Hlutabréf í samfélagsmiðlinum Snapchat féllu um 25 prósent eftir að afkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2017 var birt.
Þetta er í fyrsta skipti sem Snapchat birtir afkomu félagsins síðan það var sett á markað. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að daglegum notendum miðilsins hefði aðeins fjölgað um fimm prósent á þessu tímabili, miðað við síðasta ársfjórðung 2016.
Stendur því daglegur notenda fjöldi miðilsins í 166 milljónum, sem er tveimur milljónum minna en búist var við, en 36 prósentum hærra en á sama tíma í fyrra.
Þessi tilkynning félagsins gerði það að verkum að gengi bréfa félagsins veiktist um rúmlega 20 prósent eftir að kauphöllinni var lokað í New York.
Tap félagsins var meira en búist var við og þó voru tekjur félagsins einnig lægri en gert hafði verið ráð fyrir. Tekjurnar jukust um 286 prósent á þessum fyrsta fjórðungi ársins og voru nærri 150 milljónum dollara, sem var þó níu milljónum dollara minna en spár gerðu ráð fyrir.
Snapchat er í harðri samkeppni við Facebook og Instagram. Facebook er með milljarð virkra notenda á hverjum degi og nærri því tvo milljarða virkra notenda í hverjum mánuði.
Instagram er með 400 milljón virka notendur á hverjum degi, en 200 þeirra horfa á Instagram Stories, sem er eftirlíking af aðal viðmóti Snapchat.
Staða Snapchat sögð slæm
Birgir Olgeirsson skrifar

Mest lesið

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð
Viðskipti innlent

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila
Viðskipti innlent

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

„Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“
Viðskipti innlent

Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu
Viðskipti innlent