FH hefur aðeins fleiri vopn en Valur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 06:00 Unglingalandsliðsmennirnir Óðinn Þór Ríkharðsson hjá FH og Ýmir Örn Gíslason hjá Val í baráttu í bikarleik liðanna í Höllinni. vísir/Eyþór Lið Vals (21) og FH (16) hafa unnið 37 Íslandsmeistaratitla samtals en aðeins tveir þeirra hafa komið á þessari öld. Nú sjá þessi sigursælustu karlalið íslenska handboltans stóra titilinn í hillingum því þau eru bæði komin alla leið í úrslitaeinvígið sem hefst í Kaplakrika í kvöld. Deildarmeistarar FH-inga unnu sinn eina Íslandsmeistaratitil á síðustu 25 árum fyrir sex árum og bikarmeistarar Vals hafa ekki náð að vinna Íslandsmeistaratitil eftir bankahrun. Bæði lið hafa unnið fimm leiki í röð í úrslitakeppninni, FH-ingar alla sína leiki en Valsmenn fimm síðustu eftir tap úti í Eyjum í fyrsta leik. Þau unnu sitt hvora tvo leikina á tímabilinu en annar sigur Valsmanna var í undanúrslitum bikarsins. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, þekkir bæði liðin mjög vel eftir veturinn. „Þetta er mjög áhugavert einvígi,“ segir Einar Andri. „Það er búin að vera rosalega löng pása hjá FH og það verður því mjög fróðlegt að sjá þá í fyrsta leiknum,“ segir Einar sem segir að þarna hafi reynt á þjálfara FH að halda uppi tempói á æfingum. „Valsmenn hafa verið að spila frábæran varnarleik eða þessa 5:1 vörn með Ými fyrir framan þar sem hann fellur niður í 6:0 þegar liðin eru að leysa inn. Liðin hafa í vetur átt í miklu basli með þetta og ekkert lið sem hefur náð að leysa þessa vörn með góðum hætti. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig FH-ingarnir ætla að leysa varnarleikinn hjá Val. Það er stærsta spurningin fyrir seríuna,“ segir Einar Andri. „FH-ingar hafa verið að spila rosalega góða og þétta 6:0 vörn. Upp úr þessari góðu vörn, með Ágúst Elí mjög góðan í markinu fyrir aftan, þá hefur Óðinn verið óstöðvandi í hraðaupphlaupunum. Sóknarleikur FH hefur líka verið gríðarlega góður, agaður og með framlag frá mörgum leikmönnum. Það er eiginlega engan veikan blett að finna á FH-liðinu finnst mér,“ segir Einar Andri. „Valsmenn eru að koma svolítið bakdyramegin að þessu með því að enda í sjöunda sæti í deildinni en ástæðan fyrir því að þeir voru neðarlega var gríðarlegt álag á þeim. Þeir unnu líka bikarinn og slökuðu aðeins á í deildinni eftir það,“ segir Einar. „Óskar [Bjarni Óskarsson] hefur verið gagnrýndur fyrir úrslitakeppnina í gegnum tíðina en hann er heldur betur að svara fyrir það núna. Hann vinnur alltaf bikarinn en hefur verið að strögla í úrslitakeppninni. Ég er viss um að Óskar klæjar í fingurna að ná í Íslandsmeistaratitil í úrslitakeppni og sýna enn og aftur hversu frábær þjálfari hann er. Dóri er náttúrulega búinn að gera kvennalið að Íslandsmeisturum og getur nú gert það líka með karlalið,“ segir Einar. En hvernig fer? „Ég á erfiðara með að sjá Val vinna FH þrisvar. FH hefur að mínu mati aðeins fleiri vopn og þá sérstaklega í sókninni. Mér finnst fleiri hlutir vera á hreinu hjá FH en á sama tíma er Valur búinn að vinna alla stóru leikina eftir jól. Það er vonlaust að spá en ég hallast að því að FH vinni í fimm leikjum,“ segir Einar Andri og bætir við: „Þótt það sé kominn maí og fótboltinn byrjaður þá má líka fylgjast með handboltanum.“ Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira
Lið Vals (21) og FH (16) hafa unnið 37 Íslandsmeistaratitla samtals en aðeins tveir þeirra hafa komið á þessari öld. Nú sjá þessi sigursælustu karlalið íslenska handboltans stóra titilinn í hillingum því þau eru bæði komin alla leið í úrslitaeinvígið sem hefst í Kaplakrika í kvöld. Deildarmeistarar FH-inga unnu sinn eina Íslandsmeistaratitil á síðustu 25 árum fyrir sex árum og bikarmeistarar Vals hafa ekki náð að vinna Íslandsmeistaratitil eftir bankahrun. Bæði lið hafa unnið fimm leiki í röð í úrslitakeppninni, FH-ingar alla sína leiki en Valsmenn fimm síðustu eftir tap úti í Eyjum í fyrsta leik. Þau unnu sitt hvora tvo leikina á tímabilinu en annar sigur Valsmanna var í undanúrslitum bikarsins. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, þekkir bæði liðin mjög vel eftir veturinn. „Þetta er mjög áhugavert einvígi,“ segir Einar Andri. „Það er búin að vera rosalega löng pása hjá FH og það verður því mjög fróðlegt að sjá þá í fyrsta leiknum,“ segir Einar sem segir að þarna hafi reynt á þjálfara FH að halda uppi tempói á æfingum. „Valsmenn hafa verið að spila frábæran varnarleik eða þessa 5:1 vörn með Ými fyrir framan þar sem hann fellur niður í 6:0 þegar liðin eru að leysa inn. Liðin hafa í vetur átt í miklu basli með þetta og ekkert lið sem hefur náð að leysa þessa vörn með góðum hætti. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig FH-ingarnir ætla að leysa varnarleikinn hjá Val. Það er stærsta spurningin fyrir seríuna,“ segir Einar Andri. „FH-ingar hafa verið að spila rosalega góða og þétta 6:0 vörn. Upp úr þessari góðu vörn, með Ágúst Elí mjög góðan í markinu fyrir aftan, þá hefur Óðinn verið óstöðvandi í hraðaupphlaupunum. Sóknarleikur FH hefur líka verið gríðarlega góður, agaður og með framlag frá mörgum leikmönnum. Það er eiginlega engan veikan blett að finna á FH-liðinu finnst mér,“ segir Einar Andri. „Valsmenn eru að koma svolítið bakdyramegin að þessu með því að enda í sjöunda sæti í deildinni en ástæðan fyrir því að þeir voru neðarlega var gríðarlegt álag á þeim. Þeir unnu líka bikarinn og slökuðu aðeins á í deildinni eftir það,“ segir Einar. „Óskar [Bjarni Óskarsson] hefur verið gagnrýndur fyrir úrslitakeppnina í gegnum tíðina en hann er heldur betur að svara fyrir það núna. Hann vinnur alltaf bikarinn en hefur verið að strögla í úrslitakeppninni. Ég er viss um að Óskar klæjar í fingurna að ná í Íslandsmeistaratitil í úrslitakeppni og sýna enn og aftur hversu frábær þjálfari hann er. Dóri er náttúrulega búinn að gera kvennalið að Íslandsmeisturum og getur nú gert það líka með karlalið,“ segir Einar. En hvernig fer? „Ég á erfiðara með að sjá Val vinna FH þrisvar. FH hefur að mínu mati aðeins fleiri vopn og þá sérstaklega í sókninni. Mér finnst fleiri hlutir vera á hreinu hjá FH en á sama tíma er Valur búinn að vinna alla stóru leikina eftir jól. Það er vonlaust að spá en ég hallast að því að FH vinni í fimm leikjum,“ segir Einar Andri og bætir við: „Þótt það sé kominn maí og fótboltinn byrjaður þá má líka fylgjast með handboltanum.“
Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira