Tekjur Bláa lónsins jukust um 43 prósent og fóru yfir tíu milljarða Hörður Ægisson skrifar 31. maí 2017 07:30 Tekjur Bláa lónsins hafa aukist úr 25 milljónum evra í 77 milljónir evra frá 2012. Vísir/GVA Hagnaður Bláa lónsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var 28,2 milljónir evra á árinu 2016, jafnvirði um 3.150 milljóna króna á núverandi gengi, og jókst um tæplega sjö milljónir evra frá fyrra ári. Á aðeins fimm árum hefur EBITDA Bláa lónsins næstum því þrefaldast. Vöxtur Bláa lónsins hefur verið gríðarlegur á undanförnum árum. Á því varð engin breyting í fyrra en tekjur félagsins námu þá samtals 77,2 milljónum evra, eða 10,3 milljarðar króna miðað við meðalgengi evru á árinu 2016, og jukust um meira en 43 prósent á milli ára. Á árinu 2012 námu tekjur Bláa lónsins til samanburðar aðeins 25 milljónum evra. Ársreikningur Bláa lónsins hefur enn ekki verið gerður opinber en Markaðurinn hefur fengið upplýsingar um helstu niðurstöður síðasta rekstrarárs. Fjöldi heimsókna fór í fyrsta sinn yfir milljón talsins en samtals sóttu 1.122 þúsundir gestir Bláa lónið á árinu 2016 og fjölgaði þeim um liðlega tvö hundruð þúsund. Tekjur af sölu í lónið námu um 45 milljónum evra, eða um 58 prósentum af heildartekjum Bláa lónsins, sem jafngildir um sex milljörðum íslenskra króna miðað við meðalgengi evru í fyrra. Það þýðir að gestir Bláa lónsins hafi greitt samtals rúmlega 16 milljónir króna að meðaltali á dag í aðgangseyri í fyrra. Veitingasala var næststærsti tekjupóstur Bláa lónsins og skilaði um 18 milljónum evra, en það er um 125 prósenta aukning á aðeins tveimur árum.Eigið fé Bláa lónsins var 53,6 milljónir evra í lok síðasta árs og eiginfjárhlutfall félagsins ríflega 49 prósent. Arðsemi eigin fjár nam tæplega 44 prósentum í fyrra og vaxtaberandi skuldir fyrirtækisins eru aðeins um 34 milljónir evra. Aðalfundur Bláa lónsins fer fram eftir um tvær vikur og þar verður lögð fram tillaga um greiðslu arðs til hluthafa vegna síðasta rekstrarárs. Í fyrra greiddi Bláa lónið 1,4 milljarða í arð.30 milljarða verðmiði? Hlutafélagið Hvatning er stærsti eigandi Bláa lónsins með ríflega 39 prósenta hlut. Framtakssjóðurinn Horn II, sem er í eigu lífeyrissjóða, fjármálafyrirtækja og annarra fagfjárfesta, á 49,45 prósenta hlut í félaginu en Kólfur heldur hins vegar utan um 50,55 prósenta hlut í Hvatningu. Eigendur Kólfs eru Grímur Sæmundsen, forstjóri og stofnandi Bláa lónsins, (75 prósent) og Eðvard Júlíusson (25 prósent). Þá á eignarhaldsfélagið Keila 9,2 prósenta hlut í Bláa lóninu en það er í meirihlutaeigu Hvatningar. Aðrir hluthafar í Keilu eru Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og varaformaður stjórnar Bláa lónsins, og ýmsir stjórnendur Bláa lónsins. HS Orka er næststærsti hluthafi Bláa lónsins með um 30 prósenta hlut. Þá er einnig að finna ýmsa aðra einkafjárfesta sem eru umsvifamiklir í hluthafahópi Bláa lónsins. Þannig á Helgi Magnússon, stjórnarformaður og fyrrverandi varaformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, um 6,2 prósenta hlut í gegnum félagið Hofgarða. Þá á Sigurður Arngrímsson, fjárfestir og fyrrverandi starfsmaður Morgan Stanley í London, um fimm prósenta hlut og Ágústa Johnsen, framkvæmdastjóri og einn eigenda Hreyfingar, á um þrjú prósent í gegnum einkahlutafélagið Bogmanninn.Tilkynnt var um það fyrr í þessum mánuði að HS Orka, sem er í meirihlutaeigu kanadíska orkufyrirtækisins Alterra, hefði ákveðið að kanna mögulega sölu á hlut sínum í Bláa lóninu. Ljóst er að sá hlutur er gríðarlega verðmætur. Sé litið til þess að Bláa lónið skilaði EBITDU upp á rúmlega 28 milljónir evra í fyrra – og væntingar eru um áframhaldandi vöxt samhliða auknum straumi ferðamanna til landsins – þá má gróflega áætla að heildarvirði fyrirtækisins sé um 260 milljónir evra, eða tæplega 30 milljarðar króna á núverandi gengi. Hlutur HS Orku gæti því verið metinn á um níu milljarða.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Hagnaður Bláa lónsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var 28,2 milljónir evra á árinu 2016, jafnvirði um 3.150 milljóna króna á núverandi gengi, og jókst um tæplega sjö milljónir evra frá fyrra ári. Á aðeins fimm árum hefur EBITDA Bláa lónsins næstum því þrefaldast. Vöxtur Bláa lónsins hefur verið gríðarlegur á undanförnum árum. Á því varð engin breyting í fyrra en tekjur félagsins námu þá samtals 77,2 milljónum evra, eða 10,3 milljarðar króna miðað við meðalgengi evru á árinu 2016, og jukust um meira en 43 prósent á milli ára. Á árinu 2012 námu tekjur Bláa lónsins til samanburðar aðeins 25 milljónum evra. Ársreikningur Bláa lónsins hefur enn ekki verið gerður opinber en Markaðurinn hefur fengið upplýsingar um helstu niðurstöður síðasta rekstrarárs. Fjöldi heimsókna fór í fyrsta sinn yfir milljón talsins en samtals sóttu 1.122 þúsundir gestir Bláa lónið á árinu 2016 og fjölgaði þeim um liðlega tvö hundruð þúsund. Tekjur af sölu í lónið námu um 45 milljónum evra, eða um 58 prósentum af heildartekjum Bláa lónsins, sem jafngildir um sex milljörðum íslenskra króna miðað við meðalgengi evru í fyrra. Það þýðir að gestir Bláa lónsins hafi greitt samtals rúmlega 16 milljónir króna að meðaltali á dag í aðgangseyri í fyrra. Veitingasala var næststærsti tekjupóstur Bláa lónsins og skilaði um 18 milljónum evra, en það er um 125 prósenta aukning á aðeins tveimur árum.Eigið fé Bláa lónsins var 53,6 milljónir evra í lok síðasta árs og eiginfjárhlutfall félagsins ríflega 49 prósent. Arðsemi eigin fjár nam tæplega 44 prósentum í fyrra og vaxtaberandi skuldir fyrirtækisins eru aðeins um 34 milljónir evra. Aðalfundur Bláa lónsins fer fram eftir um tvær vikur og þar verður lögð fram tillaga um greiðslu arðs til hluthafa vegna síðasta rekstrarárs. Í fyrra greiddi Bláa lónið 1,4 milljarða í arð.30 milljarða verðmiði? Hlutafélagið Hvatning er stærsti eigandi Bláa lónsins með ríflega 39 prósenta hlut. Framtakssjóðurinn Horn II, sem er í eigu lífeyrissjóða, fjármálafyrirtækja og annarra fagfjárfesta, á 49,45 prósenta hlut í félaginu en Kólfur heldur hins vegar utan um 50,55 prósenta hlut í Hvatningu. Eigendur Kólfs eru Grímur Sæmundsen, forstjóri og stofnandi Bláa lónsins, (75 prósent) og Eðvard Júlíusson (25 prósent). Þá á eignarhaldsfélagið Keila 9,2 prósenta hlut í Bláa lóninu en það er í meirihlutaeigu Hvatningar. Aðrir hluthafar í Keilu eru Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og varaformaður stjórnar Bláa lónsins, og ýmsir stjórnendur Bláa lónsins. HS Orka er næststærsti hluthafi Bláa lónsins með um 30 prósenta hlut. Þá er einnig að finna ýmsa aðra einkafjárfesta sem eru umsvifamiklir í hluthafahópi Bláa lónsins. Þannig á Helgi Magnússon, stjórnarformaður og fyrrverandi varaformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, um 6,2 prósenta hlut í gegnum félagið Hofgarða. Þá á Sigurður Arngrímsson, fjárfestir og fyrrverandi starfsmaður Morgan Stanley í London, um fimm prósenta hlut og Ágústa Johnsen, framkvæmdastjóri og einn eigenda Hreyfingar, á um þrjú prósent í gegnum einkahlutafélagið Bogmanninn.Tilkynnt var um það fyrr í þessum mánuði að HS Orka, sem er í meirihlutaeigu kanadíska orkufyrirtækisins Alterra, hefði ákveðið að kanna mögulega sölu á hlut sínum í Bláa lóninu. Ljóst er að sá hlutur er gríðarlega verðmætur. Sé litið til þess að Bláa lónið skilaði EBITDU upp á rúmlega 28 milljónir evra í fyrra – og væntingar eru um áframhaldandi vöxt samhliða auknum straumi ferðamanna til landsins – þá má gróflega áætla að heildarvirði fyrirtækisins sé um 260 milljónir evra, eða tæplega 30 milljarðar króna á núverandi gengi. Hlutur HS Orku gæti því verið metinn á um níu milljarða.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira