Meistaranemar í viðskiptadeild á Bifröst stunda námið í fjarnámi Háskólinn á Bifröst kynnir 13. maí 2017 07:00 Flestir meistaranemar stunda námið með vinnu enda geta þeir stýrt sínum námshraða og valið hvað þeir taka mörg námskeið hverju sinni, segir Sigurður Ragnarsson, forseti viðskiptadeildar. Á Bifröst er í boði nýtt nám í Markaðsfræði og Forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun. Mikil áhersla á mannauðinn í stjórnunarstörfum. "Flestir nemendur við Háskólann á Bifröst stunda meistaranám við viðskiptadeildina en námið er fjarnám sem er skipulagt þannig að fyrirlestrar og kennsluefni í hverju námskeiði er aðgengilegt á sérstökum fjarnámsvef og nemendur geta þannig skipulagt tíma sinn eins og þeim hentar best,“ segir Sigurður Ragnarsson, forseti viðskiptadeildar. „Síðan eru einnig vinnuhelgar þar sem nemendur hittast ásamt kennurum. Flestir meistaranemar stunda námið með vinnu enda geta þeir stýrt sínum námshraða og valið hvað þeir taka mörg námskeið hverju sinni. Bakgrunnur nemenda er gríðarlega fjölbreyttur og meðal nemenda í meistaranáminu er ekki bara fólk með viðskiptafræðibakgrunn eða viðskiptafræðimenntun heldur líka fólk úr til dæmis heilbrigðisgeiranum, kennarar, félagsráðgjafar og lögfræðingar.“ Meistaranáminu er hægt að ljúka með því að skrifa ritgerð eða sleppa ritgerð og taka þá fleiri námskeið í staðinn.Nýtt nám: Meistaranám í markaðsfræði Í haust verður boðið upp á ýmsar nýjungar og þar á meðal nýtt meistaranám í markaðsfræði. Ákveðið hefur verið að bjóða þennan valkost samhliða aukinni eftirspurn eftir meistaranámi við viðskiptadeild skólans en í áratug hefur BS markaðsfræðinám á Bifröst verið í sérflokki á Íslandi með fjölbreyttu úrvali markaðsfræðiáfanga. Námið er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa við markaðsmál og hafa þegar reynslu af markaðs- og sölumálum en vilja dýpka þekkingu sína á fjölbreyttri flóru markaðsfræðinnar. „Meistaranám í markaðsfræðum er heildstætt nám sem inniheldur víðtæk námskeið, allt frá markaðslegri stefnumótun til stafrænna markaðssamskipta en slík kunnátta og þekking er sífellt mikilvægari í þjónustu og samskiptum við neytendur. Með faglegri markaðsstjórn geta fyrirtæki og stofnanir þjónað viðskiptavinum sínum enn betur og náð meiri árangri,“ segir Sigurður.Boðið uppá nám í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun Forysta og stjórnun hefur verið í boði frá 2014 og er fjölmennasta námsbraut skólans. „Flestir nemendur eiga það sameiginlegt að vilja efla sig og verða betri stjórnendur og leiðtogar og sumir fara í námið vegna þess að þeir ætla sér að komast í stjórnenda- og leiðtogastöðu,“ segir Sigurður og bætir við að í haust verði í fyrsta skipti boðið upp á sérstaka áherslu í náminu á mannauðsstjórnun. „Í dag er mikil áhersla lögð á mannauðinn þegar kemur að því að leiða og stjórna, og því teljum við að við getum þjónað bæði nemendum og samfélagi með því að bjóða líka upp á meistaranám í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun.“Alþjóðaviðskipti Meistaranám í alþjóðaviðskiptum hefur verið í boði í mörg ár og í náminu er sérstök áhersla á stefnumótun og markaðssetningu á erlendum mörkuðum. Í náminu eru skoðaðir vel hlutir sem tengjast alþjóðaviðskiptum, eins og alþjóðasamskipti, alþjóðafjármál og alþjóðleg markaðssetning, bæði hefðbundin sem og stafræn. „Við höfum verið að efla og þróa þetta nám sérstaklega, en miklar breytingar hafa orðið á sviði alþjóðaviðskipta undanfarin misseri sem taka þarf tillit til,“ segir Sigurður að lokum.Á myndinni má sjá f.v. Dirk van Dierendonck, prófessor við Rotterdam School of Management , Kathleen A. Patterson, prófessor við Regent University, Sigrúnu Gunnarsdóttur, dósent og formann Þekkingarseturs um þjónandi forystu, og Sigurð Ragnarsson, forseta viðskiptadeildar.Þjónandi forysta er akademísk undirstaða Háskólinn á Bifröst og Þekkingarsetur um þjónandi forystu hafa átt í farsælu samstarfi síðastliðin ár og meðal annars staðið að fjölsóttum ráðstefnum og viðburðum. Síðasta haust var vísindaþing um þjónandi forystu, Global Servant Leadership Research Roundtable, haldið á Bifröst en þar komu saman nokkrir af fremstu fræðimönnum heims í greininni og byggðist dagskráin á fyrirlestrum og pallborðsumræðum. Vísindaþingið var opið starfsfólki og nemendum háskólans og fengu meistaranemar í forystu og stjórnun, sem t.d. vinna að rannsóknum um þjónandi forystu, þar t.a.m. tækifæri á að hlýða á þekkta höfunda rannsókna sem þeir hafa lesið og stuðst við í sínu námi og rannsóknarverkefnum.Útskriftarhópur meistaranema.Umsagnir nemenda Ég valdi mér meistaranám í Forystu og stjórnun því mig langar að vera fyrirmyndar afl í mínu samfélagi og láta gott af mér leiða. Þjónandi forysta er ein besta gjöfin sem ég hef fengið og hún mun leiða mig hvert sem ég fer jafnt í mínu einkalífi sem og starfi"Rósa Matthíasdóttir, Vogar ferðaþjónusta (MS Forysta og stjórnun, 2016)„Námið hefur reynst mér frábærlega vel í starfi mínu sem mannauðsstjóri Iceland Travel og VITA. Með því að samtvinna nám og starf tókst mér að auka fagmennsku fyrirtækisins á marga vegu og innleiða nýjungar sem stuðla að auknum árangri og betri vinnustað" Ragnheiður Valdimarsdóttir, mannauðsstjóri hjá Iceland Travel og VITA (MS í alþjóðlegum viðskiptum, 2016)„Með vaxandi starfssemi og fjölgun starfsfólks og svona miklu meira umleikis heldur en var í byrjun þá finnst mér ég þurfa sjálf að skoða mig og aðeins líta inná við og hvernig get ég orðið betri, bæði leiðtogi og stjórnandi og haldið við þessari hugsjón... Þetta nám höfðar til mín af því ég get ráðið mínum tíma svolítið sjálf. "Erna Magnúsdóttir, forstöðukona í Ljósinu (MS Forysta og stjórnun) „Fjarnámið hentar mér mjög vel og með því að fá fyrirlestra í gegnum netið get ég skipulagt tíma minn betur. Þá eru verkefnin mjög hagnýt og notuð raunveruleg dæmi sem tengjast vel inn í atvinnulífið.“Sigurbjörg Hjálmarsdóttir (MS Forysta og stjórnun, 2017)Greinin birtist fyrst í sérblaði um Meistaranám á Bifröst þann 4. maí 2017 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Á Bifröst er í boði nýtt nám í Markaðsfræði og Forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun. Mikil áhersla á mannauðinn í stjórnunarstörfum. "Flestir nemendur við Háskólann á Bifröst stunda meistaranám við viðskiptadeildina en námið er fjarnám sem er skipulagt þannig að fyrirlestrar og kennsluefni í hverju námskeiði er aðgengilegt á sérstökum fjarnámsvef og nemendur geta þannig skipulagt tíma sinn eins og þeim hentar best,“ segir Sigurður Ragnarsson, forseti viðskiptadeildar. „Síðan eru einnig vinnuhelgar þar sem nemendur hittast ásamt kennurum. Flestir meistaranemar stunda námið með vinnu enda geta þeir stýrt sínum námshraða og valið hvað þeir taka mörg námskeið hverju sinni. Bakgrunnur nemenda er gríðarlega fjölbreyttur og meðal nemenda í meistaranáminu er ekki bara fólk með viðskiptafræðibakgrunn eða viðskiptafræðimenntun heldur líka fólk úr til dæmis heilbrigðisgeiranum, kennarar, félagsráðgjafar og lögfræðingar.“ Meistaranáminu er hægt að ljúka með því að skrifa ritgerð eða sleppa ritgerð og taka þá fleiri námskeið í staðinn.Nýtt nám: Meistaranám í markaðsfræði Í haust verður boðið upp á ýmsar nýjungar og þar á meðal nýtt meistaranám í markaðsfræði. Ákveðið hefur verið að bjóða þennan valkost samhliða aukinni eftirspurn eftir meistaranámi við viðskiptadeild skólans en í áratug hefur BS markaðsfræðinám á Bifröst verið í sérflokki á Íslandi með fjölbreyttu úrvali markaðsfræðiáfanga. Námið er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa við markaðsmál og hafa þegar reynslu af markaðs- og sölumálum en vilja dýpka þekkingu sína á fjölbreyttri flóru markaðsfræðinnar. „Meistaranám í markaðsfræðum er heildstætt nám sem inniheldur víðtæk námskeið, allt frá markaðslegri stefnumótun til stafrænna markaðssamskipta en slík kunnátta og þekking er sífellt mikilvægari í þjónustu og samskiptum við neytendur. Með faglegri markaðsstjórn geta fyrirtæki og stofnanir þjónað viðskiptavinum sínum enn betur og náð meiri árangri,“ segir Sigurður.Boðið uppá nám í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun Forysta og stjórnun hefur verið í boði frá 2014 og er fjölmennasta námsbraut skólans. „Flestir nemendur eiga það sameiginlegt að vilja efla sig og verða betri stjórnendur og leiðtogar og sumir fara í námið vegna þess að þeir ætla sér að komast í stjórnenda- og leiðtogastöðu,“ segir Sigurður og bætir við að í haust verði í fyrsta skipti boðið upp á sérstaka áherslu í náminu á mannauðsstjórnun. „Í dag er mikil áhersla lögð á mannauðinn þegar kemur að því að leiða og stjórna, og því teljum við að við getum þjónað bæði nemendum og samfélagi með því að bjóða líka upp á meistaranám í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun.“Alþjóðaviðskipti Meistaranám í alþjóðaviðskiptum hefur verið í boði í mörg ár og í náminu er sérstök áhersla á stefnumótun og markaðssetningu á erlendum mörkuðum. Í náminu eru skoðaðir vel hlutir sem tengjast alþjóðaviðskiptum, eins og alþjóðasamskipti, alþjóðafjármál og alþjóðleg markaðssetning, bæði hefðbundin sem og stafræn. „Við höfum verið að efla og þróa þetta nám sérstaklega, en miklar breytingar hafa orðið á sviði alþjóðaviðskipta undanfarin misseri sem taka þarf tillit til,“ segir Sigurður að lokum.Á myndinni má sjá f.v. Dirk van Dierendonck, prófessor við Rotterdam School of Management , Kathleen A. Patterson, prófessor við Regent University, Sigrúnu Gunnarsdóttur, dósent og formann Þekkingarseturs um þjónandi forystu, og Sigurð Ragnarsson, forseta viðskiptadeildar.Þjónandi forysta er akademísk undirstaða Háskólinn á Bifröst og Þekkingarsetur um þjónandi forystu hafa átt í farsælu samstarfi síðastliðin ár og meðal annars staðið að fjölsóttum ráðstefnum og viðburðum. Síðasta haust var vísindaþing um þjónandi forystu, Global Servant Leadership Research Roundtable, haldið á Bifröst en þar komu saman nokkrir af fremstu fræðimönnum heims í greininni og byggðist dagskráin á fyrirlestrum og pallborðsumræðum. Vísindaþingið var opið starfsfólki og nemendum háskólans og fengu meistaranemar í forystu og stjórnun, sem t.d. vinna að rannsóknum um þjónandi forystu, þar t.a.m. tækifæri á að hlýða á þekkta höfunda rannsókna sem þeir hafa lesið og stuðst við í sínu námi og rannsóknarverkefnum.Útskriftarhópur meistaranema.Umsagnir nemenda Ég valdi mér meistaranám í Forystu og stjórnun því mig langar að vera fyrirmyndar afl í mínu samfélagi og láta gott af mér leiða. Þjónandi forysta er ein besta gjöfin sem ég hef fengið og hún mun leiða mig hvert sem ég fer jafnt í mínu einkalífi sem og starfi"Rósa Matthíasdóttir, Vogar ferðaþjónusta (MS Forysta og stjórnun, 2016)„Námið hefur reynst mér frábærlega vel í starfi mínu sem mannauðsstjóri Iceland Travel og VITA. Með því að samtvinna nám og starf tókst mér að auka fagmennsku fyrirtækisins á marga vegu og innleiða nýjungar sem stuðla að auknum árangri og betri vinnustað" Ragnheiður Valdimarsdóttir, mannauðsstjóri hjá Iceland Travel og VITA (MS í alþjóðlegum viðskiptum, 2016)„Með vaxandi starfssemi og fjölgun starfsfólks og svona miklu meira umleikis heldur en var í byrjun þá finnst mér ég þurfa sjálf að skoða mig og aðeins líta inná við og hvernig get ég orðið betri, bæði leiðtogi og stjórnandi og haldið við þessari hugsjón... Þetta nám höfðar til mín af því ég get ráðið mínum tíma svolítið sjálf. "Erna Magnúsdóttir, forstöðukona í Ljósinu (MS Forysta og stjórnun) „Fjarnámið hentar mér mjög vel og með því að fá fyrirlestra í gegnum netið get ég skipulagt tíma minn betur. Þá eru verkefnin mjög hagnýt og notuð raunveruleg dæmi sem tengjast vel inn í atvinnulífið.“Sigurbjörg Hjálmarsdóttir (MS Forysta og stjórnun, 2017)Greinin birtist fyrst í sérblaði um Meistaranám á Bifröst þann 4. maí 2017
Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira