Brotin stöng Pálmar Ragnarsson skrifar 22. maí 2017 07:00 Það small í stönginni. Hver einasta manneskja í húsinu fékk verk í eyrun. Þrátt fyrir öskrin og trommurnar. Hvellurinn var það hár að ég hélt að stöngin hefði brotnað. Og ég er nokkuð viss um að boltinn hafi sprungið. Ég held án gríns að það hafi þurft að skipta um bolta eftir þetta skot. Mig gæti ekki dreymt um að skjóta svona fast þó ég fengi mörg þúsund tilraunir. Ragnheiður Júlíusdóttir, 19 ára leikmaður Fram, er einn svakalegasti íþróttamaður sem ég hef séð. Handboltakona af guðs náð. Ef hún ætlar sér að skora er ekkert sem þú getur gert í því. Markmenn Stjörnunnar ættu að fá hugrekkisverðlaun ársins. Að reyna að fara fyrir þessi skot hennar er líklega svipuð tilfinning og að stökkva fyrir bíl. Mér dytti ekki í hug að fara í markið án þess að vera í skotheldu vesti og með hjálm. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Framstúlkur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á síðustu andartökum leiksins. Stemning hundraða Framara ósvikin, vonbrigði jafn margra Stjörnumanna áþreifanleg. Ógeðslega gaman á leiknum. Ef það er eitthvað sem ég elska þá eru það spennandi lokamínútur. Ég var samt enn mest að hugsa um þetta skot í fyrri hálfleik. Hvað kostar eiginlega að kaupa nýja stöng? Þetta er raunveruleikinn á Íslandi í dag. Troðfullt á úrslitaleikjum kvenna bæði í handbolta og körfubolta. Íslendingar munu fylla pallana á Evrópumótinu í sumar. Enginn neyddur til að mæta. Áhuginn er orðinn rosalegur og hann á bara eftir að aukast. Brátt kemur að því að fólk verður hvatt til að horfa bara á leikina í sjónvarpinu, til að koma í veg fyrir öngþveiti í íþróttahúsum landsins. Það er ekki hægt að hrúga inn endalaust. Ps. Ég legg til að við hefjum söfnun fyrir Ragnheiði, ef ske kynni að hún þyrfti að borga sjálf fyrir skemmdirnar á stönginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pálmar Ragnarsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Það small í stönginni. Hver einasta manneskja í húsinu fékk verk í eyrun. Þrátt fyrir öskrin og trommurnar. Hvellurinn var það hár að ég hélt að stöngin hefði brotnað. Og ég er nokkuð viss um að boltinn hafi sprungið. Ég held án gríns að það hafi þurft að skipta um bolta eftir þetta skot. Mig gæti ekki dreymt um að skjóta svona fast þó ég fengi mörg þúsund tilraunir. Ragnheiður Júlíusdóttir, 19 ára leikmaður Fram, er einn svakalegasti íþróttamaður sem ég hef séð. Handboltakona af guðs náð. Ef hún ætlar sér að skora er ekkert sem þú getur gert í því. Markmenn Stjörnunnar ættu að fá hugrekkisverðlaun ársins. Að reyna að fara fyrir þessi skot hennar er líklega svipuð tilfinning og að stökkva fyrir bíl. Mér dytti ekki í hug að fara í markið án þess að vera í skotheldu vesti og með hjálm. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Framstúlkur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á síðustu andartökum leiksins. Stemning hundraða Framara ósvikin, vonbrigði jafn margra Stjörnumanna áþreifanleg. Ógeðslega gaman á leiknum. Ef það er eitthvað sem ég elska þá eru það spennandi lokamínútur. Ég var samt enn mest að hugsa um þetta skot í fyrri hálfleik. Hvað kostar eiginlega að kaupa nýja stöng? Þetta er raunveruleikinn á Íslandi í dag. Troðfullt á úrslitaleikjum kvenna bæði í handbolta og körfubolta. Íslendingar munu fylla pallana á Evrópumótinu í sumar. Enginn neyddur til að mæta. Áhuginn er orðinn rosalegur og hann á bara eftir að aukast. Brátt kemur að því að fólk verður hvatt til að horfa bara á leikina í sjónvarpinu, til að koma í veg fyrir öngþveiti í íþróttahúsum landsins. Það er ekki hægt að hrúga inn endalaust. Ps. Ég legg til að við hefjum söfnun fyrir Ragnheiði, ef ske kynni að hún þyrfti að borga sjálf fyrir skemmdirnar á stönginni.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun