Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 20-27 | Valsmenn eru Íslandsmeistarar Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2017 18:45 Valsmenn fagna. vísir/ernir Valur er Íslandsmeistari í handknattleik karla eftir 27-20 sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika. Valsmenn tryggðu sér titilinn með frábærum seinni hálfleik staðan í hálfleik var 11-9 fyrir FH. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi. FH-ingar voru þó skrefinu á undan og Valsmenn skoruðu ekki sitt fyrsta mark fyrr en eftir fimm mínútna leik. Hinn ungi Gísli Þorgeir Kristjánsson, sem borið hefur sóknarleik FH uppi í þessu einvígi, byrjaði af miklum krafti og skoraði þrjú af fyrstu sex mörkum heimamanna. Hann var auk þess duglegur að koma samherjum sínum í góð færi. Gestirnir þurftu að hafa töluvert meira fyrir sínum mörkum og vörn FH var að standa vel. Vörn Valsmanna var betri en í síðasta leik og markmennirnir, þeir Ágúst Elí í marki FH og Hlynur Morthens í marki Vals, voru báðir að verja vel. Hönd dómaranna kom oft upp í sóknum beggja liða en FH-ingar hafa gert það að aðalsmerki sínu að skora mörk þegar þeir eru nálægt því að fá dæmda á sig leiktöf. Þeir breyttu ekkert útaf vananum í dag og voru þolinmóðir í sínum sóknum. Heimamenn náðu mest þriggja marka forskoti þegar Ásbjörn Friðriksson skoraði úr víti og kom FH í 11-8. Valsmenn skoruðu þó síðasta mark fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik 11-9. Síðari hálfleikur hófst með sama barning og FH leiddi áfram með einu til tveimur mörkum. Anton Rúnarsson jafnaði metin í 14-14 þegar um sjö mínútur voru liðnar af hálfleiknum og þeir komust síðan yfir í fyrsta sinn þegar Vignir Stefánsson stal boltanum og skoraði úr hraðaupphlaupi. Þetta kveikti heldur betur í Valsmönnum. Bræðurnir Ýmir Örn og Orri Freyr voru gjörsamlega frábærir í miðri vörninni og Sigurður Ingiberg Ólafsson sömuleiðis í markinu. Hann varði eins og óður maður og FH skoraði ekki í rúmar 10 mínútur. Valsmenn skoruðu hins vegar hvert markið á fætur öðru og þegar tíu mínútur voru eftir kom Ólafur Ægir Ólafsson þeim fimm mörkum yfir, 20-15. Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH tók þá sitt annað leikhlé í hálfleiknum enda sókn FH ráðþrota gegn frábærri vörn Valsmanna. FH skoraði loks þegar um átta mínútur lifðu leiks og minnkuðu þá muninn í fjögur mörk, 20-16. Spennan hélt áfram og þegar skammt var eftir fékk Ýmir Örn sína þriðju brottvísun fyrir klaufalegt brot. FH-ingum tókst hins vegar ekki að nýta sér það og Valsmenn skoruðu næstum að vild í sínum sóknum. Ólafur Ægir Ólafsson fór á kostum og skoraði 4 mörk á síðustu fimmtán mínútum leiksins fyrir Valsmenn. FH tókst aldrei að nálgast Val að ráði og stuðningsmenn Vals voru farnir að fagna í stúkunni nokkrum mínútum áður en leik lauk. Lokatölur urðu 27-20 og Valsmenn því Íslandsmeistarar í handknattleik karla árið 2017, í fyrsta sinn í 10 ár. Sigurður Ingiberg Ólafsson var stórkostlegur í seinni hálfleiknum í dag. Hann varði 15 skot og fékk aðeins á sig 9 mörk. Vörn Vals fór á kostum þar fyrir framan og menn eins og Ólafur Ægir og Juric vöknuðu í sókninni. Sókn FH brást í síðari hálfleik og leikur þeirra hreinlega hrundi um miðjan hálfleikinn. Það þýðir auðvitað lítið gegn Valsliðinu og hvað þá í úrslitaleik.Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 6/3, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Einar Rafn Eiðsson 3, Ágúst Birgisson 2, Óðinn Þór Ríkharðsson 1, Arnar Freyr Ársælsson 1, Ísak Rafnsson 1, Jóhann Karl Reynisson 1, Jóhann Birgir Ingvarsson 1.Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 11, Birgir Fannar Bragason 4.Mörk Vals: Josip Juric 5, Anton Rúnarsson 4, Ólafur Ægir Ólafsson 4, Heiðar Aðalsteinsson 3/3, Vignir Stefánsson 3, Sveinn Aron Sveinsson 2, Alexander Örn Júlíusson 2, Ýmir Örn Gíslason 1, Orri Freyr Gíslason 1, Atli Karl Bachmann 1.Varin skot: Hlynur Morthens 8, Sigurður Ingiberg Ólafsson 15/1.Guðlaugur róar sína menn.Vísir/ErnirValsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í dag. Þjálfarar Vals, þeir Guðlaugur Arnarsson og Óskar Bjarni Óskarsson, voru vitaskuld hæstánægðir þegar Vísir hitti þá að leik loknum. „Vörnin stóð bara gríðarlega vel, Siggi (Sigurður Ingiberg Ólafsson) kom í markið og þeir gátu ekki skorað hjá honum,“ sagði Guðlaugur þegar blaðamaður Vísis spurði hann hvað hefði eiginlega gerst í síðari hálfleik. Valsmenn unnu seinni hálfleikinn með 9 marka mun eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik. „Við vorum tiltölulega rólegir, vorum að fá okkur aðeins of mikið af hraðaupphlaupum þar sem við vorum ekki að hlaupa vel til baka í fyrri hálfleik. Við vissum að við þyrftum að ná okkar hraðaupphlaupum, halda ró og þá myndi þetta koma,“ sagði Óskar Bjarni en þeir félagar hafa myndað sterkt þjálfarateymi hjá Val í vetur. „Við erum með besta varnarlið Íslands. Við erum búnir að vinna tvo titla á vörninni og það er mikið til Gulla að þakka. Við erum með stráka sem nenna að spila vörn, það er bara lykillinn,“ bætti Óskar Bjarni við. Það hefur mikið gengið á hjá Val í vetur og þeir fóru meðal annars alla leið í undanúrslit Evrópukeppninnar þar sem þeir féllu úr leik á grátlegan hátt. „Evrópuævintýrið gaf ótrúlegan kraft inn í hópinn, það er bara þannig,“ sagði Guðlaugur áður en hann var hlaupinn í verðlaunaafhendingu. „Ég þarf að fara að taka á móti bikarnum,“ sagði Guðlaugur skælbrosandi að lokum. Ýmir Örn: Liðsheildin skilaði þessuÝmir Örn var frábær í úrslitakeppninni.vísir/ernir„Tilfinningin er auðvitað alveg mögnuð. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það var erfitt að vera útaf seinustu átta mínúturnar en þeir bara kláruðu þetta. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason leikmaður Vals í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í dag þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. Valsmenn tryggðu sér sigurinn og Íslandsmeistaratitilinn með mögnuðum seinni hálfleik sem þeir unnu með níu mörkum. Vörnin small saman og Sigurður Ingiberg Ólafsson í markinu fór á kostum. „Við vorum allt í lagi í fyrri hálfleik en við vissum að við þyrftum að gera betur, vera nær hvor öðrum og hjálpast betur að. Það kom í seinni hálfleiknum. Liðsheildin skilaði þessu, það er ekkert flóknara en það,“ bætti Ýmir Örn við. Valsmenn enduðu í 7.sæti deildarkeppninnar og mættu stjörnum prýddu liði ÍBV í 8-liða úrslitunum. Þeir voru einnig að berjast í Evrópukeppninni sem lauk á sorglegan hátt eftir dómaraskandal í Rúmeníu í undanúrslitum. „Ég hafði alltaf trú á þessu. Um leið og við vissum að við ættum ÍBV þá ætluðum við bara að vinna þá. Síðan næst Fram, vinna þá og svo FH núna. Við áttum að fara út á fimmtudag að spila gegn Sporting en við notuðum orkuna í þetta og gerðum okkur að Íslandsmeisturum í staðinn.“ Þetta er í fyrsta sinn í 10 ár sem Valur verður Íslandsmeistari og Ýmir lofaði því að það yrði fagnað vel að Hlíðarenda í kvöld. „Það verður eitthvað skemmtilegt, við höfum það gaman í kvöld ég veit það allavega,“ sagði Ýmir Örn að lokum. Halldór Jóhann: Við bara skorum ekkiHalldór messar yfir sínum mönnum.vísir/ernirHalldór Jóhann Sigfússon segir að FH-ingar geti verið ánægðir með veturinn þrátt fyrir að hann sé svekktur eftir tapið gegn Val í dag. „Við bara skorum ekki, það er það sem gerðist. Þeir kláruðu þetta og spiluðu virkilega góðan sóknarleik,“ sagði Halldór Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. „Það er auðvitað samblanda af af góðum varnarleik þeirra og slökum sóknarleik okkar hvernig þetta fer. Við erum að fá ótrúlegustu færi og ef við hefðum nýtt dauðafærin hefði leikurinn verið í járnum. Þetta er hluti af þessu, hann kemur í markið og bara lokar,“ bætti Halldór Jóhann við en Sigurður Ingiberg Ólafsson fór á kostum í marki Vals í síðari hálfleik og FH virtist fyrirmunað að skora. „Ég er ótrúlega stoltur af strákunum þrátt fyrir tapið, þeir hafa verið frábærir í allan vetur. Þetta er yngsta lið sem hefur farið í úrslitin og ég er með 17 ára strák í byrjunarliðinu sem er besti leikmaður úrslitakeppninnar. Við erum með marga uppalda leikmenn og frábært lið,“ sagði Halldór en Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar að leik loknum í kvöld. „Ég get ekki annað en verið stoltur þó svo að maður sé auðvitað með biturt bragð eftir leikinn í kvöld. Maður róast aðeins niður á næstu dögum og þá kannski sjá menn að við getum glaðst yfir góðum vetri. Auðvitað er maður hrikalega svekktur núna,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Anton: Við slátruðum þeimAnton fagnar í leikslok.vísir/ernir„Þetta er ótrúlega sætt og líka í ljósi þess að við erum bæði Íslands- og bikarmeistarar. Þetta er gjörsamlega frábært tímabil og með Evrópukeppninni líka. Ég er hrikalega stoltur af okkur hér í dag,“ sagði Anton Rúnarsson leikmaður Valsmanna sem skoraði fjögur mörk í sigrinum á FH. „Það skiptir engu máli hvort við séum þremur undir eða þremur yfir, við spilum bara okkar leik. Við vorum bara ánægðir með að vera tveimur undir í hálfleik og vissum það að þegar við myndum komast á skrið þá er ekkert lið að fara að stoppa okkur. Við gerðum það í síðari hálfleik og við gjörsamlega slátruðum þeim,“ bætti Anton við en Valsmenn unnu síðari hálfleikinn með níu mörkum. Sigurður Ingiberg Ólafsson kom gríðarlega öflugur inn í Valsmarkið í seinni hálfleik eftir að Hlynur Morthens hafði varið ágætlega í þeim fyrri. „Siggi kemur frábær inn, hann er búinn að vera heitur í síðustu leikjum og búinn að eiga frábært tímabil. Við erum klókir og lögðum þetta upp sem úrslitaleik og uppskárum eftir því.“ Allir leikirnir í úrslitaeinvíginu unnust á útivelli og Valsmenn unnu því þrjá leiki hér í Kaplakrika. „Við vorum búnir að vinna hér tvisvar áður og vissum að við gætum gert það í þriðja sinn. Þetta var mikilvægasti leikurinn á tímabilinu, hann var ekki síðasta fimmtudag. Nú var allt undir og þá erum við klárir. Ég er virkilega stoltur af þessu,“ sagði Anton að lokum. Ísak: Ætla ekki að koma með neinar afsakanir, betra liðið vann einfaldlegaÍsak var nokkuð góður í vörn FH.vísir/eyþór„Við náum engum takti í seinni hálfleik og leyfum þeim að stjórna ferðinni,“ segir Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir tapið gegn Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2. „Það er aldrei gott að slaka á á móti Val og þeir eru bara verðugir meistarar og ég óska þeim til hamingju með titilinn.“ Ísak segir að FH hafi spilað marga svona leiki í vetur. „Ég veit bara ekki hvað klikkaði í seinni hálfleik og ég nenni ekki að fara koma með einhverjar afsakanir, við töpuðum bara fyrir betra liðinu.“ Hann segir að Sigurður Ingiberg Ólafsson hafi verið FH-ingum erfiður í marki Vals. „Hann varði bara fáránlega mikið og hann var líklega munurinn á liðunum tveimur í seinni hálfleik.“Valsmenn eru Íslands- og bikarmeistarar.vísir/ernir20-27 (Leik lokið) - Valsmenn eru Íslandsmeistarar í handknattleik eftir sjö marka sigur og ótrúlegan seinni hálfleik!20-27 (60.mín) - Anton skorar yfir allan völlinn og Valsmenn ærast. Þeir eru að vinna seinni hálfleikinn með níu mörkum!20-26 (59.mín) - Heiðar Þór skorar af línunni og munurinn sex mörk.20-25 (58.mín) - FH-ingar skora en Sveinn Aron gulltryggir sigurinn og Íslandsmeistaratitilinn. Valsmenn eru byrjaðir að fagna á pöllunum.19-24 (58.mín) - Nú er þetta komið! Juric skorar og Valsmenn ærast á pöllunum.19-23 (57.mín) - Sveinn Aron skorar en Ásbjörn svarar. 18-22 (56.mín) - Ólafur Ægir skorar og fer langleiðina með þetta fyrir Valsmenn. Sigurður Ingiberg ver síðan hinu megin og nú verður þetta erfitt fyrir heimamenn. 4 mínútur eftir og Valsmenn fjórum mörkum yfir.18-21 (55.mín) - FH vinnur boltann og Gísli Þorgeir skorar í autt markið. Óskar og Guðlaugur taka leikhlé þegar um fimm mínútur eru eftir.17-21 (55.mín) - Halldór Ingi fer inn úr horninu en Sigurður Ingiberg ver. Hvílíkur leikur hjá Sigurði.17-21 (54.mín) - Birkir Fannar kominn í markið og ver frá Alexander. Ýmir síðan klaufi og fær tvær mínútur fyrir að fara í andlitið á Einari Rafni sem var að hefja sókn fyrir FH. Það er hans þriðja brottvísun og Ýmir hefur því lokið leik. Þetta var ekki gott fyrir Val því hann hefur verið frábær í vörn Vals.17-21 (53.mín) - Alexander Örn skorar fyrir Val og FH svarar strax að bragði, Ágúst Birgisson þar að verki.16-20 (53.mín) - Loksins skorar FH. Ásbjörn gerir það af vítalínunni.15-20 (52.mín) - Juric fær tveggja mínútna brottvísun fyrir að setja fótinn í boltann. FH þarf að nýta sér þetta vel.15-20 (52.mín) - Ólafur Ægir skorar þriðja mark sitt á stuttum tíma og kemur Val fimm mörkum yfir. Þeir eru að keyra yfir FH-inga og Halldór Jóhann tekur annað leikhlé.15-19 (51.mín) - Það gengur allt upp hjá Val. Ólafur Ægir með sitt annað mark og munurinn fjögur mörk. Halldór Ingi fer síðan inn úr horninu en skýtur í stöng.15-18 (50.mín) - Hvað er í gangi? Sigurður Ingiberg ætlar bara ekki að fá á sig fleiri mörk. Hann ver á ný úr dauðafæri frá Jóhanni Karli en Ýmir fær reyndar tveggja mínútna brottvísun fyrir peysutog þar á undan. Valsmenn geta komist fjórum mörkum yfir.15-18 (48.mín) - Valsmenn eru komnir þremur mörkum yfir. Juric skorar með skoti fyrir utan, Ágúst er í boltanum sem endar í netinu.15-17 (47.mín) - Ólafur Ægir brýst í gegn og kemur Val tveimur mörkum yfir.15-16 (47.mín) - Sigurður Ingiberg er búinn að loka markinu! Ásbjörn gerir vel í að finna Jóhann Karl á línunni en Sigurður ver.15-16 (46.mín) - Vörn Vals tekur skot Jóhanns og Sigurður Ingiberg ver síðan frá Arnari Frey sem hirti frákastið. Halldór Jóhann tekur leikhlé enda lítið gengið í sókn FH síðustu mínútur.15-16 (45.mín) - Anton skýtur í þverslá eftir langa sókn. Valsmenn ekki nýtt tækifærið til að komast tveimur mörkum yfir.15-16 (44.mín) - FH vinnur boltann en komast síðan ekkert áleiðis gegn vörn Vals. Bræðurnir Orri og Ýmir eru að skemmta sér hrikalega vel í miðri vörninni og Sigurður Ingiberg virðist vera í miklu stuði fyrir aftan.15-16 (43.mín) - Valsvörnin er að standa frábærlega núna. Ásbjörn tekur neyðarskot sem Sigurður Ingiberg ver og Valur getur komist tveimur mörkum yfir. Allir staðnir upp hér í stúkunum og munu líklega ekki setjast aftur.15-16 (42.mín) - Anton skorar og Einar Rafn fær tvær mínútur fyrir meinta bakhrindingu. FH-ingar brjálaðir en það hefur lítið að segja. "Algjört kjaftæði" segir blaðamaðurinn og Valsarinn Stefán Árni Pálsson sem er hér í blaðamannastúkunni. 15-15 (41.mín) - Loks skorar FH einum fleiri og það gerir Einar Rafn þegar hann brýst í gegn og setur boltann undir Sigurð Ingiberg í markinu.14-15 (41.mín) - Vignir stelur boltanum og kemur Val yfir í fyrsta sinn.14-14 (40.mín) - Sigurður Ingiberg ver frá Gísla úr dauðafæri. Enn hefur FH ekki skorað úr opnum leik þegar þeir eru einum færri. Ágúst Elí svarar og ver hinu megin frá Juric.14-14 (39.mín) - Orri Freyr fær tveggja mínútna brottvísun fyrir peysutog, hans önnur brottvísun í dag. Valsmenn mega ekki við því að missa hann úr vörninni.14-14 (39.mín) - Anton jafnar með skoti sem fer af vörninni og lekur inn. Ágúst Elí var lagður af stað í hitt hornið.14-13 (37.mín) - Vignir skorar úr horninu, vel klárað hjá honum. Ruðningur síðan dæmdur á Gísla Þorgeir, fannst þetta frekar harður dómur.14-12 (36.mín) - Einar Rafn með frábært mark, enn og aftur skorar FH þegar höndin er komin upp. 13-12 (35.mín) - Juric gerir vel, sækir á Óðin og fær víti og Óðinn tvær mínútur. Heiðar Þór skorar í annað sinn af línunni og minnkar muninn í eitt mark.13-11 (34.mín) - Einar Rafn skorar úr hraðaupphlaupi eftir að Ágúst Elí hafði varið frá Antoni. Sýndist Einar Rafn reyndar taka of mörg skref en markið stendur. Sigurður Ingiberg er kominn í mark Valsara og þeir halda áfram þeirri venju að skipta leiknum á milli sinna markvarða.12-11 (33.mín) - Ólafur Ægir finnur Orra á línunni sem vippar yfir Ágúst Elí. Ruðningur dæmdur á Gísla Þorgeir í næstu sókn og Valsmenn geta nú jafnað.12-10 (32.mín) - Jóhann Birgir skorar af harðfylgi. Ýmir missti af honum og var heppinn að fá ekki brottvísun fyrir að hanga í Jóhanni.11-10 (31.mín) - Þá er þetta byrjað á ný. Valsmenn í sókn og verða einum fleiri í rúma mínútu í viðbót. Juric er fljótur að nýta sér það og skorar með góðu skoti.11-9 (Hálfleikur) - Ásbjörn er markahæstur heimamanna með 4 mörk og Gísli Þorgeir er með 3. Ýmir og Juric hafa skorað tvö mörk hvor fyrir gestina. Markmennirnir Ágúst Elí og Hlynur hafa báðir varið 8 skot.11-9 (Fyrri hálfleik lokið) - FH fékk aukakast þegar tíminn var liðinn og Einar Rafn skaut yfir vegginn og markið. Tveggja marka munur í leikhléi og Valsmenn hefja leik í síðari hálfleik í sókn og einum fleiri.11-9 (30.mín) - Afar löng sókn FH endar með leiktöf. Ásbjörn skýtur að marki eftir að dómararnir eru búnir að flauta og fær tveggja mínútna brottvísun. Juric fer hins vegar illa að ráði sínu, lætur Ágúst Elí verja frá sér og FH hefur 10 sekúndur til að skora fyrir hálfleik.11-9 (29.mín) - Atli Karl fær boltann á línunni og skorar sitt fyrsta mark. 1:30 eftir af fyrri hálfleik.11-8 (28.mín) - Ásbjörn sækir víti sem hann skorar síðan sjálfur úr. Þriggja marka munur í fyrsta sinn í leiknum.10-8 (27.mín) - Einar Rafn á skot sem vörn Vals tekur en boltinn aftur fyrir og FH heldur því áfram í sókn. Halldór Jóhann tekur leikhlé og vill stilla upp í gott kerfi með sínum mönnum.10-8 (27.mín) - Eftir afar vandræðalega sókn Vals fær Sveinn Jose Rivera dauðafæri á línunni. Hann skýtur hins vegar í þverslána og FH getur náð þriggja marka forskoti.10-8 (25.mín) - Ísak Rafnsson! FH vinnur boltann, heldur í sókn og Ísak fær gott færi fyrir utan sem hann nýtir vel. Tveggja marka munur og vörn FH aftur komin í gang.9-8 (24.mín) - Þessi sókn hjá Val var ekki góð og endaði með skoti frá Ými úr erfiðu færi. Gísli Þorgeir síðan aðeins of fljótur á sér og á skot yfir mark FH hinu megin. Valsmenn aftur komnir í sókn.9-8 (22.mín) - Ásbjörn skorar með skoti sem Hlynur hefði jafnvel átt að verja. Atli Karl Bachmann fær svo dauðafæri í horninu en Ágúst Elí ver sitt sjöunda skot.8-8 (22.mín) - Alexander Örn með sitt fyrsta mark og jafnar metin. Sóknin aðeins að ganga betur hjá gestunum.8-7 (21.mín) - Ýmir skorar af miklu harðfylgi en FH tekur hraða miðju og Arnar Freyr refsar strax með góðu marki.7-6 (20.mín) - Óskar Bjarni og Guðlaugur taka leikhlé og vilja aðeins skerpa á leik sinna manna. Alexander Örn var kominn inn í sóknina fyrir Juric sem hafði verið full mistækur þrátt fyrir að vera kominn með tvö mörk.7-6 (19.mín) - Einhvern veginn berst boltinn á Ágúst inn á línuna eftir mikið hnoð. Hann misnotar ekki annað dauðafæri og skorar framhjá Hlyn. Juric á síðan slakt skot sem Ágúst Elí ver en Ýmir er fljótur til baka og stoppar Óðin í hraðaupphlaupinu. Valsmenn vinna síðan boltann á ný. 6-6 (17.mín) - Vignir með sitt fyrsta mark, var galopinn í horninu og skoraði á nærstöngina. Einar Rafn skýtur síðan í stöngina hinu megin.6-5 (17.mín) - Ísak Rafnsson fær tveggja mínútna brottvísun fyrir peysutog. Hárrétt hjá þeim Antoni og Jónasi sem hafa haft góða stjórn á þessu hingað til.6-5 (16.mín) - Hlynur að bjarga Valsmönnum. Ver fyrst frá Einari Rafni og svo frá Ágústi í dauðafæri á línunni. FH aftur í vandræðum einum fleiri.6-5 (16.mín) - Ágúst Elí ver í tvígang frá Valsmönnum, hann er kominn í gang. Ýmir nælir sér síðan í tveggja mínútna brottvísun hinu megin og Valsmenn ekki sáttir.6-5 (15.mín) - Ágúst Elí ver skot frá Antoni þegar höndin er komin upp. Gísli Þorgeir skorar svo af harðfylgi hinu megin, hans þriðja mark.5-5 (14.mín) - Óðinn fer aftur inn og skýtur langt framhjá. Óðinn hefur ekki alveg fundið sig í þessu einvigi og Valsmenn náð að stoppa hraðaupphlaupin hans sem hafa verið hans aðalsmerki í vetur.5-5 (12.mín) - Ýmir galopinn á línunni og skorar framhjá Ágústi Elí. Einhverjir vilja meina að hann hafi stigið á línuna en Anton og Jónas láta markið standa. Hlynur ver síðan hinu megin og Valsmenn geta komist yfir. Kaflinn einum fleiri gekk ekki vel hjá FH.5-4 (11.mín) - Anton með sitt fyrsta mark, gott skot af gólfinu. Óðinn fer síðan inn úr horninu en skýtur í stöng úr nokkuð erfiðu færi. Valsmenn fara í sókn og geta jafnað.5-3 (10.mín) - Aftur finnur Gísla Jóhann Karl inni á línunni. Orri hangir í honum fær réttilega 2 mínútur og FH víti. Ásbjörn skorar framhjá Hlyn af vítalínunni.4-3 (10.mín) - Juric með sitt annað mark. Gott fyrir Valsmenn ef hann er að komast í gang.4-2 (9.mín) - Aftur mark hjá FH eftir að höndin er komin upp. Orri virðist vera búinn að stoppa Gísla sem nær þá á einhvern ótrúlegan hátt að koma boltanum inn á Jóhann Karl á línunni. 3-2 (8.mín) - Juric skorar með undirhandarskoti eftir að Valsmenn unnu boltann í vörninni. Arnar Freyr fær gult fyrir peysutog, reyndi að næla sér í treyju Antons.3-1 (7.mín) - Juric með slakt skot, hátt yfir. Hann þarf að finna fjölina sína í sóknarleiknum. 3-1 (6.mín) - Gísli Þorgeir ekki lengi að auka muninn á ný. Hann er magnaður þessi strákur!2-1 (6.mín) - Heiðar Þór kemur inn af bekknum og skorar úr víti, fyrsta mark Valsmanna eftir rúmar 5 mínútur. 2-0 (4.mín) - Vörn FH byrjar af miklum krafti og þeir vinna boltann af Valsmönnum á nýjan leik, eftir eilitinn klaufagang hjá Antoni Rúnarssyni. Hlynur ver síðan sitt þriðja skot, nú frá Ásbirni. Valsmenn halda í sókn á ný.2-0 (3.mín) - Hlynur ver aftur og Sveinn Aron fær boltann í hraðaupphlaupi. Ágúst Elí ver, FH heldur í sókn og Ásbjörn skorar með góðu skoti fyrir utan.1-0 (2.mín) - Valsmenn missa boltann og FH heldur í sókn. Gísli Þorgeir brýst í gegn en Hlynur ver vel úr fínu færi. Þarna hafði gamli maðurinn betur gegn unglingnum.1-0 (2.mín) - Löng sókn hjá FH og Gísli Þorgeir skorar af gólfinu þegar höndin er komin upp. Hann byrjar vel strákurinn.0-0 (1.mín) - FH hefur leikinn í sókn með þá Óðin, Einar Rafn, Gísla Þorgeir, Ásbjörn, Arnar Frey og Jóhann Karl á línunni. Ýmir, Orri Freyr, Sveinn Aron, Ólafur Ægir, Alexander og Vignir standa í vörn Vals með Hlyn Morthens fyrir aftan sig í markinu. 15:59 - Þvílík stemmning! Búið að kynna inn alla leikmenn og þá er lítið eftir annað en að Jónas og Anton flauti þennan leik á.15:57 - Ég á von á spennuleik þar sem úrslitin ráðast á lokamínútunum. Valsmenn þurfa að fá vörnina sína aftur í gang en hún var slök í síðasta leik. Gísli Þorgeir og Ásbjörn voru frábærir í liði FH í síðasta leik og fái heimamenn annað eins framlag frá þeim í dag verður leikurinn erfiður fyrir Valsmenn.15:55 - Þá ganga liðin inn og þvílíku lætin hér í húsinu. Valsmenn ganga fyrstir inn og heimamenn fylgja svo á eftir.15:52 - We will rock you skellt á og ljósin slökkt. Valsmenn með einhverja ljósasýningu sín megin í stúkunni, skemmtilegt. 15:49 - Að sjálfsögðu er þjóðsöngur handboltans "Sweet Caroline" kominn á fóninn hér í Krikanum. Rúmar 10 mínútur í leik og leikmenn farnir að ganga til búningsherbergja. Íslandsmeistarabikararnir standa klárir á tímavarðarborðinu en Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ mætti með þá í hús hér áðan.15:45 - Það eru enn laus pláss Valsmegin í stúkunni en gjörsamlega pakkað þeim megin sem stuðningsmenn FH eru. Það er þó meira fjör hjá Völsurum eins og er og mikið líf í stuðningsmannasveit þeirra.15:40 - Leikmannahópur FH: Markverðir: Birkir Fannar Bragason og Ágúst Elí Björgvinsson. Útileikmenn: Ágúst Birgisson, Óðinn Þór Ríkharðsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ásbjörn Friðriksson, Ísak Rafnsson, Jóhann Karl Reynisson, Einar Rafn Eiðsson, Jóhann Birgir Ingvarsson, Halldór Ingi Jónasson, Jón Bjarni Ólafsson, Arnar Freyr Ársælsson og Þorgeir Björnsson. Leikmannahópur Vals: Markverðir: Sigurður Ingiberg Ólafsson og Hlynur Morthens. Útileikmenn: Orri Freyr Gíslason, Ólafur Ægir Ólafsson, Atli Már Báruson, Vignir Stefánsson, Alexander Örn Júlíusson, Sveinn Aron Sveinsson, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Sveinn José Rivera, Josip Juric Grgic, Ýmir Örn Gíslason, Anton Rúnarsson og Atli Karl Bachmann.15:38 - Það er farið að heyrast vel í Valsmönnum í stúkunni hinu megin. Bongósveitin mætt og mikil stemmning. Liðin eru á fullu í upphitun en fara fljótlega að koma sér inn í klefa. 20 mínútur í veisluna!15:32 - Í grein Óskars kemur meðal annars fram að Valsmenn hafa verið að fá meira framlag frá horna- og línumönnum sínum en FH-ingar og sömuleiðis meira framlag frá bekknum. FH hefur hins vegar skorað meira fyrir utan og þar hefur Gísli Þorgeir Kristjánsson farið hamförum en hann hefur skorað 27 mörk og gefið 15 stoðsendingar í fjórum leikjum. Markvarslan er svipuð hjá báðum liðum. Birkir Fannar í marki FH er með 35% vörslu, Sigurður Ingiberg Val 35% og þeir Ágúst Elí FH og Hlynur Morthens Val báðir með 25% markvörslu hingað til í einvíginu.15:30 - Óskar Ófeigur Jónsson blaðamaður á Vísi skrifaði frábæra grein sem birtist á vefnum í gær um oddaleikinn. Hann bar þar saman liðin tvö og greinina má lesa með því að smella hér.15:25 - Það er okkar reyndasta dómarapar, Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, sem munu dæma leikinn á eftir. Þeir dæmdu líka leik númer fjögur og fengu gagnrýni frá Valsmönnum eftir leik og sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari þeirra að Halldór Jóhann Sigfússon hefði náð að setja pressu á dómarana með ummælum sínum eftir leik þrjú. Jónas og Anton þurfa á allri sinni reynslu að halda hér á eftir því það má búast við miklum hasar og hörðum leik. 15:22 - Fólk hópast hér inn í salinn og ég hef ekki tölu á þeim fjölda tromma sem heyrist nú í. Lætin hér á eftir verða rosaleg.15:18 - Það var verið að hleypa áhorfendum inn í salinn en mikið fjölmenni var komið hér fyrir utan Kaplakrika enda glæsileg dagskrá í gangi, Friðrik Dór, grill og ég veit ekki hvað. Framkvæmdastjóri FH sagði mér áðan að meirihluta miða væri nú þegar seldur og það verður örugglega uppselt á leikinn.15:15 - Góðan og blessaðan daginn og það er að ég held óhætt að segja gleðilega hátíð. Eftir 45 mínútur hefst úrslitaleikur FH og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. Bæði liðin hafa unnið tvo leiki í einvíginu og þvi ljóst að það mun fara bikar á loft í Krikanum í dag. Olís-deild karla Tengdar fréttir Ísak: Ætla ekki að koma með neinar afsakanir, betra liðið vann einfaldlega "Við náum engum takti í seinni hálfleik og leyfum þeim að stjórna ferðinni,“ segir Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir tapið gegn Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2. 21. maí 2017 18:04 Anton: Við slátruðum þeim "Þetta er ótrúlega sætt og líka í ljósi þess að við erum bæði Íslands- og bikarmeistarar. 21. maí 2017 18:36 Ýmir Örn: Liðsheildin skilaði þessu "Tilfinningin er auðvitað alveg mögnuð. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það var erfitt að vera útaf seinustu átta mínúturnar en þeir bara kláruðu þetta. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason leikmaður Vals í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í dag þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. 21. maí 2017 18:09 Guðlaugur og Óskar: Erum með besta varnarlið landsins Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í dag. Þjálfarar Vals, þeir Guðlaugur Arnarsson og Óskar Bjarni Óskarsson, voru vitaskuld hæstánægðir þegar Vísir hitti þá að leik loknum í dag. 21. maí 2017 18:24 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Fleiri fréttir Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjá meira
Valur er Íslandsmeistari í handknattleik karla eftir 27-20 sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika. Valsmenn tryggðu sér titilinn með frábærum seinni hálfleik staðan í hálfleik var 11-9 fyrir FH. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi. FH-ingar voru þó skrefinu á undan og Valsmenn skoruðu ekki sitt fyrsta mark fyrr en eftir fimm mínútna leik. Hinn ungi Gísli Þorgeir Kristjánsson, sem borið hefur sóknarleik FH uppi í þessu einvígi, byrjaði af miklum krafti og skoraði þrjú af fyrstu sex mörkum heimamanna. Hann var auk þess duglegur að koma samherjum sínum í góð færi. Gestirnir þurftu að hafa töluvert meira fyrir sínum mörkum og vörn FH var að standa vel. Vörn Valsmanna var betri en í síðasta leik og markmennirnir, þeir Ágúst Elí í marki FH og Hlynur Morthens í marki Vals, voru báðir að verja vel. Hönd dómaranna kom oft upp í sóknum beggja liða en FH-ingar hafa gert það að aðalsmerki sínu að skora mörk þegar þeir eru nálægt því að fá dæmda á sig leiktöf. Þeir breyttu ekkert útaf vananum í dag og voru þolinmóðir í sínum sóknum. Heimamenn náðu mest þriggja marka forskoti þegar Ásbjörn Friðriksson skoraði úr víti og kom FH í 11-8. Valsmenn skoruðu þó síðasta mark fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik 11-9. Síðari hálfleikur hófst með sama barning og FH leiddi áfram með einu til tveimur mörkum. Anton Rúnarsson jafnaði metin í 14-14 þegar um sjö mínútur voru liðnar af hálfleiknum og þeir komust síðan yfir í fyrsta sinn þegar Vignir Stefánsson stal boltanum og skoraði úr hraðaupphlaupi. Þetta kveikti heldur betur í Valsmönnum. Bræðurnir Ýmir Örn og Orri Freyr voru gjörsamlega frábærir í miðri vörninni og Sigurður Ingiberg Ólafsson sömuleiðis í markinu. Hann varði eins og óður maður og FH skoraði ekki í rúmar 10 mínútur. Valsmenn skoruðu hins vegar hvert markið á fætur öðru og þegar tíu mínútur voru eftir kom Ólafur Ægir Ólafsson þeim fimm mörkum yfir, 20-15. Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH tók þá sitt annað leikhlé í hálfleiknum enda sókn FH ráðþrota gegn frábærri vörn Valsmanna. FH skoraði loks þegar um átta mínútur lifðu leiks og minnkuðu þá muninn í fjögur mörk, 20-16. Spennan hélt áfram og þegar skammt var eftir fékk Ýmir Örn sína þriðju brottvísun fyrir klaufalegt brot. FH-ingum tókst hins vegar ekki að nýta sér það og Valsmenn skoruðu næstum að vild í sínum sóknum. Ólafur Ægir Ólafsson fór á kostum og skoraði 4 mörk á síðustu fimmtán mínútum leiksins fyrir Valsmenn. FH tókst aldrei að nálgast Val að ráði og stuðningsmenn Vals voru farnir að fagna í stúkunni nokkrum mínútum áður en leik lauk. Lokatölur urðu 27-20 og Valsmenn því Íslandsmeistarar í handknattleik karla árið 2017, í fyrsta sinn í 10 ár. Sigurður Ingiberg Ólafsson var stórkostlegur í seinni hálfleiknum í dag. Hann varði 15 skot og fékk aðeins á sig 9 mörk. Vörn Vals fór á kostum þar fyrir framan og menn eins og Ólafur Ægir og Juric vöknuðu í sókninni. Sókn FH brást í síðari hálfleik og leikur þeirra hreinlega hrundi um miðjan hálfleikinn. Það þýðir auðvitað lítið gegn Valsliðinu og hvað þá í úrslitaleik.Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 6/3, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Einar Rafn Eiðsson 3, Ágúst Birgisson 2, Óðinn Þór Ríkharðsson 1, Arnar Freyr Ársælsson 1, Ísak Rafnsson 1, Jóhann Karl Reynisson 1, Jóhann Birgir Ingvarsson 1.Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 11, Birgir Fannar Bragason 4.Mörk Vals: Josip Juric 5, Anton Rúnarsson 4, Ólafur Ægir Ólafsson 4, Heiðar Aðalsteinsson 3/3, Vignir Stefánsson 3, Sveinn Aron Sveinsson 2, Alexander Örn Júlíusson 2, Ýmir Örn Gíslason 1, Orri Freyr Gíslason 1, Atli Karl Bachmann 1.Varin skot: Hlynur Morthens 8, Sigurður Ingiberg Ólafsson 15/1.Guðlaugur róar sína menn.Vísir/ErnirValsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í dag. Þjálfarar Vals, þeir Guðlaugur Arnarsson og Óskar Bjarni Óskarsson, voru vitaskuld hæstánægðir þegar Vísir hitti þá að leik loknum. „Vörnin stóð bara gríðarlega vel, Siggi (Sigurður Ingiberg Ólafsson) kom í markið og þeir gátu ekki skorað hjá honum,“ sagði Guðlaugur þegar blaðamaður Vísis spurði hann hvað hefði eiginlega gerst í síðari hálfleik. Valsmenn unnu seinni hálfleikinn með 9 marka mun eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik. „Við vorum tiltölulega rólegir, vorum að fá okkur aðeins of mikið af hraðaupphlaupum þar sem við vorum ekki að hlaupa vel til baka í fyrri hálfleik. Við vissum að við þyrftum að ná okkar hraðaupphlaupum, halda ró og þá myndi þetta koma,“ sagði Óskar Bjarni en þeir félagar hafa myndað sterkt þjálfarateymi hjá Val í vetur. „Við erum með besta varnarlið Íslands. Við erum búnir að vinna tvo titla á vörninni og það er mikið til Gulla að þakka. Við erum með stráka sem nenna að spila vörn, það er bara lykillinn,“ bætti Óskar Bjarni við. Það hefur mikið gengið á hjá Val í vetur og þeir fóru meðal annars alla leið í undanúrslit Evrópukeppninnar þar sem þeir féllu úr leik á grátlegan hátt. „Evrópuævintýrið gaf ótrúlegan kraft inn í hópinn, það er bara þannig,“ sagði Guðlaugur áður en hann var hlaupinn í verðlaunaafhendingu. „Ég þarf að fara að taka á móti bikarnum,“ sagði Guðlaugur skælbrosandi að lokum. Ýmir Örn: Liðsheildin skilaði þessuÝmir Örn var frábær í úrslitakeppninni.vísir/ernir„Tilfinningin er auðvitað alveg mögnuð. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það var erfitt að vera útaf seinustu átta mínúturnar en þeir bara kláruðu þetta. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason leikmaður Vals í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í dag þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. Valsmenn tryggðu sér sigurinn og Íslandsmeistaratitilinn með mögnuðum seinni hálfleik sem þeir unnu með níu mörkum. Vörnin small saman og Sigurður Ingiberg Ólafsson í markinu fór á kostum. „Við vorum allt í lagi í fyrri hálfleik en við vissum að við þyrftum að gera betur, vera nær hvor öðrum og hjálpast betur að. Það kom í seinni hálfleiknum. Liðsheildin skilaði þessu, það er ekkert flóknara en það,“ bætti Ýmir Örn við. Valsmenn enduðu í 7.sæti deildarkeppninnar og mættu stjörnum prýddu liði ÍBV í 8-liða úrslitunum. Þeir voru einnig að berjast í Evrópukeppninni sem lauk á sorglegan hátt eftir dómaraskandal í Rúmeníu í undanúrslitum. „Ég hafði alltaf trú á þessu. Um leið og við vissum að við ættum ÍBV þá ætluðum við bara að vinna þá. Síðan næst Fram, vinna þá og svo FH núna. Við áttum að fara út á fimmtudag að spila gegn Sporting en við notuðum orkuna í þetta og gerðum okkur að Íslandsmeisturum í staðinn.“ Þetta er í fyrsta sinn í 10 ár sem Valur verður Íslandsmeistari og Ýmir lofaði því að það yrði fagnað vel að Hlíðarenda í kvöld. „Það verður eitthvað skemmtilegt, við höfum það gaman í kvöld ég veit það allavega,“ sagði Ýmir Örn að lokum. Halldór Jóhann: Við bara skorum ekkiHalldór messar yfir sínum mönnum.vísir/ernirHalldór Jóhann Sigfússon segir að FH-ingar geti verið ánægðir með veturinn þrátt fyrir að hann sé svekktur eftir tapið gegn Val í dag. „Við bara skorum ekki, það er það sem gerðist. Þeir kláruðu þetta og spiluðu virkilega góðan sóknarleik,“ sagði Halldór Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. „Það er auðvitað samblanda af af góðum varnarleik þeirra og slökum sóknarleik okkar hvernig þetta fer. Við erum að fá ótrúlegustu færi og ef við hefðum nýtt dauðafærin hefði leikurinn verið í járnum. Þetta er hluti af þessu, hann kemur í markið og bara lokar,“ bætti Halldór Jóhann við en Sigurður Ingiberg Ólafsson fór á kostum í marki Vals í síðari hálfleik og FH virtist fyrirmunað að skora. „Ég er ótrúlega stoltur af strákunum þrátt fyrir tapið, þeir hafa verið frábærir í allan vetur. Þetta er yngsta lið sem hefur farið í úrslitin og ég er með 17 ára strák í byrjunarliðinu sem er besti leikmaður úrslitakeppninnar. Við erum með marga uppalda leikmenn og frábært lið,“ sagði Halldór en Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar að leik loknum í kvöld. „Ég get ekki annað en verið stoltur þó svo að maður sé auðvitað með biturt bragð eftir leikinn í kvöld. Maður róast aðeins niður á næstu dögum og þá kannski sjá menn að við getum glaðst yfir góðum vetri. Auðvitað er maður hrikalega svekktur núna,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Anton: Við slátruðum þeimAnton fagnar í leikslok.vísir/ernir„Þetta er ótrúlega sætt og líka í ljósi þess að við erum bæði Íslands- og bikarmeistarar. Þetta er gjörsamlega frábært tímabil og með Evrópukeppninni líka. Ég er hrikalega stoltur af okkur hér í dag,“ sagði Anton Rúnarsson leikmaður Valsmanna sem skoraði fjögur mörk í sigrinum á FH. „Það skiptir engu máli hvort við séum þremur undir eða þremur yfir, við spilum bara okkar leik. Við vorum bara ánægðir með að vera tveimur undir í hálfleik og vissum það að þegar við myndum komast á skrið þá er ekkert lið að fara að stoppa okkur. Við gerðum það í síðari hálfleik og við gjörsamlega slátruðum þeim,“ bætti Anton við en Valsmenn unnu síðari hálfleikinn með níu mörkum. Sigurður Ingiberg Ólafsson kom gríðarlega öflugur inn í Valsmarkið í seinni hálfleik eftir að Hlynur Morthens hafði varið ágætlega í þeim fyrri. „Siggi kemur frábær inn, hann er búinn að vera heitur í síðustu leikjum og búinn að eiga frábært tímabil. Við erum klókir og lögðum þetta upp sem úrslitaleik og uppskárum eftir því.“ Allir leikirnir í úrslitaeinvíginu unnust á útivelli og Valsmenn unnu því þrjá leiki hér í Kaplakrika. „Við vorum búnir að vinna hér tvisvar áður og vissum að við gætum gert það í þriðja sinn. Þetta var mikilvægasti leikurinn á tímabilinu, hann var ekki síðasta fimmtudag. Nú var allt undir og þá erum við klárir. Ég er virkilega stoltur af þessu,“ sagði Anton að lokum. Ísak: Ætla ekki að koma með neinar afsakanir, betra liðið vann einfaldlegaÍsak var nokkuð góður í vörn FH.vísir/eyþór„Við náum engum takti í seinni hálfleik og leyfum þeim að stjórna ferðinni,“ segir Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir tapið gegn Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2. „Það er aldrei gott að slaka á á móti Val og þeir eru bara verðugir meistarar og ég óska þeim til hamingju með titilinn.“ Ísak segir að FH hafi spilað marga svona leiki í vetur. „Ég veit bara ekki hvað klikkaði í seinni hálfleik og ég nenni ekki að fara koma með einhverjar afsakanir, við töpuðum bara fyrir betra liðinu.“ Hann segir að Sigurður Ingiberg Ólafsson hafi verið FH-ingum erfiður í marki Vals. „Hann varði bara fáránlega mikið og hann var líklega munurinn á liðunum tveimur í seinni hálfleik.“Valsmenn eru Íslands- og bikarmeistarar.vísir/ernir20-27 (Leik lokið) - Valsmenn eru Íslandsmeistarar í handknattleik eftir sjö marka sigur og ótrúlegan seinni hálfleik!20-27 (60.mín) - Anton skorar yfir allan völlinn og Valsmenn ærast. Þeir eru að vinna seinni hálfleikinn með níu mörkum!20-26 (59.mín) - Heiðar Þór skorar af línunni og munurinn sex mörk.20-25 (58.mín) - FH-ingar skora en Sveinn Aron gulltryggir sigurinn og Íslandsmeistaratitilinn. Valsmenn eru byrjaðir að fagna á pöllunum.19-24 (58.mín) - Nú er þetta komið! Juric skorar og Valsmenn ærast á pöllunum.19-23 (57.mín) - Sveinn Aron skorar en Ásbjörn svarar. 18-22 (56.mín) - Ólafur Ægir skorar og fer langleiðina með þetta fyrir Valsmenn. Sigurður Ingiberg ver síðan hinu megin og nú verður þetta erfitt fyrir heimamenn. 4 mínútur eftir og Valsmenn fjórum mörkum yfir.18-21 (55.mín) - FH vinnur boltann og Gísli Þorgeir skorar í autt markið. Óskar og Guðlaugur taka leikhlé þegar um fimm mínútur eru eftir.17-21 (55.mín) - Halldór Ingi fer inn úr horninu en Sigurður Ingiberg ver. Hvílíkur leikur hjá Sigurði.17-21 (54.mín) - Birkir Fannar kominn í markið og ver frá Alexander. Ýmir síðan klaufi og fær tvær mínútur fyrir að fara í andlitið á Einari Rafni sem var að hefja sókn fyrir FH. Það er hans þriðja brottvísun og Ýmir hefur því lokið leik. Þetta var ekki gott fyrir Val því hann hefur verið frábær í vörn Vals.17-21 (53.mín) - Alexander Örn skorar fyrir Val og FH svarar strax að bragði, Ágúst Birgisson þar að verki.16-20 (53.mín) - Loksins skorar FH. Ásbjörn gerir það af vítalínunni.15-20 (52.mín) - Juric fær tveggja mínútna brottvísun fyrir að setja fótinn í boltann. FH þarf að nýta sér þetta vel.15-20 (52.mín) - Ólafur Ægir skorar þriðja mark sitt á stuttum tíma og kemur Val fimm mörkum yfir. Þeir eru að keyra yfir FH-inga og Halldór Jóhann tekur annað leikhlé.15-19 (51.mín) - Það gengur allt upp hjá Val. Ólafur Ægir með sitt annað mark og munurinn fjögur mörk. Halldór Ingi fer síðan inn úr horninu en skýtur í stöng.15-18 (50.mín) - Hvað er í gangi? Sigurður Ingiberg ætlar bara ekki að fá á sig fleiri mörk. Hann ver á ný úr dauðafæri frá Jóhanni Karli en Ýmir fær reyndar tveggja mínútna brottvísun fyrir peysutog þar á undan. Valsmenn geta komist fjórum mörkum yfir.15-18 (48.mín) - Valsmenn eru komnir þremur mörkum yfir. Juric skorar með skoti fyrir utan, Ágúst er í boltanum sem endar í netinu.15-17 (47.mín) - Ólafur Ægir brýst í gegn og kemur Val tveimur mörkum yfir.15-16 (47.mín) - Sigurður Ingiberg er búinn að loka markinu! Ásbjörn gerir vel í að finna Jóhann Karl á línunni en Sigurður ver.15-16 (46.mín) - Vörn Vals tekur skot Jóhanns og Sigurður Ingiberg ver síðan frá Arnari Frey sem hirti frákastið. Halldór Jóhann tekur leikhlé enda lítið gengið í sókn FH síðustu mínútur.15-16 (45.mín) - Anton skýtur í þverslá eftir langa sókn. Valsmenn ekki nýtt tækifærið til að komast tveimur mörkum yfir.15-16 (44.mín) - FH vinnur boltann en komast síðan ekkert áleiðis gegn vörn Vals. Bræðurnir Orri og Ýmir eru að skemmta sér hrikalega vel í miðri vörninni og Sigurður Ingiberg virðist vera í miklu stuði fyrir aftan.15-16 (43.mín) - Valsvörnin er að standa frábærlega núna. Ásbjörn tekur neyðarskot sem Sigurður Ingiberg ver og Valur getur komist tveimur mörkum yfir. Allir staðnir upp hér í stúkunum og munu líklega ekki setjast aftur.15-16 (42.mín) - Anton skorar og Einar Rafn fær tvær mínútur fyrir meinta bakhrindingu. FH-ingar brjálaðir en það hefur lítið að segja. "Algjört kjaftæði" segir blaðamaðurinn og Valsarinn Stefán Árni Pálsson sem er hér í blaðamannastúkunni. 15-15 (41.mín) - Loks skorar FH einum fleiri og það gerir Einar Rafn þegar hann brýst í gegn og setur boltann undir Sigurð Ingiberg í markinu.14-15 (41.mín) - Vignir stelur boltanum og kemur Val yfir í fyrsta sinn.14-14 (40.mín) - Sigurður Ingiberg ver frá Gísla úr dauðafæri. Enn hefur FH ekki skorað úr opnum leik þegar þeir eru einum færri. Ágúst Elí svarar og ver hinu megin frá Juric.14-14 (39.mín) - Orri Freyr fær tveggja mínútna brottvísun fyrir peysutog, hans önnur brottvísun í dag. Valsmenn mega ekki við því að missa hann úr vörninni.14-14 (39.mín) - Anton jafnar með skoti sem fer af vörninni og lekur inn. Ágúst Elí var lagður af stað í hitt hornið.14-13 (37.mín) - Vignir skorar úr horninu, vel klárað hjá honum. Ruðningur síðan dæmdur á Gísla Þorgeir, fannst þetta frekar harður dómur.14-12 (36.mín) - Einar Rafn með frábært mark, enn og aftur skorar FH þegar höndin er komin upp. 13-12 (35.mín) - Juric gerir vel, sækir á Óðin og fær víti og Óðinn tvær mínútur. Heiðar Þór skorar í annað sinn af línunni og minnkar muninn í eitt mark.13-11 (34.mín) - Einar Rafn skorar úr hraðaupphlaupi eftir að Ágúst Elí hafði varið frá Antoni. Sýndist Einar Rafn reyndar taka of mörg skref en markið stendur. Sigurður Ingiberg er kominn í mark Valsara og þeir halda áfram þeirri venju að skipta leiknum á milli sinna markvarða.12-11 (33.mín) - Ólafur Ægir finnur Orra á línunni sem vippar yfir Ágúst Elí. Ruðningur dæmdur á Gísla Þorgeir í næstu sókn og Valsmenn geta nú jafnað.12-10 (32.mín) - Jóhann Birgir skorar af harðfylgi. Ýmir missti af honum og var heppinn að fá ekki brottvísun fyrir að hanga í Jóhanni.11-10 (31.mín) - Þá er þetta byrjað á ný. Valsmenn í sókn og verða einum fleiri í rúma mínútu í viðbót. Juric er fljótur að nýta sér það og skorar með góðu skoti.11-9 (Hálfleikur) - Ásbjörn er markahæstur heimamanna með 4 mörk og Gísli Þorgeir er með 3. Ýmir og Juric hafa skorað tvö mörk hvor fyrir gestina. Markmennirnir Ágúst Elí og Hlynur hafa báðir varið 8 skot.11-9 (Fyrri hálfleik lokið) - FH fékk aukakast þegar tíminn var liðinn og Einar Rafn skaut yfir vegginn og markið. Tveggja marka munur í leikhléi og Valsmenn hefja leik í síðari hálfleik í sókn og einum fleiri.11-9 (30.mín) - Afar löng sókn FH endar með leiktöf. Ásbjörn skýtur að marki eftir að dómararnir eru búnir að flauta og fær tveggja mínútna brottvísun. Juric fer hins vegar illa að ráði sínu, lætur Ágúst Elí verja frá sér og FH hefur 10 sekúndur til að skora fyrir hálfleik.11-9 (29.mín) - Atli Karl fær boltann á línunni og skorar sitt fyrsta mark. 1:30 eftir af fyrri hálfleik.11-8 (28.mín) - Ásbjörn sækir víti sem hann skorar síðan sjálfur úr. Þriggja marka munur í fyrsta sinn í leiknum.10-8 (27.mín) - Einar Rafn á skot sem vörn Vals tekur en boltinn aftur fyrir og FH heldur því áfram í sókn. Halldór Jóhann tekur leikhlé og vill stilla upp í gott kerfi með sínum mönnum.10-8 (27.mín) - Eftir afar vandræðalega sókn Vals fær Sveinn Jose Rivera dauðafæri á línunni. Hann skýtur hins vegar í þverslána og FH getur náð þriggja marka forskoti.10-8 (25.mín) - Ísak Rafnsson! FH vinnur boltann, heldur í sókn og Ísak fær gott færi fyrir utan sem hann nýtir vel. Tveggja marka munur og vörn FH aftur komin í gang.9-8 (24.mín) - Þessi sókn hjá Val var ekki góð og endaði með skoti frá Ými úr erfiðu færi. Gísli Þorgeir síðan aðeins of fljótur á sér og á skot yfir mark FH hinu megin. Valsmenn aftur komnir í sókn.9-8 (22.mín) - Ásbjörn skorar með skoti sem Hlynur hefði jafnvel átt að verja. Atli Karl Bachmann fær svo dauðafæri í horninu en Ágúst Elí ver sitt sjöunda skot.8-8 (22.mín) - Alexander Örn með sitt fyrsta mark og jafnar metin. Sóknin aðeins að ganga betur hjá gestunum.8-7 (21.mín) - Ýmir skorar af miklu harðfylgi en FH tekur hraða miðju og Arnar Freyr refsar strax með góðu marki.7-6 (20.mín) - Óskar Bjarni og Guðlaugur taka leikhlé og vilja aðeins skerpa á leik sinna manna. Alexander Örn var kominn inn í sóknina fyrir Juric sem hafði verið full mistækur þrátt fyrir að vera kominn með tvö mörk.7-6 (19.mín) - Einhvern veginn berst boltinn á Ágúst inn á línuna eftir mikið hnoð. Hann misnotar ekki annað dauðafæri og skorar framhjá Hlyn. Juric á síðan slakt skot sem Ágúst Elí ver en Ýmir er fljótur til baka og stoppar Óðin í hraðaupphlaupinu. Valsmenn vinna síðan boltann á ný. 6-6 (17.mín) - Vignir með sitt fyrsta mark, var galopinn í horninu og skoraði á nærstöngina. Einar Rafn skýtur síðan í stöngina hinu megin.6-5 (17.mín) - Ísak Rafnsson fær tveggja mínútna brottvísun fyrir peysutog. Hárrétt hjá þeim Antoni og Jónasi sem hafa haft góða stjórn á þessu hingað til.6-5 (16.mín) - Hlynur að bjarga Valsmönnum. Ver fyrst frá Einari Rafni og svo frá Ágústi í dauðafæri á línunni. FH aftur í vandræðum einum fleiri.6-5 (16.mín) - Ágúst Elí ver í tvígang frá Valsmönnum, hann er kominn í gang. Ýmir nælir sér síðan í tveggja mínútna brottvísun hinu megin og Valsmenn ekki sáttir.6-5 (15.mín) - Ágúst Elí ver skot frá Antoni þegar höndin er komin upp. Gísli Þorgeir skorar svo af harðfylgi hinu megin, hans þriðja mark.5-5 (14.mín) - Óðinn fer aftur inn og skýtur langt framhjá. Óðinn hefur ekki alveg fundið sig í þessu einvigi og Valsmenn náð að stoppa hraðaupphlaupin hans sem hafa verið hans aðalsmerki í vetur.5-5 (12.mín) - Ýmir galopinn á línunni og skorar framhjá Ágústi Elí. Einhverjir vilja meina að hann hafi stigið á línuna en Anton og Jónas láta markið standa. Hlynur ver síðan hinu megin og Valsmenn geta komist yfir. Kaflinn einum fleiri gekk ekki vel hjá FH.5-4 (11.mín) - Anton með sitt fyrsta mark, gott skot af gólfinu. Óðinn fer síðan inn úr horninu en skýtur í stöng úr nokkuð erfiðu færi. Valsmenn fara í sókn og geta jafnað.5-3 (10.mín) - Aftur finnur Gísla Jóhann Karl inni á línunni. Orri hangir í honum fær réttilega 2 mínútur og FH víti. Ásbjörn skorar framhjá Hlyn af vítalínunni.4-3 (10.mín) - Juric með sitt annað mark. Gott fyrir Valsmenn ef hann er að komast í gang.4-2 (9.mín) - Aftur mark hjá FH eftir að höndin er komin upp. Orri virðist vera búinn að stoppa Gísla sem nær þá á einhvern ótrúlegan hátt að koma boltanum inn á Jóhann Karl á línunni. 3-2 (8.mín) - Juric skorar með undirhandarskoti eftir að Valsmenn unnu boltann í vörninni. Arnar Freyr fær gult fyrir peysutog, reyndi að næla sér í treyju Antons.3-1 (7.mín) - Juric með slakt skot, hátt yfir. Hann þarf að finna fjölina sína í sóknarleiknum. 3-1 (6.mín) - Gísli Þorgeir ekki lengi að auka muninn á ný. Hann er magnaður þessi strákur!2-1 (6.mín) - Heiðar Þór kemur inn af bekknum og skorar úr víti, fyrsta mark Valsmanna eftir rúmar 5 mínútur. 2-0 (4.mín) - Vörn FH byrjar af miklum krafti og þeir vinna boltann af Valsmönnum á nýjan leik, eftir eilitinn klaufagang hjá Antoni Rúnarssyni. Hlynur ver síðan sitt þriðja skot, nú frá Ásbirni. Valsmenn halda í sókn á ný.2-0 (3.mín) - Hlynur ver aftur og Sveinn Aron fær boltann í hraðaupphlaupi. Ágúst Elí ver, FH heldur í sókn og Ásbjörn skorar með góðu skoti fyrir utan.1-0 (2.mín) - Valsmenn missa boltann og FH heldur í sókn. Gísli Þorgeir brýst í gegn en Hlynur ver vel úr fínu færi. Þarna hafði gamli maðurinn betur gegn unglingnum.1-0 (2.mín) - Löng sókn hjá FH og Gísli Þorgeir skorar af gólfinu þegar höndin er komin upp. Hann byrjar vel strákurinn.0-0 (1.mín) - FH hefur leikinn í sókn með þá Óðin, Einar Rafn, Gísla Þorgeir, Ásbjörn, Arnar Frey og Jóhann Karl á línunni. Ýmir, Orri Freyr, Sveinn Aron, Ólafur Ægir, Alexander og Vignir standa í vörn Vals með Hlyn Morthens fyrir aftan sig í markinu. 15:59 - Þvílík stemmning! Búið að kynna inn alla leikmenn og þá er lítið eftir annað en að Jónas og Anton flauti þennan leik á.15:57 - Ég á von á spennuleik þar sem úrslitin ráðast á lokamínútunum. Valsmenn þurfa að fá vörnina sína aftur í gang en hún var slök í síðasta leik. Gísli Þorgeir og Ásbjörn voru frábærir í liði FH í síðasta leik og fái heimamenn annað eins framlag frá þeim í dag verður leikurinn erfiður fyrir Valsmenn.15:55 - Þá ganga liðin inn og þvílíku lætin hér í húsinu. Valsmenn ganga fyrstir inn og heimamenn fylgja svo á eftir.15:52 - We will rock you skellt á og ljósin slökkt. Valsmenn með einhverja ljósasýningu sín megin í stúkunni, skemmtilegt. 15:49 - Að sjálfsögðu er þjóðsöngur handboltans "Sweet Caroline" kominn á fóninn hér í Krikanum. Rúmar 10 mínútur í leik og leikmenn farnir að ganga til búningsherbergja. Íslandsmeistarabikararnir standa klárir á tímavarðarborðinu en Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ mætti með þá í hús hér áðan.15:45 - Það eru enn laus pláss Valsmegin í stúkunni en gjörsamlega pakkað þeim megin sem stuðningsmenn FH eru. Það er þó meira fjör hjá Völsurum eins og er og mikið líf í stuðningsmannasveit þeirra.15:40 - Leikmannahópur FH: Markverðir: Birkir Fannar Bragason og Ágúst Elí Björgvinsson. Útileikmenn: Ágúst Birgisson, Óðinn Þór Ríkharðsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ásbjörn Friðriksson, Ísak Rafnsson, Jóhann Karl Reynisson, Einar Rafn Eiðsson, Jóhann Birgir Ingvarsson, Halldór Ingi Jónasson, Jón Bjarni Ólafsson, Arnar Freyr Ársælsson og Þorgeir Björnsson. Leikmannahópur Vals: Markverðir: Sigurður Ingiberg Ólafsson og Hlynur Morthens. Útileikmenn: Orri Freyr Gíslason, Ólafur Ægir Ólafsson, Atli Már Báruson, Vignir Stefánsson, Alexander Örn Júlíusson, Sveinn Aron Sveinsson, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Sveinn José Rivera, Josip Juric Grgic, Ýmir Örn Gíslason, Anton Rúnarsson og Atli Karl Bachmann.15:38 - Það er farið að heyrast vel í Valsmönnum í stúkunni hinu megin. Bongósveitin mætt og mikil stemmning. Liðin eru á fullu í upphitun en fara fljótlega að koma sér inn í klefa. 20 mínútur í veisluna!15:32 - Í grein Óskars kemur meðal annars fram að Valsmenn hafa verið að fá meira framlag frá horna- og línumönnum sínum en FH-ingar og sömuleiðis meira framlag frá bekknum. FH hefur hins vegar skorað meira fyrir utan og þar hefur Gísli Þorgeir Kristjánsson farið hamförum en hann hefur skorað 27 mörk og gefið 15 stoðsendingar í fjórum leikjum. Markvarslan er svipuð hjá báðum liðum. Birkir Fannar í marki FH er með 35% vörslu, Sigurður Ingiberg Val 35% og þeir Ágúst Elí FH og Hlynur Morthens Val báðir með 25% markvörslu hingað til í einvíginu.15:30 - Óskar Ófeigur Jónsson blaðamaður á Vísi skrifaði frábæra grein sem birtist á vefnum í gær um oddaleikinn. Hann bar þar saman liðin tvö og greinina má lesa með því að smella hér.15:25 - Það er okkar reyndasta dómarapar, Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, sem munu dæma leikinn á eftir. Þeir dæmdu líka leik númer fjögur og fengu gagnrýni frá Valsmönnum eftir leik og sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari þeirra að Halldór Jóhann Sigfússon hefði náð að setja pressu á dómarana með ummælum sínum eftir leik þrjú. Jónas og Anton þurfa á allri sinni reynslu að halda hér á eftir því það má búast við miklum hasar og hörðum leik. 15:22 - Fólk hópast hér inn í salinn og ég hef ekki tölu á þeim fjölda tromma sem heyrist nú í. Lætin hér á eftir verða rosaleg.15:18 - Það var verið að hleypa áhorfendum inn í salinn en mikið fjölmenni var komið hér fyrir utan Kaplakrika enda glæsileg dagskrá í gangi, Friðrik Dór, grill og ég veit ekki hvað. Framkvæmdastjóri FH sagði mér áðan að meirihluta miða væri nú þegar seldur og það verður örugglega uppselt á leikinn.15:15 - Góðan og blessaðan daginn og það er að ég held óhætt að segja gleðilega hátíð. Eftir 45 mínútur hefst úrslitaleikur FH og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. Bæði liðin hafa unnið tvo leiki í einvíginu og þvi ljóst að það mun fara bikar á loft í Krikanum í dag.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Ísak: Ætla ekki að koma með neinar afsakanir, betra liðið vann einfaldlega "Við náum engum takti í seinni hálfleik og leyfum þeim að stjórna ferðinni,“ segir Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir tapið gegn Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2. 21. maí 2017 18:04 Anton: Við slátruðum þeim "Þetta er ótrúlega sætt og líka í ljósi þess að við erum bæði Íslands- og bikarmeistarar. 21. maí 2017 18:36 Ýmir Örn: Liðsheildin skilaði þessu "Tilfinningin er auðvitað alveg mögnuð. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það var erfitt að vera útaf seinustu átta mínúturnar en þeir bara kláruðu þetta. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason leikmaður Vals í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í dag þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. 21. maí 2017 18:09 Guðlaugur og Óskar: Erum með besta varnarlið landsins Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í dag. Þjálfarar Vals, þeir Guðlaugur Arnarsson og Óskar Bjarni Óskarsson, voru vitaskuld hæstánægðir þegar Vísir hitti þá að leik loknum í dag. 21. maí 2017 18:24 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Fleiri fréttir Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjá meira
Ísak: Ætla ekki að koma með neinar afsakanir, betra liðið vann einfaldlega "Við náum engum takti í seinni hálfleik og leyfum þeim að stjórna ferðinni,“ segir Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir tapið gegn Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2. 21. maí 2017 18:04
Anton: Við slátruðum þeim "Þetta er ótrúlega sætt og líka í ljósi þess að við erum bæði Íslands- og bikarmeistarar. 21. maí 2017 18:36
Ýmir Örn: Liðsheildin skilaði þessu "Tilfinningin er auðvitað alveg mögnuð. Ég veit ekki hvað ég á að segja, það var erfitt að vera útaf seinustu átta mínúturnar en þeir bara kláruðu þetta. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason leikmaður Vals í samtali við Vísi eftir sigurinn á FH í dag þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. 21. maí 2017 18:09
Guðlaugur og Óskar: Erum með besta varnarlið landsins Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í dag. Þjálfarar Vals, þeir Guðlaugur Arnarsson og Óskar Bjarni Óskarsson, voru vitaskuld hæstánægðir þegar Vísir hitti þá að leik loknum í dag. 21. maí 2017 18:24