Ragga Gísla semur og flytur Þjóðhátíðarlagið Stefán Þór Hjartarson skrifar 31. maí 2017 10:45 Ragga Gísla er fyrsta konan til að semja og flytja Þjóðhátíðarlagið og segir hún það mikinn heiður. Vísir/Eyþór Þjóðhátíðarlagið í ár semur og flytur engin önnur en Ragga okkar Gísla og er hún þar með fyrsta konan sem verður þess heiðurs aðnjótandi að semja þetta blessaða lag. Aðspurð segir Ragga þetta vera mikinn heiður og hún segist ákaflega stolt af verkefninu.En hvernig semur maður Þjóðhátíðarlag? „Ég hef náttúrulega svo oft verið á Þjóðhátíð – bæði sem gestur og skemmtikraftur. Þetta er auðvitað ákveðin stemming og lífsreynsla sem getur verið algjörlega guðdómleg, eins og til dæmis stemmingin í brekkunni á kvöldin þegar brekkudagskráin hefst, það er alveg eitthvað einstakt við það á þessum stað. Það er svolítið vandasamt að gera svona lag að því leyti að þetta þarf að vera lag sem fólk getur sungið með um leið og það heyrir það í fyrsta sinn. Það sem mér finnst mikilvægast í þessu er að það er gaman að gera þetta. Bræðurnir Logi og Unnsteinn [Stefánssynir] taka þetta upp og vinna þetta með mér og það er bara alveg einstaklega gott að vinna með þeim mönnum. Þeir eru alveg yndislegir frá a til ö og hrikalega flinkir. Þetta er bara gaman, eins og er algjörlega lýsandi fyrir Þjóðhátíð,“ segir Ragga. Auk þess að fá með sér Loga og Unnstein fékk hún Braga Valdimar Skúlason með sér til að semja textann við lagið, sem hún segir að sé alveg óborganlegur.Bragi Valdimar segir það mikilvægt að hægt sé að syngja textann við Þjóðhátíðarlag eftir nokkra. Vísir/Anton BrinkÓlgan í iðrum eyjunnar yrkisefnið „Ragga bað mig um að gera texta og ég var náttúrulega bara æstur í það, enda vil ég allt fyrir hana að gera – og Þjóðhátíð líka. Það voru nú engar djúpar ljóðrænar pælingar í gangi, en þetta er óður til eyjunnar. Þetta hefur nú oft verið ort til dalsins og tjaldanna en núna erum við kannski komin aðeins undir yfirborðið, þessi ólga sem er í iðrum jarðar og gefur kraftinn og allt þetta, svona ef maður á að vera með miklar meiningar. Annars er þetta bara svona hvatningaróp til að koma saman og hafa gaman,“ segir Bragi Valdimar textahöfundur um það hvað sé nú eiginlega meining ljóðsins sem hann sauð saman við þetta tilefni.Skyldi það vera eitthvað sérstakt sem þarf að hafa í huga þegar Þjóðhátíðarlag er samið? „Ég veit það ekki – maður setur sig náttúrulega í einhverjar ákveðnar stellingar og reynir að draga eitthvað út úr laginu. Þetta er blanda af angurværð og góðu stuði. Ég reyndi líka að forðast helstu klisjurnar og það er ekkert minnst á dalinn, ég biðst velvirðingar á því,“ segir Bragi. Hann segist ekki hafa sveipað sig regnkápu eða rifið í sig lunda á meðan hann ritaði þennan óð til Þjóðhátíðar en sagði þó að það ætti að vera hægt að syngja textann þó að maður væri búinn að fá sér nokkra, sem er jú mikilvægt í brekkunni. Tengdar fréttir Tveimur konum bætt við dagskrá Þjóðhátíðar í ár Sylvía Erlu og Röggu Gísla bætt við dagskránna. Það verða því þrjár konur sem verða á sviði Þjóðhátíðar í ár. 6. júlí 2016 14:53 „Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?“ Tvær konur hafa komið að því að semja þjóðhátíðarlag frá árinu 1933. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir að leitað sé til vinsælustu listamanna hverju sinni. 25. febrúar 2016 14:15 Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Þjóðhátíðarlagið í ár semur og flytur engin önnur en Ragga okkar Gísla og er hún þar með fyrsta konan sem verður þess heiðurs aðnjótandi að semja þetta blessaða lag. Aðspurð segir Ragga þetta vera mikinn heiður og hún segist ákaflega stolt af verkefninu.En hvernig semur maður Þjóðhátíðarlag? „Ég hef náttúrulega svo oft verið á Þjóðhátíð – bæði sem gestur og skemmtikraftur. Þetta er auðvitað ákveðin stemming og lífsreynsla sem getur verið algjörlega guðdómleg, eins og til dæmis stemmingin í brekkunni á kvöldin þegar brekkudagskráin hefst, það er alveg eitthvað einstakt við það á þessum stað. Það er svolítið vandasamt að gera svona lag að því leyti að þetta þarf að vera lag sem fólk getur sungið með um leið og það heyrir það í fyrsta sinn. Það sem mér finnst mikilvægast í þessu er að það er gaman að gera þetta. Bræðurnir Logi og Unnsteinn [Stefánssynir] taka þetta upp og vinna þetta með mér og það er bara alveg einstaklega gott að vinna með þeim mönnum. Þeir eru alveg yndislegir frá a til ö og hrikalega flinkir. Þetta er bara gaman, eins og er algjörlega lýsandi fyrir Þjóðhátíð,“ segir Ragga. Auk þess að fá með sér Loga og Unnstein fékk hún Braga Valdimar Skúlason með sér til að semja textann við lagið, sem hún segir að sé alveg óborganlegur.Bragi Valdimar segir það mikilvægt að hægt sé að syngja textann við Þjóðhátíðarlag eftir nokkra. Vísir/Anton BrinkÓlgan í iðrum eyjunnar yrkisefnið „Ragga bað mig um að gera texta og ég var náttúrulega bara æstur í það, enda vil ég allt fyrir hana að gera – og Þjóðhátíð líka. Það voru nú engar djúpar ljóðrænar pælingar í gangi, en þetta er óður til eyjunnar. Þetta hefur nú oft verið ort til dalsins og tjaldanna en núna erum við kannski komin aðeins undir yfirborðið, þessi ólga sem er í iðrum jarðar og gefur kraftinn og allt þetta, svona ef maður á að vera með miklar meiningar. Annars er þetta bara svona hvatningaróp til að koma saman og hafa gaman,“ segir Bragi Valdimar textahöfundur um það hvað sé nú eiginlega meining ljóðsins sem hann sauð saman við þetta tilefni.Skyldi það vera eitthvað sérstakt sem þarf að hafa í huga þegar Þjóðhátíðarlag er samið? „Ég veit það ekki – maður setur sig náttúrulega í einhverjar ákveðnar stellingar og reynir að draga eitthvað út úr laginu. Þetta er blanda af angurværð og góðu stuði. Ég reyndi líka að forðast helstu klisjurnar og það er ekkert minnst á dalinn, ég biðst velvirðingar á því,“ segir Bragi. Hann segist ekki hafa sveipað sig regnkápu eða rifið í sig lunda á meðan hann ritaði þennan óð til Þjóðhátíðar en sagði þó að það ætti að vera hægt að syngja textann þó að maður væri búinn að fá sér nokkra, sem er jú mikilvægt í brekkunni.
Tengdar fréttir Tveimur konum bætt við dagskrá Þjóðhátíðar í ár Sylvía Erlu og Röggu Gísla bætt við dagskránna. Það verða því þrjár konur sem verða á sviði Þjóðhátíðar í ár. 6. júlí 2016 14:53 „Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?“ Tvær konur hafa komið að því að semja þjóðhátíðarlag frá árinu 1933. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir að leitað sé til vinsælustu listamanna hverju sinni. 25. febrúar 2016 14:15 Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Tveimur konum bætt við dagskrá Þjóðhátíðar í ár Sylvía Erlu og Röggu Gísla bætt við dagskránna. Það verða því þrjár konur sem verða á sviði Þjóðhátíðar í ár. 6. júlí 2016 14:53
„Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?“ Tvær konur hafa komið að því að semja þjóðhátíðarlag frá árinu 1933. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir að leitað sé til vinsælustu listamanna hverju sinni. 25. febrúar 2016 14:15