Þjálfari Víðis: Helst vil ég klára þetta í fyrri hálfleik og verjast í seinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. maí 2017 13:34 Víðir úr Garði dró Fylki sem andstæðing sinn í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla en leikurinn fer fram fimmtudaginn 1. júní klukkan 19.15. Víðismenn, sem leika í 2. deildinni, lögðu Árborg í 32 liða úrslitum og mæta næst toppliði Inkasso-deildarinnar. Bryngeir Torfason, þjálfari Víðis, segir Fylkisliðið gott en það var ekki óskamótherjinn. „Raunverulega óskin var að fá Grindavík. Við vildum fá heimsókn frá Grindavík en það gekk ekki eftir. En Fylkir er svakalega flott lið,“ segir Bryngeir. „Ég þekki vel til hjá Fylki. Þar eru gamlir félagar úr 2. flokknum sem ég þjálfaði þarna sem eru undirstaðan í liðinu hjá Helga. Þarna er mikil stemning þannig við bíðum bara spenntir.“ Fylkisliðið er vitaskuld talið sterkara fyrir leik en er Víðisliðið nógu gott til að skella Árbæingum? „Við gætum veitt þeim mikla keppni en hlutföllin eru líklega 60-40 þeim í vil. En á góðum degi og með gott veður þá er fótboltinn að ná gildunum sínum. Þá getum við veitt þeim verulega keppni,“ segir Bryngeir. „Víðir hefur margoft staðið sig vel í bikarkeppni þannig það var kominn tími núna á að gera þetta vel. Strákarnir hafa staðist prófið alveg svakalega vel. Það eru dugnaðarforkar í þessum hóp. Alveg frábært fótboltalið,“ segir þjálfarinn en býst hann við framlengingu og vítaspyrnukeppni? „Ég vildi nú helst klára þetta í fyrri hálfleik og vera svo í vörn restina af leiknum. Vítaspyrnukeppni væri samt mjög skemmtileg fyrir okkur á Reykjanesinu og sérstaklega Garðsbúana. Líklega verður samt spenna alveg fram á lokamínútu. Við munum gera allt til að ná sigri og hafa góðan dag,“ segir Bryngeir Torfason. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Valur mætir Stjörnunni í bikarnum | Vikingar til Þorlákshafnar Aðeins tveir innbyrðisleikir Pepsi-deildarliða verða í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla. 19. maí 2017 12:15 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Víðir úr Garði dró Fylki sem andstæðing sinn í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla en leikurinn fer fram fimmtudaginn 1. júní klukkan 19.15. Víðismenn, sem leika í 2. deildinni, lögðu Árborg í 32 liða úrslitum og mæta næst toppliði Inkasso-deildarinnar. Bryngeir Torfason, þjálfari Víðis, segir Fylkisliðið gott en það var ekki óskamótherjinn. „Raunverulega óskin var að fá Grindavík. Við vildum fá heimsókn frá Grindavík en það gekk ekki eftir. En Fylkir er svakalega flott lið,“ segir Bryngeir. „Ég þekki vel til hjá Fylki. Þar eru gamlir félagar úr 2. flokknum sem ég þjálfaði þarna sem eru undirstaðan í liðinu hjá Helga. Þarna er mikil stemning þannig við bíðum bara spenntir.“ Fylkisliðið er vitaskuld talið sterkara fyrir leik en er Víðisliðið nógu gott til að skella Árbæingum? „Við gætum veitt þeim mikla keppni en hlutföllin eru líklega 60-40 þeim í vil. En á góðum degi og með gott veður þá er fótboltinn að ná gildunum sínum. Þá getum við veitt þeim verulega keppni,“ segir Bryngeir. „Víðir hefur margoft staðið sig vel í bikarkeppni þannig það var kominn tími núna á að gera þetta vel. Strákarnir hafa staðist prófið alveg svakalega vel. Það eru dugnaðarforkar í þessum hóp. Alveg frábært fótboltalið,“ segir þjálfarinn en býst hann við framlengingu og vítaspyrnukeppni? „Ég vildi nú helst klára þetta í fyrri hálfleik og vera svo í vörn restina af leiknum. Vítaspyrnukeppni væri samt mjög skemmtileg fyrir okkur á Reykjanesinu og sérstaklega Garðsbúana. Líklega verður samt spenna alveg fram á lokamínútu. Við munum gera allt til að ná sigri og hafa góðan dag,“ segir Bryngeir Torfason. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Valur mætir Stjörnunni í bikarnum | Vikingar til Þorlákshafnar Aðeins tveir innbyrðisleikir Pepsi-deildarliða verða í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla. 19. maí 2017 12:15 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Valur mætir Stjörnunni í bikarnum | Vikingar til Þorlákshafnar Aðeins tveir innbyrðisleikir Pepsi-deildarliða verða í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla. 19. maí 2017 12:15