Ekkert rakakrem í flugvélum Benedikt Bóas skrifar 19. maí 2017 07:00 Öryggisgæslan í kringum Eurovision í Úkraínu var ótrúleg. Ég hef aldrei kynnst öðru eins. Þúsundir lögreglumanna og hermanna gættu þess að allt færi vel fram. Þeir voru sanngjarnir en vildu sjá að allar tölvur, vélar og símar virkuðu. Maður þurfti því að kveikja á öllum raftækjum þegar maður mætti, sýna skilríki og fleira og fleira. Það pípti alltaf á beltið mitt í öryggishliðinu. Hermaður, grár fyrir járnum og með alvæpni, sagði bara: Ok. No worries. Og hleypti mér inn. Svipurinn á honum þegar ég bauðst til að taka beltið af mér var ógleymanlegur. Þeir voru lítið til í að vera með húmor eða sprell og það mátti alls ekki taka myndir af þeim. En að fara um borð í flugvél. Það er allt annar handleggur. Þar þykjast menn bara sinna öryggisleit. Ótrúlega skrítið fyrirbæri, öryggisleit á flugvelli. Í Keflavík var ég stoppaður og taskan mín opnuð. Þar var ég með rakakrem sem var of stórt og það mátti alls ekki fara inn í vélina. Bara alls ekki. En einfætinum, sem styður við myndavélina og er í grunninn bara þriggja metra kylfa með hárbeittum oddi í endanum, var hleypt um borð. Ekki vandamálið. Fyrir aftan mig í röðinni stóð kona að prjóna. Henni var skipað að fara úr skónum og taka af sér beltið. En prjónarnir rúlluðu í gegn. Þetta gengur engan veginn upp. Það má sem sagt fara með barefli, eggvopn og annað sem auðveldlega væri hægt að nota í vafasömum tilgangi inn í flugvél. En Nivea-rakakrem, já, það er algjört nó nó. Falskt öryggi pirrar fólk og öryggisleit á flugvelli er ekkert annað en falskt rugl. Það lærði ég þegar ég fór í alvöru öryggisleit. Enda hefur mér aldrei liðið jafn vel, þó það væri stríð og ógnir í sama landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Öryggisgæslan í kringum Eurovision í Úkraínu var ótrúleg. Ég hef aldrei kynnst öðru eins. Þúsundir lögreglumanna og hermanna gættu þess að allt færi vel fram. Þeir voru sanngjarnir en vildu sjá að allar tölvur, vélar og símar virkuðu. Maður þurfti því að kveikja á öllum raftækjum þegar maður mætti, sýna skilríki og fleira og fleira. Það pípti alltaf á beltið mitt í öryggishliðinu. Hermaður, grár fyrir járnum og með alvæpni, sagði bara: Ok. No worries. Og hleypti mér inn. Svipurinn á honum þegar ég bauðst til að taka beltið af mér var ógleymanlegur. Þeir voru lítið til í að vera með húmor eða sprell og það mátti alls ekki taka myndir af þeim. En að fara um borð í flugvél. Það er allt annar handleggur. Þar þykjast menn bara sinna öryggisleit. Ótrúlega skrítið fyrirbæri, öryggisleit á flugvelli. Í Keflavík var ég stoppaður og taskan mín opnuð. Þar var ég með rakakrem sem var of stórt og það mátti alls ekki fara inn í vélina. Bara alls ekki. En einfætinum, sem styður við myndavélina og er í grunninn bara þriggja metra kylfa með hárbeittum oddi í endanum, var hleypt um borð. Ekki vandamálið. Fyrir aftan mig í röðinni stóð kona að prjóna. Henni var skipað að fara úr skónum og taka af sér beltið. En prjónarnir rúlluðu í gegn. Þetta gengur engan veginn upp. Það má sem sagt fara með barefli, eggvopn og annað sem auðveldlega væri hægt að nota í vafasömum tilgangi inn í flugvél. En Nivea-rakakrem, já, það er algjört nó nó. Falskt öryggi pirrar fólk og öryggisleit á flugvelli er ekkert annað en falskt rugl. Það lærði ég þegar ég fór í alvöru öryggisleit. Enda hefur mér aldrei liðið jafn vel, þó það væri stríð og ógnir í sama landi.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun