum við á Árbæjarsafni, það var stóri snjóadagurinn þann veturinn, við vorum aðallega inni og tjölduðum yfir okkur úti. Þetta er partur af því að taka myndir á Íslandi.“ Þegar seinni helmingurinn var tekinn síðasta haust rigndi mikið, að sögn Óskars Þórs. „Það lúkkar alltaf vel í mynd og hér er um hráslagalegt efni að ræða, spennumynd með draugaívafi.“ Nú er Óskar Þór í miðjum tökum á sjónvarpsseríunni Stellu Blómkvist. „Það eru sex þættir og við erum búin með einn þriðja en áætlum að ljúka tökum um miðjan júní,“ lýsir hann. Skyldi höfundurinn vera í sambandi við hann? „Nei, hinn óþekkti höfundur er ekki í beinu sambandi við mig en hann hafði smá samskipti við framleiðendur þegar rétturinn var keyptur og einnig við handritshöfunda en það er allt í gegnum einhverja síu. Þetta er eins og að vera í njósnamynd og ég vil að það haldist. Þá geta allir haldið áfram að giska á hver höfundurinn er, það er gaman að því.“
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira