Higuain sýndi að hann getur verið maður stóru leikjanna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. maí 2017 20:30 Higuain fagnar fyrra marki sínu í kvöld. Vísir/Getty Argentínski framherjinn Gonzalo Higuain sýndi og sannaði í kvöld að hann getur vel blómstrað í stóru leikjunum. Hann skoraði þá í tvígang fyrir Juventus í fyrri leik liðsins gegn Monaco í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Juventus vann leikinn 2-0 og stendur því ansi vel að vígi enda á liðið eftir heimaleikinn og Juventus tapar aldrei á heimavelli. Higuain hafði ekki skorað í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar síðan í apríl árið 2013. Mörkin í kvöld voru númer þrjú og fjögur í 25 leikjum í útsláttarkeppninni. Eðlilega er því mikið búið að gagnrýna hann síðustu árin og því hafa mörk kvöldsins líklega verið sérstaklega sæt fyrir hann. Monaco hefur nánast skorað að vild í Meistaradeildinni í vetur en liðið keyrði á vegg í kvöld. Ef Monaco fékk færi þá varði bara Gianluigi Buffon sem var að spila sinn 100. leik í Meistaradeildinni. Ótrúlegt eintak. Juve var ekki búið að fá á sig mark í 531 mínútu fyrir leikinn og staðan er því nú að liðið hefur ekki fengið á sig mark í 621 mínútu í Meistaradeildinni. Ekki einu sinni Barcelona náði að skora gegn Juve í tveimur leikjum. Hér fyrir neðan má sjá leiklýsingu leiksins.20.34: Leik lokið. Juve í frábærum málum og með annan fótinn í úrslitaleiknum.20.29: Þetta er að fjara út.20.11: 20 mínútur eftir. Þetta er erfitt fyrir Monaco. Það virðist vera fyrirmunað að skora hjá Juventus.19.59: MARK !!!!! Aftur er það Gonzalo Higuain eftir undirbúning frá Dani Alves. Önnur geggjuð sending og annað mark. Juve komið langleiðina í úrslit með þessari stöðu. 0-2 fyrir Juventus.19.47: Síðari hálfleikur hafinn. Falcao kemst fljótt í gott færi en Buffon ver. Er hægt að skora hjá honum?19.30: Hálfleikur. Dómarinn ekki að bæta neinu við. 1-0 fyrir Juventus í leikhléi.19.24: Monaco er ekki að ná að opna vörn Juventus að neinu viti. Stemninginn í stúkunni er svo gott sem dáin. Samt er nóg eftir.19.13: MARK !!!!!!!!!! Var vart búinn að sleppa því að tala um Higuain er hann skorar á 29. mínútu. Dani Alves með geggjaðan undirbúning. Hælsending og klassaafgreiðsla. Juve komið með útivallarmarkið og Guð hjálpi nú Monaco.19.11: Higuain er búinn að gera sig líklegan í tvígang í framlínu Juve en við bíðum samt enn eftir fyrsta marki leiksins.19.03: Juve mun meira með boltann eða 66 prósent. Ekki að gera mikið við boltann annað en að bíða eftir að komast aftur til Tórínó með hann.19.01: Mbappé kemst í sitt fyrsta færi í kvöld. Fékk geggjaða sendingu í teiginn þar sem hann var einn en Buffon varði frábærlega. Ekkert óvænt þar.18.54: Juve ekki að gefa nein færi á sér og sækir svo hratt er tækifæri gefst. Ítalarnir fara sér í engu óðslega og bera mikla virðingu fyrir Monaco.18.45: Leikur hafinn. Buffon er að spila sinn 100. leik í Meistaradeildinni. Það er magnað.18.42: Allt að verða klárt. Juve líklega með aukamann í vörn. Hafa áhyggjur af sóknarleik Monaco.18.37: Tólf leikmenn hafa spilað með báðum þessum liðum. Einn þeirra, Thierry Henry, er á vellinum að vinna fyrir BT Sport. Framherja Monaco, Mbappé, er einmitt oft líkt við Henry.18.34: Það er ekki bara Monaco sem getur skorað mikið því Paulo Dybala hefur raðað inn mörkum fyrir Juve og verða heimamenn að hafa góðar gætur á honum.18.32: Það er mikil stemning á þessum annars sérstaka velli. Stuðningsmenn Monaco eru að upplifa spennandi tíma á ný og ætla að standa þétt við bak sinna manna.18.01: Komiði sæl og blessuð. Meistaradeildarkvöld fram undan. Þessi rimma verður afar áhugaverð. Ef eitthvað lið getur stöðvað sóknarþunga Monaco þá er það Juventus. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Argentínski framherjinn Gonzalo Higuain sýndi og sannaði í kvöld að hann getur vel blómstrað í stóru leikjunum. Hann skoraði þá í tvígang fyrir Juventus í fyrri leik liðsins gegn Monaco í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Juventus vann leikinn 2-0 og stendur því ansi vel að vígi enda á liðið eftir heimaleikinn og Juventus tapar aldrei á heimavelli. Higuain hafði ekki skorað í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar síðan í apríl árið 2013. Mörkin í kvöld voru númer þrjú og fjögur í 25 leikjum í útsláttarkeppninni. Eðlilega er því mikið búið að gagnrýna hann síðustu árin og því hafa mörk kvöldsins líklega verið sérstaklega sæt fyrir hann. Monaco hefur nánast skorað að vild í Meistaradeildinni í vetur en liðið keyrði á vegg í kvöld. Ef Monaco fékk færi þá varði bara Gianluigi Buffon sem var að spila sinn 100. leik í Meistaradeildinni. Ótrúlegt eintak. Juve var ekki búið að fá á sig mark í 531 mínútu fyrir leikinn og staðan er því nú að liðið hefur ekki fengið á sig mark í 621 mínútu í Meistaradeildinni. Ekki einu sinni Barcelona náði að skora gegn Juve í tveimur leikjum. Hér fyrir neðan má sjá leiklýsingu leiksins.20.34: Leik lokið. Juve í frábærum málum og með annan fótinn í úrslitaleiknum.20.29: Þetta er að fjara út.20.11: 20 mínútur eftir. Þetta er erfitt fyrir Monaco. Það virðist vera fyrirmunað að skora hjá Juventus.19.59: MARK !!!!! Aftur er það Gonzalo Higuain eftir undirbúning frá Dani Alves. Önnur geggjuð sending og annað mark. Juve komið langleiðina í úrslit með þessari stöðu. 0-2 fyrir Juventus.19.47: Síðari hálfleikur hafinn. Falcao kemst fljótt í gott færi en Buffon ver. Er hægt að skora hjá honum?19.30: Hálfleikur. Dómarinn ekki að bæta neinu við. 1-0 fyrir Juventus í leikhléi.19.24: Monaco er ekki að ná að opna vörn Juventus að neinu viti. Stemninginn í stúkunni er svo gott sem dáin. Samt er nóg eftir.19.13: MARK !!!!!!!!!! Var vart búinn að sleppa því að tala um Higuain er hann skorar á 29. mínútu. Dani Alves með geggjaðan undirbúning. Hælsending og klassaafgreiðsla. Juve komið með útivallarmarkið og Guð hjálpi nú Monaco.19.11: Higuain er búinn að gera sig líklegan í tvígang í framlínu Juve en við bíðum samt enn eftir fyrsta marki leiksins.19.03: Juve mun meira með boltann eða 66 prósent. Ekki að gera mikið við boltann annað en að bíða eftir að komast aftur til Tórínó með hann.19.01: Mbappé kemst í sitt fyrsta færi í kvöld. Fékk geggjaða sendingu í teiginn þar sem hann var einn en Buffon varði frábærlega. Ekkert óvænt þar.18.54: Juve ekki að gefa nein færi á sér og sækir svo hratt er tækifæri gefst. Ítalarnir fara sér í engu óðslega og bera mikla virðingu fyrir Monaco.18.45: Leikur hafinn. Buffon er að spila sinn 100. leik í Meistaradeildinni. Það er magnað.18.42: Allt að verða klárt. Juve líklega með aukamann í vörn. Hafa áhyggjur af sóknarleik Monaco.18.37: Tólf leikmenn hafa spilað með báðum þessum liðum. Einn þeirra, Thierry Henry, er á vellinum að vinna fyrir BT Sport. Framherja Monaco, Mbappé, er einmitt oft líkt við Henry.18.34: Það er ekki bara Monaco sem getur skorað mikið því Paulo Dybala hefur raðað inn mörkum fyrir Juve og verða heimamenn að hafa góðar gætur á honum.18.32: Það er mikil stemning á þessum annars sérstaka velli. Stuðningsmenn Monaco eru að upplifa spennandi tíma á ný og ætla að standa þétt við bak sinna manna.18.01: Komiði sæl og blessuð. Meistaradeildarkvöld fram undan. Þessi rimma verður afar áhugaverð. Ef eitthvað lið getur stöðvað sóknarþunga Monaco þá er það Juventus.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð