Góð tilfinning að hitta alla þessa flinku kokka Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. maí 2017 09:45 Ylfa hefur nóg að gera, bæði á eigin veitingastað og með kokkalandsliðinu. Vísir/GVA Mestu máli skiptir að hafa brennandi áhuga á matreiðslu, gott auga fyrir fínum mat og vilja til að verja 90 prósentum af frítímanum sínum í undirbúning,“ segir Ylfa Helgadóttir, nýráðinn þjálfari kokkalandsliðsins, um æskilega hæfileika liðsmanna. Hún kveðst njóta þess að hafa góðan meðþjálfara og greiðan aðgang að þeim sem stýrt hafi liðinu áður. Ylfa er yfirmatreiðslumaður á Kopar og einn af eigendum. Hún hefur verið í landsliði kokka frá 2013 og áður í ungliðahreyfingu þeirra, meðal annars formaður um tíma. Tólf eru í liðinu hverju sinni, það er orðið fullskipað. Kynjaskiptingin er svipuð og í kokkabransanum, karlmenn í miklum meirihluta, að sögn Ylfu. Heimsmeistaramótin eru haldin annað hvert ár og undirbúningstímabilið stendur í eitt og hálft ár, þar sem fyrstu mánuðirnir fara í hugmyndavinnu. Næsta keppni verður í nóvember 2018 í Lúxemborg. „Keppnin skiptist í tvo hluta,“ lýsir Ylfa. „Annars vegar kalt borð þar sem maturinn er allur hlaupborinn svo hann líti vel út. Það atriði er tekið sérstaklega til dóms og krefst æfingar. Hinn hlutinn er aðeins hefðbundnari. Þar líkjum við eftir veitingastað þar sem 100 manns koma í þriggja rétta máltíð. Við skiptumst á að vinna í kalda borðinu og heita. Þetta er mikið fyrirtæki og krefst góðs skipulags en margar hendur vinna létt verk.“ Ylfa var tekin í kokkalandsliðið fyrir fjórum árum á sama tíma og hún var að opna Kopar við Reykjavíkurhöfn. „Ég óttaðist að eiga eftir að staðna í starfi og því var tilhugsunin um að hitta alla þessu flinku kokka einu sinni til tvisvar í mánuði góð, fyrir utan að kynnast öðrum í sama bransa erlendis,“ segir hún og leggur áherslu á ómetanlegan vinskap og tengsl sem fylgi því að vera í liðinu þó um krefjandi sjálfboðastarf sé að ræða. „Matreiðslan er þungur bransi með mikilli vinnu og maður nær ekki að stunda mikið félagslíf almennt, en í liðinu hef ég tengst fólki með sama áhugasvið.“ Kokkalandsliðið Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Mestu máli skiptir að hafa brennandi áhuga á matreiðslu, gott auga fyrir fínum mat og vilja til að verja 90 prósentum af frítímanum sínum í undirbúning,“ segir Ylfa Helgadóttir, nýráðinn þjálfari kokkalandsliðsins, um æskilega hæfileika liðsmanna. Hún kveðst njóta þess að hafa góðan meðþjálfara og greiðan aðgang að þeim sem stýrt hafi liðinu áður. Ylfa er yfirmatreiðslumaður á Kopar og einn af eigendum. Hún hefur verið í landsliði kokka frá 2013 og áður í ungliðahreyfingu þeirra, meðal annars formaður um tíma. Tólf eru í liðinu hverju sinni, það er orðið fullskipað. Kynjaskiptingin er svipuð og í kokkabransanum, karlmenn í miklum meirihluta, að sögn Ylfu. Heimsmeistaramótin eru haldin annað hvert ár og undirbúningstímabilið stendur í eitt og hálft ár, þar sem fyrstu mánuðirnir fara í hugmyndavinnu. Næsta keppni verður í nóvember 2018 í Lúxemborg. „Keppnin skiptist í tvo hluta,“ lýsir Ylfa. „Annars vegar kalt borð þar sem maturinn er allur hlaupborinn svo hann líti vel út. Það atriði er tekið sérstaklega til dóms og krefst æfingar. Hinn hlutinn er aðeins hefðbundnari. Þar líkjum við eftir veitingastað þar sem 100 manns koma í þriggja rétta máltíð. Við skiptumst á að vinna í kalda borðinu og heita. Þetta er mikið fyrirtæki og krefst góðs skipulags en margar hendur vinna létt verk.“ Ylfa var tekin í kokkalandsliðið fyrir fjórum árum á sama tíma og hún var að opna Kopar við Reykjavíkurhöfn. „Ég óttaðist að eiga eftir að staðna í starfi og því var tilhugsunin um að hitta alla þessu flinku kokka einu sinni til tvisvar í mánuði góð, fyrir utan að kynnast öðrum í sama bransa erlendis,“ segir hún og leggur áherslu á ómetanlegan vinskap og tengsl sem fylgi því að vera í liðinu þó um krefjandi sjálfboðastarf sé að ræða. „Matreiðslan er þungur bransi með mikilli vinnu og maður nær ekki að stunda mikið félagslíf almennt, en í liðinu hef ég tengst fólki með sama áhugasvið.“
Kokkalandsliðið Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira