HB Statz: FH á þrjá bestu leikmennina í úrslitaeinvíginu til þessa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2017 12:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson. Vísir/Anton Deildarmeistarar FH og bikarmeistarar Vals eru þessa daganna að berjast um Íslandsmeistaratitil karla í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar og staðan er jöfn 1-1. Þriðji leikurinn er í Kaplakrikanum í kvöld. Báðir leikirnir hafa unnist á útivelli því Valur vann fyrst í Kaplakrika en FH-ingar svöruðu með því að vinna á Hlíðarenda. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20.00 og liðið sem vinnur hann vantar aðeins einn sigur í viðbót til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. HB Statz hefur fylgst vel með úrslitaeinvíginu og tekið saman sína glæsilegu tölfræði í báðum leikjum. Nú er hægt að finna samantekt á frammistöðu leikmanna í úrslitaeinvíginu til þessa. Auk þess að taka saman hina ýmsu tölfræði þá reiknar HB Statz einnig út einkunn leikmanna út frá tölunum. Það vekur athygli að FH-ingar eiga þrjá bestu leikmennina, þrjá bestu sóknarmennina og tvo bestu varnarmennina í einvíginu til þessa. Hinn sautján ára gamli Gísli Þorgeir Kristjánsson í FH-liðinu er langhæstur, bæði í heildareinkunn (9,3) sem og bara einkunn fyrir sóknarleik (9,9). Gísli hefur skorað 8,0 mörk og gefið 2,5 stoðsendingar að meðaltali í leik um leið hefur hann aðeins tapað 0,5 boltum og nýtt 76 prósent skota sinna. Einar Rafn Eiðsson er í öðru sæti á báðum listum en hann er með 4,0 mörk i leik og 57 prósent skotnýtingu. Ásbjörn Friðriksson er síðan þriðji yfir sóknarleikinn með 4,5 mörk í leik, 3,5 stoðsendingar í leik og 53 prósent skotnýtingu. Ásbjörn og Einar Rafn eru hinsvegar jafnir í öðru sæti á listanum yfir heildarframmistöðu. Efstur Valsmanna er leikstjórnandinn Anton Rúnarsson. FH-ingurinn Ágúst Birgisson er besti varnarmaður úrslitaeinvígisins til þessa en hann hefur meðal annars náð 7,5 löglegum stöðvunum að meðaltali í leik. Liðsfélagi hans Arnar Freyr Ársælsson er síðan með næsthæstu meðaleinkunnina fyrir varnarleik sinn. Besti markvörðurinn er Valsmaðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson en hann hefur varið 7,5 skot að meðaltali í leik og 35 prósent skot sem hafa komið á hann. Birkir Fannar Bragason hjá FH er með næsthæstu meðaleinkunn markvarðanna en hann er með 6,0 skot varin að meðaltali og hefur tekið 50 prósent skota sem hafa komið á hann.Besta meðaleinkunn leikmanna: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 9,3 2. Einar Rafn Eiðsson, FH 7,5 2. Ásbjörn Friðriksson, FH 7,5 4. Anton Rúnarsson, Val 7,0 5. Josip Juric Gric, Val 6,9 6. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 6,8 6. Ágúst Birgisson, FH 6,8 8. Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 6,6 9. Orri Freyr Gíslason, Val 6,4 9. Ýmir Örn Gíslason, Val 6,4Besti sóknarmaðurinn: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 9,9 2. Einar Rafn Eiðsson, FH 8,2 3. Ásbjörn Friðriksson, FH 8,0 4. Anton Rúnarsson, Val 7,9 5. Josip Juric Gric, Val 7,5 6. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 7,3 6. Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 7,3Besti varnarmaðurinn: 1. Ágúst Birgisson, FH 8,2 2. Arnar Freyr Ársælsson, FH 7,8 3. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 7,2 3. Alexander Örn Júlíusson, Val 7,2 3. Ýmir Örn Gíslason, Val 7,2 6. Orri Freyr Gíslason, Val 6,8 7. Jóhann Karl Reynisson, FH 6,7Besti markvörðurinn: 1. Sigurður Ingiberg Ólafsson, Val 7,5 2. Birkir Fannar Bragason, FH 7,2 3. Ágúst Elí Björgvinsson, FH 6,8 4. Hlynur Morthens, Val 6,6 Hér fyrir neðan má sjá meira af tölfræðinni hjá HB Statz. Olís-deild karla Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Deildarmeistarar FH og bikarmeistarar Vals eru þessa daganna að berjast um Íslandsmeistaratitil karla í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar og staðan er jöfn 1-1. Þriðji leikurinn er í Kaplakrikanum í kvöld. Báðir leikirnir hafa unnist á útivelli því Valur vann fyrst í Kaplakrika en FH-ingar svöruðu með því að vinna á Hlíðarenda. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20.00 og liðið sem vinnur hann vantar aðeins einn sigur í viðbót til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. HB Statz hefur fylgst vel með úrslitaeinvíginu og tekið saman sína glæsilegu tölfræði í báðum leikjum. Nú er hægt að finna samantekt á frammistöðu leikmanna í úrslitaeinvíginu til þessa. Auk þess að taka saman hina ýmsu tölfræði þá reiknar HB Statz einnig út einkunn leikmanna út frá tölunum. Það vekur athygli að FH-ingar eiga þrjá bestu leikmennina, þrjá bestu sóknarmennina og tvo bestu varnarmennina í einvíginu til þessa. Hinn sautján ára gamli Gísli Þorgeir Kristjánsson í FH-liðinu er langhæstur, bæði í heildareinkunn (9,3) sem og bara einkunn fyrir sóknarleik (9,9). Gísli hefur skorað 8,0 mörk og gefið 2,5 stoðsendingar að meðaltali í leik um leið hefur hann aðeins tapað 0,5 boltum og nýtt 76 prósent skota sinna. Einar Rafn Eiðsson er í öðru sæti á báðum listum en hann er með 4,0 mörk i leik og 57 prósent skotnýtingu. Ásbjörn Friðriksson er síðan þriðji yfir sóknarleikinn með 4,5 mörk í leik, 3,5 stoðsendingar í leik og 53 prósent skotnýtingu. Ásbjörn og Einar Rafn eru hinsvegar jafnir í öðru sæti á listanum yfir heildarframmistöðu. Efstur Valsmanna er leikstjórnandinn Anton Rúnarsson. FH-ingurinn Ágúst Birgisson er besti varnarmaður úrslitaeinvígisins til þessa en hann hefur meðal annars náð 7,5 löglegum stöðvunum að meðaltali í leik. Liðsfélagi hans Arnar Freyr Ársælsson er síðan með næsthæstu meðaleinkunnina fyrir varnarleik sinn. Besti markvörðurinn er Valsmaðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson en hann hefur varið 7,5 skot að meðaltali í leik og 35 prósent skot sem hafa komið á hann. Birkir Fannar Bragason hjá FH er með næsthæstu meðaleinkunn markvarðanna en hann er með 6,0 skot varin að meðaltali og hefur tekið 50 prósent skota sem hafa komið á hann.Besta meðaleinkunn leikmanna: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 9,3 2. Einar Rafn Eiðsson, FH 7,5 2. Ásbjörn Friðriksson, FH 7,5 4. Anton Rúnarsson, Val 7,0 5. Josip Juric Gric, Val 6,9 6. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 6,8 6. Ágúst Birgisson, FH 6,8 8. Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 6,6 9. Orri Freyr Gíslason, Val 6,4 9. Ýmir Örn Gíslason, Val 6,4Besti sóknarmaðurinn: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 9,9 2. Einar Rafn Eiðsson, FH 8,2 3. Ásbjörn Friðriksson, FH 8,0 4. Anton Rúnarsson, Val 7,9 5. Josip Juric Gric, Val 7,5 6. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 7,3 6. Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 7,3Besti varnarmaðurinn: 1. Ágúst Birgisson, FH 8,2 2. Arnar Freyr Ársælsson, FH 7,8 3. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 7,2 3. Alexander Örn Júlíusson, Val 7,2 3. Ýmir Örn Gíslason, Val 7,2 6. Orri Freyr Gíslason, Val 6,8 7. Jóhann Karl Reynisson, FH 6,7Besti markvörðurinn: 1. Sigurður Ingiberg Ólafsson, Val 7,5 2. Birkir Fannar Bragason, FH 7,2 3. Ágúst Elí Björgvinsson, FH 6,8 4. Hlynur Morthens, Val 6,6 Hér fyrir neðan má sjá meira af tölfræðinni hjá HB Statz.
Olís-deild karla Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira