Framúrakstur sem endar illa Finnur Thorlacius skrifar 10. maí 2017 12:16 Audi bíllinn kominn á rönd og á brátt fund við nærliggjandi ljósastaur. Líklega verður sjaldan brýnt of oft fyrir ökumönnum að framúrakstur er hættuleg iðja, en sérstaklega þegar það er gert á mjög miklum hraða. Ekki hjálpar til þegar ökumaður gerir sér engan veginn grein fyrir fjarlægð að næsta bíl né hraða nærliggjandi bíla. Þessi framúrakstur í Ísrael náðist á mynd um daginn og endar vægast sagt illa. Sá sem tekur framúr rekst utaní afturhluta bílsins hægra megin og snýst við það á svo listilegan hátt að engu líkara er að þar fari ballettdansari að snúa sér á tá. Það vill þó svo óheppilega til að hann mætir brátt ljósastaur sem frestar förinni, en þá snýr bíllinn með nefið niður í dansinum. Staurinn gerir það að verkum að engu líkara er að bílnum hafi verið lagt faglega í stæði í gagnstæðri átt, en útlit hans þá er ekkert sérlega til fyrirmyndar. Í enda mynskeiðsins sést þar sem farþegi í Audi bílnum, sem svo óvalega var ekið, er að reyna að skríða útum afturgluggann á bílnum. Enginn lét lífið í þessu óhappi en farþegar hlutu slæm meiðsl. Sjón er sögu ríkari. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent
Líklega verður sjaldan brýnt of oft fyrir ökumönnum að framúrakstur er hættuleg iðja, en sérstaklega þegar það er gert á mjög miklum hraða. Ekki hjálpar til þegar ökumaður gerir sér engan veginn grein fyrir fjarlægð að næsta bíl né hraða nærliggjandi bíla. Þessi framúrakstur í Ísrael náðist á mynd um daginn og endar vægast sagt illa. Sá sem tekur framúr rekst utaní afturhluta bílsins hægra megin og snýst við það á svo listilegan hátt að engu líkara er að þar fari ballettdansari að snúa sér á tá. Það vill þó svo óheppilega til að hann mætir brátt ljósastaur sem frestar förinni, en þá snýr bíllinn með nefið niður í dansinum. Staurinn gerir það að verkum að engu líkara er að bílnum hafi verið lagt faglega í stæði í gagnstæðri átt, en útlit hans þá er ekkert sérlega til fyrirmyndar. Í enda mynskeiðsins sést þar sem farþegi í Audi bílnum, sem svo óvalega var ekið, er að reyna að skríða útum afturgluggann á bílnum. Enginn lét lífið í þessu óhappi en farþegar hlutu slæm meiðsl. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent