Það eru allir að hjálpa mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2017 06:00 Sandra María Jessen í leiknum við Noreg í mars. Vísir/Getty Sandra María Jessen varð fyrir miklu áfalli í byrjun mars þegar hún meiddist illa á hné í leik með íslenska landsliðinu í Algarve. Evrópumótið í Hollandi í sumar og tímabilið með Þór/KA var í hættu en Sandra María hefur nú með dugnaði og samviskusemi snúið aftur á völlinn. Sandra hefur gefið stoðsendingu eða skorað mark í síðustu tveimur leikjum Þórs/KA og með því stimplað sig inn á ný. Nú tæpum þremur mánuðum eftir leikinn afrifaríka við Noreg er EM aftur inni í myndinni hjá þessari vösku Akureyrarmey. „Það var rosalega skemmtilegt að koma inn á og skora. Það var líka mikilvægt upp á sjálfstraustið,“ sagði Sandra María um markið sitt.Sandra María liggur meidd eftir á vellinum eftir baráttu við hina norsku Ingvild Isaksen.Vísir/GettyFramar vonum „Staðan á mér er bara mjög góð. Þetta er bara framar vonum og það er mjög jákvætt að vera komin á völlinn. Þetta tekur smá tíma en verður betra og betra með hverjum leik,“ sagði Sandra María en hver er lykillinn að endurkomunni. „Þetta er samspil af góðri sjúkraþjálfun og góðri umönnun utan vallar. Það eru líka allir að hjálpa mér. Stelpurnar í landsliðinu hjálpuðu mér úti og stelpurnar í Þór/KA hafa líka gert það hér heima. Þær vilja mér allar vel sem gefur mér rosalega mikið,“ sagði Sandra María. Gott gengi Þórs/KA hjálpar líka. „Það er rosalega mikil hvatning að drífa sig að verða heil þegar stelpurnar eru að standa sig jafnvel og þær eru að gera núna. Það er ekkert sjálfsagt að vera partur af jafnflottu liði og þær eru. Það verður erfitt fyrir mig að komast inn í liðið aftur,“ sagði Sandra María létt. „Ég er komin með eina stoðsendingu og eitt mark og það er ágæt tölfræði fyrir þessa leiki sem ég er búin að spila. Núna er bara að stefna á eitthvað hærra og gera enn þá betur. Með þessar stelpur í kringum mig á vellinum þá er það mögulegt,“ sagði Sandra María. Næst á dagskrá er hins vegar að hjálpa Þór/KA í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Þór/KA liðið hefur unnið sex fyrstu leiki sína og í kvöld heimsækir Þór/KA Íslandsmeistara Stjörnunnar í Garðabænum. „Þetta er hörkuleikur. Þetta eru tvö frábær lið að mætast. Þetta eru bæði lið sem geta spilað boltanum vel en eru líka með flottar skyndisóknir og sterka vörn. Við þurfum að eiga okkar allra besta leik ef við ætlum að fara heim með þrjú stig," segir Sandra og það er engin pressa á toppliði deildarinnar.Markmiðið er að komast á EM „Við finnum ekki fyrir neinni pressu. Fólk er rosalega mikið að bíða eftir því að við misstígum okkur og það virkar bara sem hvatning fyrir okkur,“ segir Sandra en hvernig lítur EM-draumurinn út? „Það er enn þá opið og að sjálfsögðu markmiðið mitt að komast með á EM. Ég þarf að vinna í einhverjum hlutum og ég er að gera það. Vonandi fæ ég að vera partur af hópnum sem fer með til Hollands, segir Sandra. „Ef þetta gengur allt upp þá væri það frábært. Hingað til er ég rosalega stolt og sátt með okkar lið og líka hvernig landsliðið er að taka á öllum þessum meiðslum og mótlæti sem eru í gangi. Fólk er farið að styðja við okkur, bæði Þór/KA og landsliðið og þetta lítur því vel út,“ sagði Sandra. EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Sandra María send á sjúkrahús Freyr Alexandersson segir að Sandra María Jessen hafi verið send á sjúkrahús í myndatöku vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í kvöld. 1. mars 2017 23:00 Sandra María óbrotin eftir atvikið hryllilega | Myndband Norðankonan í íslenska landsliðinu er ekki fótbrotin en óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru. 2. mars 2017 09:11 Freyr um öll meiðslin hjá stelpunum okkar: Eins og vera kýldur í magann Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta fór yfir öll meiðsli íslensku landsliðskvennanna að undanförnu í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 14. mars 2017 19:00 Sandra María gæti verið illa meidd | Myndband Sandra María Jessen fór meidd af velli eftir 22 mínútur í leik Íslands og Noregs sem nú stendur yfir á Algarve-mótinu í Portúgal. 1. mars 2017 19:17 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
Sandra María Jessen varð fyrir miklu áfalli í byrjun mars þegar hún meiddist illa á hné í leik með íslenska landsliðinu í Algarve. Evrópumótið í Hollandi í sumar og tímabilið með Þór/KA var í hættu en Sandra María hefur nú með dugnaði og samviskusemi snúið aftur á völlinn. Sandra hefur gefið stoðsendingu eða skorað mark í síðustu tveimur leikjum Þórs/KA og með því stimplað sig inn á ný. Nú tæpum þremur mánuðum eftir leikinn afrifaríka við Noreg er EM aftur inni í myndinni hjá þessari vösku Akureyrarmey. „Það var rosalega skemmtilegt að koma inn á og skora. Það var líka mikilvægt upp á sjálfstraustið,“ sagði Sandra María um markið sitt.Sandra María liggur meidd eftir á vellinum eftir baráttu við hina norsku Ingvild Isaksen.Vísir/GettyFramar vonum „Staðan á mér er bara mjög góð. Þetta er bara framar vonum og það er mjög jákvætt að vera komin á völlinn. Þetta tekur smá tíma en verður betra og betra með hverjum leik,“ sagði Sandra María en hver er lykillinn að endurkomunni. „Þetta er samspil af góðri sjúkraþjálfun og góðri umönnun utan vallar. Það eru líka allir að hjálpa mér. Stelpurnar í landsliðinu hjálpuðu mér úti og stelpurnar í Þór/KA hafa líka gert það hér heima. Þær vilja mér allar vel sem gefur mér rosalega mikið,“ sagði Sandra María. Gott gengi Þórs/KA hjálpar líka. „Það er rosalega mikil hvatning að drífa sig að verða heil þegar stelpurnar eru að standa sig jafnvel og þær eru að gera núna. Það er ekkert sjálfsagt að vera partur af jafnflottu liði og þær eru. Það verður erfitt fyrir mig að komast inn í liðið aftur,“ sagði Sandra María létt. „Ég er komin með eina stoðsendingu og eitt mark og það er ágæt tölfræði fyrir þessa leiki sem ég er búin að spila. Núna er bara að stefna á eitthvað hærra og gera enn þá betur. Með þessar stelpur í kringum mig á vellinum þá er það mögulegt,“ sagði Sandra María. Næst á dagskrá er hins vegar að hjálpa Þór/KA í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Þór/KA liðið hefur unnið sex fyrstu leiki sína og í kvöld heimsækir Þór/KA Íslandsmeistara Stjörnunnar í Garðabænum. „Þetta er hörkuleikur. Þetta eru tvö frábær lið að mætast. Þetta eru bæði lið sem geta spilað boltanum vel en eru líka með flottar skyndisóknir og sterka vörn. Við þurfum að eiga okkar allra besta leik ef við ætlum að fara heim með þrjú stig," segir Sandra og það er engin pressa á toppliði deildarinnar.Markmiðið er að komast á EM „Við finnum ekki fyrir neinni pressu. Fólk er rosalega mikið að bíða eftir því að við misstígum okkur og það virkar bara sem hvatning fyrir okkur,“ segir Sandra en hvernig lítur EM-draumurinn út? „Það er enn þá opið og að sjálfsögðu markmiðið mitt að komast með á EM. Ég þarf að vinna í einhverjum hlutum og ég er að gera það. Vonandi fæ ég að vera partur af hópnum sem fer með til Hollands, segir Sandra. „Ef þetta gengur allt upp þá væri það frábært. Hingað til er ég rosalega stolt og sátt með okkar lið og líka hvernig landsliðið er að taka á öllum þessum meiðslum og mótlæti sem eru í gangi. Fólk er farið að styðja við okkur, bæði Þór/KA og landsliðið og þetta lítur því vel út,“ sagði Sandra.
EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Sandra María send á sjúkrahús Freyr Alexandersson segir að Sandra María Jessen hafi verið send á sjúkrahús í myndatöku vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í kvöld. 1. mars 2017 23:00 Sandra María óbrotin eftir atvikið hryllilega | Myndband Norðankonan í íslenska landsliðinu er ekki fótbrotin en óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru. 2. mars 2017 09:11 Freyr um öll meiðslin hjá stelpunum okkar: Eins og vera kýldur í magann Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta fór yfir öll meiðsli íslensku landsliðskvennanna að undanförnu í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 14. mars 2017 19:00 Sandra María gæti verið illa meidd | Myndband Sandra María Jessen fór meidd af velli eftir 22 mínútur í leik Íslands og Noregs sem nú stendur yfir á Algarve-mótinu í Portúgal. 1. mars 2017 19:17 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
Sandra María send á sjúkrahús Freyr Alexandersson segir að Sandra María Jessen hafi verið send á sjúkrahús í myndatöku vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í kvöld. 1. mars 2017 23:00
Sandra María óbrotin eftir atvikið hryllilega | Myndband Norðankonan í íslenska landsliðinu er ekki fótbrotin en óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru. 2. mars 2017 09:11
Freyr um öll meiðslin hjá stelpunum okkar: Eins og vera kýldur í magann Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta fór yfir öll meiðsli íslensku landsliðskvennanna að undanförnu í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 14. mars 2017 19:00
Sandra María gæti verið illa meidd | Myndband Sandra María Jessen fór meidd af velli eftir 22 mínútur í leik Íslands og Noregs sem nú stendur yfir á Algarve-mótinu í Portúgal. 1. mars 2017 19:17