Segist snuðaður um titilinn Sterkasti maður heims: „Þetta er grátlegt“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. maí 2017 17:25 Hafþór Júlíus Björnsson. Vísir/Valgarður Gíslason Hafþór Júlíus Björnsson endaði í öðru sæti í aflraunakeppninni Sterkasti maður heims í dag en litlu mátti muna að kappinn hefði farið með sigur af hólmi. Hann fékk 50 stig og var aðeins einu stigi frá sigurvegaranum Eddie Hall. Þetta er í sjötta sinn sem Hafþór nær verðlaunasæti í keppninni en hann hefur aldrei unnið. Keppnin hefur farið fram í Botswana undanfarna daga en Hafþór segir farir sínar ekki sléttar. Í samtali við Vísi er Hafþóri mikið niðri fyrir. Hann segir að illa sé staðið að keppninni og að áhrifamenn hafi staðið með Eddie Hall gegn honum og öðrum keppendum. „Það munaði mjög litlu, þetta er grátlegt. Það var mjög illa staðið að sumu í þessu móti. Til dæmis er hægt að benda á það að aðaldómari mótsins og sá sem stjórnar mótinu stóð með einum manni, Eddie Hall og setur mótið fyrir hann. Öllu var breytt fyrir hann. Það vissu það allir. Þetta var gert fyrir hann. Aðalástæðan fyrir því að þetta var sett upp fyrir hann var að hann er að glíma við hjartavandamál. Hann er breskur og bretarnir eru mjög áhrifamiklir í þessari keppni. Aðaldómarinn hefur mikið um að segja varðar greinarnar og stjórnar miklu við skipulag keppninnar. Hann réð bara úrslitum og það er grátlegt.“Vill sýna heiminum að þetta er ekki í lagi Hafþór segir að þetta hafi sett mikinn sjónarsvip á alla framkvæmd keppninnar. Hann segist ekki vilja kvarta yfir úrslitum en segir þó að úrslitin séu sár. „Það var margt ljótt og illa gert. Sem dæmi var tekið af mér eitt reps í viking press. Ef það hefði ekki verið tekið af mér þá hefði ég unnið. Við vorum jafnir en svokallaður tiebreaker í stein vinnur keppnina. Ég vann steininn og hefði því unnið keppnina. Ég vil ekki vera að væla, en ég er að gera það, því þetta er sárt, ef maður leggur líf sitt og sál í eitthvað og það er tekið af manni þá auðvitað er það sárt og maður vill sýna heiminum að þetta er ekki í lagi. Það er ekki í lagi að dómarinn á mótinu hvetji annan keppanda. Hann var að hvetja Eddie Hall í lokin þegar hann náði ekki að lyfta steininum. Það er mikil pólitík í þessum heimi.“„Er það þess virði að halda áfram?“Spurður um framhaldið segir Hafþór að hann sé virkilega niðurdreginn nú rétt eftir að keppni er lokið en hann sér þó ekki fyrir sér að þetta verði hans síðasta keppni, þrátt fyrir erfiðleikana. Hann velti þó fyrir sér hvort að þetta sé þess virði.„Ég er í sjötta sinn á palli án þess að vinna og kannski svolítið niðurdreginn einmitt núna en ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með minn árangur. Í mínum augum náði ég að vinna titillinn og hann var tekinn af mér, það er alveg klárt. Þeir bara létu þessa keppni snúast um hann.Er það þess virði að halda áfram? Þetta virðist bara vera leikrit, eins og einhver sjónvarpsþáttur, byggt á einhverri hentisemi. Þá spyr maður sig af hverju er ég að þessu? En svo er maður svo stoltur og getur ekki bara hætt. Ég er búinn að vera sex sinnum á palli og gæti ekki bara hætt þessu.Það sáu þetta allir. Allir sem voru í kring, þegar verðlaunaafhendingin átti sér stað, þegar ég var krýndur í annað sætið var mikið fagnað og svo þegar Hall var krýndur var lítið fagnað. Fólk vissi hvað hafði átt sér stað þarna.“ Aflraunir Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson endaði í öðru sæti í aflraunakeppninni Sterkasti maður heims í dag en litlu mátti muna að kappinn hefði farið með sigur af hólmi. Hann fékk 50 stig og var aðeins einu stigi frá sigurvegaranum Eddie Hall. Þetta er í sjötta sinn sem Hafþór nær verðlaunasæti í keppninni en hann hefur aldrei unnið. Keppnin hefur farið fram í Botswana undanfarna daga en Hafþór segir farir sínar ekki sléttar. Í samtali við Vísi er Hafþóri mikið niðri fyrir. Hann segir að illa sé staðið að keppninni og að áhrifamenn hafi staðið með Eddie Hall gegn honum og öðrum keppendum. „Það munaði mjög litlu, þetta er grátlegt. Það var mjög illa staðið að sumu í þessu móti. Til dæmis er hægt að benda á það að aðaldómari mótsins og sá sem stjórnar mótinu stóð með einum manni, Eddie Hall og setur mótið fyrir hann. Öllu var breytt fyrir hann. Það vissu það allir. Þetta var gert fyrir hann. Aðalástæðan fyrir því að þetta var sett upp fyrir hann var að hann er að glíma við hjartavandamál. Hann er breskur og bretarnir eru mjög áhrifamiklir í þessari keppni. Aðaldómarinn hefur mikið um að segja varðar greinarnar og stjórnar miklu við skipulag keppninnar. Hann réð bara úrslitum og það er grátlegt.“Vill sýna heiminum að þetta er ekki í lagi Hafþór segir að þetta hafi sett mikinn sjónarsvip á alla framkvæmd keppninnar. Hann segist ekki vilja kvarta yfir úrslitum en segir þó að úrslitin séu sár. „Það var margt ljótt og illa gert. Sem dæmi var tekið af mér eitt reps í viking press. Ef það hefði ekki verið tekið af mér þá hefði ég unnið. Við vorum jafnir en svokallaður tiebreaker í stein vinnur keppnina. Ég vann steininn og hefði því unnið keppnina. Ég vil ekki vera að væla, en ég er að gera það, því þetta er sárt, ef maður leggur líf sitt og sál í eitthvað og það er tekið af manni þá auðvitað er það sárt og maður vill sýna heiminum að þetta er ekki í lagi. Það er ekki í lagi að dómarinn á mótinu hvetji annan keppanda. Hann var að hvetja Eddie Hall í lokin þegar hann náði ekki að lyfta steininum. Það er mikil pólitík í þessum heimi.“„Er það þess virði að halda áfram?“Spurður um framhaldið segir Hafþór að hann sé virkilega niðurdreginn nú rétt eftir að keppni er lokið en hann sér þó ekki fyrir sér að þetta verði hans síðasta keppni, þrátt fyrir erfiðleikana. Hann velti þó fyrir sér hvort að þetta sé þess virði.„Ég er í sjötta sinn á palli án þess að vinna og kannski svolítið niðurdreginn einmitt núna en ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með minn árangur. Í mínum augum náði ég að vinna titillinn og hann var tekinn af mér, það er alveg klárt. Þeir bara létu þessa keppni snúast um hann.Er það þess virði að halda áfram? Þetta virðist bara vera leikrit, eins og einhver sjónvarpsþáttur, byggt á einhverri hentisemi. Þá spyr maður sig af hverju er ég að þessu? En svo er maður svo stoltur og getur ekki bara hætt. Ég er búinn að vera sex sinnum á palli og gæti ekki bara hætt þessu.Það sáu þetta allir. Allir sem voru í kring, þegar verðlaunaafhendingin átti sér stað, þegar ég var krýndur í annað sætið var mikið fagnað og svo þegar Hall var krýndur var lítið fagnað. Fólk vissi hvað hafði átt sér stað þarna.“
Aflraunir Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Sjá meira