Takk Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 17. maí 2017 07:00 Kæri sjálfboðaliði, ein af frumþörfum mannsins er að mynda tengsl og láta gott af sér leiða. Ég er svo þakklát þér og öllu því fólki í samfélagi okkar sem er í sjálfboðinni þjónustu við það að umvefja menn og málefni á uppbyggilegan hátt. Ekkert okkar hefur tölur yfir allar gefnu vinnustundirnar í landinu, en ef það væri reiknað til launa værum við öll gapandi. Þegar við horfum til björgunarsveitanna, kvenfélaganna, Rauða krossins, Mæðrastyrksnefndar, kirknanna, skátanna, íþróttafélaganna, foreldrafélaganna og félagasamtaka eins og Amnesty, Kiwanis, Rotary, Lions, Oddfellow, Frímúrara – og er þá bara brot upp talið af því sem þjóðin hefur fram að færa í félagslegu tilliti vegna samtakamáttar almennings – hljótum við öll að lúta höfði í þökk. Nú síðast bættust við Pieta samtökin sem ætla að ávarpa sjálfsvígsvandann. Ég tel það einstakt gæfuefni að það líður ekki sá dagur í mínu starfi að ég verði ekki vitni að framlögum og gjöfum fólks. Þó vitum við öll að megnið af allri þessari gæsku og umhyggju sem veitt er í formi vinnuframlags og gjafa er ósýnilegt. Ég man t.d. þegar ég var ungur prestur í Vestmannaeyjum hvernig kvenfélagið Líkn sá sjúkrahúsinu fyrir mikilvægum tækjum til þess að halda uppi heilbrigðisþjónustu við bæjarbúa og kvenfélag Landakirkju bakaði fyrir milljónir króna til að hlúa að kirkjunni og safnaðarheimilinu. Já, hugsið ykkur allar terturnar sem íslenskar konur hafa breytt í gjafafé til að lyfta grettistökum. Það segir mikið um sjálfsmynd þjóðarinnar hvernig einstaklingar stíga óhræddir fram til þess að styrkja fólk sem verður fyrir áföllum. Sjálfboðin þjónusta er límið í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Kæri sjálfboðaliði, ein af frumþörfum mannsins er að mynda tengsl og láta gott af sér leiða. Ég er svo þakklát þér og öllu því fólki í samfélagi okkar sem er í sjálfboðinni þjónustu við það að umvefja menn og málefni á uppbyggilegan hátt. Ekkert okkar hefur tölur yfir allar gefnu vinnustundirnar í landinu, en ef það væri reiknað til launa værum við öll gapandi. Þegar við horfum til björgunarsveitanna, kvenfélaganna, Rauða krossins, Mæðrastyrksnefndar, kirknanna, skátanna, íþróttafélaganna, foreldrafélaganna og félagasamtaka eins og Amnesty, Kiwanis, Rotary, Lions, Oddfellow, Frímúrara – og er þá bara brot upp talið af því sem þjóðin hefur fram að færa í félagslegu tilliti vegna samtakamáttar almennings – hljótum við öll að lúta höfði í þökk. Nú síðast bættust við Pieta samtökin sem ætla að ávarpa sjálfsvígsvandann. Ég tel það einstakt gæfuefni að það líður ekki sá dagur í mínu starfi að ég verði ekki vitni að framlögum og gjöfum fólks. Þó vitum við öll að megnið af allri þessari gæsku og umhyggju sem veitt er í formi vinnuframlags og gjafa er ósýnilegt. Ég man t.d. þegar ég var ungur prestur í Vestmannaeyjum hvernig kvenfélagið Líkn sá sjúkrahúsinu fyrir mikilvægum tækjum til þess að halda uppi heilbrigðisþjónustu við bæjarbúa og kvenfélag Landakirkju bakaði fyrir milljónir króna til að hlúa að kirkjunni og safnaðarheimilinu. Já, hugsið ykkur allar terturnar sem íslenskar konur hafa breytt í gjafafé til að lyfta grettistökum. Það segir mikið um sjálfsmynd þjóðarinnar hvernig einstaklingar stíga óhræddir fram til þess að styrkja fólk sem verður fyrir áföllum. Sjálfboðin þjónusta er límið í samfélaginu.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun