Það eru allir að hjálpa mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2017 06:00 Sandra María Jessen í leiknum við Noreg í mars. Vísir/Getty Sandra María Jessen varð fyrir miklu áfalli í byrjun mars þegar hún meiddist illa á hné í leik með íslenska landsliðinu í Algarve. Evrópumótið í Hollandi í sumar og tímabilið með Þór/KA var í hættu en Sandra María hefur nú með dugnaði og samviskusemi snúið aftur á völlinn. Sandra hefur gefið stoðsendingu eða skorað mark í síðustu tveimur leikjum Þórs/KA og með því stimplað sig inn á ný. Nú tæpum þremur mánuðum eftir leikinn afrifaríka við Noreg er EM aftur inni í myndinni hjá þessari vösku Akureyrarmey. „Það var rosalega skemmtilegt að koma inn á og skora. Það var líka mikilvægt upp á sjálfstraustið,“ sagði Sandra María um markið sitt.Sandra María liggur meidd eftir á vellinum eftir baráttu við hina norsku Ingvild Isaksen.Vísir/GettyFramar vonum „Staðan á mér er bara mjög góð. Þetta er bara framar vonum og það er mjög jákvætt að vera komin á völlinn. Þetta tekur smá tíma en verður betra og betra með hverjum leik,“ sagði Sandra María en hver er lykillinn að endurkomunni. „Þetta er samspil af góðri sjúkraþjálfun og góðri umönnun utan vallar. Það eru líka allir að hjálpa mér. Stelpurnar í landsliðinu hjálpuðu mér úti og stelpurnar í Þór/KA hafa líka gert það hér heima. Þær vilja mér allar vel sem gefur mér rosalega mikið,“ sagði Sandra María. Gott gengi Þórs/KA hjálpar líka. „Það er rosalega mikil hvatning að drífa sig að verða heil þegar stelpurnar eru að standa sig jafnvel og þær eru að gera núna. Það er ekkert sjálfsagt að vera partur af jafnflottu liði og þær eru. Það verður erfitt fyrir mig að komast inn í liðið aftur,“ sagði Sandra María létt. „Ég er komin með eina stoðsendingu og eitt mark og það er ágæt tölfræði fyrir þessa leiki sem ég er búin að spila. Núna er bara að stefna á eitthvað hærra og gera enn þá betur. Með þessar stelpur í kringum mig á vellinum þá er það mögulegt,“ sagði Sandra María. Næst á dagskrá er hins vegar að hjálpa Þór/KA í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Þór/KA liðið hefur unnið sex fyrstu leiki sína og í kvöld heimsækir Þór/KA Íslandsmeistara Stjörnunnar í Garðabænum. „Þetta er hörkuleikur. Þetta eru tvö frábær lið að mætast. Þetta eru bæði lið sem geta spilað boltanum vel en eru líka með flottar skyndisóknir og sterka vörn. Við þurfum að eiga okkar allra besta leik ef við ætlum að fara heim með þrjú stig," segir Sandra og það er engin pressa á toppliði deildarinnar.Markmiðið er að komast á EM „Við finnum ekki fyrir neinni pressu. Fólk er rosalega mikið að bíða eftir því að við misstígum okkur og það virkar bara sem hvatning fyrir okkur,“ segir Sandra en hvernig lítur EM-draumurinn út? „Það er enn þá opið og að sjálfsögðu markmiðið mitt að komast með á EM. Ég þarf að vinna í einhverjum hlutum og ég er að gera það. Vonandi fæ ég að vera partur af hópnum sem fer með til Hollands, segir Sandra. „Ef þetta gengur allt upp þá væri það frábært. Hingað til er ég rosalega stolt og sátt með okkar lið og líka hvernig landsliðið er að taka á öllum þessum meiðslum og mótlæti sem eru í gangi. Fólk er farið að styðja við okkur, bæði Þór/KA og landsliðið og þetta lítur því vel út,“ sagði Sandra. EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Sandra María send á sjúkrahús Freyr Alexandersson segir að Sandra María Jessen hafi verið send á sjúkrahús í myndatöku vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í kvöld. 1. mars 2017 23:00 Sandra María óbrotin eftir atvikið hryllilega | Myndband Norðankonan í íslenska landsliðinu er ekki fótbrotin en óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru. 2. mars 2017 09:11 Freyr um öll meiðslin hjá stelpunum okkar: Eins og vera kýldur í magann Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta fór yfir öll meiðsli íslensku landsliðskvennanna að undanförnu í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 14. mars 2017 19:00 Sandra María gæti verið illa meidd | Myndband Sandra María Jessen fór meidd af velli eftir 22 mínútur í leik Íslands og Noregs sem nú stendur yfir á Algarve-mótinu í Portúgal. 1. mars 2017 19:17 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Sandra María Jessen varð fyrir miklu áfalli í byrjun mars þegar hún meiddist illa á hné í leik með íslenska landsliðinu í Algarve. Evrópumótið í Hollandi í sumar og tímabilið með Þór/KA var í hættu en Sandra María hefur nú með dugnaði og samviskusemi snúið aftur á völlinn. Sandra hefur gefið stoðsendingu eða skorað mark í síðustu tveimur leikjum Þórs/KA og með því stimplað sig inn á ný. Nú tæpum þremur mánuðum eftir leikinn afrifaríka við Noreg er EM aftur inni í myndinni hjá þessari vösku Akureyrarmey. „Það var rosalega skemmtilegt að koma inn á og skora. Það var líka mikilvægt upp á sjálfstraustið,“ sagði Sandra María um markið sitt.Sandra María liggur meidd eftir á vellinum eftir baráttu við hina norsku Ingvild Isaksen.Vísir/GettyFramar vonum „Staðan á mér er bara mjög góð. Þetta er bara framar vonum og það er mjög jákvætt að vera komin á völlinn. Þetta tekur smá tíma en verður betra og betra með hverjum leik,“ sagði Sandra María en hver er lykillinn að endurkomunni. „Þetta er samspil af góðri sjúkraþjálfun og góðri umönnun utan vallar. Það eru líka allir að hjálpa mér. Stelpurnar í landsliðinu hjálpuðu mér úti og stelpurnar í Þór/KA hafa líka gert það hér heima. Þær vilja mér allar vel sem gefur mér rosalega mikið,“ sagði Sandra María. Gott gengi Þórs/KA hjálpar líka. „Það er rosalega mikil hvatning að drífa sig að verða heil þegar stelpurnar eru að standa sig jafnvel og þær eru að gera núna. Það er ekkert sjálfsagt að vera partur af jafnflottu liði og þær eru. Það verður erfitt fyrir mig að komast inn í liðið aftur,“ sagði Sandra María létt. „Ég er komin með eina stoðsendingu og eitt mark og það er ágæt tölfræði fyrir þessa leiki sem ég er búin að spila. Núna er bara að stefna á eitthvað hærra og gera enn þá betur. Með þessar stelpur í kringum mig á vellinum þá er það mögulegt,“ sagði Sandra María. Næst á dagskrá er hins vegar að hjálpa Þór/KA í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Þór/KA liðið hefur unnið sex fyrstu leiki sína og í kvöld heimsækir Þór/KA Íslandsmeistara Stjörnunnar í Garðabænum. „Þetta er hörkuleikur. Þetta eru tvö frábær lið að mætast. Þetta eru bæði lið sem geta spilað boltanum vel en eru líka með flottar skyndisóknir og sterka vörn. Við þurfum að eiga okkar allra besta leik ef við ætlum að fara heim með þrjú stig," segir Sandra og það er engin pressa á toppliði deildarinnar.Markmiðið er að komast á EM „Við finnum ekki fyrir neinni pressu. Fólk er rosalega mikið að bíða eftir því að við misstígum okkur og það virkar bara sem hvatning fyrir okkur,“ segir Sandra en hvernig lítur EM-draumurinn út? „Það er enn þá opið og að sjálfsögðu markmiðið mitt að komast með á EM. Ég þarf að vinna í einhverjum hlutum og ég er að gera það. Vonandi fæ ég að vera partur af hópnum sem fer með til Hollands, segir Sandra. „Ef þetta gengur allt upp þá væri það frábært. Hingað til er ég rosalega stolt og sátt með okkar lið og líka hvernig landsliðið er að taka á öllum þessum meiðslum og mótlæti sem eru í gangi. Fólk er farið að styðja við okkur, bæði Þór/KA og landsliðið og þetta lítur því vel út,“ sagði Sandra.
EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Sandra María send á sjúkrahús Freyr Alexandersson segir að Sandra María Jessen hafi verið send á sjúkrahús í myndatöku vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í kvöld. 1. mars 2017 23:00 Sandra María óbrotin eftir atvikið hryllilega | Myndband Norðankonan í íslenska landsliðinu er ekki fótbrotin en óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru. 2. mars 2017 09:11 Freyr um öll meiðslin hjá stelpunum okkar: Eins og vera kýldur í magann Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta fór yfir öll meiðsli íslensku landsliðskvennanna að undanförnu í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 14. mars 2017 19:00 Sandra María gæti verið illa meidd | Myndband Sandra María Jessen fór meidd af velli eftir 22 mínútur í leik Íslands og Noregs sem nú stendur yfir á Algarve-mótinu í Portúgal. 1. mars 2017 19:17 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Sandra María send á sjúkrahús Freyr Alexandersson segir að Sandra María Jessen hafi verið send á sjúkrahús í myndatöku vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í kvöld. 1. mars 2017 23:00
Sandra María óbrotin eftir atvikið hryllilega | Myndband Norðankonan í íslenska landsliðinu er ekki fótbrotin en óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru. 2. mars 2017 09:11
Freyr um öll meiðslin hjá stelpunum okkar: Eins og vera kýldur í magann Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta fór yfir öll meiðsli íslensku landsliðskvennanna að undanförnu í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 14. mars 2017 19:00
Sandra María gæti verið illa meidd | Myndband Sandra María Jessen fór meidd af velli eftir 22 mínútur í leik Íslands og Noregs sem nú stendur yfir á Algarve-mótinu í Portúgal. 1. mars 2017 19:17