Ákvörðun HB Granda kallar á gjaldtöku Svavar Hávarðsson skrifar 12. maí 2017 07:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra „Þetta eru vondar fréttir en ég bind vonir við að forsvarsmenn HB Granda og Akranesbæjar eru að tala saman. Ég vona að eitthvað jákvætt komi út úr því enda eru 86 einstaklingar, mest konur, að missa vinnuna sem hafa byggt upp mikinn mannauð,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, um þær fréttir að HB Grandi mun leggja niður botnfiskvinnslu sína á Akranesi og flytja starfsemina til Reykjavíkur. Þá niðurstöðu tilkynnti Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, starfsfólki í gær en ástæðan er fyrirsjáanlegt tap fyrirtækisins af vinnslunni. Hjá HB Granda og dótturfélögum á Akranesi starfa 270 manns, en allt að 150 störf, að afleiddum störfum meðtöldum, munu tapast í byggðarlaginu. „Ég vona að Akranesbær spýti í lófana, þeir hafa gert góða hluti á síðustu árum og fái Faxaflóahafnir til að fjárfesta í höfninni, og ekkert sleppa þeim við það, og þá koma fyrirtækin og nýta þennan mikla mannauð.“ Þorgerður segir að eðlileg hagræðing innan sjávarútvegsins sé mjög mikilvæg og hafi skipt máli fyrir fjárfestingu í greininni, „en hagræðing verður að fara saman við kröfuna um byggðafestu og atvinnuöryggi. Það er ekki gert með því að flytja störfin til Reykjavíkur – það er ekki samhengi þarna á milli,“ segir Þorgerður og bætir við að málið sé angi af öðru stærra – og hennar stærsta viðfangsefni sem sjávarútvegsráðherra. „Það er sátt um gjaldtöku af auðlindinni. Þetta mál ýtir á að gjaldtakan verði tekin föstum tökum núna. Á meðan samfélagið telur að útgerðin hafi ekki borgað sanngjarna greiðslu fyrir sjávarauðlindina þá er þolinmæðin minni gagnvart svona stórtækum aðgerðum,“ segir Þorgerður. Birtist í Fréttablaðinu Brim Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Þetta eru vondar fréttir en ég bind vonir við að forsvarsmenn HB Granda og Akranesbæjar eru að tala saman. Ég vona að eitthvað jákvætt komi út úr því enda eru 86 einstaklingar, mest konur, að missa vinnuna sem hafa byggt upp mikinn mannauð,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, um þær fréttir að HB Grandi mun leggja niður botnfiskvinnslu sína á Akranesi og flytja starfsemina til Reykjavíkur. Þá niðurstöðu tilkynnti Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, starfsfólki í gær en ástæðan er fyrirsjáanlegt tap fyrirtækisins af vinnslunni. Hjá HB Granda og dótturfélögum á Akranesi starfa 270 manns, en allt að 150 störf, að afleiddum störfum meðtöldum, munu tapast í byggðarlaginu. „Ég vona að Akranesbær spýti í lófana, þeir hafa gert góða hluti á síðustu árum og fái Faxaflóahafnir til að fjárfesta í höfninni, og ekkert sleppa þeim við það, og þá koma fyrirtækin og nýta þennan mikla mannauð.“ Þorgerður segir að eðlileg hagræðing innan sjávarútvegsins sé mjög mikilvæg og hafi skipt máli fyrir fjárfestingu í greininni, „en hagræðing verður að fara saman við kröfuna um byggðafestu og atvinnuöryggi. Það er ekki gert með því að flytja störfin til Reykjavíkur – það er ekki samhengi þarna á milli,“ segir Þorgerður og bætir við að málið sé angi af öðru stærra – og hennar stærsta viðfangsefni sem sjávarútvegsráðherra. „Það er sátt um gjaldtöku af auðlindinni. Þetta mál ýtir á að gjaldtakan verði tekin föstum tökum núna. Á meðan samfélagið telur að útgerðin hafi ekki borgað sanngjarna greiðslu fyrir sjávarauðlindina þá er þolinmæðin minni gagnvart svona stórtækum aðgerðum,“ segir Þorgerður.
Birtist í Fréttablaðinu Brim Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira