Kappakstursbíll nemenda HR afhjúpaður í dag Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2017 09:02 Keppnisbíll HR í fyrra. Nemendur í tæknifræði og verkfræði við Háskólann í Reykjavík taka nú þátt í Formula Student keppninni í annað skipti. Nýr kappakstursbíll liðsins verður afhjúpaður á Tæknidegi tækni- og verkfræðideildar HR í dag 12. maí kl. 14:15. Lið HR, Team Sleipnir, náði þeim frábæra árangri í fyrrasumar að komast í gegnum allar öryggisprófanir og aksturshluta Formula Student keppninnar á hinni sögufrægu Silverstone braut í Bretlandi. Aðeins um fjörutíu lið af yfir 100 náðu þeim árangri að taka þátt í öllum fjórum akstursþrautum keppninnar og engir nýliðar fengu fleiri stig í keppninni en lið HR. Í ár stefnir liðið að því að ná enn betri árangri með léttari og betri bíl. Eins og í fyrra keppir lið HR í flokki bíla sem ganga fyrir 85% etanóli og 15% bensíni. Bíllinn er allur smíðaður í HR, af nemendum, að undanskilinni berstrípaðri vélinni sem er fjögurra cylindra vél úr Yamaha mótorhjóli. Loftinntak, stýri og fjölmargir aðrir íhlutir eru þrívíddarprentaðir. Drif, hjólafestur og mót fyrir yfirbyggingu eru smíðuð í nýjum CNC fræsi- og rennibekkjum HR. Allur drif- og hjólabúnaður er léttari en áður og gírskiptingin er loftskipt og takkastýrð. Meira er nú lagt upp úr tölvustýringum, mælum og öðrum rafmagnsbúnaði en í bílnum í fyrra. Sérstök áhersla verður einnig lögð á að fá fleiri stig út úr þeim hluta keppninnar sem snýr að kynningu á hönnun og viðskiptaáætlun. Nánari tæknilega upplýsingar um bílinn er að finna á vefsíðu Team Sleipnis, á http://teamsleipnir.is og upplýsingar um Tæknidaginn má finna hér; https://www.ru.is/tvd/vidburdir/taeknidagurinn-2017 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent
Nemendur í tæknifræði og verkfræði við Háskólann í Reykjavík taka nú þátt í Formula Student keppninni í annað skipti. Nýr kappakstursbíll liðsins verður afhjúpaður á Tæknidegi tækni- og verkfræðideildar HR í dag 12. maí kl. 14:15. Lið HR, Team Sleipnir, náði þeim frábæra árangri í fyrrasumar að komast í gegnum allar öryggisprófanir og aksturshluta Formula Student keppninnar á hinni sögufrægu Silverstone braut í Bretlandi. Aðeins um fjörutíu lið af yfir 100 náðu þeim árangri að taka þátt í öllum fjórum akstursþrautum keppninnar og engir nýliðar fengu fleiri stig í keppninni en lið HR. Í ár stefnir liðið að því að ná enn betri árangri með léttari og betri bíl. Eins og í fyrra keppir lið HR í flokki bíla sem ganga fyrir 85% etanóli og 15% bensíni. Bíllinn er allur smíðaður í HR, af nemendum, að undanskilinni berstrípaðri vélinni sem er fjögurra cylindra vél úr Yamaha mótorhjóli. Loftinntak, stýri og fjölmargir aðrir íhlutir eru þrívíddarprentaðir. Drif, hjólafestur og mót fyrir yfirbyggingu eru smíðuð í nýjum CNC fræsi- og rennibekkjum HR. Allur drif- og hjólabúnaður er léttari en áður og gírskiptingin er loftskipt og takkastýrð. Meira er nú lagt upp úr tölvustýringum, mælum og öðrum rafmagnsbúnaði en í bílnum í fyrra. Sérstök áhersla verður einnig lögð á að fá fleiri stig út úr þeim hluta keppninnar sem snýr að kynningu á hönnun og viðskiptaáætlun. Nánari tæknilega upplýsingar um bílinn er að finna á vefsíðu Team Sleipnis, á http://teamsleipnir.is og upplýsingar um Tæknidaginn má finna hér; https://www.ru.is/tvd/vidburdir/taeknidagurinn-2017
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent