Kimmel með grátstafinn í kverkunum í 13 mínútur er hann lýsti baráttu nýfædds sonar síns fyrir lífinu Stefán Árni Pálsson skrifar 2. maí 2017 09:00 Kimmel átti mjög erfitt í þættinum. „Þetta verður mjög erfið frásögn, enda vorum við foreldrarnir mjög óttaslegnir,“ segir spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel í opnunarræðu sinn í þættinum Jimmy Kimmel Live. Forsaga málsins er sú að eiginkona hans Molly McNearney fæddi barn þann 21. apríl síðastliðin. Drengurinn hefur fengið nafnið William John Kimmel en hann fæddist með hjartagalla.' „Fæðingin var nokkuð auðveld, sex rembingar og hann var kominn út. Það leit allt út fyrir að þetta væri mjög heilbrigt barn en þegar hann var um þriggja klukkustunda gamall kom annað í ljós. Hjúkrunarfræðingurinn tók eftir að hann var svolítið fjólublár og hún vildi því kanna málið betur.“ Hann segir að hjúkrunarfræðingur hafi á endanum kallað til lækni og þá hafi hann fundið óþægilega tilfinningu. „Allt í einu fylltist herbergið af fólki og búnaði. Fljótlega kemur í ljós að það er ekki allt í lagi og ég stend í kringum mjög mikið af áhyggjufullu fólki, rétt eins og núna. Það var hringt í hjartalækni sem náði að komast fljótlega á vettvang og hann sá strax að Billy fæddist með hjartagalla.“Barðist allan tímann við tárin Frásögn Kimmel tók gríðarlega á hann og átti grínistinn erfitt með að koma fram orðum. Billy fæddist á föstudeginum 21. apríl. „Við ákváðum að fara með Billy á barnaspítalann þar sem einn besti barnahjartalæknir heims starfar. Á mánudagsmorgun opnaði Dr. Vaughn Starnes bringuna á syni mínum og lagaði það sem var að. Aðgerðin tókst vel en þetta voru lengstu þrír klukkutíma lífs míns. Hann þarf að gangast undir aðra aðgerð eftir þrjá til sex mánuði, til að ganga betur frá þessu.“ Kimmel sýndi áhorfendum í sal tvær myndir af synir þeirra. Önnur var á mánudagsmorguninn, rétt eftir aðgerðina og hin var tekin á sunnudaginn. Munurinn er ótrúlegur. „Aumingja strákurinn. Hann fæddist ekki bara með slæmt hjarta, hann fékk líka andlitið mitt. Sexdögum eftir aðgerðina er hann kominn heim og farinn að gera allt það sem venjuleg nýfædd börn gera.“ Kimmel las upp lista af nöfnum sem hann vildi þakka fyrir að hafa bjargað lífi syni þeirra hjóna, og einnig þeirra sem studdu þau í gegnum þetta ferli. Kimmel vildi með þessu ítreka hversu mikilvægt væri að standa vel að heilbrigðiskerfi Bandaríkjamanna og mikilvægt væri að allir Bandaríkjamenn ættu skilið að fá alla þá læknisþjónustu sem í boði væri. Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira
„Þetta verður mjög erfið frásögn, enda vorum við foreldrarnir mjög óttaslegnir,“ segir spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel í opnunarræðu sinn í þættinum Jimmy Kimmel Live. Forsaga málsins er sú að eiginkona hans Molly McNearney fæddi barn þann 21. apríl síðastliðin. Drengurinn hefur fengið nafnið William John Kimmel en hann fæddist með hjartagalla.' „Fæðingin var nokkuð auðveld, sex rembingar og hann var kominn út. Það leit allt út fyrir að þetta væri mjög heilbrigt barn en þegar hann var um þriggja klukkustunda gamall kom annað í ljós. Hjúkrunarfræðingurinn tók eftir að hann var svolítið fjólublár og hún vildi því kanna málið betur.“ Hann segir að hjúkrunarfræðingur hafi á endanum kallað til lækni og þá hafi hann fundið óþægilega tilfinningu. „Allt í einu fylltist herbergið af fólki og búnaði. Fljótlega kemur í ljós að það er ekki allt í lagi og ég stend í kringum mjög mikið af áhyggjufullu fólki, rétt eins og núna. Það var hringt í hjartalækni sem náði að komast fljótlega á vettvang og hann sá strax að Billy fæddist með hjartagalla.“Barðist allan tímann við tárin Frásögn Kimmel tók gríðarlega á hann og átti grínistinn erfitt með að koma fram orðum. Billy fæddist á föstudeginum 21. apríl. „Við ákváðum að fara með Billy á barnaspítalann þar sem einn besti barnahjartalæknir heims starfar. Á mánudagsmorgun opnaði Dr. Vaughn Starnes bringuna á syni mínum og lagaði það sem var að. Aðgerðin tókst vel en þetta voru lengstu þrír klukkutíma lífs míns. Hann þarf að gangast undir aðra aðgerð eftir þrjá til sex mánuði, til að ganga betur frá þessu.“ Kimmel sýndi áhorfendum í sal tvær myndir af synir þeirra. Önnur var á mánudagsmorguninn, rétt eftir aðgerðina og hin var tekin á sunnudaginn. Munurinn er ótrúlegur. „Aumingja strákurinn. Hann fæddist ekki bara með slæmt hjarta, hann fékk líka andlitið mitt. Sexdögum eftir aðgerðina er hann kominn heim og farinn að gera allt það sem venjuleg nýfædd börn gera.“ Kimmel las upp lista af nöfnum sem hann vildi þakka fyrir að hafa bjargað lífi syni þeirra hjóna, og einnig þeirra sem studdu þau í gegnum þetta ferli. Kimmel vildi með þessu ítreka hversu mikilvægt væri að standa vel að heilbrigðiskerfi Bandaríkjamanna og mikilvægt væri að allir Bandaríkjamenn ættu skilið að fá alla þá læknisþjónustu sem í boði væri.
Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira