Búlgarski keppandinn söng á Krímskaga en verður ekki rekinn úr Eurovision Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2017 10:53 Kristian Kostov, fulltrúi Búlgaríu í Eurovision í ár. Vísir/EPA Yfirvöld í Úkraínu hafa gefið út að heimsókn búlgarska Eurovision-keppandans Kristian Kostov á Krímskaga hafi ekki verið ólögleg. Búlgaría var eitt af tíu löndum sem fóru áfram upp úr seinni undanriðli Eurovision, sem er haldið í Kænugarði í Úkraínu, í gærkvöldi og vakti mikla hrifningu hjá íslenskum áhorfendum ef marka má íslenska umræðuvettvanginn #12stig á Twitter. Fræðingar og veðbankar eru bjartsýnir á gengi Kostov í úrslitunum og hefur honum verið spáð allt að þriðja sætinu í keppninni. Krímskagi tilheyrði áður Úkraínu en Rússar innlimuðu skagann fyrir þremur árum. Þessi spenna milli Úkraínu og Rússlands hefur smitað yfir í Eurovision, sem bannar alla pólitík í keppninni, en sigurlag Úkraínu í Eurovision í fyrra fjallaði einmitt um yfirgang Rússa. Rússa drógu sig úr Eurovision í ár eftir að yfirvöld í Rússlandi hótuðu að handtaka fulltrúa þeirra í Eurovision ef hann kæmi til Úkraínu. Ástæðan var sú að fulltrúinn, Julia Samoylova, hafði heimsótt Krímskaga árið 2015 og sungið þar á tónleikum.Var á Krímskaga í júní árið 2014 Greint er frá því á vef Reuters að yfirvöld í Úkraínu hefðu gefið það út í gær að heimsókn hins búlgarska Kostov á Krímskaga hefði ekki verið ólögleg. Eru yfirvöld í Úkraínu sögð þannig hafa komið í veg fyrir að þurfa að reka Kostov úr Eurovision og skapa þannig miklar pólitískar deilur enn á ný í keppni sem bannar alla pólitík. Reuters greinir frá því að myndband hafi gengið um samfélagsmiðla og í fjölmiðlum í Úkraínu sem sýndi Kostov syngja á tónleikum á Krímskaga í júní árið 2014, þremur mánuðum eftir að Rússar höfðu innlimað skagann. Haft er eftir talsmanni landamæraeftirlits Úkraínu að hvorki eftirlitið né aðrar eftirlitsstofnanir í Úkraínu hefðu haft vitneskju af nokkurskonar heimsókn Kostov á Krímskaga sem færi gegn lögum í Úkraínu, áður en hann kom til Kænugarðs í ár til að taka þátt í Eurovision.Kostov var fjórtán ára gamall þegar hann heimsótti Krímskaga fyrir þremur árum.Vísir/EPAVar fjórtán ára gamall Talsmaðurinn, Oleh Slobodya, segir Kostov, sem er sautján ára gamall í dag, ekki hafa brotið lög ef hann var undir lögaldri þegar hann heimsótti Krímskaga, en líkt og áður kom fram var hann fjórtán ára þegar umrædd heimsókn átti að hafa átt sér stað. Þá var heimsókn hans ekki ólögleg ef þetta ákvæði í lögum Úkraínu hafði ekki tekið gildi, en þar er útlendingum bannað að heimsækja Krímskaga nema með sérstöku leyfi frá yfirvöldum í Úkraínu. Julia Samoylova, fulltrúi Rússa, hafði ekki slíkt leyfi. Í yfirlýsingu frá Eurovision-nefnd Búlgaríu kemur fram að Kostov hafi heimsótt Krímskaga þegar hann var fjórtán ára gamall, en heimsóknin hafi aðeins staðið yfir í þrjár klukkustundir og var hluti af framkomu hans með tónlistarhópi barna.Sagður hetja Rússa Rússneski söngvarinn Dima Bilan, sem vann Eurovision árið 2008, hvatti fylgjendur sína á Instagram, sem eru um 1,9 milljónir talsins, til að kjósa Kostov í gær. „Hann er fulltrúi Búlgaríu, en er hetjan okkar,“ sagði Bilan í Instagram-færslunni. Eurovision Tengdar fréttir Þessar tíu þjóðir komust upp úr seinni undanriðli Eurovision Norðmenn og Danir komust í úrslit. 11. maí 2017 21:00 Erlendur Eurovision-fræðingur fer yfir slakt gengi Íslands í Eurovision síðustu ár Lögin of lík og skara ekki fram úr og sviðsetningin of einföld. Vill sjá meiri frumleika frá Íslandi. 11. maí 2017 18:00 Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Yfirvöld í Úkraínu hafa gefið út að heimsókn búlgarska Eurovision-keppandans Kristian Kostov á Krímskaga hafi ekki verið ólögleg. Búlgaría var eitt af tíu löndum sem fóru áfram upp úr seinni undanriðli Eurovision, sem er haldið í Kænugarði í Úkraínu, í gærkvöldi og vakti mikla hrifningu hjá íslenskum áhorfendum ef marka má íslenska umræðuvettvanginn #12stig á Twitter. Fræðingar og veðbankar eru bjartsýnir á gengi Kostov í úrslitunum og hefur honum verið spáð allt að þriðja sætinu í keppninni. Krímskagi tilheyrði áður Úkraínu en Rússar innlimuðu skagann fyrir þremur árum. Þessi spenna milli Úkraínu og Rússlands hefur smitað yfir í Eurovision, sem bannar alla pólitík í keppninni, en sigurlag Úkraínu í Eurovision í fyrra fjallaði einmitt um yfirgang Rússa. Rússa drógu sig úr Eurovision í ár eftir að yfirvöld í Rússlandi hótuðu að handtaka fulltrúa þeirra í Eurovision ef hann kæmi til Úkraínu. Ástæðan var sú að fulltrúinn, Julia Samoylova, hafði heimsótt Krímskaga árið 2015 og sungið þar á tónleikum.Var á Krímskaga í júní árið 2014 Greint er frá því á vef Reuters að yfirvöld í Úkraínu hefðu gefið það út í gær að heimsókn hins búlgarska Kostov á Krímskaga hefði ekki verið ólögleg. Eru yfirvöld í Úkraínu sögð þannig hafa komið í veg fyrir að þurfa að reka Kostov úr Eurovision og skapa þannig miklar pólitískar deilur enn á ný í keppni sem bannar alla pólitík. Reuters greinir frá því að myndband hafi gengið um samfélagsmiðla og í fjölmiðlum í Úkraínu sem sýndi Kostov syngja á tónleikum á Krímskaga í júní árið 2014, þremur mánuðum eftir að Rússar höfðu innlimað skagann. Haft er eftir talsmanni landamæraeftirlits Úkraínu að hvorki eftirlitið né aðrar eftirlitsstofnanir í Úkraínu hefðu haft vitneskju af nokkurskonar heimsókn Kostov á Krímskaga sem færi gegn lögum í Úkraínu, áður en hann kom til Kænugarðs í ár til að taka þátt í Eurovision.Kostov var fjórtán ára gamall þegar hann heimsótti Krímskaga fyrir þremur árum.Vísir/EPAVar fjórtán ára gamall Talsmaðurinn, Oleh Slobodya, segir Kostov, sem er sautján ára gamall í dag, ekki hafa brotið lög ef hann var undir lögaldri þegar hann heimsótti Krímskaga, en líkt og áður kom fram var hann fjórtán ára þegar umrædd heimsókn átti að hafa átt sér stað. Þá var heimsókn hans ekki ólögleg ef þetta ákvæði í lögum Úkraínu hafði ekki tekið gildi, en þar er útlendingum bannað að heimsækja Krímskaga nema með sérstöku leyfi frá yfirvöldum í Úkraínu. Julia Samoylova, fulltrúi Rússa, hafði ekki slíkt leyfi. Í yfirlýsingu frá Eurovision-nefnd Búlgaríu kemur fram að Kostov hafi heimsótt Krímskaga þegar hann var fjórtán ára gamall, en heimsóknin hafi aðeins staðið yfir í þrjár klukkustundir og var hluti af framkomu hans með tónlistarhópi barna.Sagður hetja Rússa Rússneski söngvarinn Dima Bilan, sem vann Eurovision árið 2008, hvatti fylgjendur sína á Instagram, sem eru um 1,9 milljónir talsins, til að kjósa Kostov í gær. „Hann er fulltrúi Búlgaríu, en er hetjan okkar,“ sagði Bilan í Instagram-færslunni.
Eurovision Tengdar fréttir Þessar tíu þjóðir komust upp úr seinni undanriðli Eurovision Norðmenn og Danir komust í úrslit. 11. maí 2017 21:00 Erlendur Eurovision-fræðingur fer yfir slakt gengi Íslands í Eurovision síðustu ár Lögin of lík og skara ekki fram úr og sviðsetningin of einföld. Vill sjá meiri frumleika frá Íslandi. 11. maí 2017 18:00 Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Þessar tíu þjóðir komust upp úr seinni undanriðli Eurovision Norðmenn og Danir komust í úrslit. 11. maí 2017 21:00
Erlendur Eurovision-fræðingur fer yfir slakt gengi Íslands í Eurovision síðustu ár Lögin of lík og skara ekki fram úr og sviðsetningin of einföld. Vill sjá meiri frumleika frá Íslandi. 11. maí 2017 18:00