Þetta er hlaðborð með norrænni samtímaleikritun Magnús Guðmundsson skrifar 12. maí 2017 10:00 Salka Guðmundsdóttir segir Dramafronten hafa langað til þess að víkka út þetta verkefni sem hefur gengið ákaflega vel í Danmörku. Visir/Eyþór Það er ekki á hverjum degi sem íslenskum leikhúsunnendum gefst tækifæri til þess að kynnast fjórum nýjum leikritum eftir jafn mörg norræn leikskáld. Það er þó tilfellið á laugardagskvöldið í nágrenni við Tjarnarbíó þaðan sem haldið verður í óvenjulega kvöldgöngu klukkan níu. Á meðal leikskáldanna er Salka Guðmundsdóttir og hún segir að verkefnið sé hluti af löngu ferli. „Þetta byrjaði með því að það er hópur í Danmörku sem kallast Dramafronten. Þau eru búin að vera mjög virk í dönsku leiklistarlífi í allmörg ár en þau hafa sérhæft sig í að sýna ný verk, eftir starfandi leikskáld, í svona örleikritaformi. Sýningarformið er svo með þeim hætti að áhorfendurnir ganga á milli, fara frá einu verki til þess næsta, og hvert og eitt verk er leikið á viðeigandi stað.“ Leikararnir sem taka þátt í uppfærslunum eru þau Sólveig Guðmundsdóttir, Oddur Júlíusson, Hallgrímur Ólafsson, Kristbjörg Kjeld, Hjalti Rúnar Jónsson, Árni Beinteinn Árnason, Bjarni Snæbjörnsson, María Heba Þorkelsdóttir, Thelma Marín Jónsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Þorleifur Einarsson og leikstjóri Gréta Kristín Ómarsdóttir.Rölt á milli verka Salka segir Dramafronten hafa langað til þess að víkka út þetta verkefni sem hefur gengið ákaflega vel í Danmörku. „Þau fóru því í að hafa samband við mögulega samstarfsaðila í fjórum Norðurlandanna; Íslandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð og stefndu fjórum leikskáldum frá hverju landi til Borgundarhólms síðasta sumar. Með mér fóru Huldar Breiðfjörð, Sigurbjörg Þrastardóttir og Kristín Ómarsdóttir og við vorum þarna að skrifa og hugsa með alls sextán leikskáldum. Þarna var okkur skipt niður í fjóra hópa og skipt niður á löndin. Ég er í íslenska hópnum og það er hópurinn sem er að sýna hérna um helgina. Þetta eru mjög flott leikskáld sem eru hérna með mér, þau Amelie Olsen frá Danmörku, Fredrik Brattberg frá Noregi og Anders Duus frá Svíþjóð. Fredrik er til að mynda búinn að vinna hreinlega allt sem hægt er að vinna eða vera tilnefndur til í Noregi.“ Formið á sýningunni á laugardagskvöldið eru eins og á öðrum sýningum Dramafronten. „Það er farið af stað frá Tjarnarbíói en þetta er ekki mikil ganga, þetta er svona rölt á milli staða, því við erum í ákveðnum radíus eiginlega í kringum Tjörnina. Þetta er ýmist inni eða úti þannig að það er vissara að klæða sig svona sæmilega eftir veðri. Hvert og eitt verk er svo um tólf til fimmtán mínútur. Áhorfendum verður skipt í hópa og ágætt að hafa í huga að þó að verkin séu samhangandi þá skiptir engu máli í hvaða röð þú sérð þau vegna þess að þau gerast öll á sama tíma. Allt fer fram á íslensku því ég er búin að þýða hin verkin þannig að þetta er í raun mjög einfalt og aðgengilegt leikhús.“Mikill innblástur Það er tæpast hægt að halda því fram að það séu fjölbreyttir starfsmöguleikar fyrir íslensk leikskáld og Salka segir að óneitanlega sé einangrun á Íslandi umtalsverð. „Það er sannkölluð gjöf að vera með í verkefni á borð við þetta. Tilgangurinn hjá Dramafronten er líka að tengja þetta fólk saman. Þetta er fólk sem er að vinna sem leikskáld um öll Norðurlöndin og svo verður okkur öllum hóað saman í Kaupmannahöfn í júní og þá verða öll sextán verkin sýnd en með sama hætti og hér heima.“ Salka segir að það veiti mikinn innblástur að sjá hvað er að gerast annars staðar á Norðurlöndum. „Maður les auðvitað og reynir að fylgjast með eins og maður getur en maður á sjaldan í beinu samtali við kollega nema á einhverjum hátíðum en það er öðruvísi. Þetta er markvissara og maður finnur sér mögulega fólk sem maður vill vinna meira með og svo er líka góður lærdómur í því hvernig að þessu er staðið. Það er eitthvað sem við þurfum að læra hérna að þetta þarf ekki alltaf að vera einhver risastór uppfærsla. Það er hægt að gera þetta svona. Alvöru leiklist er með frábærum leikurum að takast á við sterkt verk. Þetta þarf ekki að snúast um umgjörðina heldur er gott að opna á þennan möguleika og setja þetta í aðeins annað samhengi og aðgengilegra.“ Salka bendir á að þegar verið er að færa íslensk verk á svið í viðamiklum uppfærslum þá sé mikið undir. „Það er einhvern veginn allt undir í slíkum uppfærslum á meðan þessi leið gefur manni frekar tækifæri til að þróa hlutina. Prófa hvað virkar og hvað virkar ekki. Þetta er líka skemmtileg viðbót fyrir áhorfendur því fyrir þá er þetta soldið eins og að koma að hlaðborði. Vonandi munu svo áhorfendur sjá einhver leikskáld sem þeim líkar við og þá geta þeir leitast við að kynnast þeim betur í kjölfarið og jafnvel hvatt til þess að verk eftir viðkomandi rati svo á íslensk leiksvið.“Visir/EyþórEndapunktur eða ekki Aðspurð hvort það sé ákveðinn þráður sem liggi í gegnum verkin fjögur þá segir Salka að þau hafi fengið alveg frjálsar hendur með það hvernig þau vildu tengja verkin. „Í mínum hóp var sú leið farin að verkin hverfast öll í kringum einn atburð sem hefur ólík áhrif og afleiðingar í hverju verki fyrir sig. En svo er sama persónan sem kemur við sögu í öllum verkunum fjórum sem eins konar aukapersóna. Þannig að í raun eru þetta fjórar mjög ólíkar aðstæður og sögur sem eiga samt þessa tengingu sameiginlega.“ Salka segir að skáldin fjögur séu talsvert ólík en innan hennar hóps séu þó ekki nema svona um tuttugu ár á milli elsta og yngsta skáldsins. „Við byrjuðum á því að lesa mikið af verkum eftir hvert annað, segja frá og leitast við að skilja hvernig hvert og eitt leikskáld væri að vinna. Við fórum þessa leið til þess að hvert og eitt skáld gæti unnið með sína tækni og út frá sínum hæfileikum. Það voru þarna líka gríðarlega reynd skáld eins og t.d. Anders Duus sem hefur skrifað á fimmta tug verka og er eitt mikilsvirtasta skáld Svíþjóðar. Svo er það Amelie sem er rísandi stjarna þannig að fólk er svona á ólíkum stöðum á sínum ferli.“ Umhverfi íslenskra leikskálda er talsvert ólíkt því sem kollegar þeirra búa við á Norðurlöndunum og Salka segir að það ráðist í raun einfaldlega af smæðinni. „Smæðin er okkar versti óvinur. Mín reynsla af því að vinna í Bretlandi er til að mynda að þar fær maður að þróa verkið með því að sýna það. En hérna er sýningin einhvern veginn alltaf endapunktur. Það heldur soldið aftur af okkur þar sem hvert og eitt verkefni fær kannski ekki alveg þann tíma sem það þarf til þess að dafna. Þetta ræðst af smæðinni og því held ég að við mættum nýta okkur betur möguleikann á afslappaðri formum til þess að koma nýjum leikritum á framfæri. Það sem Dramafronten er að gera er eitthvað sem við þurfum að skoða betur og jafnvel mögulega taka okkur til fyrirmyndar.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí. Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem íslenskum leikhúsunnendum gefst tækifæri til þess að kynnast fjórum nýjum leikritum eftir jafn mörg norræn leikskáld. Það er þó tilfellið á laugardagskvöldið í nágrenni við Tjarnarbíó þaðan sem haldið verður í óvenjulega kvöldgöngu klukkan níu. Á meðal leikskáldanna er Salka Guðmundsdóttir og hún segir að verkefnið sé hluti af löngu ferli. „Þetta byrjaði með því að það er hópur í Danmörku sem kallast Dramafronten. Þau eru búin að vera mjög virk í dönsku leiklistarlífi í allmörg ár en þau hafa sérhæft sig í að sýna ný verk, eftir starfandi leikskáld, í svona örleikritaformi. Sýningarformið er svo með þeim hætti að áhorfendurnir ganga á milli, fara frá einu verki til þess næsta, og hvert og eitt verk er leikið á viðeigandi stað.“ Leikararnir sem taka þátt í uppfærslunum eru þau Sólveig Guðmundsdóttir, Oddur Júlíusson, Hallgrímur Ólafsson, Kristbjörg Kjeld, Hjalti Rúnar Jónsson, Árni Beinteinn Árnason, Bjarni Snæbjörnsson, María Heba Þorkelsdóttir, Thelma Marín Jónsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Þorleifur Einarsson og leikstjóri Gréta Kristín Ómarsdóttir.Rölt á milli verka Salka segir Dramafronten hafa langað til þess að víkka út þetta verkefni sem hefur gengið ákaflega vel í Danmörku. „Þau fóru því í að hafa samband við mögulega samstarfsaðila í fjórum Norðurlandanna; Íslandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð og stefndu fjórum leikskáldum frá hverju landi til Borgundarhólms síðasta sumar. Með mér fóru Huldar Breiðfjörð, Sigurbjörg Þrastardóttir og Kristín Ómarsdóttir og við vorum þarna að skrifa og hugsa með alls sextán leikskáldum. Þarna var okkur skipt niður í fjóra hópa og skipt niður á löndin. Ég er í íslenska hópnum og það er hópurinn sem er að sýna hérna um helgina. Þetta eru mjög flott leikskáld sem eru hérna með mér, þau Amelie Olsen frá Danmörku, Fredrik Brattberg frá Noregi og Anders Duus frá Svíþjóð. Fredrik er til að mynda búinn að vinna hreinlega allt sem hægt er að vinna eða vera tilnefndur til í Noregi.“ Formið á sýningunni á laugardagskvöldið eru eins og á öðrum sýningum Dramafronten. „Það er farið af stað frá Tjarnarbíói en þetta er ekki mikil ganga, þetta er svona rölt á milli staða, því við erum í ákveðnum radíus eiginlega í kringum Tjörnina. Þetta er ýmist inni eða úti þannig að það er vissara að klæða sig svona sæmilega eftir veðri. Hvert og eitt verk er svo um tólf til fimmtán mínútur. Áhorfendum verður skipt í hópa og ágætt að hafa í huga að þó að verkin séu samhangandi þá skiptir engu máli í hvaða röð þú sérð þau vegna þess að þau gerast öll á sama tíma. Allt fer fram á íslensku því ég er búin að þýða hin verkin þannig að þetta er í raun mjög einfalt og aðgengilegt leikhús.“Mikill innblástur Það er tæpast hægt að halda því fram að það séu fjölbreyttir starfsmöguleikar fyrir íslensk leikskáld og Salka segir að óneitanlega sé einangrun á Íslandi umtalsverð. „Það er sannkölluð gjöf að vera með í verkefni á borð við þetta. Tilgangurinn hjá Dramafronten er líka að tengja þetta fólk saman. Þetta er fólk sem er að vinna sem leikskáld um öll Norðurlöndin og svo verður okkur öllum hóað saman í Kaupmannahöfn í júní og þá verða öll sextán verkin sýnd en með sama hætti og hér heima.“ Salka segir að það veiti mikinn innblástur að sjá hvað er að gerast annars staðar á Norðurlöndum. „Maður les auðvitað og reynir að fylgjast með eins og maður getur en maður á sjaldan í beinu samtali við kollega nema á einhverjum hátíðum en það er öðruvísi. Þetta er markvissara og maður finnur sér mögulega fólk sem maður vill vinna meira með og svo er líka góður lærdómur í því hvernig að þessu er staðið. Það er eitthvað sem við þurfum að læra hérna að þetta þarf ekki alltaf að vera einhver risastór uppfærsla. Það er hægt að gera þetta svona. Alvöru leiklist er með frábærum leikurum að takast á við sterkt verk. Þetta þarf ekki að snúast um umgjörðina heldur er gott að opna á þennan möguleika og setja þetta í aðeins annað samhengi og aðgengilegra.“ Salka bendir á að þegar verið er að færa íslensk verk á svið í viðamiklum uppfærslum þá sé mikið undir. „Það er einhvern veginn allt undir í slíkum uppfærslum á meðan þessi leið gefur manni frekar tækifæri til að þróa hlutina. Prófa hvað virkar og hvað virkar ekki. Þetta er líka skemmtileg viðbót fyrir áhorfendur því fyrir þá er þetta soldið eins og að koma að hlaðborði. Vonandi munu svo áhorfendur sjá einhver leikskáld sem þeim líkar við og þá geta þeir leitast við að kynnast þeim betur í kjölfarið og jafnvel hvatt til þess að verk eftir viðkomandi rati svo á íslensk leiksvið.“Visir/EyþórEndapunktur eða ekki Aðspurð hvort það sé ákveðinn þráður sem liggi í gegnum verkin fjögur þá segir Salka að þau hafi fengið alveg frjálsar hendur með það hvernig þau vildu tengja verkin. „Í mínum hóp var sú leið farin að verkin hverfast öll í kringum einn atburð sem hefur ólík áhrif og afleiðingar í hverju verki fyrir sig. En svo er sama persónan sem kemur við sögu í öllum verkunum fjórum sem eins konar aukapersóna. Þannig að í raun eru þetta fjórar mjög ólíkar aðstæður og sögur sem eiga samt þessa tengingu sameiginlega.“ Salka segir að skáldin fjögur séu talsvert ólík en innan hennar hóps séu þó ekki nema svona um tuttugu ár á milli elsta og yngsta skáldsins. „Við byrjuðum á því að lesa mikið af verkum eftir hvert annað, segja frá og leitast við að skilja hvernig hvert og eitt leikskáld væri að vinna. Við fórum þessa leið til þess að hvert og eitt skáld gæti unnið með sína tækni og út frá sínum hæfileikum. Það voru þarna líka gríðarlega reynd skáld eins og t.d. Anders Duus sem hefur skrifað á fimmta tug verka og er eitt mikilsvirtasta skáld Svíþjóðar. Svo er það Amelie sem er rísandi stjarna þannig að fólk er svona á ólíkum stöðum á sínum ferli.“ Umhverfi íslenskra leikskálda er talsvert ólíkt því sem kollegar þeirra búa við á Norðurlöndunum og Salka segir að það ráðist í raun einfaldlega af smæðinni. „Smæðin er okkar versti óvinur. Mín reynsla af því að vinna í Bretlandi er til að mynda að þar fær maður að þróa verkið með því að sýna það. En hérna er sýningin einhvern veginn alltaf endapunktur. Það heldur soldið aftur af okkur þar sem hvert og eitt verkefni fær kannski ekki alveg þann tíma sem það þarf til þess að dafna. Þetta ræðst af smæðinni og því held ég að við mættum nýta okkur betur möguleikann á afslappaðri formum til þess að koma nýjum leikritum á framfæri. Það sem Dramafronten er að gera er eitthvað sem við þurfum að skoða betur og jafnvel mögulega taka okkur til fyrirmyndar.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí.
Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira