Staðbundni urriðinn í Ytri Rangá í sókn Karl Lúðvíksson skrifar 19. maí 2017 09:00 Eiríkur með urriðann úr Ytri Rangá Mynd: West Ranga FB Það vissu kannski ekki allir að Ytri Rangá er ekki aðeins öflug laxveiðiá en í henni er staðbundinn urriði og sjóbirtingur. Eins og veiðimenn vita er laxveiði haldið uppi með öflugum seiðasleppingum í Rangánum en urriðastofninn sem er í ánni er aftur á móti frumbyggi í ánni og þrífst vel. Það hefur reyndar verið mjög algengt að fá sjóbirting á neðri svæðunum í ánni og voru veiðimenn á tímabili hvattir til að drepa hann en síðustu ár hefur aftur á móti dæmið snúst við og veiðimenn hvattir til að sleppa honum. Það veldur því að nú veiðist reglulega stór sjóbirtingur á svæðinu. Staðbundni urriðinn sem aftur á móti gengur ekki til sjávar hefur alltaf veiðst mest fyrir ofan Árbæjarfoss og langt upp á heiði en síðustu tvö ár hafa fleiri fiskar veiðst þar fyrir neðan. Það er þó nokkuð af þessum stóra urriða í ánni og það þarf smá tíma til að læra á legustaðina en þegar veiðimenn hafa náð góðum tökum á því hvar fiskurinn liggur og hvernig má nálgast hann er hægt að gera feyknaveiði á stórum og flottum urriða. Bjarki Már Jóhannsson og Eiríkur Stefánsson leiðsögumenn við Ytri Rangá náðu einum stórum urriða í Húsabakka fyrir tveimur dögum og eins og sést á myndinni er þetta vel haldinn staðbundinn urriði sem vantaði ekki mikið uppá 90 sm. Mest lesið 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Fín veiði við Ölfusárós Veiði Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði
Það vissu kannski ekki allir að Ytri Rangá er ekki aðeins öflug laxveiðiá en í henni er staðbundinn urriði og sjóbirtingur. Eins og veiðimenn vita er laxveiði haldið uppi með öflugum seiðasleppingum í Rangánum en urriðastofninn sem er í ánni er aftur á móti frumbyggi í ánni og þrífst vel. Það hefur reyndar verið mjög algengt að fá sjóbirting á neðri svæðunum í ánni og voru veiðimenn á tímabili hvattir til að drepa hann en síðustu ár hefur aftur á móti dæmið snúst við og veiðimenn hvattir til að sleppa honum. Það veldur því að nú veiðist reglulega stór sjóbirtingur á svæðinu. Staðbundni urriðinn sem aftur á móti gengur ekki til sjávar hefur alltaf veiðst mest fyrir ofan Árbæjarfoss og langt upp á heiði en síðustu tvö ár hafa fleiri fiskar veiðst þar fyrir neðan. Það er þó nokkuð af þessum stóra urriða í ánni og það þarf smá tíma til að læra á legustaðina en þegar veiðimenn hafa náð góðum tökum á því hvar fiskurinn liggur og hvernig má nálgast hann er hægt að gera feyknaveiði á stórum og flottum urriða. Bjarki Már Jóhannsson og Eiríkur Stefánsson leiðsögumenn við Ytri Rangá náðu einum stórum urriða í Húsabakka fyrir tveimur dögum og eins og sést á myndinni er þetta vel haldinn staðbundinn urriði sem vantaði ekki mikið uppá 90 sm.
Mest lesið 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Fín veiði við Ölfusárós Veiði Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði