Besta byrjunin hjá Ólafíu á LPGA-mótaröðinni síðan í mars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2017 16:32 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. vísir/getty Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti mjög flottan fyrsta hring á LPGA Volvik meistaramótinu á Ann Arbor vellinum við Detroit í Bandaríkjunum en þetta mót er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía Þórunn lék átján holurnar á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallarins. Hún var einu höggi yfir pari eftir fimm fyrstu holurnar en náði þá þremur fuglum á fjórum síðustu holum á fyrri níu. Ólafía lék síðan seinni níu holurnar á einu höggi undir pari og fékk samtals fjóra fugla á þessum hring. Ólafía Þórunn er eins og er í sjötta sæti á mótinu en margar eiga eftir að ljúka leik á fyrsta hringnum og því gæti hún færst eitthvað niður á listanna í dag. Ólafía Þórunn fékk nýjan aðstoðarmann á LPGA Volvik mótinu en þar mætti til leiks þaulreyndur atvinnukylfuberi. Thomas Bojanowski, unnusti Ólafíu Þórunnar, var aðstoðarmaður hennar á Kingsmill meistaramótinu í Williamsburg í síðustu viku. Eftir þessa góðu byrjun á Ólafía Þórunn ágæta möguleika á því að ná lokaniðurskurðinum í fyrsta sinn síðan á ISPS Handa mótinu í Ástralíu í febrúar. Ólafía Þórunn hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn á síðustu fimm LPGA-mótum sínum en þetta er besta byrjun hennar á móti síðan á Bank of Hope mótinu um miðjan mars. Þetta er annað mótið hennar í fjögurra móta törn því hún á síðan eftir að keppa á ShopRite LPGA Classic í New Jersey 2. til 4. júní og svo á Manulife LPGA Classic mótinu í Toronto 8. til 11. júní. Ólafía Þórunn hefur nú þegar leikið á sjö mótum á LPGA mótaröðinni frá því í janúar. Hún komst í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum en síðan þrjú mót í röð þar sem hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Á sjötta mótinu komst hún í gegnum fyrri niðurskurðinn eftir 54 holur en hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á síðasta móti i Williamsburg. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn á þremur yfir pari eftir fyrsta hringinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á þremur höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn á Volunteers of America Texas Shootout mótinu í golfi. 28. apríl 2017 00:34 Frábær frammistaða Ólafíu sem komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék frábærlega á öðrum hring á Volunteers of America Texas Shootout mótinu í golfi. 28. apríl 2017 19:11 Ólafía Þórunn fékk sér að sjálfsögðu Hawaii pizzu á Hawaii Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er komin til Hawaiieyja þar sem hún mun í páskavikunni taka þátt í Lotte Championship mótinu á bandarísku mótaröðinni í golfi. 11. apríl 2017 13:00 Afleitur hringur Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fann sig ekki á þriðja degi Volunteers of America Texas Shootout mótsins í golfi sem fer fram á Las Colinas vellinum í Texas. 29. apríl 2017 18:21 Vonir um íslenska páskafugla Páskahelgin er söguleg fyrir því í fyrsta sinn á Ísland keppendur á bandarísku og evrópsku mótaröðinni á sama tíma. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir á LPGA á Hawaii og Valdís Þóra Jónsdóttir á LET í Marokkó. 13. apríl 2017 06:00 Ólafía Þórunn á tveimur höggum yfir pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á tveimur höggum yfir pari á fyrsta degi Kingsmill Championship mótinu í Williamsburg í Virginíu. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. 18. maí 2017 21:28 Ólafía Þórunn: Golf er ekki alltaf dans á rósum Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir segir í nýjum pistli á Facebook að hún þurfi að slaka betur á og halda sér í núinu. 15. apríl 2017 11:45 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti mjög flottan fyrsta hring á LPGA Volvik meistaramótinu á Ann Arbor vellinum við Detroit í Bandaríkjunum en þetta mót er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía Þórunn lék átján holurnar á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallarins. Hún var einu höggi yfir pari eftir fimm fyrstu holurnar en náði þá þremur fuglum á fjórum síðustu holum á fyrri níu. Ólafía lék síðan seinni níu holurnar á einu höggi undir pari og fékk samtals fjóra fugla á þessum hring. Ólafía Þórunn er eins og er í sjötta sæti á mótinu en margar eiga eftir að ljúka leik á fyrsta hringnum og því gæti hún færst eitthvað niður á listanna í dag. Ólafía Þórunn fékk nýjan aðstoðarmann á LPGA Volvik mótinu en þar mætti til leiks þaulreyndur atvinnukylfuberi. Thomas Bojanowski, unnusti Ólafíu Þórunnar, var aðstoðarmaður hennar á Kingsmill meistaramótinu í Williamsburg í síðustu viku. Eftir þessa góðu byrjun á Ólafía Þórunn ágæta möguleika á því að ná lokaniðurskurðinum í fyrsta sinn síðan á ISPS Handa mótinu í Ástralíu í febrúar. Ólafía Þórunn hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn á síðustu fimm LPGA-mótum sínum en þetta er besta byrjun hennar á móti síðan á Bank of Hope mótinu um miðjan mars. Þetta er annað mótið hennar í fjögurra móta törn því hún á síðan eftir að keppa á ShopRite LPGA Classic í New Jersey 2. til 4. júní og svo á Manulife LPGA Classic mótinu í Toronto 8. til 11. júní. Ólafía Þórunn hefur nú þegar leikið á sjö mótum á LPGA mótaröðinni frá því í janúar. Hún komst í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum en síðan þrjú mót í röð þar sem hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Á sjötta mótinu komst hún í gegnum fyrri niðurskurðinn eftir 54 holur en hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á síðasta móti i Williamsburg.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn á þremur yfir pari eftir fyrsta hringinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á þremur höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn á Volunteers of America Texas Shootout mótinu í golfi. 28. apríl 2017 00:34 Frábær frammistaða Ólafíu sem komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék frábærlega á öðrum hring á Volunteers of America Texas Shootout mótinu í golfi. 28. apríl 2017 19:11 Ólafía Þórunn fékk sér að sjálfsögðu Hawaii pizzu á Hawaii Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er komin til Hawaiieyja þar sem hún mun í páskavikunni taka þátt í Lotte Championship mótinu á bandarísku mótaröðinni í golfi. 11. apríl 2017 13:00 Afleitur hringur Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fann sig ekki á þriðja degi Volunteers of America Texas Shootout mótsins í golfi sem fer fram á Las Colinas vellinum í Texas. 29. apríl 2017 18:21 Vonir um íslenska páskafugla Páskahelgin er söguleg fyrir því í fyrsta sinn á Ísland keppendur á bandarísku og evrópsku mótaröðinni á sama tíma. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir á LPGA á Hawaii og Valdís Þóra Jónsdóttir á LET í Marokkó. 13. apríl 2017 06:00 Ólafía Þórunn á tveimur höggum yfir pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á tveimur höggum yfir pari á fyrsta degi Kingsmill Championship mótinu í Williamsburg í Virginíu. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. 18. maí 2017 21:28 Ólafía Þórunn: Golf er ekki alltaf dans á rósum Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir segir í nýjum pistli á Facebook að hún þurfi að slaka betur á og halda sér í núinu. 15. apríl 2017 11:45 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn á þremur yfir pari eftir fyrsta hringinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á þremur höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn á Volunteers of America Texas Shootout mótinu í golfi. 28. apríl 2017 00:34
Frábær frammistaða Ólafíu sem komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék frábærlega á öðrum hring á Volunteers of America Texas Shootout mótinu í golfi. 28. apríl 2017 19:11
Ólafía Þórunn fékk sér að sjálfsögðu Hawaii pizzu á Hawaii Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er komin til Hawaiieyja þar sem hún mun í páskavikunni taka þátt í Lotte Championship mótinu á bandarísku mótaröðinni í golfi. 11. apríl 2017 13:00
Afleitur hringur Ólafíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fann sig ekki á þriðja degi Volunteers of America Texas Shootout mótsins í golfi sem fer fram á Las Colinas vellinum í Texas. 29. apríl 2017 18:21
Vonir um íslenska páskafugla Páskahelgin er söguleg fyrir því í fyrsta sinn á Ísland keppendur á bandarísku og evrópsku mótaröðinni á sama tíma. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir á LPGA á Hawaii og Valdís Þóra Jónsdóttir á LET í Marokkó. 13. apríl 2017 06:00
Ólafía Þórunn á tveimur höggum yfir pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á tveimur höggum yfir pari á fyrsta degi Kingsmill Championship mótinu í Williamsburg í Virginíu. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. 18. maí 2017 21:28
Ólafía Þórunn: Golf er ekki alltaf dans á rósum Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir segir í nýjum pistli á Facebook að hún þurfi að slaka betur á og halda sér í núinu. 15. apríl 2017 11:45
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti